Að sögn Oddmundar Hoel, rannsóknar- og háskólaráðherra, er markmiðið að auðvelda nám allt lífið, óháð búsetu. – Ekki er unnt að mæta færniþörfum atvinnulífsins aðeins með nýju fólki. Nauðsynlegt er að fólk sem er í vinnu hafi tækifæri til að uppfæra kunnáttu sína, segir Hoel.
Markhópur hins nýja lánakerfis er starffólk sem vill sækja sér menntun sem vinnuveitandi styrkir ekki.
Frumvarpið var lagt fram á norska Stórþinginu þann 15. mars á þessu ári.
Nánar um frumvarpið hér: Ríkisstjórnin mun auðvelda fullorðnum í atvinnulífinu að sækja sér menntun – regjeringen.no