26/09/2022

Norden

Fjarkennsla, Nám fanga

Nýr norrænn vinnuhópur á að skoða menntun ungs fólks í fangelsum

Norrænt net um fræðslu í fangelsum mun í haust koma á laggirnar vinnuhópi sem á að kanna hvernig hægt er að stuðla að því að flest af yngstu föngunum geti bæði hafið og lokið námi – með því að kanna hvernig hægt er að skapa aðstæður svo flest úr hópi yngri fanga geti staðið sig sem best í skóla í fangelsi.

Ny nordisk arbeidsgruppe skal se nærmere på utdanning for unge i fengsel

Nýr norrænn vinnuhópur á að skoða menntun ungs fólks í fangelsum

Þátttakendur í netinu telja að á Norðurlöndum verðum við að setja okkur markmið um að unglingar ljúki að minnsta kosti námi á framhaldsskólastigi og að allir nemendur eigi rétt á fræðslu og að þroskast óháð reynslu, þekkingu og þörfum. Þau sem eru í hópi ungra fanga hafa oftast litla menntun samanborið við aðra þegna, og slitrótt skólaganga og neikvæð reynsla af mikilvægum fræðsluvettvangi er reglan frekar en undantekningin. Mörg þeirra þróa andfélagslega hegðun í formi brotastarfsemi, stríða við margþættan vanda frá unga aldri, og eiga oft sögu af inngripum af hálfu hins opinbera. Að skapa kjöraðstæður svo flest í þessu hópi geti staðið sig sem best í skólanum hefur gríðarlega þýðingu, vegna þess að slitrótt skólaganga eykur líkur á áframhaldandi brotastarfsemi og jaðarsettu lífi. Menntun er líkast til sá einstaki þáttur sem hefur mest áhrif á félagslegan hreyfanleika. Þess vegna verður að sjá til þess að til staðar séu góð kerfi sem tryggja öllu ungu fólki tækifæri, ekki aðeins til að hefja nám heldur jafnframt að ljúka því.

Ungir fangar með takmarkaða færni

Sökum þess að margir ungir fangar hafa að loknum grunnskóla takmarkaða færni og hæfni – og í sumum tilfellum án þess að hafa lokið grunnskóla – mun fræðsla í grunnleikni og það að ljúka grunnskólanum vera þeim nauðsyn til þess að takast á við áframhaldandi nám. Án þess að ljúka námi á framhaldsskólastigi getur reynst örðugt að öðlast trygga stöðu á vinnumarkaði, sem vekur áhyggjur vegna þess að búast má við að atvinnuleysi meðal ungs fólks án menntunar aukist því að þau skortir hæfni til þess að standa sig í harðri samkeppni á vinnumarkaði í framtíðinni. Mikilvægi þess að ungt fólk afli sér hæfni með menntun mun þess vegna vaxa í framtíðinni.

Fræðsla á endurhæfingartímabilinu

Norrænt net um fræðslu í fangelsum á að stuðla að aukinni þekkingu á sviðinu til þess að styðja við fræðslu á endurhæfingartímabilinu. Yngstu fangarnir eru einkar brýnt viðfangsefni í þessu samhengi, og þess vegna hefur nýjum vinnuhópi, sem á að kanna hvernig hægt er að skapa kjöraðstæður svo flest í þessu hópi geti náð sem bestum árangri í skólanum í fangelsinu, verið komið á laggirnar. Þess er vænst að vinnuhópurinn stuðli að miðlun þekkingar og að vinnan muni leiða til áþreifanlegs árangur sem gagnast í raun. Ef til vill geta niðurstöður hópsins einnig leitt til áframhaldandi þróunar í hverju Norðurlanda fyrir sig.

Netið og vinnuhópurinn hittast á fjarfundi til skipulagningar í september og áætlað er að hópurinn hittist aftur í Malmey í nóvember, þar verður farið yfir verkefnið og umboð og svo hefjist vinnan þegar að fundinum loknum.

Tengiliður norræna netsins um fræðslu í fangelsum

Terje Røstvær,aðalráðgjafi hjá fylkisstjórninni í Vestur-Noregi
E: fmhoter@fylkesmannen.no

Flere nyheder fra NVL

Norsk milliardsatsing på kunstig intelligens

26/09/2023

Norge

Omstillingen til ny teknologi akselerer og den digitale sikkerheten er i konstant endring. Den norske regjeringen setter av én milliard kroner for å støtte forskning innen kunstig intelligens og digital teknologi.

Managing and organising activities and solving problems are examples of transversal skills.

22/09/2023

Norden

The project results provide support to practitioners and counsellors, as well as, other stakeholders and strengthen cross-sector cooperation between practitioners, policy-makers and other stakeholders in order to build coherent VNFIL systems.

Nye langsigtede investeringer i voksen og efteruddannelse (VEU)

21/09/2023

Danmark

En ny trepartsaftale mellem Regeringen og arbejdsmarkedets parter skal være med til at sikre fremtidens kompetencebehov.

Share This