31/10/2023

Norge

Símenntun, Háskólamenntun, Stafræn hæfni

Ný skýrsla um færniþörf iðnaðarins

Vinnuhópur sem samanstendur af þátttakendum frá Samtökum iðnaðarins í Noregi, norska starfsgreinasambandinu, menntamálaráðuneytinu og háskólastofnuninni (HK-dir) hefur farið yfir færniþörf innan iðngeirans.

Ny rapport om industriens kompetansebehov

Norskur iðnaður stendur frammi fyrir krefjandi áskorunum Sí- og endurmenntu Æðri menntun Starfræn færni

Í skýrslunni kemur meðal annars fram lýsing á hæfniþörfum sem fylgja skorti á vinnuafli með hæfni að loknu námi á framhaldsskólastigi, skorti á hæfni á sviði tækni- og iðngreina, sem og raf- og tölvutækni. Stafræn umbreyting og sjálfvirknivæðing krefst hæfni í beitingu upplýsingatækni og tæknikunnáttu en hvað varðar „græna umbreytingu“ snúa þarfirnar sérstaklega að hæfni í sjálfbærri framleiðslu og umhverfisvænum lausnum.

Starfshópurinn hefur rýnt núverandi færnistefnu í Noregi og metið hvernig hægt er að aðlaga hana betur að sérstökum þörfum geirans. Þá kannaði hópurinn hvaða aðferðum er beitt bæði í Danmörku og Svíþjóð sem miða að þörfum geirans. Þær aðgerðir ættu, eins og í Noregi, að veita starfsfólki nauðsynlega færni með aðlöguðum kerfum með mismunandi fjármögnunaraðferðum. Hópurinn hefur síðan kortlagt hvaða hindranir mæta nemendum og skoðað hvernig hægt er að bæta aðstæður í Noregi og gera þær aðgengilegri fyrir bæði atvinnurekendur og launþega í iðnaðargeiranum.

Niðurstöður skýrslunnar benda til þess að þegar hafi verið gripið til fjölda aðgerða til að mæta sérstökum þörfum iðnaðarins, meðal annars innan rafgeymaiðnaðarins. Í skýrslunni er jafnframt undirstrikað að iðnaðurinn standi frammi fyrir sérstökum áskorunum. Sú vitneskja og skoðun er lögð til grundvallar vinnu við frumvarp til Stórþingsins um fagháskólamenntun.

Til þess að auka sýnileika á hvað er í boði af hæfniþróun á ýmsum skólastigum í gegnum atvinnugeiraáætlanir er þörf á markvissari upplýsingum til fyrirtækja og starfsmanna um uppbyggingu, markmið og tækifæri atvinnugeiraáætlun iðnaðarins. Starfsgreinráðið og aðilar atvinnulífsins eru lykilaðilar aðilar í miðlun þessara upplýsinga.

Krækja í skýrsluna á norsku

Flere nyheder fra NVL

Illustrasjon av en smilende mann som jobber på en bærbar datamaskin, mens en vennlig AI-assistent i hvit drakt med "AI" skrevet på hjelper ham. Bakgrunnen er en blå, abstrakt form.

04/02/2025

Norge

Forskningsrådet øker tilskuddet med ytterligere 300 millioner kroner til forskning på kunstig intelligens (KI).

A group of people gathered around a table in a cozy café, smiling for a group photo. The café has warm wooden decor and festive holiday accents.

30/01/2025

Island

Following the project “Voices of young immigrants – inclusion in education, work and society”, which was part of the Icelandic presidency of the Nordic Council of Ministers in 2023, the work on paving the way for more inclusive communities continues.

To personer giver hånd hen over et bord med en kontrakt og en pen, der ligger på en clipboard.

29/01/2025

Norge

Norjan osaamisuudistuskomitea luovutti 14. tammikuuta 2025 mietinnön siitä, miten elinikäinen oppiminen työelämässä voidaan toteuttaa onnistuneesti. Komitea suosittelee muun muassa työelämässä oppimisen kolmikantayhteistyön vahvistamista sekä elinikäisen oppimisen mahdollisuuksien kokoamista yhdelle verkkoalustalle.

Share This