31/05/2022

Norge

Sveigjanlegt nám

Nýtt smáforrit fyrir sveigjanlega ráðgjöf og kennslu í starfsnámi hlaut gæðaverðlaun

Á ráðstefnunni Gæðanám og stafræn umbreyting þann 20. apríl, afhenti Ola Borten Moe, þekkingar og vísindaráðherra Lovisenberg kristilega fagháskólanum Námsgæðaverðlaunin 2022.

Ny app for fleksibel veiledning og opplæring i praksisstudier fikk kvalitetspris

Nýtt smáforrit fyrir sveigjanlega ráðgjöf og kennslu í starfsnámi hlaut gæðaverðlaun

Háskólinn hefur þróað smáforritið TOPP-N, sem er ný lausn fyrir ráðgjöf og mat á hjúkrunarfræðistúdentum sem eru í starfsnámi á vinnustöðum í heilbrigðis- og umönnunarþjónustu.

TOPP-N á að einfalda faglega þróun og þann lærdóm sem nemendur draga af starfsnáminu. Með því að nota smáforritið á að vera hægt að aðlaga ráðgjöf fyrir nemendur að þörfum og færni hvers og eins.

Lars Mathisen rektor Lovisenberg kristilega fagháskólans, sagði að það væri afar hvetjandi að hljóta gæðaverðlaun menntunar á ráðstefnunni þar sem verðlaunin voru veitt. Smáforritið er stafrænt verkfæri og með því að nýta það væri einnig unnt að efla hæfni 21. aldar (e. 21st Century Skills).

TOPP-N stendur fyrir Technology Optimized Practice Process – Nurse. Smáforritið er þróað í tengslum við rannsóknarverkefni við Lovisenberg kristilega fagháskólann þar sem þróa á, reyna og innleiða nýtt ráðgjafamódel fyrir starfsnám.

Menntagæðaverðlaunin eru ein milljón norskra króna og þeim er úthlutað árlega af stofnuninni fyrir æðri menntun og færni. Verðlaunin eiga að vera viðurkenning sem hvetur stofnanir og fagsvið til þess að sinna kerfisbundinni vinnu við þróun gæða náms í boði.

Skandinavísk dómnefnd: Í dómnefnd sitja norskir, sænskir og danskir sérfræðingar auk tveggja fulltrúa frá Norsku stúdentasamtökunum.

TOPP-N-smáforritið er þróað með fjármagni frá DIKU, skrifstofu fjölþjóðlegs samstarfs og gæða í háskólastarfi. Nú stendur frekari þróun fyrir dyrum og miðla á reynslunni þvert á störf bæði heima í Noregi og til annarra þjóða.

Bakgrunnur

Nám í hjúkrunarfræði er meðal margra námsleiða sem felur í sér bæði bók- og starfsnám. Helmingur námsins felst í starfsnámi sem þrír aðilar koma að: Kennari, stúdent og starfsráðgjafi á vinnustaðnum. Fyrri úttektir hafa endurtekið sýnt fram á að þörf er fyrir nánara samstarf á milli þessara þriggja aðila. Önnur áskorun felst í því að ekki búa starfsráðgjafar á öllum starfnámsstöðunum yfir jafn mikilli hæfni.

Meira hér

Flere nyheder fra NVL

Personer med VR-headsets på en arbejdsplads

26/05/2023

Norden

NVL arrangerte webinar 9. mai om læring og innovasjon i arbeidslivet med fokus på en nordisk modell for erfaringsdeling og samskapelse av ny kunnskap med fulltallig deltakerantall.

Utsynsmeldingen: Vil matche utdanningen med arbeidslivets behov

16/05/2023

Norge

Regjeringen viser til tiltak for å utdanne nok folk med den rette kompetansen arbeidslivet behøver i årene fremover.

Finsk yrkesutbildning behöver ännu förbättras

08/05/2023

Finland

Yrkesutbildningen i Finland genomgick en stor reform under 2018. Nu visar en ny undersökning att många mål uppnåtts, men det finns fortfarande brister att åtgärda.

Share This