Til þess að framboð á menntun mæti bæði eftirspurn stúdenta og þörfum samfélagsins og atvinnulífsins fyrir hæfni er brýnt að framboðið grundvallist á góðri þekkingu.
Í samfélagi með síbreytilegum þörfum fyrir hæfni er aukin áhersla lögð á framboð háskólamenntunar. Framboðið snýst um þætti á mismunandi stigum. Hverjar eru þarfir samfélagsins og atvinnulífsins? Og hvaða hæfni þurfa einstaklingarnir? Hvernig getum við komist að því hvaða þarfir núverandi og nýjar atvinnugreina telja sig hafa skemmri og lengri tíma?
Fyrir háskóla snýst framboðið um fleira en þarfir einstaklinga, atvinnulífs og samfélags. Hjá þeim snýst málið líka um rannsóknarumhverfi, um svæðisbundið hlutverk skólanna og um inntökuskilyrði og fjármögnun.
Flækjustig
Verkefnastjóri rannsóknarinnar, Merethe Anker-Nilssen hjá Hk-dir, segir að litið hafi verið til ýmissa þátta sem hafa áhrif á ákvörðun háskóla um framboð sem og til þekkingargrunns sem liggur til grundvallar framboðs á háskólanámi.
Mikilvægt sjónarmið er að stofnanirnar þurfi á góðum vettvangi að halda til að læra hver af annarri. Þær þurfi jafnframt á að halda betri skilning á framboðinu á landsvísu. Hjá Hk-dir er vilji til að leggja þessu lið með því að þróa og miðla viðeigandi þekkingargrunni fyrir geirann.
Tíu ráðleggingar
Í rannsókninni eru lagðar fram tíu ráðleggingar:
- Að betur sé unnið úr innsöfnuðum upplýsingum
- Aukin samhæfing og miðlun reynslu á milli geira
- Bæta aðlögun landskönnunar um staðbundnum þarfir fyrir útskrifaða stúdenta
- Aukin þekking á grundvelli ráðninga
- Samhæfðar greiningar á þörfum fjölmennrar fagháskólamenntunar
- Aukin þekking á sveigjanlegu námi
- Góð starfsferilsráðgjöf
- Mat á áhrifum sérstakra inntökuskilyrða
- Bætt aðgengi og samtening gagna
- Nýting reynslu frá öðrum löndum
Nánar um ráðleggingarnar og greiningarnar sem liggja til grundvallar er hægt að lesa í skýrslunni sem má lesa hérá norsku