29/11/2023

Sverige

Menntastefna, Iðn- og starfsmenntun, Nám fullorðinna

Sænska ríkisstjórnin innleiðir sérstök fjárframlög til þess að efla svæðisbundið starfsnám í héruðum með vaxtamöguleika

Á næsta ári mun sænska ríkisstjórnin innleiða nýjan ríkisstyrk til starfsmenntunar innan fullorðinsfræðslu sveitarfélaga á framhaldsskólastigi þar sem stofnun nýrra eða stækkun fyrirtækja er fyrirsjáanleg. Þetta á einkum við í strjálbýlum héruðum.

Sveriges regeringen genomför särskild satsning på regionalt yrkesvux i expansiva regioner

Sænska ríkisstjórnin innleiðir sérstök fjárframlög til svæðisbundins starfsnáms í héruðum þar sem hagvöxtur er fyrirsjáanlegur.

Á næsta ári mun sænska ríkisstjórnin innleiða nýjan ríkisstyrk til starfsmenntunar innan fullorðinsfræðslu sveitarfélaga á framhaldsskólastigi til stofnunar eða stækkunar fyrirtækja. Þetta á einkum við í strjálbýlum héruðum. Ríkisstjórnin hyggst leggja til að árið 2024 verði 125 milljónum sænskra króna varið í þessu skyni, sem samsvarar um 2.000 árlegum nemaplássum.

Fjárfestingin er ætluð starfsmenntun á framhaldsskólastigi og það eru færniþarfir sem ráða því hvaða starfsmenntun og hversu mörg nemapláss verða í boði. Þá þarf jafnframt að skipuleggja tilboðið að höfðu samráði við meðal annars Vinnumálastofnun.

Grundvallarskilyrði fyrir því að hljóta ríkisstyrk verður að sveitarfélagið standi frammi fyrir stórfelldum breytingum á atvinnulífi ýmist vegna stofnunar eða stækkun fyrirtækis eða sé nágranni slíks sveitarfélags. Ekki verður gerð krafa um samfjármögnun frá sveitarfélaginu. Umsækjendur hvaðanæva af landinu eiga að geta sótt um námið.

– Til þess að Svíþjóð geti leikið leiðandi hlutverk í grænum umskiptum er mikilvægt að fjárfesta í menntun. Aðgangur að vinnuafli með rétta kunnáttu er lykilatriði við rafvæðingu iðnaðarins og samfélagsins almennt geti átt sér stað, að fyrirtæki geti aðlagast og til dæmis rafgeymaiðnaðurinn geti byggst upp sem ný atvinnugrein í Svíþjóð, segir Mats Persson menntamálaráðherra.

Nánar her .

Flere nyheder fra NVL

Två kollegor på ett modernt kontor, en kvinna som står vid ett skrivbord och en man som sitter framför en datorskärm, omgivna av ljusa arbetsytor och teknik.

22/01/2025

Finland

Arbetsgruppen för identifiering av kunnande, som tillsatts av arbets- och näringsministeriet och undervisnings- och kulturministeriet, publicerade den 15 januari 2025

To personer giver hånd hen over et bord med en kontrakt og en pen, der ligger på en clipboard.

20/01/2025

Norge

Kompetansereformutvalget leverte 14. januar 2025 sin rapport om hvordan Norge kan lykkes med livslang læring i arbeidslivet. En styrking av treparts- samarbeidet om læring i arbeidslivet og en bedre digital oversikt over mulighetene for livslang læring er noen av utvalgets anbefalinger.

Dette bildet viser en symbolsk balanse mellom en stabel mynter og et rødt hus, som ligger på en vippevekt. Det illustrerer forholdet mellom økonomi og boligkostnader.

10/01/2025

Norge

Bor du i en av 189 kommuner i ordningen for sletting av studielån og er i arbeid, så kan du etter ett år få slettet 25.000,- av studielånet ditt.

Share This