Undirbúningsnám fullorðinna er ætlað fullorðnu fólki sem óskar eftir að efla grunnleikni sína sem samsvarar tveimur efstu bekkjum í dönskum grunnskóla og skapa þannig grundvöll að námi á framhaldsskólastigi. Undirbúningsnám fullorðinna fer fram á nokkrum mismunandi stofnunum, til dæmis símenntunarmiðstöðvum, tungumálamiðstöðvum og hjá fræðslusamböndum. Kennslan fer oft fram eftir kennslufræðilegum aðferðum og í umhverfi sem er sérstaklega aðlagað að þörfum fullorðinna þátttakenda.
Fram kemur í nýrri rannsókn sem Danska rannsóknarstofnunin EVA framkvæmdi, að gæði námsins ber þess merki að þátttakendur hafa afar ólíkar forsendur til námsins. Til dæmis eru margir fjöltyngdir, og hafa mismunandi faglegan bakgrunn en eru í sama bekk sökum þess að fjárhagur er þröngur.
Meðal þeirra tilmæla sem kom fram í skýrslu rannsóknastofnunarinnar eru að,
– efla forsendur þeirra sem bjóða upp á námið þannig að þeir geti mætt þörfum þátttakendanna betur.
– að á stjórnsýslusviði verði tekið á skorti á samhæfingu á milli kennsluskrár fyrir námið og þarfa þátttakendanna.
Rannsóknin er hluti verkefnisins „Umhverfi fullorðinsfræðslunnar í undirbúningsnámi“ (d. ”Voksenpædagogiske miljøer på FVU”).