31/05/2023

Norge

Nám fullorðinna fullorðinsfræðsla, Menntastefna, Háskólamenntun, Iðn- og starfsmenntun, Ævinám

Yfirlit yfir færniþarfir í Noregi: Vilja samræma menntunina við þarfir atvinnulífsins

Ríkisstjórnin vísar til aðgerða til að mennta nógu marga með þá hæfni sem atvinnulífið þarfnast á næstu árum.

Utsynsmeldingen: Vil matche utdanningen med arbeidslivets behov

Ríkisstjórnin vill að menntunin uppfylli hæfniþarfir atvinnulífsins í ríkari mæli

Þingsályktunartillaga norsku ríkisstjórnarinnar „Yfirlit yfir hæfniþarfir í Noregi“, eða betur þekkt sem „Utsynsmeldingen“, var kynnt í lok mars á þessu ári og þar er lýst aðgerðum sem gripið verður til meðal annars til að samræma betur námsframboð og þarfir atvinnu- og samfélagslífs. Forsaga þessa er að allar spár sýna að fólki á vinnualdri í Noregi mun hlutfallslega fækka þar sem eldri íbúum fjölgar sífellt og færri teljast í ungmennaárgöngum. Mörg fyrirtæki eiga í erfiðleikum með að ráða nauðsynlegt vinnuafli.

Ola Borten Moe, ráðherra rannsókna og háskóla, segir að forgangsraða þurfi menntun sem er eftirsótt bæði frá nemendum og atvinnulífinu og sem veitir hæfni sem er nauðsynleg fyrir Noreg.

Ríkisstjórnin vill forgangsraða þeirri hæfni sem þarf til afkastamikils og samkeppnishæfs atvinnulífs, til grænna umskipta, til að tryggja góða velferðarþjónustu um allan Noreg auk þess að efla hæfni og virkja fleiri sem standa utan atvinnulífsins. Þær aðgerðir sem lagðar eru til voru settar fram á grundvelli skýrslna hæfnisþarfanefndar sem og skýrslu sem mælingarnefnd skilaði í október á síðasta ári.

Umfang fræðslunnar verður samkvæmt nauðsynlegum þörfum atvinnulífsins. Gert er ráð fyrir að háskólar og framhaldsskólar setji upplýsingatækni, heilbrigðismál og menntun í forgang sem nauðsynleg eru fyrir græn umskipti, að verkmenntunarskólar setji tæknigreinar, heilsu- og aðrar námsgreinar sem nauðsynlegar eru fyrir græn umskipti í forgang og að háskólamenntun meti þörf á að leggja frekari áherslu þarfir samfélagsins fyrir hæfni.

Lestu meira um Utsynsmeldingen hér.

Flere nyheder fra NVL

To kvinder smilende foran en præsentationsskærm under en workshop eller konference.

29/08/2024

Norden

Den 27. august 2024 mødtes mere end 50 medarbejdere og ledere fra forskellige, både offentlige og private, organisationer, virksomheder og arbejdspladser for i fællesskab at undersøge nye muligheder for at arbejde med intern kompetenceudvikling og læring på arbejdspladsen.

Fagskoler i Norge scorer bra på samarbeid med arbeidslivet om utdanningsinnhold.

27/08/2024

Norge

Norskir verkmenntaskólar eiga náið samstarf við atvinnulífið. Fyrirtækin upplifa samstarf við verkmenntaskóla einfaldara en samstarf við framhaldsskóla og háskóla. Stærstur hluti samstarfsins á sér stað í Fagráði um samvinnu við atvinnulífið sem stofnað var til. Að kennarar við verkmenntaskóla eru jafnframt tengdir fyrirtækjum á því sviði sem þeir kenna stuðlar einnig að því að námið er tengt atvinnulífinu.

En ung bonde justerer maskineriet på en skurtresker i et åpent jorde.

27/08/2024

Norge

Vottunarkerfi Norðmanna var víkkað út frá og með 1. júní á þessu ári. Í útvíkkuninni felst að iðn- og starfsmenntun frá Íslandi og Danmörku telst jafngild norsku námi hvað varðar skólastig, umfang og faglegt innihald.

Share This