Raunfærnimatshópur NVL mælir með því að öll Norðurlöndin, þar á meðal Færeyjar, Grænland og Álandseyjar, leggi til:
Eftirfylgni raunfærnimats í samræmi við megintilgang þess – fyrir aðgang að menntun á réttum vettvangi, fyrir undanþágur til þess að stytta menntun og vinnumarkaðinn til að gera einstaklingum kleift að sækja um störf sem samræmast raunverulegri færni þeirra.
Eftirfylgni raunfærnimats við formlega menntun ásamt mati sem fer fram í öðru samhengi – þ.m.t. framhaldsskólamenntun, starfsmenntun, háskólamenntun, vinnumarkaðsráðstafanir, alþýðufræðsla, raunfærnimat atvinnugreina o.s.frv.
Eftirfylgni einstaklingsbundins raunfærnimats sem auðveldar mælingar á áhrifum og samanburð á tölulegum upplýsingum um atvinnu, félagslega og efnahagslega bakgrunnsþætti, félagslegan kostnað og fjármál einkaaðila.
Tilgreini stofnun sem ber ábyrgð á söfnun tölulegra gagna og fela henni það verkefni að bera ábyrgð á söfnun framangreindra upplýsinga og gera þær aðgengilega fyrir almennar rannsóknir og mælingar á áhrifum raunfærnimats.
Lestu skjalið sem pdf hér.