Í skýrslunni „Símenntun fyrir framtíðarvinnumarkað“ er kortlagning á skipulagi með áherslu á stafvæðingu og græn umskipti til að styrkja og aðlaga menntakerfi á öllum Norðurlöndunum, Grænlandi, Færeyjum og Álandseyjum.,
Niðurstöðurnar undirstrika hlutverk símenntunar í að takast á við áskoranir sem blasa við vinnumarkaði og lagt er til að efla samstarf menntastofnana, atvinnulífs og stjórnvalda, auka sveigjanleika námsframboða, styrkja skuldbindingu atvinnurekenda, kerfi fyrir raunfærnimat verði útvíkkuð og norrænt samstarf sem og miðlun reynslu eflt.
Í skýrslunni er einnig að finna samantekt á norrænum kerfum fyrir símenntun.
Þú getur fundið ritið á norden.org, hér.