Á næsta ári mun sænska ríkisstjórnin innleiða nýjan ríkisstyrk til starfsmenntunar innan fullorðinsfræðslu sveitarfélaga á framhaldsskólastigi til stofnunar eða stækkunar fyrirtækja. Þetta á einkum við í strjálbýlum héruðum. Ríkisstjórnin hyggst leggja til að árið 2024 verði 125 milljónum sænskra króna varið í þessu skyni, sem samsvarar um 2.000 árlegum nemaplássum.
Fjárfestingin er ætluð starfsmenntun á framhaldsskólastigi og það eru færniþarfir sem ráða því hvaða starfsmenntun og hversu mörg nemapláss verða í boði. Þá þarf jafnframt að skipuleggja tilboðið að höfðu samráði við meðal annars Vinnumálastofnun.
Grundvallarskilyrði fyrir því að hljóta ríkisstyrk verður að sveitarfélagið standi frammi fyrir stórfelldum breytingum á atvinnulífi ýmist vegna stofnunar eða stækkun fyrirtækis eða sé nágranni slíks sveitarfélags. Ekki verður gerð krafa um samfjármögnun frá sveitarfélaginu. Umsækjendur hvaðanæva af landinu eiga að geta sótt um námið.
– Til þess að Svíþjóð geti leikið leiðandi hlutverk í grænum umskiptum er mikilvægt að fjárfesta í menntun. Aðgangur að vinnuafli með rétta kunnáttu er lykilatriði við rafvæðingu iðnaðarins og samfélagsins almennt geti átt sér stað, að fyrirtæki geti aðlagast og til dæmis rafgeymaiðnaðurinn geti byggst upp sem ný atvinnugrein í Svíþjóð, segir Mats Persson menntamálaráðherra.
Nánar her .