30/03/2022

Finland

Jöfn tækifæri, Stafræn hæfni, Nám fullorðinna fullorðinsfræðsla

Stafræn gjá aðeins minni í Finnlandi

Stafræn færni fullorðinna Finna á aldrinum 25 og 64 ára er betri en færni Evrópubúa að meðaltali.

EU publications Adult education and training in Europe

Stafræn gjá aðeins minni í Finnlandi

Þetta kemur fram í skýrslu sem birt hefur verið á upplýsinganeti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins Eurydice. Stafræn gjá er raunverulegt en oft ósýnilegt vandamál í Evrópu í dag.

Samkvæmt ákveðnum mælingum ná allt að 40 % fullorðinna Evrópubúa ekki að fylgjast með stafrænni þróun. Einstaklingar á aldrinum 25–64 ára sem tilheyra þeim hópi, telja að stafræn færni þeirra sé lítil – eða nota Netið annað hvort sjaldan eða aldrei. Þetta kemur fram í skýrslunni Adult education and training in Europe, sem birt var á upplýsinganeti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins Eurydice haustið 2021. Skýrslan byggir á samanburði á milli fullorðinna og fullorðinsfræðslukerfanna hjá aðildarþjóðum að Eurydice-netinu.

Betri í Finnlandi

Staðan í Finnlandi er augsýnilega betri en að meðaltali í Evrópu. Af öllum þjóðum sem taldar eru upp í skýrslunni er hlutfall þeirra sem hafa bága stafræna færni eða skortir stafræna færni þriðja lægst í Finnlandi.

Um það bil 15 prósent fullorðinna Finna telja sig hafa bága stafræna færni. Aðeins 2 prósent fullorðinna Finna hafa ekki notað Internet síðastliðna þrjá mánuði. Til samanburðar er sambærilegt hlutfall íbúa í Búlgaríu heil 25 prósent. Þrátt fyrir að Finnar standi sig vel í samanburðinum eru samt fjölmargir sem eiga á hættu að dragast aftur úr. Þess vegna verður áfram lögð áhersla á stafræna færni í fullorðinsfræðslunni.

Lesið skýrsluna “Adult education and training in Europe: Building inclusive pathways to skills and qualifications” hér.

Flere nyheder fra NVL

Dette bildet viser en symbolsk balanse mellom en stabel mynter og et rødt hus, som ligger på en vippevekt. Det illustrerer forholdet mellom økonomi og boligkostnader.

10/01/2025

Norge

Bor du i en av 189 kommuner i ordningen for sletting av studielån og er i arbeid, så kan du etter ett år få slettet 25.000,- av studielånet ditt.

Alt-tekst på norsk for dette bildet: Tre personer vises på mobilskjermer: en mann med bok og taleikon, en kvinne som holder papir og peker, og en kvinne med bærbar PC og et "liker"-ikon.

30/12/2024

Norge

Larvik læringssenter i Norge er tidlig ute med å prøve nettbasert norskopplæring for flyktninger, og flere små kommuner oppfordres til å gjøre det samme.

Pedagogen, Göteborgs Universitet

23/12/2024

Sverige

Hur kan vi stärka vuxnas matematiska kompetenser i en digitaliserad värld? Den nordiska konferensen om vuxnas matematikutbildning samlade lärare, forskare och utbildare från stora delar av Norden i ett kallt Göteborg för att utforska nya vägar inom matematikundervisningen. Med fokus på livslångt lärande, digitalisering och innovativa undervisningsmetoder var denna konferens en mötesplats där framtidens matematikdidaktik formas.

Share This