14/12/2022

Norge

Alþýðufræðsla, Atvinnulíf

Ný rannsókn á hlutverki tækni í námi í atvinnulífinu

Dorothy Sutherland Olsen, fræðimaður hjá Norrænu stofnuninni um nýsköpun, rannsóknir og menntun (NIFU) í Noregi, hefur rannsakað hvernig ýmsar atvinnugreinar eru að færast frá hefðbundnu skipulagi fyrir hæfniþróun yfir í dýnamískara umhverfi þar sem þörfin fyrir hæfni er stöðugt að breytast.

Dorothy Sutherland Olsen

Dorothy Sutherland Olsen, NIFU (Mynd: NIFU)

Meginniðurstaðan er sú að mismunandi geirar túlka og endurtúlka stöðugt aðferðir við nám. Starfsmannastjórar eru mjög meðvitaðir um þörfina fyrir bæði bóklega og verklega þjálfun. Þeir leggja bæði áherslu á langtíma stefnumótandi áætlanir um þekkingarþróun og að vera færir um að bjóða upp á staðbundið námsátak með stuttum fyrirvara. Nokkrir starfsmannastjórar hafa verið tilbúnir að gera tilraunir með nýjar hugmyndir.

Dæmi um það er svokallað 70:20:10 hugtak sem byggir á þeirri hugmynd að 10% af námi á vinnustað sé afrakstur formlegrar menntunar, 20% sé afrakstur samstarfs við samstarfsmenn eða samræðu við aðra og 70% sem eftir eru eru afleiðing af námi í gegnum verkefni á vinnustað.

Í kaflanum eru lögð fram bæði fræðileg og hagnýt sjónarhorn, þar á meðal ítarlegt yfirlit yfir það sem knýr þörfina fyrir hæfniþróun og blæbrigðaríkari lýsingar á „óformlegu námi“, þar sem hugtakið er útvíkkað til að ná yfir aðgerðir við að leysa vandamál sem leiða af sér nýja færni og þekkingu.

Markmiðið er að dæmi úr rannsókninni veiti mannauðsstjórum hagnýtar leiðbeiningar og innblástur um óvissa framtíð. Frekari upplýsingar má finna hér.

Niðurstöðurnar hafa verið birtar sem nýr kafli: Suggestions for an Uncertain Future í skýrslunni People Management – Higlitting Futures. Skýrsluna má lesa í heild sinni hér.

Flere nyheder fra NVL

Gruppe studenter i et auditorium som studerer og diskuterer sammen.

16/09/2024

Norge

Nesten 300 000 studenter og 43 000 ansatte ved universiteter og høyskoler fikk 1.august en ny og oppdatert lov. Målet er et mer forståelig og tilgjengelig regelverk for brukerne, med endringer i en rekke regler.

Ældre mennesker deltager i en computerlæringssession, mens en yngre kvinde hjælper dem med at bruge bærbare computere i et lyst undervisningslokale.

12/09/2024

Danmark

Omkring 500.000 voksne danskere har ikke tilstrækkelige basale færdigheder som læsning, skrivning, matematik, engelsk og IT. Det er en udfordring for både den enkelte og samfundet i en situation, hvor der er mangel på kvalificeret arbejdskraft og i et stigende digitaliseret samfund.

Nordic-Baltic seminar on education and guidance portals.

09/09/2024

Norden

Nordisk Ministerråd og Euroguidance var værter på et kollaborativt nordisk-baltisk seminar om undervisning og vejledning i Norge den 14-15 august 2024.

Share This