Í þríhliða samningi um langtímafjárfestingar í fullorðinsfræðslu, sí- og endurmenntun frá 12.
september 2023 var ákveðið að stofna þjóðarbandalag um eflingu grunnleikni.
Samningurinn hefur nú litið dagsins ljós. Aðstandendur eru stjórnvöld, aðilar
vinnumarkaðarins auk opinberra- og einkafyrirtækja og vinnustaða.
Aðilar samningsins skuldbinda sig til að vinna markvisst að endur- og símenntun
starfsmanna. Með samkomulaginu myndast tengslanet þar sem aðilar geta skipst á reynslu
og þekkingu um aðgerðir.
Hér er hægt að lesa meira á dönsku.