23. november 2018

Færni kennara í fullorðinsfræðslu - sérstakri athygli beint að upplýsingastarfi

Niðurstöður evrópska verkefnisins LEK-AE eru nú tiltækar og hægt að nota til að efla fagmennsku og í gæðaþróun innan fullorðinsfræðslunnar.
[FORMAT,"[FORMAT,<p>Þetta er fyrsta verkefnið á evrópskum vettvangi sem leggur áherslu á blaðamennsku sem mikilvæga faglega hæfni hjá kennurum innan fullorðinsfræðslu. </p> <p>Efnið, sem unnið var af <a href="https://www.let-europe-know.eu/" target="_blank">LEK verkefninu</a>, getur hjálpað samtökum, sem taka þátt í fullorðinsfræðslu, til að verða meira meðvituð um það mikilvæga hlutverk sem blaðamennska leikur í því skyni að auka vitund og þekkingu á námi.</p> <p>Niðurstöður verkefnisins er hægt að nota til að þjálfa og leiðbeina kennurum í fullorðinsfræðslu í að nota aðferðir blaðamennsku, eins og blaðagreinar, herferðir, netmiðla og að hafa samband við fjölmiðla. </p> <p>Verkfærakistan inniheldur æfingaáætlun, leik til hvatningar, netverkfæri og samskiptahandbók. Allt efnið er fáanlegt á ensku, valið efni er einnig fáanlegt á dönsku, finnsku og norsku. </p> <p>Námsskrána er hægt að nota til að þjálfa starfsfólk í stofnunum sem stunda fullorðinsfræðslu, þar sem þau í vaxandi mæli standa frammi fyrir nýjum samskiptaverkefnum í sínu faglega starfi.  </p> <p>Námsskráin samanstendur af sex áföngum, sem hægt er að nota sjálfstætt í samræmi við námsmarkmið stofnunarinnar.</p> <p>Í viðbót við áfangana geta kennarar notað hvatningaleik, sem gerir þátttakendum kleift að prófa hagnýt verkefni og málstofur á netinu (webinar) sem skapa frekari námsmöguleika.</p> <p>Netmálstofur geta kynnt einn eða fleiri áfanga, eða hluta áfanga. Þær geta einnig verið stuðningur fyrir nemendur í einstaklingsbundnu námsferli þeirra, fylgja eftir í einstaklingsbundnum verkefnum og eru einnig vettvangur til að deila reynslu. </p> <p>Handbókin hjálpar fullorðinsfræðslustofnunum við að skilja framkvæmd á netmálstofum fyrir samskipti um fullorðinsfræðslu og kynnir auk þess tæknilegar og aðferðafræðilegar hliðar netmálstofa. </p> ,{replace:char(34),char(39)}]",{DECODEHTML}]
[4,MLang] :Nordisk Netværk Voksnes Læring
[3,MLang]: færniþróun   nám fullorðinna   
Nyheter

 

Åland

 
27. august 2019

Yana og Maria klæðskerasauma ráðgjöf fyrir fullorðið vinnandi fólk

Um þriggja ára skeið ætla þær að veita einstaklingsmiðaða ráðgjöf fyrir fullorðna í tilraunafyrirtækinu og verkefninu Vísum veginn, samnýta ábyrgðina og þróa ráðgjöfina, starfið og kerfið. Verkefninu Ráðgjöf á Álandi, er þar með lokið en starfseminni verður haldið áfram.
[FORMAT,"[FORMAT,<p>Hljómar það ekki eins og um sé að ræða frekar yfirgripsmikið verkefni?  Ekki fyrir verkefnastjórann, hana <strong>Yana Jahre'n</strong> og náms- og starfsráðgjafann og framkvæmdastjóra fyrirtækisins <strong>Mariu Christensen</strong> sem báðar eru eldhugar og vilja af einhug byggja upp eitthvað sem mætir þörfum og væntingum íbúa á Álandi.  </p> <p>– Við höfum komið auga á tækifæri til þess að skapa eitthvað nýtt, eitthvað sem hefur skort og við ætlum að gera þetta í samstafi við þá ráðgjafa sem eru þegar til staðar. </p> <h2>Bætum við</h2> <p>Markmiðið er með öðrum orðum að þróa viðbætur við þá náms- og starfsráðgjöf sem nú þegar er fyrir hendi.</p> <p>- Við ætlum ekki að búa til eitthvað sem er ótrúlega miklu betra en flest annað. Okkur hefur einfaldlega mistekist í ráðgjöf fyrir markhópinn sem rúmar hvorki nemendur né atvinnuleitendur. Og þökk sé þeirri staðreynd að tilraunaverkefnið beinist markvisst að ákveðnum markhópi, þá munum við nú geta tileinkað viðskiptavinum meiri tíma og lagt sérstaka rækt við ráðgjöfina. Það er reyndar það sem skilur okkar ráðgjöf frá öðru því sem stendur til boða á Álandseyjum um þessar mundir.</p> <p>Þegar árið 2013 sýndu niðurstöður könnunar að fjölmargir fullorðnir á vinnumarkaði höfðu leitað til náms- og starfsráðgjafa, sem vinna með nemendum eða atvinnuleitendum, vegna þess að þeir höfðu enga aðra að leita til.</p> <p>Félagsmálasjóður Evrópu fjármagnaði verkefnið Ráðgjöf á Álandi árin 2017 – 2018, það var framlengt, lauk í júlí 2019 og mun í ágúst 2019 flytjast yfir í tilraunaverkefnið Vísum veginn sem nú er að öllu leiti fjármagnað af landsstjórn Álands allt fram til 31. júlí 2022.</p> <h2>Nær til tveggja sviða</h2> <p>Maria mun vinna að framkvæmdinni, taka á móti viðskiptavinum, fyrst og fremst sinna hlutverki náms- og starfsráðgjafa, en jafnframt starfa sem stjórnandi fyrirtækisins og Yana mun halda áfram sem verkefnisstjóri að vinna að ferlinu, kerfisþróun, uppbyggingu og stefnu.</p> <p>- Við höfum safnað upplýsingum um ráðgjöf á Norðurlöndunum og einnig sótt til þeirra sem leita eftir ráðgjöf eins til ráðgjafa til að prófa mismunandi aðferðir, sérstaklega markþjálfun, og við erum líka byrjaðar að byggja upp tengslanet.</p> <h2>Byrjum á réttum enda</h2> <p>María og Yana geta ekki lagt nægilega ríka áherslu á mikilvægi þess að byrja á réttum enda, mæta þeim sem leita eftir ráðgjöf byggða á raunverulegum þörfum tengda löngunum, draumum, aðstæðum og vonum.</p> <p>- Það er nauðsynlegt að hafa tíma fyrir kortlagningu á gildum þeirra sem leita eftir ráðgjöf, einkennum og ferlum, áhugamálum og færni. Við höfum einstakt tækifæri til að gefa innra ferli þann tíma sem þarf vegna þess að við höfum engar aðrar skuldbindingar, við erum sjálfstæðar og hlutlausar. Fyrir marga ráðgjafa er tími til samtala takmarkaður.</p> <p>- Við ættum líka að hafa bestu forsendurnar fyrir að tengja fólk við hentugar leiðir og lausnir, ekki aðeins vegna þess að við getum boðið upp á ótakmarkaðan tíma, heldur einnig vegna samstarfsins sem við eigum þegar við starfandi ráðgjafa. Á þann hátt vonumst við til að geta stutt við fólk sem leitar að nýju starfi, vill færa sig á milli atvinnugreina, hefja nám eða takast á við aðrar breytingar í lífinu. </p> <h2>Hlutleysi er styrkur</h2> <p>Kannski er um að ræða einhverja sem eru í röngu starfi, eða hafa verið of lengi í starfi en er ekki falin verkefni sem í rauninni henta þeim best?</p> <p>- Við bjóðum fullorðnum hlutlaus stuðningssamtöl, og hlutleysið er bara styrkur. Fyrirkomulagið er þannig að fólk tekur þrjú skref, þar af er „Innsýni“ upphafið og síðan tekur „Útsýni“ við og að endingu „Framsýni“. Við erum sífellt að bæta við menntun okkar á sviði „Innsýni og markþjálfunar vegna starfsþróunar“.</p> <p>– Það er frábært, í raun heiður að fá að fylgjast með fólki sem vinnur með sjálft sig og nær markmiðum sem breyta lífi þess á ótrúlegan hátt, auðvitað til hins betra, eru Yana og Maria sammála um.</p> <h2>Markmiðið er ný samráðsstjórn</h2> <p>- Markmiðið er að fá að endingu nýtt stjórnarumboð, eða samstarfsráð sem líka getur verið stýrihópur og auðvitað að gera samstarfssamning.</p> <p>Samhliða verkefninu, sem að tilraunatímabilinu loknu verður staðfest sem varanlegt, er einnig verið að þróa rafræna ráðgjöf, <a href="http://www.visavagen.ax">www.visavagen.ax </a>meðal annars til að skapa vettvang fyrir tengslanet ráðgjafa sem eru í sambandi viðskiptavini og þurfa snarlega að leita til samstarfsaðila í öðrum starfsgreinum.</p> <p>- Áskoranirnar eru margar, bæði við að byggja upp tengslanet meðal rótgróinna starfsgreina sem og skipulags. En það er bæði mögulegt og gefandi og markmiðið er að finna upplegg sem virkar vel og er sveigjanleg til að við náum árangri, segir Yana.</p> <h2>Ævinám og sömuleiðis ráðgjöf</h2> <p>Yana er ánægð með að verkefnaáætlunin hafi gagnast vel allt frá upphafi. Það sem átti að gera hefur einnig að mestu verið framkvæmt, rúmlega 70 prósent. Sum verkefni bíða þess af vissum hagnýtum ástæðum að hægt sé að ljúka þeim. Fjárhagsáætlunin fyrir verkefnið hefur einnig staðist, meira að segja með afgangi upp á 30.000 evrur.</p> <p>Yana og Maria benda á að ævinámi fylgi einni krafa um ævilanga náms- og starfsráðgjöf.</p> <p>- Það er áhugavert að fylgjast með og sjá hvernig hugtakið ferill hefur fengið víðtækari merkingu, að jafnvel í opinberri rannsókn sænsku ríkisstjórnarinnar, SOU 2019: 4, er nú lagt til að titlinum náms- og starfsráðgjafi verði breytt í starfsráðgjafi (se. karriervägledning) staðfesta þær.<br />  </p> ,{replace:char(34),char(39)}]",{DECODEHTML}]
[4,MLang] :Sigrún Magnúsdóttir
[3,MLang]: færniþróun   náms- og starfsráðgjöf   nám fullorðinna   
DialogWeb

 
25. marts 2020

Læra sænsku í eldhúsinu

Í hópi innflytjendamenntunar í matreiðslu eru 13 einstaklingar með átta ólík móðurmál. En í skólanum tala þeir aðeins saman á sænsku. Framtíðardraumurinn er að opna veitingastað á Álandseyjum.
[FORMAT,"[FORMAT,<p>Ilmurinn af hádegisverði dagsins berst um eldhúsið á Strandgötunni í Maríuhöfn. Þar eru nemendur í matreiðslu í hópi innflytjenda við verkmenntaskóla Álandseyja sem heitir Hrk18i. Brýnt er að taka eftir lágstafnum i en hann stendur fyrir innflytjendur. Þeir fá hlutastarfspróf fyrir þá með annað móðurmál en sænsku.</p> <p>Í eldhúsinu eru <strong>Maia Jabbor</strong> og <strong>Hourieh Mannan</strong> tvær af 13 nemendum. Samtals hafa einstaklingar í hópnum átta ólík móðurmál. En í skólanum er bara töluð sænska.</p> <p>- Við lærum heilmikið á hverjum degi, í dag hef ég lært að forsjóða grænmeti, segir Maia Jabbor.</p> <p>Í náminu er efni sem tengist verknámi eins og grunnur í matreiðslu, matreiðsluaðferðir, hráefni og sérfæði, tilbúningur hádegisrétta, matseðlagerð og uppskriftir, grunnur í bakstri, matartækni og matur í skömmtum.</p> <p>[media:5247]</p> <p><em>Hourieh Mannan hefur undirbúið sig undir starfsmenntaprófið sem fram fer á hádegisverðarstað skólans. Þá verður borið fram hakkabuff og kartöflur. </em></p> <p>- Ég held áfram að búa til mat á daginn þegar ég kem heim. Kannski Álandseyjapönnukökur, bollur og sósur. Mér finnst gaman að tileinka mér nýjar aðferðir og vann stundum í eldhúsi á meðan ég bjó í Líbanon, segir Hourieh Mannan.</p> <h2>Mikið af auka sænsku í náminu</h2> <p>Á námsárunum tveimur er áhersla á að nemendur bæti sig í sænsku, þeir þurfa að ljúka 16 einingum í sænsku, eða samtals 480 kennslustundum. Í sænskunáminu beina kennarar sjónum einkum að orðum, orðtökum og samræðum sem tengjast eldhúsinu. Með öðrum orðum fagorðum eins og hníf, steikingarpönnu, frysti, hvítlaukspressu og þar að auki sænskum orðum yfir allt hráefni og allar matreiðsluaðferðir. Talsverð áskorun fyrir nemendur sem eru á ólíkum stigum hvað varðar skilning og framburð á sænsku. Verkmenntaskólinn á Álandseyjum hefur valið að kaupa viðbótar þjónustu til þess að bæta sænskukunnáttuna. Um er að ræða úrræði sem ber heitið tungumálatilraunastofan (se. språklabbet) sem Lars Sundblom rekur. Hann veitir þeim verkfæri, myndir og hljóð sem auðvelda þeim nám í sænsku tengdri atvinnugreininni.</p> <p>- Við lærum sænsku ekki aðeins þegar við erum að elda heldur einnig þegar við erum í bóklega náminu, þá lærum við fagheiti og málfræði. Mig langar að læra miklu meira og verða betri í sænsku, segir Maia.</p> <p>Í náminu fá nemendur góða þjálfun í faginu á kennsluveitingastaðnum Hirtinum og á mismunandi veitingastöðum á Álandseyjum.</p> <p>- Allir hér á Álandseyjum eru vingjarnlegir og hjálpsamir. Ég kann vel við kennarana sem tala við okkur og yngri nemendur sem sýna okkur hvar allt er í eldhúsunum, segir Hourieh.</p> <h2>Dreymir um framtíðina</h2> <p>Í lok maí undirgangast nemarnir próf og að því lokun geta þeir unnið í eldhúsi sem aðstoðarmenn. En flestir velja að halda áfram námi til þess að verða matreiðslumenn. Og hvað dreymir þá um framtíðina?</p> <p>- Ef við megum láta okkur dreyma og ímynda okkur að vild? Opna eigin veitingastað á Álandseyjum. Þar myndum við bjóða upp á ólíka rétti og bakstur frá fleiri ólíkum löndum. En líka frá Álandseyjum. Ég er með fullt af uppskriftum í höfðinu. Margir kunningjar mínir segja að ég geri góðan mat og að ég ætti að fara að selja hann á torginu, segir Hourieh.</p> <p>Í lýsingu á hópnum kemur fram að nemarnir eru líflegir, skrafhreifir en mjög áhugasamir og metnaðarfullir um námið. Þeir hafa tilfinningu fyrir bragði og finnst gaman að reyna eitthvað nýtt.</p> <p>Í lok janúar hófst nám í framreiðslu fyrir innflytjendur. Framundan fyrir þá átta einstaklinga sem hófu námið eru tvö ár í auka sænsku og fagnámi sem felur í sér framreiðslu, drykkjafræðslu, þjónustu gesta og kassatækni.</p> <h2>Mikilvægt fyrir allan verkmenntaskóla Álandseyja</h2> <p>Settur skólameistari Anna-Lena Groos árétta mikilvægi náms fyrir innflytjendur.</p> <p>- Við höfum þörf fyrir aðflutt vinnuafl á Álandseyjum. Það skiptir miklu fyrir hagvöxtinn. Innflytjendur fá sjaldan vinnu ef þeir kunna ekki sænsku. Hjá okkur læra þeir tungumálið, bæði málfræðina og fagmálið. Ég hef þá trú að þeir hafi góða möguleika á að fá vinnu ef þeir ná tökum á tungumálinu, segir hún og vísar til þess að í náminu felast margar kennslustundir í sænsku bæði í kennslustofunni og í eldhúsinu.</p> <p>Hún vildi gjarnan bjóða við skólann upp á samskonar nám fyrir þá sem starfa við verslun og jafnframt grunnnám fyrir þá sem starfa við upplýsinga- og samskiptatækni.</p> <p>- Reikna með að það myndi verða að veita talsvert meiru fjármagni til skólans ef ákveðið yrði að veðja á þetta. Það þýðir ekki að beita aðhaldi þegar lagt er upp með nám af slíku tagi. Margir nemendur hafa þegar menntað sig þegar þeir koma hingað.</p> <p>Meðal vanda þeirra er að þeir njóta ekki nægilega hárra námsstyrkja og margir eiga erfitt með að sækja um námslán.</p> <p>- Það getur reynst erfitt að fjármagna nám í tvö ár. Ég skil það. Þess vegna ætti ríkið að endurskoða styrkjakerfið fyrir þá sem koma annarsstaðar frá og vilja leggja stund á nám hér, segir hún.</p> <p>Hourieh Mannan hefur undirbúið sig undir starfsmenntaprófið sem fram fer á hádegisverðarstað skólans. Þá verður borið fram hakkabuff og kartöflur. Inngilding, fullorðinsfræðsla.</p> ,{replace:char(34),char(39)}]",{DECODEHTML}]
[4,MLang] :Nordisk Netværk Voksnes Læring
[3,MLang]: aðlögun   nám fullorðinna   
DialogWeb

 

Danmark

 
25. marts 2020

Að vera ófaglærður, einstæður karlmaður getur haft áhrif á tekjur og lífslíkur

Niðurstöður greiningar viðskiptaráðs atvinnulífsins í Danmörku sýna að ófaglærðir einstæðir karlar hafa merkjanlega lægri tekjur, standa verr að vígi á vinnumarkaði og lífslíkur þeirra eru styttri en annarra karla.
[FORMAT,"[FORMAT,<p>Niðurstöður greiningar viðskiptaráðs atvinnulífsins í Danmörku sýna að ófaglærðir einstæðir karlar hafa merkjanlega lægri tekjur, þeir standa verr að vígi á vinnumarkaði og lífslíkur þeirra eru styttri en annarra karla. Þar að auki eru þeir í miklum meirihluta í tölum um þá sem sækja um fjárhagsaðstoð frá hinu opinbera og fara á eftirlaun áður en eftirlaunaaldri er náð.</p> <p>Í greiningunni kemur skýrt fram að ófaglærðir, einstæðir karlar eru flestir á jaðarsvæðum. Á ákveðnum svæðum býr tíundi hver ófaglærður karl einn en í nágrenni stærri borga eru þeir aðeins tveir af hundraði.</p> <p>Lesið greininguna <a href="https://www.ae.dk/sites/www.ae.dk/files/dokumenter/analyse/ae_ufaglaerte-enlige-maend-halter-efter-paa-arbejdsmarkedet.pdf" target="_blank">her.</a></p> ,{replace:char(34),char(39)}]",{DECODEHTML}]
[4,MLang] :Maria Marquard, NVL koordinator
[3,MLang]: skammskólagengnir   
Nyheter

 
28. april 2020

Veldur kórónaveiran heljarstökki stafrænnar þróunar?

Kennurum er kastað út í fjarkennslu og það veitir aðra og nýja reynslu. En verður það ef til vill til þess að fjarkennsla öðlast viðurkenningu eftir að kórónufaraldrinum lýkur? Bæði og segja sérfræðingarnir.
[FORMAT,"[FORMAT,<p>Fyrir aðeins mánuði síðan var stafrænn hugbúnaður á borð við Microsoft Teams, Google Meets, Zoom, Hangout, Discord, Skype og fleiri í þeim dúr framandi fyrir fullorðinsfræðara. Ef til vill höfðu þeir hugsað sér að allt þetta um stafræna þróun, rafrænt-nám og fjarkennslu ættu þeir nú eins og aðrir að kynna sér, þegar þeir hefðu tíma til þess…</p> <p>… Hann fengu þeir alls ekki. Vegna þess að kórónafárið reið óforvarandis yfir. Menntastofnunum á Norðurlöndunum öllum var lokað og allir sendir heim og urðu á örskotsstund að skipta yfir í nám og kennslu í gegnum tölvuskjái og snjalltæki.</p> <blockquote class="utbox utbox-x-small utbox-left grey-on-yellow"> <p><b>Hér á eftir er reynsla af tölvuvæðingu fullorðinsfræðslunnar úr skýrslu EVA</b></p> <p>Niðurstöður könnunar EVA benda á fjölda áskorana sem verður að sigrast á ef efla á beitingu og tryggja gæði fjarkennslu og blandaðrar kennslu:</p> <ul> <li>Stjórnendur verða að forgangsraða þessum kennsluháttum á markvissan, hagkvæman og stýrðan hátt. Tryggja verður greinilega aðkomu stjórnenda í aðgerðum sem lúta að innleiðingu tölvuvæddra kennsluhátta.</li> <li>Veita þarf nægilegu fjármagni til þess að þróa, aðlaga, meta og miðla reynslu og þekkingu um stafræna þróunarferlið.</li> <li>Þeir sem standa að kennslunni verða að gera sér grein fyrir að einkum á menntasviðinu getur skort á þekkingu um fjarkennslu og blandaða kennslu meðal hugsanlegra notenda. Tryggja verður að þátttakendur hafi nauðsynlegar forsendur.</li> <li>Möguleikarnir til þess að fylgja eftir og styðja faglega getu þátttakenda og framvindu kennslunnar krefjast þess að matsaðferðir séu aðlagaðar og þróaðar. • Þátttakendur verða að fá nægilega ráðgjöf auk aðstoðar við að notfæra sér tækni og stýra sjálfir námi sínu.</li> <li>Kennarar verða að vera færir um að veita nægilegan tæknilegan og upplýsingatækni- kennslufræðilega stuðning og hljóta viðurkenningu á að hlutverk og verkefni kennarans breytast í fjarkennslu og blandaðri kennslu.</li> <li>Tryggja verður að kennarar hafi nauðsynlegan tíma til þess að koma á og viðhalda sambandi við þátttakendur og til að vera aðgengilegir, veita endurgjöf auk annarra nýrra verkefna. • Nauðsynleg færniþróun bæði kennara og stjórnenda verður að vera til staðar.</li> </ul> <h2>Skilgreining á fjar- og dreifnámi</h2> <p>Með fjarnámi er í könnuninni átt við nám og kennsla, sem einvörðungu fer fram með aðstoð tækni og líkamlegrar viðveru. Dreifnám lýsir blöndu af fjarnámi og staðnámi.</p> <p><a href="https://www.eva.dk/voksen-efteruddannelse/erfaringer-digitalisering-veu" target="_blank">Krækja í skýrslu dönsku námsmatsstofnunarinnar EVA</a> </p> <p><a href="https://www.eva.dk/voksen-efteruddannelse/tiltag-oege-kvaliteten-digitale-laeringsforloeb" target="_blank">Krækja í könnun dönsku námsmatsstofnunarinnar EVA</a></p> </blockquote> <p>- Á þessu tíma rann upp fyrir mér að það er mikill munur á því að kenna á rafrænan hátt ef manni er kastað út í það, eða hvort kennslan er hluti af skipulagðri og undirbúinni starfsemi, segir lektor í hugmyndafræði við Absalon, fagháskólann<strong> Ove Christensen.</strong></p> <p>Hann er meðal þeirra fræðimanna, sem fá tækifæri, á rauntíma, til að fylgjast með hvernig þekkingu og reynslu af stafrænni kennslu fleygir fram. Þegar hugtökum eins og viðurkenning á fjarnámi er flaggað í fjölmiðlum og atvinnurekendur eru á sama tíma hvattir af stjórnvöldum til að efla endurmenntun starfsfólks, sem hefur verið sent heim á þessu fordæmalausu tímum, um málefnið.</p> <blockquote> <p><strong>„Miklu skiptir hvor maður kennir á rafrænan hátt vegna þess að maður neyðist til þess eða hvort kennslan er hluti af skipulagðri og undirbúinni starfsemi“, Ove Christensen </strong></p> </blockquote> <p>Því vaknar spurningin hvaða áhrif hinar ”þvinguðu” kringumstæður hafa á fjarkennslu í framtíðinni: Hvort við munum upplifa heljarstökk tölvuvæðingarinnar sem verður viðvarandi eftir að við snúum aftur til hefðbundins lífs. Eða hvort við öðlumst reynslu sem endar kannski bara með afar takmörkuðum breytingum..</p> <h2>Netheimar eru óendanlegir</h2> <p>Ove Christensen hefur öðlast reynslu sem fræðimaður um stafræna þróun og kennslufræði fullorðinna með því að kenna bæði með hefðbundnu hætti og í fjarkennslu. Nú safna hann og tveir aðrir fræðimenn reynslu í gegnum #Skolechat á Twitter frá kennurum sem miðla reynslu sinni af þvingaðri eða ástandsbundinn fjarkennslu. Á grundvelli hennar er niðurstaðan sú að meðal annars þurfi að endurhugsa kennslufræði fjarkennslunnar. Núna, og líka til frambúðar.</p> <blockquote> <p><strong>„Öll hefðbundin félagsleg mörk skortir nú, vegna þess að maður fer inn í netheima sem eru óendanlegir og óskipulagðir“, Ove Christensen. </strong></p> </blockquote> <p>Hann telur að nú um stundir sé allavega greinilegt hvort maður hafi sem kennari skipulagt fyrirfram hvernig yfirfæra eigi hefðbundna bekkjarkennslu yfir á vefkennslu eða ekki. Mikill munur er á þessu tvennu.</p> <p>Á meðan staðbundin kennsla auglitis til auglitis styðst við fasta rútínu og skipulag, maður mætir á ákveðinn stað, á ákveðnum tíma, samkvæmt ákveðnum samningi, fólk og hópar – á það sama ekki við um vefkennslu.</p> <p>- Öll hefðbundin félagsleg mörk skortir nú vegna þess að maður fer inn í netheima sem eru óendanlegir og óskipulagðir. Það krefst mun meiri sjálfsaga og í því felst mikil áskorun, segir hann.</p> <blockquote class="utbox utbox-medium utbox-left lightblue-on-darkblue" style="margin-top: 30px;"> <h4>Góð stafræn bekkjarstjórnun ef kringumstæður verða óbreyttar eftir páska</h4> <ul> <li>Megin ráðleggingarnar eru að taka því rólega og færast ekki of mikið í fang – taka smá skref. Gæta þess að geta sem kennari fylgst með. Gera það smám saman, hægt og rólega.</li> <li>Ekki að reyna að breyta staðbundnu námi í fjarnám. Hætta að gera sér vonir um að geta fylgst með hvað þátttakendur læra. Gæta þess í stað að þeir upplifi að þeir séu í félagsskap, vegna þess að það er forsenda þess að læra eitthvað af þessu. Þátttakendur verða að vera öruggir og að þeim sé sinnt. Skipuleggið veffund þar sem allir geta séð og hist sagt halló og hvernig gengur. Það sem kallað er sambandsvinna.</li> <li>Reynið að hugsa í virkni, sem er ekki bundin við skjáinn. Það er eitt vandamálið við fjarkennslu að trúa að allt eigi að fara fram fyrir framan skjáinn.</li> <li>Reynið að stýra hópvinnunni – finnið leiðir til þess að þátttakendur verði að vinna saman, eða með öðrum til dæmis með hugbúnaði þar sem hægt er að skrifa saman, í spjallrásum eða á veffundum. Gætið þess að þátttakendur beri ábyrgð á einhverjum og sé skapandi með.</li> </ul> <p>Margir kenna fullorðnum sem ekki eiga tölvubúnaðinn sem þarf. Áttu ráð til þeirra?</p> <ul> <li>Gætið að því að skapa samfélag. Boðið veffund með því að senda krækju. Mikilvægt er að nota hugbúnað sem ekki krefst þess að notendur verði að hala einhverju niður. Eina sem þeir þurfa að gera er að smella á krækju og þá opnast skjár þar sem maður getur verið með öðrum. Þar er hægt að ræða saman um hvernig gengur, og gera tilraun til þess að komst að munnlegu samkomulagi um væntingar.</li> <li>Munið að gera hlé. Það er afar mikilvægt, að halda ekki að vegna þess að maður er alltaf að fyrir framan tölvu þá verði maður alltaf að vera að gera eitthvað. Algerlega afgerandi að veita tíma til afslöppunar.</li> </ul> </blockquote> <h2>Þú getur ekki leiðrétt samtímis</h2> <p>Í bekkjarkennslu á sér samtímis stað heilmikið spjall og leiðbeinandi samtal, þar sem maður sem kennari getur gripið inn í og sagt að „nei ég hafði ekki séð þetta þannig fyrir mér“. Þar getur maður alltaf skipt um svið og stað og beint athyglinni í rétta átt.</p> <p>- Í vefumhverfi verður maður í auknum mæli að geta sér til um hvað á að gerast og skipuleggja og undirbúa með lýsissamskiptum. Með öðrum orðum, að maður verður að segja, hvað þátttakendur eiga að gera, hversvegna, hvenær og hvernig, verður að stýra og fjarstýra á grundvelli þess sem getur gerst. Vegna þess að þú getur ekki leiðrétt samtímis, segir Ove Christensen.</p> <h2>Menntun er menntun</h2> <p>Ove Christensen gerir ekki greinarmun á tæknivæddri menntun eða venjulegri menntun. Menntun snýst um, hvernig maður verður ábyrg manneskja í eigin lífi ásamt öðrum. Þess vegna verður að reyna bæði í vefrænni og staðbundinni kennslu að kenna á þann hátt að þátttakendur finni að þeir bæði eigi þátt í og hafi áhrif á það sem gerist. Þeir verða að finna, að þeir séu þátttakendur í samfélagi, að þeir geti lagt sitt af mörkum og hljóti viðurkenningu á því sem þeir standa fyrir.</p> <blockquote> <p><strong>„Maður leiðbeinir um, hvernig á að bera sig að, vegna þess að maður býr ekki yfir þekkingu á hvernig hægt er að nýta tækifæri til samræðu, þátttöku og samfélags á vefnum“, Ove Christensen </strong></p> </blockquote> <p>- En ef maður er ekki vanur að vinna starfrænt, þá gleymir maður hvernig maður gerir í skólastofu – að maður býður inn. Þess í stað fer maður frekar að gera það sem maður telur að hægt sé að gera upplýsa um, miðla gríðarlegum upplýsingum og „Gerið þetta“. Á þann hátt skerðir maður reyndar kennslufræðina, færir hana í átt að fyrirskipun. Maður skipar frekar fyrir um hvað á að gera, vegna þess að maður býr ekki yfir þekkingu á hvernig hægt er að nýta tækifæri til samræðu, þátttöku og samfélags á vefnum. Og það er lykilatriði í allri menntun, segir hann.</p> <h2>Að fólk hittist verður viðvarandi</h2> <p>Þorirðu að spá fyrir um, hvað muni standa eftir á sviði tölvuvæðingar að loknu þessu tímabili?</p> <p>- Ég tel, að við munum upplifa mismunandi aðstæður á mismunandi stöðum. Sumir taka hlé og segja, nú skulum við leggja rækt við hið talaða orð, Grundtvig (danskur prestur og forgöngumaður alþýðufræðslu ath. þýðanda) og samfélagið þar sem við veitum hvert öðru athygli. Aðrir verða áræðnari í beitingu stafræns námsefnis og gera tilraunir vegna þess að þeir hafa komið auga á tækifærin. Það er afar erfitt að alhæfa, en ég held að tölvuvæðingaraldan muni vara við, segir Ove Christensen.</p> <blockquote> <p><strong>„Sumir taka hlé og segja, nú skulum við leggja rækt við hið talaða orð, Grundtvig og samfélagið þar sem við veitum hvert öðru athygli“, Ove Christensen </strong></p> </blockquote> <p>Því er <strong>Michael Andersen</strong> forstöðuráðgjafi við Námsmatsstofnun Danmerkur, EVA, sammála.</p> <p>- Við munum sjá uppsveiflu í beitingu rafræns nám og blönduðu námi og ég tel að sú mikla reynslu sem nú verður til muni hafa áhrif á gæðin. Þeim fjölgar sem miðla reynslu. En það verð líka einhverjir sem komast að því hverjir kostir staðbundinnar kennslu eru. Því tel ég að við munum að hálfu ári liðnu ekki búa einungis við rafrænt nám, síður en svo. Að fólk kemur saman verður viðvarandi.</p> <h2>Þetta er ekkert sem maður bara gerir</h2> <p>Michael Andersen stendur að skýrslunni <em>Reynsla af tölvuvæðingu af fullorðinsfræðslu og endurmenntun </em>frá EVA, sem er skrifuð á grundvelli rannsókna fyrir kórónukreppuna. Í skýrslunni er hvatt til að efla frekar – þar sem tækifæri gefst –fjarkennslu.</p> <blockquote> <p><strong>„En það verð líka einhverjir sem komast að því hverjir kostir staðbundinnar kennslu eru“, Michael Andersen </strong></p> </blockquote> <p>- En aðalatriðið er að fjarkennsla er almennt ekki eitthvað sem ”maður bara gerir”. Til að tryggja gæðin þarf maður að hugsa sig vandlega um. Þetta er önnur leið til að læra og maður verður að einbeita sér að samtalinu og að það eru aðeins þeir allra áhugasömustu sem geta setið einir út af fyrir sig og framfylgt góðum námsferli. Venjulega er maður í sambandi við einhvern, svo ef framkvæma á þetta á viðunandi hátt verður að virkja fólk. Í raun og veru þarf að yfirfæra flest það besta frá staðbundinni kennslu í tölvuvætt umhverfi.</p> <p>En maður á einmitt ekki að yfirfæra venjulega bekkjarkennslu í tölvuvætt umhverfi?</p> <p>- Nei, það virkar ekki einn á einn og þú getur ekki bara stungið kennslunni í samband við straum, það krefst nýrrar hugmynda. En þrátt fyrir það gilda mörg sömu kennslufræðileg grundvallarlögmál, samsinnir hann Ove Christensen.</p> <h2>Aukin gæði framvegis</h2> <p><em>Með öðrum orðum, þá má enn beita þeirri reynslu sem þið öfluðuð í könnuninni, á grundvelli þess sem vitað er? </em></p> <p>- Já, en ef til vill verður skýrara hvað hægt er að gera jafnvel með tölvunni – til dæmis að halda fund með Skype, þar sem maður þarf ekki alltaf að vera í sama herbergi. Líka með tilliti til kennslunnar. En það verða áfram kringumstæður, þar sem maður segir að nú er brýnt að við komum saman vegna þess að það gerist eitthvað annað við þessháttar kringumstæður, segir hann og bætir við.</p> <p>- Ég vænti þess að það séu mjög margir, sem munu notfæra sér það sem þeir hafa lært við þessar sérstæðu kringumstæður þar sem þeir hafa neyðst til þess að nýta stafræn verkfæri á annan hátt en við höfum áður gert. Þetta eru getgátur, en að viðhöfðum öllum fyrirvörum, þá tel ég að til lengri tíma muni aðferðir sem við beitum við kennslu breytast, segir Michael Andersen hjá EVA.</p> ,{replace:char(34),char(39)}]",{DECODEHTML}]
[4,MLang] :Dorthe Plechinger
[3,MLang]: fjarkennsla   símenntun   upplýsingatækni   
DialogWeb

 
27. maj 2020

Þekkingarmiðstöðvar fyrir starfsmenntaskóla verða reknar áfram

Samningsaðilar sem standa að umbótum á starfsmenntun í Danmörku hafa ákveðið að veita fjármagn til þess að halda starfsemi setranna áfram til ársins 2024.
[FORMAT,"[FORMAT,<p>Í tengslum við umbætur á starfsmenntun 2015, var níu þekkingarmiðstöðvum um starfsmenntun komið á laggirnar. Markmiðið var að stofna öflugar, faglegar miðstöðvar sem gætu stutt við starf starfsmenntaskólanna við stafræna þróun, þróun náms sem tryggja nemendum þá hæfni sem ný tækni og stafræn þróun í fyrirtækjunum krefst, auk þess að styrkja þróun hæfileika og virðingu starfsmenntaskólanna. Stofnað var til sjö þekkingarmiðstöðva á mismunandi þverfaglegum tækni- og iðnsviðum.</p> <p>Niðurstöður nýrrar könnunar frá Rambøll sýna að, þrátt fyrir mun á til dæmis starfsháttum, umfangi námssviða og samstarfi, hafi miðstöðvarnar almennt farið vel af stað en enn sé þörf fyrir að efla vitneskju um miðstöðvarnar.</p> <p><a href="https://videnscenterportalen.dk/" target="_blank">Nári upplýsingar um hvert þekkingarsetur hér </a></p> <p><a href="https://www.uvm.dk/-/media/filer/uvm/aktuelt/pdf20/apr/200428-evaluering-af-videnscentre-for-erhvervsuddannelser.pdf?la=da">Krækja í matsskýrsluna hér (pdf</a>)</p> ,{replace:char(34),char(39)}]",{DECODEHTML}]
[4,MLang] :Maria Marquard, NVL koordinator
[3,MLang]: upplýsingatækni   menntastefna   iðn- og starfsmenntun   
Nyheter

 
23. juni 2020

Í nýjum þríhliðasamningi eru aðilar sammála um sérstakan styrk til að halda í nema

Í samningnum er kveðið á um fjárhagslegan stuðning til þess að koma á og viðhalda nemaleyfum meðal annars í formi launastyrks, endurgreiðslu launa til fyrirtækja og styrks við venjulega námssamninga.
[FORMAT,"[FORMAT,<p>Áhrif corona-veirunnar á fyrirtæki og skóla eru þau að erfitt hefur reynst að viðhalda starfnámi á vinnustöðum og ráða nema í Danmörku. Þess vegna undirrituðu danska ríkisstjórnin og aðilar vinnumarkaðarins samning þann 28. maí sl. um fjárhagslegan stuðning, í formi launastyrks, aukinnar endurgreiðslu launa til fyrirtækja sem hafa og vilja ráða nema auk styrks við venjulega námssamninga.</p> <p>Aðgerðirnar eru fjármagnaðar með sparnaði í starfsmenntasjóði atvinnurekenda (Arbejdsgivernes Uddannelsesbidrag, AUB). Framlag atvinnurekenda til AUB er tímabundið numið úr gildi það sem eftir er ársins 2020 og á að eiga þátt í að koma á jafnvægi á milli tekna og útgjalda í AUB.</p> <h2>Undirrituðum námssamningum hefur fækkað um nærri helming.</h2> <p>Tölur frá 2. júní 2020 sýna, að undirrituðum námssamningum á tímabilinu 12. mars til loka apríl 2020 hefur fækkað um nærri helming frá sama tímabili árið 2019 vegna covid-19 (að frátöldum samningum í félags- og heilbrigðismálagreinum og skóla- og félagsliða).</p> <p>Nýjum þríhliðasamningi er ætlað að draga úr fækkun námssamninga.</p> <p>Lesið þríhliða samninginn <a href="https://www.uvm.dk/-/media/filer/uvm/aktuelt/pdf20/maj/200528-trepartsaftale-om-ekstraordinr-hjlp-til-elever-og-lrlinge-samt-virksomheder-hndtering-af-ubal.pdf?la=da" target="_blank">hér</a>.</p> <p>Nánar um samninginn á heimasíðu barna- og menntamálaráðuneytisins <a href="https://www.uvm.dk/aktuelt/nyheder/uvm/2020/maj/200528-fem-mia--kr--skal-holde-haanden-under-laerlinge--elever-og-virksomheder" target="_blank">hér</a>.</p> <p>Tölfræði um námssamninga í Danmörku má finna <a href="https://www.uvm.dk/statistik/erhvervsuddannelserne/praktikpladsstatistik/maanedlig-praktikpladsstatistik" target="_blank">hér</a>.</p> ,{replace:char(34),char(39)}]",{DECODEHTML}]
[4,MLang] :Nordisk Netværk Voksnes Læring
[3,MLang]: menntastefna   iðn- og starfsmenntun   
Nyheter

 
27. august 2020

Það á að lesa stærðfræði ekki aðeins reikna

Í stað þess að láta nemendur reikna dæmi eftir dæmi í stærðfræðitímum, ætti að leggja mun meiri áherslu á yfirferð yfir texta, en gert er í dag. Það finnst Hannesi Hilmarssyni, stærðfræðikennara við Menntaskólann við Sund allavega, en hann hefur síðastliðin 25 ár nýtt um 80 prósent kennslustunda .
[FORMAT,"[FORMAT,<p>Í stað þess að láta nemendur reikna dæmi eftir dæmi í stærðfræðitímum, ætti að leggja mun meiri áherslu á yfirferð yfir texta, en gert er í dag. Það finnst Hannesi Hilmarssyni, stærðfræðikennara við Menntaskólann við Sund allavega, en hann hefur síðastliðin 25 ár nýtt um 80 prósent kennslustunda sinna í að kenna „lestur stærðfræði“. Í stað þess að reiða fram dæmi eftir dæmi fyrir nemendur sína finnst honum mikilvægara að þeir skilji verkefnin. Bókstaflega. Hann bendir á að árangurinn beri þess vitni. Þegar hann byrjaði að kenna var meðaleinkunn í bekk um það bil fimm á skalanum 1-10, en 30 prósent nemenda féllu á prófinu. Nú hefur hann nýlega sent frá sér nemendur í bekk með meðaleinkunnina 9,5 og engin féll.</p> <p>– Þetta er eiginlega frekar einfalt. Ef þú skilur ekki verkefnið, ertu í vandræðum. Lestur er kraftur sem eflir gáfur þínar og gerir þér kleift að skilja stærðfræði, undirstrikar hann. Þess vegna finnst honum ekki mikilvægt að nemendur finni lausn einhvers ákveðins dæmis. Raunar hefur hann kennsluna alltaf á því að deila út litlu hefti með fullreiknuðum dæmum, útreikningum og útskýringum svo nemendur þurfi ekki að eyða tíma í að skrifa niður eftir töflunni þegar hann fer yfir dæmi. Síðan nýtir hann mestan hluta tímans til þess að tala við nemendur um það sem hin ólíku verkefni snúast raunverulega um. Hann telur meginregluna vera þá að nemendur skuli lesa verkefnið að minnsta kosti fimm sinnum áður en þeir fara að leysa það. Það er ekki fyrr en þá, sem þeir í raun og veru muna aðferðafræðina, þegar þeir standa frammi fyrir samskonar verkefni til dæmis í prófi.</p> <blockquote class="utbox utbox-medium utbox-left lightblue-on-darkblue"> <h4>Um Hannes Hilmarsson</h4> <p>Hannes er 64 ára og starfar sem stærðfræðikennari við Menntaskólann við Sund. Hannes er félagsráðgjafi að mennt og hefur meðal annars unnið á geðdeild á spítala áður en hann fór að kenna stærðfræði.</p> </blockquote> <p><strong>Það sem enginn ræðir um</strong></p> <p>Lestur í stærðfræði er þáttur, sem ætti að samþætta stærðfræði eftir því sem hún verður flóknari, telur Hannes. Í yngri bekkjum þar sem nemendur læra um tölur, leggja saman, draga frá, margfalda og kynnast smám saman brotabrotum fer lítið fyrir útskýringartextum. En í kring um 13 ára aldurinn gerist sitthvað í stærðfræðidæmunum.</p> <p>– Eðli verkefnanna breytist og nemendur eiga nú að læra algebru, rúmfræði og reglur. Í stað 50 dæma á blaðsíðu eru þau nú aðeins um fimm. Samskonar fækkun á sér stað við 16 ára aldur þar sem kennslan snýst til dæmis um jöfnur í hnitakerfum. Þá er nauðsynlegt að lesa allt að fimm blaðsíður til þess að geta leyst eitt dæmi. En um það er ekkert fjallað í heimi menntunar. Okkur hefur verið kennt að einblína á verkefnin en gleymum að beina sjónum að því sem liggur til grundvallar sjálfu reikningsdæminu, staðhæfir hann.</p> <p>Gott ráð er að líta í bókina sem kennt er eftir, útskýrir hann.</p> <p>– Ef 50 prósent af henni er texti þá ætti 50 prósent af kennslunni að snúast um að lesa stærðfræði. En ef textinn er orðinn 80 prósent af bókinni þá verður að auka lestur texta og yfirferð yfir dæmi.</p> <p>[media:5506]</p> <p><strong>Lýsir eftir umbótum á kennslunni</strong></p> <p>Eftir að hafa kennt nálægt 8.000 manns saknar hann einskonar umbóta á stærðfræðikennslu. Í stað þess að líta á hana sem fag sem snýst um reikningsdæmi, ætti að líta á hana sem textafag til jafns við öll önnur þó með þeirri undantekningu að lesskilninginn á að nýta í þeim tilgangi að leysa reikningsdæmi.</p> <p>– Stærðfræði er veikburða fag í heimi menntunar, vegna þess að einkenni hennar breytist þrisvar sinnum á nokkurra ára fresti. En enginn ræðir það og við höldum áfram að beina sjónum að sjálfum reikningsdæmunum í eldri bekkjunum á sama hátt og í yngri bekkjunum, þrátt fyrir að yfirbragð verkefnanna breytist og textinn aukist að umfangi.</p> <p>Þrálát sýn á lausn vandamála í stærðfræðikennslu á jafnframt þátt í að gera kennsluna stirða og leiðinlega, telur hann. Gerist það eykst hættan á að einhverjir nemendur heltist úr lestinni. Skilningurinn eykst aftur á móti með því að skerpa athygli á lestur verkefnanna.</p> <p>– Á þann hátt eflist bæði sjálfsmat nemendanna og áhugi þeirra á stærðfræði. Ég hef veitt mjög, mjög mörgum sem hafa misstigið sig í stærðfræði einkakennslu í gegnum árin, og það þarf svo lítið til þess að koma þeim af stað aftur. Mikilvægasta verkfærið er í rauninni að fara að líta á stærðfræðibókina sem kennslubók, segir hann.</p> ,{replace:char(34),char(39)}]",{DECODEHTML}]
[4,MLang] :Julie Elver
[3,MLang]: færniþróun   hæfniviðmið   
DialogWeb

 
27. august 2020

Færni vinnuaflsins aukin

Þeir sem orðið hafa illa úti vegna faraldurs kórónaveirunnar njóta forgangs við menntun og færnieflingu
[FORMAT,"[FORMAT,<p>Danska ríkisstjórnin hefur með tveimur nýjum samningum veitt 730 milljónum danskra króna til þess að efla grunnleikni atvinnuleitenda, fleyta ófaglærðum yfir í fagmennsku og þróa færni til að tryggja örugga yfirfærslu í ný störf. Í raun felast samningarnir meðal annars í hækkun atvinnuleysisbóta til þess að veita ófaglærðu fólki tækifæri til þess að verða faglært, í auknum framlögum til styttri atvinnutengdra námskeiða auk auðveldara aðgengi að námskeiðum í upplýsingatækni og ensku.</p> <p>Samningarnir eru fyrsta skref í viðleitni ríkisstjórnarinnar til þess að veita atvinnuleitendum aukin tækifæri til umskólunar fyrir ný störf í nýjum geirum og eflingu færni vinnuaflsins í framtíðinni.</p> <p>Meira:</p> <p>- <a href="https://bm.dk/media/14064/aftale-om-styrket-opkvalificering.pdf" target="_blank">Samningur um eflingu færni</a></p> <p>- <a href="https://bm.dk/media/14063/aftale-om-ekstraordinaert-loeft-af-ledige.pdf" target="_blank">Samningur um sérstakar aðgerðir fyrir atvinnuleitendur</a></p> ,{replace:char(34),char(39)}]",{DECODEHTML}]
[4,MLang] :Maria Marquard, NVL koordinator
[3,MLang]: grunnleikni   færniþróun   menntastefna   
Nyheter

 
24. april 2019

„Leikur fyrir fullorðna“ styttir endurhæfingarferli

Sveitarfélagið Holstebro í Danmörku vinnur í samstarfi við fræðslusamband að tilboði fyrir fullorðna sjúklinga með langvinna lungnateppu, hjartasjúkdóma og beinþynningu.
[FORMAT,"[FORMAT,<p>Að lokinni stuttri endurhæfingu verður sjúklingum vísað á námskeiðið <em>Leikur fyrir fullorðna</em> í kvöldskóla heimabæjarins.</p> <p>Hinir fullorðnu færast frá því að vera sjúklingar í að vera þátttakendur á námskeiði, fá aðgang að góðum búnaði og njóta, í gegnum leik og samveru, þjálfun sem hefur sannað sig að vera árangursrík. </p> <p>Sveitarfélögin hafa stytt endurhæfingartímann og sparað. Þátttakendum líður betur og þeir komast hjá því að einangrast með eigin sjúkdóm. </p> <p>Nánar hjá DFS; <a href="https://www.dfs.dk/nyheder/2019/leg-for-voksne/" target="_blank">hér</a> og <a href="https://www.dfs.dk/media/520018/erfaringsopsamling.pdf" target="_blank">hér</a>.</p> ,{replace:char(34),char(39)}]",{DECODEHTML}]
[4,MLang] :Maria Marquard, NVL koordinator
[3,MLang]: alþýðufræðsla   hvatning   
Nyheter

 
14. december 2018

Nýtt tengslanet í NVL beinir athyglinni að hæfniþróun “fullorðinsfræðslukennara”

Nýtt þversum tengt tengslanet í NVL mun safna saman og skapa samvirkni milli þeirrar þekkingar og hæfni sem er að finna í hinum mörgu tengslanetum NVL.
[FORMAT,"[FORMAT,<p>Hæfniþróun norræna “fullorðingsfræðslukennarans” hefur verið forgangsþema í NVL og Norrænu ráðherranefndinni í mörg ár.</p> <p>NVL hefur gert yfirlitskannanir, greiningar og frumverkefni með það að markmiði að styrkja gæði starfa að námi fullorðinna. </p> <p>Nær öll þemaverkefni NVL hafa beint athygli að hæfniþróun þeirra sem starfa með þemu varðandi nám fullorðinna, samhengi og hlutverk.</p> <p>NVL fylgir nú eftir þessari vinnu með því að stofna til tengslanets þversum, sem hefur að markmiði að gera sýnilegar núgildandi þarfir fyrir hæfniþróun og þróa lifandi módel fyrir samfellda, starfstengda og sveigjanlega hæfniþróun.</p> <p>Lifandi módel fyrir hæfniþróun ber að líta sem viðbót við núverandi formlega menntun. Módelið á að stuðla að því að gera daglega starfsemi hæfa með samtölum og þróun ásamt deilingu þekkingar og reynslu á gildandi áskorunum í samþættandi námsferlum. Módelið byggir á norrænum gildum og snýr að öllum sviðum og löndum. </p> <p>Tengslanetið hefur þegar haldið fyrsta fund sinn, haustið 2018. </p> <p>Til fyrri verkefna og hvatningar telst m.a.:</p> <p>●    <a href="https://nvl.org/Content/Voksenlaererens-kompetencer-og-kompetenceudvikling" target="_blank">Hæfni fullorðinsfræðslukennarans og hæfniþróun</a>, 2017 <br /> ●    <a href="https://nvl.org/Content/Evaluation-of-transformative-learning-circles " target="_blank">Evaluation of transformative learning circles,</a> 2017<br /> ●    <a href="http://www.arbeidslivinorden.org/nyheter/nyheter-2016/article.2016-06-13.5324439206" target="_blank">Atvinnulíf á Norðurlöndum, Nielson, Poul, NMR</a> 2016<br /> ●    <a href="https://nvl.org/Content/Den-nordiske-voksenlrer " target="_blank">Norræni fullorðinsfræðslukennarinn</a>, 2011<br /> ●    <a href="https://nvl.org/Content/Innovative-lreprocesser-i-praksis-et-udviklingsforlb  " target="_blank">Nýskapandi námsferli í verki,</a> 2009 </p> ,{replace:char(34),char(39)}]",{DECODEHTML}]
[4,MLang] :Maria Marquard, NVL koordinator
[3,MLang]: færniþróun   nám fullorðinna fullorðinsfræðsla   
Nyheter

 
28. januar 2019

Umfangsmiklar umbætur sameina tilboð um undirbúningsnám fyrir unga fullorðna í Danmörku

Þriggja ára starf nær hámarki í ágúst 2019, þegar 27 nýjar stofnanir ásamt tilheyrandi 88 skólum opna dyr að nýju undirbúningsnámi fyrir ungt fólk í Danmörku. Eldri stofnunum verður lokað og sex lög sameinast í ein sem eiga að tryggja að framvegis muni fleira ungt fólk ljúka námi á framhaldsskólastigi áður en það nær 25 ára aldri.
[FORMAT,"[FORMAT,<p style="margin-bottom:15.0pt; margin:0cm 0cm 8pt"><span style="background:white">Árið 2015 gerði Danska rannsóknamiðstöðin á sviði velferðarmála hagkvæmnigreiningu á tilboðum fyrir ungt fólk á jaðri menntunar eða atvinnu. Í greiningunni kom fram augljóst tækifæri til betrumbóta. Annarsvegar voru tilboðum sveitarfélaganna beitt á handahófskenndan hátt og hinsvegar var vandkvæðum bundið að mæla nákvæmlega hvað ungafólkið fékk útúr ákveðnum tilboðum. Árangurinn varð, að næstum því  50.000 manns. ungt fólk undir 25 ára aldri var án atvinnu, hafði hvorki lokið námi á framhaldsskólastigi né heldur var í námi. Afleiðingin af þessu dapurlegu niðurstöðum var að danska ríkisstjórnin skipaði sérfræðingahóp sem var falið að kanna hvernig bæta mætti tilboð fyrir unga fólkið. </span></p> <p style="margin-bottom:15.0pt; margin:0cm 0cm 8pt"><span style="background:white">Árið 2016 barst skýrsla hópsins, sem innihélt greinilega stefnu, inn á borð ríkisstjórnarinnar.  Koma ætti á laggirnar spánýju námi, sem sameinaði sex núverandi tilboð fyrir fólk undir 25 ára aldri, þar með fjölsmiðjur samhliða námi í framhaldsskóla (KUU), grunnám starfsmenntagreina (EGU), almenna fullorðinsfræðslu (AVU), undirbúning fullorðinsfræðslu (FVU) og nám fyrir fullorðna með lesblindu (OBU). Aldrei fyrr hefur danska menntamálaráðuneytið gert jafn umfangsmiklar umbætur, segir <b>Stig Nielsen</b>, sérfræðiráðgjafi á sviði undirbúningsnáms fyrir fullorðna en það er nafnið sem nýja námið fékk, í menntamálastofnun.   </span></p> <p style="margin-bottom:15.0pt; margin:0cm 0cm 8pt"><span style="background:white">– Þetta hefur verið gríðarleg vinna, sem hingað til hefur staðið í þrjú ár. Til allrar hamingju líst flestum vel á hugmyndina. Við höfum reynt að koma í veg fyrir ferkantaða hugsun og að þörf verði fyrir að lappa upp á kerfið eftir á og fyrir okkur var athyglisvert að þjóðþingið var sammála um að samþykkja lögin um FGU, ný námsmarkmið og aðgerðir sveitarfélaganna fyrir ungt fólk. Allir flokkar studdu samstæðuna í heild. Það er góð undirstaða fyrir frekari vinnu okkar. Við höfum vissu fyrir að við njótum stuðnings þjóðþingsins sem á vissan hátt gerir okkur auðveldara fyrir. Þess vegna er rödd okkar sterkari þegar við ræðum þessi mál, útskýrir hann. </span></p> <p style="margin:0cm 0cm 8pt"><span style="background:white"><b>Hægt að velja á milli þriggja leiða</b></span></p> <p style="margin:0cm 0cm 8pt"><span style="background:white">Á meðan vinnan við færni kennara, námsskrár og samsetningu starfsfólksins fer fram, er þó ljóst að FGU mun fela í sér þrjár leiðir sem unga fólkið getur valið á milli. </span></p> <p style="margin:0cm 0cm 8pt"><span style="background:white">- Almenn grunnmenntun, fjölsmiðjugrunnmenntun og grunnmenntun starfsgreina.  Ætlunin er að þessar þrjár leiðar verði í boði við allar 27 miðstöðvar, jafnframt eiga allir nemendur að hafa aðgang að sérkennurum og ráðgjöfum. Leiðirnar eiga það sameiginlegt að kennslan á að vera  framkvæmanleg, og hlutstæð, og jafnframt á að meta alla nemendur útfrá námsskrá hverrar leiðar. </span></p> <p style="margin-bottom:15.0pt; margin:0cm 0cm 8pt"><span style="background:white">– Það er mikilvægt að þetta verði ekki „tómstundaheimili“. Unga fólkið vill gjarnan að gerðar séu kröfur til þeirra og þau vaxa þegar þau ná markmiðum sem þau héldu að þau gætu ekki náð.  Auðvitað verður að vera rými til þess að þroska félagslega færni en það er mikill misskilniangur að gera ekki kröfur til ungafólksins, segir Stig Nielsen. </span></p> <p style="margin-bottom:15.0pt; margin:0cm 0cm 8pt">[media:4269] <br /> Ljósmynd: uvm.dk</p> <p style="margin-bottom:15.0pt; margin:0cm 0cm 8pt"><span style="background:white">Nemendurnir munu fá inngöngu í námið með mati á greiningu á markhópnum sem gerð verður af ráðgjöfum á sviði ungmennastarfi í heimasveitarfélagi hvers og eins. Í ráðuneytinu er þess vænst að um sé að ræða rúmlega 14.000 heilsársnema, eða sem svarar til þess að 12.000 einstaklingar fari í gegnum FGU-miðstöðvarnar á 12 mánaða tímabili.</span><br />  </p> <p style="margin:0cm 0cm 8pt"><span style="background:white"><b>Kennarar og stjórnendur þurfa að búa yfir nýrri hæfni </b></span></p> <p style="margin:0cm 0cm 8pt"><span style="background:white">Til þess að nýja námið nái árangri, er nauðsynlegt að kennarar þvert á fyrri mörk og kennslufræðileg prinsipp finni nýjar leiðir til samstarfs um uppeldisstarfið. Kennararnir munu fyrst og fremst koma úr röðum þeirra sem hafa starfað við fjölsmiðjur og fullorðinsfræðslumiðstöðvar. Eins og kunnugt er búa einstaklingar úr báðum hópunum yfir mikilli hæfni hver á sínu sviði munu þeir þurfa að starfa saman innan nýs ramma og það krefst virks samstarfs á milli verkstæða, almennrar kennslu og sérfræðiaðstoðar. Af þeim sökum hefur menntamálaráðuneytið hafið samstarf við danska fagháskóla, þeir eiga nú að byggja upp þekkingu á þessu sviði og bjóða upp á námskeið og til langs tíma sérstaka menntun sem ætluð veður FGU kennurum, útskýrir Johan Linde, ráðgjafi í menntamálaráðuneytinu. </span></p> <p style="margin:0cm 0cm 8pt"><span style="background:white">– Fyrsti hluti vinnunnar í fagháskólunum felst í því að sýna fram á og útskýra þau 15 uppeldislögmál sem samráðshópurinn hefur samþykkt. Á grundvelli þeirra eiga fagháskólarnir að þróa færniþróunarferli fyrir uppeldis- og kennslufræðilega stjórnendur og starfsmenn. Í vor verður stjórnendum kennslu boðið upp á stutt ferli sem á að gera þá hæfa til þess að tileinka sér nýja kennslufræði og að auðvelda þeim undirbúning og kennslu í tengslum við að nýju stofnununum verður komið á fót.  Í kjölfarið fylgir röð af færniþróunarferlum ætluð bæði stjórnendum og starfsfólki allt til loka 2022.    </span></p> <p style="margin:0cm 0cm 8pt"><span style="background:white">Auk starfsmanna í menntamálastofnuninni sitja einnig fulltrúar frá Fagháskólanum í Suður Danmörku, Fagháskólans í Kaupmannahöfn og VIA fagháskólanum í samstarfshópnum sem á að sjá til þess að FGU fari vel af stað og tryggja sambærilega þróun miðstöðvanna um allt land. </span></p> <p style="margin:0cm 0cm 8pt"></p> <p style="margin:0cm 0cm 8pt"><span style="background:white"><b>FGU í samkeppni við atvinnuvegaráðuneytið </b></span></p> <p style="margin:0cm 0cm 8pt"><span style="background:white">Þrátt fyrir að flestir séu sáttir við umbæturnar í heild, gætir nokkurs ótta um hvort sveitarfélögin leiti uppi nægilega margra sem FGU tilboðið hentar.   </span></p> <p style="margin:0cm 0cm 8pt"><span style="background:white">– Einmitt það er meðal þess sem vekur eftirvæntingu. Við væntum þess að sveitarfélögin grípi tækifærið og skili nemendum, svo miðstöðvarnar verði öflugar og um þessar mundir verðum við vör við mikinn áhuga meðal borgarstjóra og annarra sveitarstjórnarmanna um að taka sæti í nýju stjórnunum. Ég tel það góðs viti. Ef áhuginn er fyrir hendi, þá mun hann einnig hafa áhrif á fjölda nemenda. En auðvitað, telja efnahagslegir hagsmunir líka. Nú eru fullorðinsfræðslumiðstöðvarnar ókeypis fyrir sveitarfélögin og það skiptir augljóslega máli, seigir Stig Nielsen.</span></p> <p style="margin-bottom:15.0pt; margin:0cm 0cm 8pt"><span style="background:white">Samtímis á FGU að virka í samkeppni við aðgerðir sveitarfélagannanna til þess að koma ungu fólk í atvinnu. En hann bendir á að það sé mikill munur á hver árangurinn verði þegar til langs tíma verður litið.  </span></p> <p style="margin-bottom:15.0pt; margin:0cm 0cm 8pt"><span style="background:white">– Í aðgerðum sem hafa það að markmiði að koma fólki í vinnu er venjulega litið til skemmri tíma og ódýrari aðgerða en FGU-ferlis. Meginmarkmiðið er að tryggja, að þátttakendur endi sem fyrst ferlið við atvinnuleit. Nám hefur víðari menntunarmarkmið sem veita nemendum ekki einungis undirstöðu til þess að vera hluti vinnuafls heldur einnig til virkni í lýðræðissamfélagi. Þetta er grundvallarmismunurinn á atvinnuaðgerðum og námi. Tilboð okkar felur þar að auki í sér, að til langs tíma verður til stétt nýrra stjórnenda og kennara sem sérhæfa sig einmitt í vinnu með þessum  markhópi.  Venju samkvæmt er fólk sem tilheyrir þessum hópi krefjandi vegna þess að vandi þeirra er sjaldan einsleitur og oftar en ekki þurfa þau að kljást við fleira en eitt vandamál. Með FGU munum við skapa nýja faggrein, sem andstætt því sem er í dag, mun þróast á grundvelli fagrannsókna og markvissrar færniþróunar sem mun koma bæði einstaklingum og samfélaginu til góða, staðhæfir Stig Nielsen. </span></p> <blockquote> <p style="margin:0cm 0cm 8pt"><span style="background:white"><b>Staðreyndir:</b> <b>Ný markmið fyrir starf með ungu fólki í Danmörku</b></span></p> <p style="margin-bottom:15.0pt; margin:0cm 0cm 8pt"><span style="background:white">Einn þáttur í umbótunum er að tilboði til ungs fólks í Danmörku hefur verið breytt. Nú er markmiðið að að minnsta kosti 90 prósent þeirra sem náð hafa 25 ára aldri hafi lokið námi á framhaldsskólastigi og að helminga fjölda þeirra sem hvorki eru í námi eða á vinnumarkaði.  Fram til þessa var haft til hliðsjónar markmið um menntun 95 prósenta að loknum grunnskóla með öðrum orðum þegar unga fólkið var um það bil 40 ára. Nýja markmiðið felur í sér að unga fólkið eigi að ljúka námi á framhaldsskólastigi á meðan það enn er ungt.   </span></p> <p style="margin:0cm 0cm 8pt"><span style="background:white"><b>Viltu vita meira um FGU á dönsku?</b></span></p> <p style="margin-bottom:15.0pt; margin:0cm 0cm 8pt"><span style="background:white">Á heimasíðu <u><a href="http://uvm.dk/fgu" target="_blank">danska menntamálaráðuneytisins</a></u> geturðu fengið miklu meiri upplýsingar um uppbyggingu FGU skipulag, fagsvið og námsskrár og annað. </span></p> <p style="margin:0cm 0cm 8pt"><span style="background:white"> <u><a href="https://nvl.org/Content/Begejstring-og-nervoesitet-over-ny-FGU-uddannelse" target="_blank">Hér</a></u> má lesa aðra grein um FGU </span></p> </blockquote> ,{replace:char(34),char(39)}]",{DECODEHTML}]
[4,MLang] :Julie Elver
[3,MLang]: menntastefna   iðn- og starfsmenntun   
DialogWeb

 
17. december 2015

Kennarar við starfsmenntaskóla fá tækifæri til þess að efla færni sína í kennslufræði

Til þess að unnt verði að hrinda úrbótum á iðnmenntun í framkvæmd þarf að efla kennslufræði færni kennaranna. Þess vegna verða allir starfsmenntakennarar fyrir 2020 að hafa lokið að minnsta kosti 10 ECTS einingum af diplómanámi á sviði kennslufræði starfsmennta. Námið fer fram við fagháskóla og í mörgum þeirra miðar skipulagningu námsins vel.
Námsmatsstofnunin í Danmörku

 
25. september 2018

Fjölgun námsmanna í lýðskólum

Námsmönnum í dönskum lýðskólum fjölgar mikið. Á síðasta ári hefur námsmönnum fjölgað um 50%.

Niels Glahn framkvæmdastjóri sambands lýðskóla í Danmörku er ánægður með aukninguna og segir meðal annars. – Við höfum ekki notið svona mikillar velgengni í mörg ár. Aukningin getur átt rætur í að við lýðskólana er boðið upp á rými sem ekki er frammistöðu miðað heldur er hægt að hugsa sig um og njóta samveru við aðra. 

Meira hér
 


 
23. oktober 2018

Erfitt að ræða við starfsfólk um slæma lestrar- og skriftarfærni

[FORMAT,"[FORMAT,<p>Niðurstöður greiningar frá EVA, dönsku matsstofnuninni, sýnir að stjórnendur, sérstaklega einkafyrirtækja, eiga í erfiðleikum með að ræða við starfsfólk sitt um slæma lestrar- og skriftarfærni.</p> <p>Margir hafa auk þess þá skoðun að það sé á eigin ábyrgð starfsfólksins að bæta færnina.</p> <p>Samkvæmt Michael Andersen yfirráðgjafa veldur niðurstaðan áhyggjum, þar sem fyrri rannsóknir hafa sýnt að einmitt aðhald og eftirfylgni fyrirtækjanna hafi mikla þýðingu fyrir áhuga á aukinni starfshæfni, sérstaklega meðal ófaglærðs starfsfólks.</p> <p>Lesið meira: </p> <p><a href="https://www.eva.dk/voksen-efteruddannelse/3-virksomhed-svaert-ved-tale-medarbejdere-om-svage-laese-skrivefaerdigheder" target="_blank">Fréttatilkynning</a><br />  </p> ,{replace:char(34),char(39)}]",{DECODEHTML}]

 

Europa

 
24. februar 2020

Skapandi handverk og sjálfbærni

Samnorrænar handverksbúðir fyrir ungt fólk beinir sjónum að sjálfbærri framleiðslu
[FORMAT,"[FORMAT,<h2>Hversvegna handverksbúðir?</h2> <p>Ungt fólk í dag getur farið í fótboltabúðir, skátabúðir, tónlistarbúðir og annað í þeim dúr. Okkur í Norrænum samtökum heimilisiðnaðar og handverks sem er norrænt bandalag skapandi samtaka finnst að það skorti tækifæri fyrir ungt fólk til að taka þátt í handverksbúðum. Þess vegna ætlum við að standa fyrir sumarbúðunum Young Craft dagana 1.-5. júlí 2020 fyrir ungt fólk á aldrinum 16 til 22 ára hvaðanæva af Norðurlöndunum. Við hlökkum til!</p> <h2>Sjónum beint að sjálfbærni</h2> <p>Skapandi handverk felur í sér einstakt tækifæri, hvað viðvíkur Heimsmarkmiði 12, sem fjallar um ábyrga framleiðslu og neyslu. Skapandi handverksmenn hafa um aldir gert við hlutina sina, skapað slitsterkar afurðir og beitt sköpunargáfunni til þess að búa til það sem þeir þörfnuðust, úr því sem þeir áttu – líka endurvinnsluefni. Við viljum efla getu ungs fólks á Norðurlöndunum öllum til þess að viðhalda þessari góðu og á margan hátt sjálfbæru hefð, þeim sjálfum til gagns sem og Jörðinni okkar.</p> <h3>Nánar</h3> <p>Væri þetta eitthvað fyrir þig eða einhvern sem þú þekkir? Lestu þá meira um Young Craft á <a href="https://www.facebook.com/events/179486016625231/" target="_blank">fésbókarsíðunni</a> okkar <a href="https://fora.dk/media/392877/program-young-craft-2020-creative-crafts-and-sustainability.pdf" target="_blank">eða líttu á dagskrána hér</a>.</p> ,{replace:char(34),char(39)}]",{DECODEHTML}]

 

Færöerne

 
28. april 2020

Ný ráðgjafarmiðstöð opnuð í Þórshöfn á Færeyjum

Í júlí 2019 var verkefninu um Ráðgjafarstofuna hrint af stað, ráðgjafarmiðstöð hugsuð og skipulögð sem hreyfiafl í samhæfingu og forgangsröðun óháðrar náms- og starfsráðgjafar fyrir fullorðna.
[FORMAT,"[FORMAT,<p>Í júlí 2019 var verkefninu um Ráðgjafarstofuna hrint af stað, ráðgjafarmiðstöð hugsuð og skipulögð sem hreyfiafl í samhæfingu og forgangsröðun á óháð náms- og starfsráðgjöf fyrir fullorðna, oft nefnd æviráðgjöf. Miðstöðin hefur komið á tengslum við aðrar stofnanir sem veita ráðgjöf um menntun, námspláss og raunfærnimat og er þverfagleg þjónusta í færeysku samfélagi um allt er varðar ráðgjöf og spurningar um æviferil.</p> <p>Ráðgjafarmiðstöðin er í miðbæ höfuðborgarinnar á Færeyjum, en samkvæmt áætlunum er gert ráð fyrir að ná einnig út til annarra landshluta hálfsmánaðarlega, á sérvöldum opinberum stöðum; bókasöfnum, skólum og öðrum miðlægum stöðum hjá sveitarfélögunum.</p> <p><strong>Kristianna Mortansdóttir</strong>, er með MA í náms- og starfsráðgjöf og stýrir Ráðgjafarmiðstöðinni í fullu starfi, ásamt tveimur öðrum samstarfsmönnum í hlutastarfi. Þar að auki er net ráðgjafa víðsvegar um eyjarnar sem hafa sérhæft sig á ákveðnum sviðum tengdum ráðgjöf, sem bæði veita faglega aðstoð í tengslum við ákveðin sérsvið og stig, en leika jafnframt mikilvægt hlutverk í samhæfingu á náms- og starfsráðgjöf á Færeyjum almennt og taka þátt í átakinu um fullorðinsráðgjöf um landið.</p> <p>Í byrjun mun starf Ráðgjafarstofunnar helst felast í að koma á sambandi við mismunandi samfélagsgeira, skýra siðfræðileg undirstöðuatriði ráðgjafar, leggja grunn að rafrænum lausnum til að auðvelda aðgengi að ráðgjöf fyrir alla og samhæfingu af starfslýsingu ráðgjafa á mismunandi stigum og fleira. Ráðgjafarstofan er opin mánudaga og þriðjudaga frá 10-16, miðvikudaga kl. kl.10 til 18 og föstudaga kl. 10 til 14.</p> ,{replace:char(34),char(39)}]",{DECODEHTML}]
[4,MLang] :John Dalsgarð

 
28. januar 2020

Raunfærnimat og skortur á vinnuafli

Getur raunfærnimat átt þátt í að leysa vandamál vegna skorts á vinnuafli?
[FORMAT,"[FORMAT,<p>Á Færeyjum mælist atvinnuleysi nú sögulega lágt. Aldrei fyrr hefur hlutfall atvinnulausra verið jafn lágt, eða 0.9% í september 2019 í samanburði við 1,3% í september 2018. Þetta veldur umtalsverðum skorti á vinnuafli við fjölda mannvirkja sem unnið er að á Færeyjum um þessar mundir.</p> <p>Samtök atvinnurekenda sjá fyrir sér vandamál við fyrirhuguð verkefni, bæði hvað varðar mannvirkjagerð en einnig varðandi aðrar atvinnugreinar eins og til dæmis ferðaþjónustu sem er vaxandi. Þess vegna hafa samtök atvinnurekenda farið fram á við yfirvöld að auðvelda innflutning á tímabundnu vinnuafli erlendis frá til þess að mæta bráðum þörfum.</p> <p>Allt frá 2012 hefur verið unnið markvisst að því að undirbúa raunfærnimatsmódel á Færeyjum að norrænni og evrópskri fyrirmynd. Árið 2014 voru sett lög um raunfærnimat sem veita öllum eldri en 25 ára og með þriggja ára starfsreynslu rétt til að gangast undir mat á raunfærni á móti menntun.</p> <p>Yrkisdepilin, sem fer með stjórn starfsmenntunar á Færeyjum ber ábyrgð á því að raunfærnimat verði staðlað tilboð á móti öllum námsleiðum.</p> <h2>Breið viðurkenning á raunfærnimati í atvinnulífinu</h2> <p>Miðað við framlög til uppbyggingar á gildu og trúverðugu raunfærnimatsmódeli á Færeyjum, skríður vinnan jafnt og þétt, en hægt fram á við. Stundum reynist erfitt að koma auga á þau litlu framfaraskref og breytingar sem þó verða. Stórum hluta tímans hefur verið varið til þess að skapa skilning á raunfærnimati meðal helstu hagaðila, einkum fulltrúa iðngreinanna og atvinnulífsins, fyrir utan fagnefndirnar sem bera ábyrgð á að tryggja og viðhalda nauðsynlegri færni innan ólíkra greina. Allt útlit er nú fyrir að tekist hafi að afla viðurkenningar á raunfærnimati fyrir flestar námsleiðir lærlinga en það er hagkvæmur kostur bæði fyrir lærlinginn og fyrirtækið.</p> <h2>Raunfærnimat í tengslum við atvinnuleysi</h2> <p>Nokkur hefð er fyrir því á Norðurlöndunum að raunfærnimati sé beitt við skort á atvinnu, það er að segja í tengslum við atvinnuleysi sem afleiðingu t.d. uppsagna og lokun fyrirtækja. Einnig fyrir nýaðflutta og aðkomumenn sem hafa bakgrunnsmenntun sem er frábrugðin gildandi hefðum og menntunar í landinu, þá beinast sjónir að tækifærum og nytsemi raunfærnimats.</p> <p>Raunfærnimat er því lykill að hreyfanleika og aðlögun bæði fyrir einstaka íbúa og atvinnulífið, þar sem það hefur orðið nauðsynlegt úrræði eins og t.d. í tengslum við skort á vinnuafli, jafnvel þótt að hann sé aðeins talinn tímabundinn.</p> <h2>Útvíkkuð þjónusta náms- og starfsráðgjafa</h2> <p>Í ágúst 2019 var miðstöð ráðgjafar komið á laggirnar á Færeyjum, í þeim tilgangi að veita öllum þeim íbúum sem ekki hafa aðgang að ráðgjöf í skólakerfinu eða öðrum opinberum aðilum, aðgang að ráðgjöf um þróun starfsferils. Ráðgjafarmiðstöðinni var komið á laggirnar af menntamálaráðuneytinu í tilraunaskini. Markmiðið er að undirbúa og þróa módel fyrir æviráðgjöf fyrir alla íbúa. Vinna við raunfærnimat mun efalaust njóta góðs af því fyrirkomulagi æviráðgjafar um þróun starfsferils sem nú er verið að þróa.</p> ,{replace:char(34),char(39)}]",{DECODEHTML}]
[4,MLang] :John Dalsgarð

 
25. marts 2017

Sameiginlegur samræðufundur fyrir Grænland, Áland og Færeyjar

Tengiliðir NVL á Grænlandi, Álandi og Færeyjum vilja að áhersla verði lögð á fullorðinsfræðslu, ævimenntun og æviráðgjöf.
[FORMAT,"[FORMAT,<p>Í því skini hafa þeir átt frumkvæði að sameiginlegum hvatningar- og samræðufundi með viðeigandi yfirvöldum. Fundurinn verður haldinn í Þórshöfn á Færeyjum þann 31. maí 2017. Eitt meginmarkmið NVL, sem fundurinn byggist á, er að NVL beri að þróa stefnu fyrir fullorðinsfræðslu og færniþróun á ólíkum sviðum á Norðurlöndunum.&nbsp; Þar sem þetta felur í sér áskoranir sem blasa við á Grænlandi, Álandi og Færeyjum hafa tengiliðirnir óskað eftir að halda fund með öðrum NVL fulltrúum auk fulltrúa viðeigandi yfirvalda á sjálfstjórnarsvæðunum til þess að ræða um þær, markmið og aðgerðir NVL sem styðja innleiðingu og samhæfingu ólíkra sviða fullorðinsfræðslu og æviráðgjafar. Markmiðið er að á fundinum verði lagður grundvöllur að frekara þróunarstarfi fyrir sjálfstjórnarsvæðin.&nbsp;</p> ,{replace:char(34),char(39)}]",{DECODEHTML}]
[4,MLang] :Elisabeth Holm
[3,MLang]: voksenlæring   

 
31. oktober 2016

Íbúar í Þórshöfn halda upp á fjölbreytileika bæjarins

Aðlögun er tvíhliða ferli. Þessi boðskapur var greinilegur þegar íbúar í Þórshöfn héldu Viku fjölbreytileikans háðtíðlega dagana 3. – 8. október.
[FORMAT,"[FORMAT,<p>Frumkvæðið að <em>Viku fjölbreytileikans </em>átti bæjarstjórn Þórshafnar til þess að beina athyglinni að&nbsp; fjölbreyttum tungumálum og menningu bæjarins. Á dagskrá vikunnar var úrval viðburða sem beindu athygli bæjarbúa að fjölbreytileikanum. Þar á meðal voru erindi um innflytjendur, aðlögun, persónulega reynslu og tungumálanám, pólitískar umræður, umræður í panel sem beindu sjónum að aðlögun, menntun og atvinnu. Auk þess voru sýningar, framboð á mat, dans og tónlist frá ólíkum löndum og margt fleira. Haft er eftir stjórnanda <em>Viku fjölbreytileikans </em>Jónhild Rasmussen: <em>&bdquo;að meginmarkmiðið er ekki að beina sjónum að aðlögun innflytjenda að samfélagi okkar heldur að veita íbúum Þórshafnar innsýn í fjölbreytileika bæjarins og tækifæri til þess að kynnast betur menningu ólíkra innflytjenda í Þórshöfn en þeir er af fleiri en 100 ólíkum þjóðernum.&ldquo; </em></p> <p>&nbsp;</p> <p><a href="http://www.faroeislands.fo/the-big-picture/news/torshavn-comes-together-to-celebrate-diversity/" target="_blank">Meira um <em>Fjölbreytileika vikuna&ldquo;</em></a></p> ,{replace:char(34),char(39)}]",{DECODEHTML}]
[4,MLang] :Elisabeth Holm
[3,MLang]: integration   

 
01. december 2014

Nýtt námsframboð stökkbretti fyrir ungt fólk með sérþarfir

[FORMAT,"[FORMAT,<p class=""><strong>Ungmennum í Þórshöfn sem stríða við sérþarfir og eru líklegir til að falla frá námi býðst nú aðstoð.</strong></p> <p class="">Menntaverkefnið hefur hlotið nafnið <strong>Stökkbrettið </strong>var komið á í samstarfi félagsmiðstöðvarinnar &bdquo;Margarinfabrikken&ldquo;, félagsmálasviði Þórshafnar, sem meðal annars annast barnaverndarmál, og menntamálaráðuneytisins. Til markhópsins teljast unglingar sem af ólíkum ástæðum líður ekki vel í grunnskóla, sem eiga erfitt með að taka þátt í kennslunni eða finnst erfitt að sækja skóla. Í verkefninu felast meðal annars úrval aðferða með því markmiði að efla einbeitingu unglingana og hvetja þá til náms.</p> <p class=""><a href="http://kvf.fo/greinar/2014/11/15/faa-hjalp-til-gera-skulan-lidnan">Nánar um Stökkbrettið&nbsp;</a></p> ,{replace:char(34),char(39)}]",{DECODEHTML}]
[3,MLang]:

 
01. december 2014

Háskólinn í Færeyjum viðurkennir „Charter and Code“

[FORMAT,"[FORMAT,<p class=""><strong>Háskólinn í Færeyjum er fyrsta rannsóknastofnunin í Færeyjum sem hefur tilkynnt framkvæmdastjórn Evrópusambandsins að stofnunin starfi í samræmi við Charter &amp; Code. </strong></p> <p class="">&bdquo;European Charter for Researchers and Code of Conduct for the Recruitment of Researchers&ldquo;, stytt í Charter &amp; Code, er skjal sem framkvæmdastjórn ESB hefur samþykkt og lýsir réttindum og skyldum vísidamanna og vinnuveitenda þeirra. Ákvæði Charter &amp; Code taka meðal annars til ráðninga, vinnuumhverfis, hæfniþróunar og starfsráðgjafar. Háskólinn í Færeyjum er nú einn af&nbsp; 612 rannsóknastofnunum í Evrópu sem hafa staðfest opinberlega að þær starfi eftir Charter &amp; Code.</p> <p class=""><a href="http://www.euraxess.fo/index.php?id=47">Lesið meira um Charter &amp; Code</a>&nbsp;&nbsp;&nbsp;og <a href="http://www.gransking.fo/Default.aspx?pageid=2492&amp;NewsItemID=19418">færeyskar fréttir af rannsóknum</a></p> ,{replace:char(34),char(39)}]",{DECODEHTML}]
[3,MLang]:

 

Finland

 
23. oktober 2018

Menntunarstig gengur í erfðir

Síðasta OECD-skýrslan sýnir að menntunarstig foreldra hefur ennþá í miklum mæli áhrif á leið fólks til menntunar
[FORMAT,"[FORMAT,<p>Hin nýja skýrsla Education at a glance sýnir að menntunarstig almennt hefur hækkað töluvert á síðustu áratugum, en að hækkunin nær ekki til allra í samfélaginu. Þetta á líka við um Finnland. </p> <p>Ákveðnir hópar hafa dregist sérstaklega mikið afturúr. Þetta á til dæmis við um innflytjendur, þar sem lágt menntunarstig foreldranna endurspeglar þátttöku næstu kynslóðar í menntun. Jafnvel börn innfæddra finna sem búa við félagslegt og efnahagslegt óöryggi eru áfram fjarverandi á menntabrautinni. Með öðrum orðum, félagslegar erfðir hafa enn mikil áhrif. </p> <p>Haustið 2018 tók ríkisstjórnin ákvörðun um auka stuðningsaðgerðir til að snúa þessari þróun meðal þeirra hópa sem eru í mestri hættu. Hér hefur lýðfræðslan augljóslega sérstakt verkefni að vinna. </p> <p>Lesið meira <a href="https://www.oph.fi/aktuellt/webbnyheter/101/0/oecd-jamforelse_foraldrarnas_utbildningsniva_paverkar_individens_utbildningsvag_starkt_aven_i_finland" target="_blank">hér</a>.</p> <p>Heimild: Utbildningsstyrelsen (Menntunarstjórnin)<br />  </p> ,{replace:char(34),char(39)}]",{DECODEHTML}]

 
19. november 2013

Nám með stuðningi frá atvinnuleysistryggingasjóði auðveldar ráðningu

Valfrjálst nám með stuðningi frá atvinnuleysistryggingasjóði auðveldar ráðningu. Hálfu ári eftir að námi lauk hafa rúmlega 60 prósent þeirra sem lögðu stund á nám fengið atvinnu. Valfrjálst nám leiðir til betri árangurs en til dæmis vinnumarkaðsmenntun.
[FORMAT,"[FORMAT,<p class=""><br /> <span class="" style="font-family: inherit; font-weight: inherit;"><span class="" style="font-size: 14px; line-height: 18px;">Valfrjálst nám með stuðningi frá atvinnuleysistryggingasjóði auðveldar ráðningu. Hálfu ári eftir að námi lauk hafa rúmlega 60 prósent þeirra sem lögðu stund á nám fengið atvinnu. Valfrjálst nám leiðir til betri árangurs en til dæmis vinnumarkaðsmenntun.</span></span></p> <div class="" style="color: rgb(0, 0, 0); background-color: rgb(255, 255, 255); text-align: -webkit-left; letter-spacing: normal; background-position: initial initial; background-repeat: initial initial;"> <p class="" style="margin-top: 0.5em; margin-bottom: 0.5em;">Atvinnuleitendur í Finnlandi, 25 og eldri, hafa frá árinu 2010 fengið tækifæri til þess að stunda fullt nám án þess að missa atvinnuleysisbæturnar. Skilyrði þess að fá að stunda nám á bótum er að námið efli starfsfærni og at&nbsp; vinnumálastofnun hafi staðfest að atvinnuleitandinn auki á atvinnumöguleika sína með náminu.<span class="Apple-converted-space"> </span><br /> Á árunum 2010-2012 hófu rúmlega 34.800 manns valfrjálst nám. Þar af voru um 800 innflytjendur.</p> <p class="" style="margin-top: 0.5em; margin-bottom: 0.5em;">Nánar á<span class="Apple-converted-space"> </span><a href="http://www.tem.fi/sv/arbete/meddelanden_arbetet?89507_m=112119" style="color: rgb(0, 0, 0);">Tem.fi</a>.</p></div> <div class="" style="color: rgb(0, 0, 0); background-color: rgb(255, 255, 255); text-align: -webkit-left; letter-spacing: normal; background-position: initial initial; background-repeat: initial initial;"><em>E-post: Pirkko.Sartoneva(ät)ktol.fi</em></div> <div class="" style="color: rgb(0, 0, 0); background-color: rgb(255, 255, 255); margin-top: 0.5em; text-align: -webkit-left; letter-spacing: normal; background-position: initial initial; background-repeat: initial initial;">Mer om:<span class="Apple-converted-space"> </span><a href="https://nvl.org/keyword/12/fortbildning.htm" style="color: rgb(0, 0, 0);">fortbildning</a>,<span class="Apple-converted-space"> </span><a href="https://nvl.org/keyword/42/kompetensutveckling.htm" style="color: rgb(0, 0, 0);">kompetensutveckling</a></div> ,{replace:char(34),char(39)}]",{DECODEHTML}]
[3,MLang]:

 
23. november 2018

Vandamál með nýja iðnskólann, segir í grein í Helsingin Sanomat

Kennarar þora ekki sleppa nýjum iðnskólanemendum út í starfsnám, vegna þess að þeir teljast beinlínis óviðeigandi.
[FORMAT,"[FORMAT,<p>Í stórri grein í Helsingin Sanomat eru viðtöl við 12 iðnskólakennara. Sögur þeirra eru hræðilegar. Finnland fékk nýtt fyrirkomulag fyrir iðnnám 1. janúar 2018. </p> <p>Hæfnispróf hafa verið afnumin og skólunum er skylt að taka við nánast hverjum sem er. </p> <p><strong>Vel meint, en er ekki rétt </strong></p> <p>Hluti gagnrýninnar fjallar um að margir eru hreinlega ófærir í þá vinnu sem þeir menntast til. </p> <p>Kennarar vilja ekki einu sinni sleppa þeim út í starfsþjálfun vegna þess að þeir eru hræddir við afleiðingar.</p> <p>Í þessu tilfelli eru það fyrst og fremst störf í umönnun og við öryggisgæslu. Myndin sem kennararnir gefa af þessu er dökk og skelfileg. Hún bendir til þess að ákvörðunaraðilar hafi ekki alltaf skilið afleiðingar eigin ákvarðana.</p> <p>Greinin tekur hart á ósamræminu og er eðlilega andmælt af bæði skólum og embættismönnum með dæmum um hið gagnstæða, hvernig nýtt kerfi hefur hjálpað mörgum.</p> <p>Heimild: Helsingin Sanomat </p> ,{replace:char(34),char(39)}]",{DECODEHTML}]

 
27. august 2019

Ekki er nægilega skýrt kveðið á um endur- og símenntun í finnskum lögum

Framtíðarhúsið SITRA í Finnlandi hefur kynnt ráðleggingar um hvernig bæta má sí- og endurmenntun í Finnlandi, eitt atriðið varðar þörf á nýjum lögum um sviðið.

Ef einhver alvara á að fylgja vilyrðum Finna um að verða fremstir á sviði ævináms í heiminum er tímabært að endurskoða lagasetningu landsins. Það staðfestir vinnuhópur sem með aðstoð SITRA hefur farið yfir þær fjölmörgu mismunandi áskoranir sem blasa við í Finnlandi. 

Í könnuninni: Á hvaða forsendum? Hvernig á að setja lög um ævinám? staðfesta höfundarnir meðal annars að umfjöllun um ævinám endi oft ofan í skúffu. Þörf sé á auknu samstarfi

[3,MLang]: símenntun   menntastefna   

 
29. oktober 2019

„Ævinám má ekki verða að möntru“

Hver á að standa straum af kostnaðinum við nám í framtíðinni? Ótal aðilar lýstu eftir betri fjárhagslegum módelum fyrir nám framtíðarinnar og raunfærnimat í evrópsku starfsmenntavikunni í Helsinki. Finnski menntamálaráðherrann Li Andersson lagði sérstaka áherslu á bætta grunnleikni.
[FORMAT,"[FORMAT,<p>Ein mikilvægasta spurning framtíðarinnar hvað varðar félagslegt réttlæti snýst um tækifærin sem fólk fær til símenntunar, sagði <strong>Li Andersson</strong> menntamálaráðherra í Finnlandi. Framlag hennar til málþings um ævinám í evrópsku starfsmenntavikunni í Helsinki var langt og uppörvandi framsöguerindi.  </p> <p>Menntamálaráðherra Finna lagði áherslu á mikilvægi þess að fólk öðlist nægilega góða grunnleikni í grunnnámi. Finnar hafa löngum verið fremstir þjóða á því sviði en nú þurfa þeir að taka sig á. Li Andersson vakti einnig athygli á hvaða færni yrði mikilvægust til framtíðar.  </p> <p>– „Að læra að læra“ verður það mikilvægasta sem skólinn verður að sjá til þess að nemendur læri. </p> <p>[media:4985]</p> <p><em>Menntamálaráðherra Finna, Li Andersson kynnti mörg atriði sem kveðið er á um í stjórnarsáttmála nýju ríkistjórnarinnar. Mynd: Camilla Lindberg</em></p> <p>Menntamálaráðherra Finna vakti athygli á þeirri staðreynd að reynslan sýnir að þeir einstaklingar sem mesta þörf hafa fyrir menntun er þeir sem síst sækja sér menntun.   </p> <p>– Í Finnlandi eru það fyrst og fremst hámenntaðar konur frá Suður-Finnlandi sem eru áfjáðar í að afla sér meiri menntunar. Í stjórnarsáttmála nýju ríkistjórnarinnar felast aðgerðir sem sérstaklega eru ætlaðar til þess að ná til karla með litla menntun að baki. </p> <p>Li Andersson vakti athygli á ástæðum fyrir því að einstaklingar forðast símenntun. </p> <p>– Þær eru skortur á tíma, peningum og hvatningu. Af þeim tel ég hvatninguna þá sem torveldast er að vinna bug á. </p> <p>Markmið málþingsins þann 16. október 2019 var að vekja athygli á ólíkum aðgerðum á Norðurlöndum á sviði ævináms.  </p> <p>Þarfir atvinnulífsins breytast mjög ört og á því sviði leika ólíkir félagslegir aðilar afgerandi hlutverk við að koma á traustu menntakerfi sem veitir undirbúning undir starfsmenntun. </p> <p>Miðlæg þemu sem endurtekið komu fram á málþinginu snerust um þá aðlögun sem tækninýungar og umhverfismál gera kröfu um á heimsvísu. </p> <p>Spurning sem endurtekið kom upp í ólíku samhengi snérist um fjármögnun. Hver á að greiða fyrir herlegheitin? Hvernig er unnt að þróa haglíkön sem ná yfir aðra aðila en hið hefðbundna opinbera menntakerfi? </p> <p>Einn liður á dagskrá voru pallborðsumræður undir yfirskriftinni: Að byggja ævinám í sameiningu – norræna leiðin.  </p> <p>– Við á Norðurlöndun erum góð í að vinna saman og miðla reynslu okkar og þekkingu sagði <strong>Hildur Oddsdóttir</strong>, fulltrúi Íslands í NVL sem jafnframt var fulltrúi Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. </p> <p>Hún nefndi NVL (Norrænt tengslanet um nám fullorðinna) sem dæmi um góðan og þróaðan vettvang miðlunar.   </p> <p>Fram kom í máli <strong>Åshild Olaussen</strong>, aðalráðgjafa frá Unio sem eru fjölmennustu launþegasamtök háskólamenntaðra í Noregi, að hún teldi að enn væru mörg úrlausnarefni óleyst á Norðurlöndunum. </p> <p>– Við megum ekki vera of fljót til að berja okkur á brjóst. Í Noregi hefur þeim sem sækja sér menntun fækkað umtalsvert á undanförnum árum.  </p> <p>[media:4984]</p> <p>Sari Gustafsson stjórnaði pallborðsumræðunum þann 16. október. Frá vinstri Hildur Hrönn Oddsdóttir, Samuel Engblom, Åshild Olaussen og Jorma Malinen. Mynd: Camilla Lindberg</p> <p><strong>Jorma Malinen</strong> sem er formaður finnska stéttarfélagsins Pro lét í ljósi ugg yfir því sem nú væri að koma í ljós þegar ábyrgðin á menntun hefur að hluta til flust yfir í ólík fyrirtæki.  </p> <p>– Þar höfum við tekið eftir að launþegar búa ekki lengur yfir nægilega góðri grunnleikni og það veldur erfiðleikum við símenntun fólks. Það er afar mikilvægt að koma þeim skilaboðum á framfæri. </p> <p>Á Íslandi þar sem atvinnuleysi er lítið, hafa ákveðnar þarfir komið fram, sagði Hildur Hrönn Oddsdóttir. </p> <p>– Margir sem hafa verið lengi við störf til dæmis í iðnaði hafa enga formlega menntun og þeir þyrftu nú að gangast undir mat á raunfærni til þess að fá þekkingu og færni skjalfesta með það að markmiði að fjölga tækifærum til starfsframa. </p> <p><strong>Samuel Engblom</strong> sem fer fyrir samfélagssviði Bandalagi opinberra starfsmanna (TCO) í Svíþjóð lýsti eftir nákvæmari skilgreiningu á því hvaða færni er talin nauðsynleg þegar rætt erum ævinám. </p> <p>– Við verðum að vera mun nákvæmari. Annars verður ævinám bara mantra. </p> <p>Stjórnandi pallborðsumræðnanna <strong>Sari Gustafsson</strong> leyfði aðeins eitt orð sem svar við síðustu spurningunni.  </p> <p><strong>Ef þú hefðir töfrastaf í hendinni og þú mættir breyta einu atriði varðandi ævinám. Hvað myndirðu velja? </strong></p> <p>– Gleði var svarið frá Finnlandi.</p> <p>Í Svíþjóð var lýst eftir meiri sveigjanleika og í Noregi tíma. </p> <p>Á Íslandi var På Island var svarið hvasst:</p> <p>– Peninga!</p> <p>Í starfsmenntavikunni kynnti <strong>Anni Karttunen</strong> skýrslu frá NVL undir titlinum Hlutverk náms- og starfsráðgjafa í raunfærnimati á Norðurlöndunum. Hún beindi einkum sjónum að þeim áskorunum sem blasa við og tillögum að úrræðum sem koma fram í skýrslunni.</p> <p>Þátttakendur voru um það bil sjötíu einstaklingar hvaðanæva að Evrópu og þar voru fulltrúar atvinnulífsins, rannsakenda og þróunaraðila. </p> <p>Anni Karttunen er sérfræðingur á sviði menntunar (frakvæmdastjóri Globeeu) og meðlimur í sérfræðinganeti NVL. </p> <p>– Ég tók sérstaklega eftir einu atriði. Áður en mitt erindi hófst deildi <strong>Pedro Moreno da Fonseca</strong> frá Evrópsku starfsmenntastofnuninni (CEDEFOP) nokkrum meginhugmyndum er varða uppgötvanir stofnunarinnar. Þær tengjast greinilega þeim sem við höfum gert hér á Norðurlöndunum.   </p> <p>Anni Karttunen lagði áherslu að mikilvægi þess að mennta kerfisbundið þá sem koma að framkvæmd raunfærnimats. </p> <p>– Á Norðurlöndunum eru engin dæmi eru framboð á námi um raunfærni, hvorki í grunnnámi kennara né námi náms- og starfsráðgjafa. </p> <p>Hin áskorunin sem blasir við er að eyrnamerkja fjárframlög til ráðgjafar í raunfærnimati. </p> <p>– Þetta á sérstaklega við um ef náms-og starfsráðgjafinn vinnur í annarri stofnun er þeirri býður upp á raunfærnimatið.  </p> <p>Anni Karttunen lýsti jafnframt eftir betri samhæfingu á milli þeirra sem þjónustuaðila sem koma að raunfærnimatinu. </p> <p>[media:4983]<br /> Ragnhild Lied hélt erindi um færni til framtíðar og ævinám í Noregi. Mynd: Camilla Lindberg</p> <p><br /> [media:4986]<br /> Ragnhild Lied frá Noregi hélt erindi í starfsmenntavikunni í Helsinki. Mynd: Camilla Lindberg</p> ,{replace:char(34),char(39)}]",{DECODEHTML}]
[4,MLang] :Camilla Lindberg

 
24. februar 2020

Ævinám nýtur vinsælda í Finnlandi

Niðurstöður nýlegar könnunar eru augljósar. Finnar telja að ævinám sé meðal grundvallarréttinda og að breið almenn menntun sé dýrmæt.
[FORMAT,"[FORMAT,<p>Rúmlega 2.000 Finnar á aldrinum 18-85 ára svöruðu skoðanakönnuninni. Svörin voru ótvíræð, ævinám vekur forvitni, ákefð og léttir lífið en jafnframt tilfinningar um ófullkomleika. Námið er forsenda þess að komast af í veröld sem er síbreytileg og er jafnframt uppspretta vellíðunar. Könnunin var framkvæmd af SITRA og er hluti af stærra ferlis vinnuhóps á þjóðþinginu sem er að leggja drög að tillögum um breytingar á menntakerfi Finna.</p> <p>Finna þyrstir í þekkingu. Í því felast gríðarleg auðæfi. Hæfileikinn til þess að læra hefur afgerandi þýðingu, ekki einungis fyrir vellíðan einstaklingsins heldur einnig fyrir þróun atvinnulífsins og árangur Finna í framtíðinni segir Helena Mustikainen, stjórnandi verkefni Sitras <em>Tími færninnar.</em></p> <p><a href="http://www.sitra.fi/sv/nyheter/larande-lockar-finlandare-i-alla-aldrar-tre-fjardedelar-litar-ocksa-pa-sina-formagor/" target="_blank">Nánar um niðurstöður könnunarinnar.</a></p> <p>Heimild: SITRA</p> ,{replace:char(34),char(39)}]",{DECODEHTML}]
[3,MLang]: símenntun   hvatning   menntastefna   

 
23. juni 2020

"Við höfum tekið djarfa ákvörðun í Finnlandi“

Evrópa er eitt af elstu stóru hagkerfum heims. Þess vegna fjárfestir Evrópusambandið í fullorðinsfræðslu og sambandið mun um ókomna framtíð halda áfram að fjárfesta í henni. Það sama á við um Finna af fullum krafti, segir Erno Hyvönen frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu í Finnlandi.
[FORMAT,"[FORMAT,<p><strong>Erno Hyvönen</strong> er verkefnastjóri í tiltölulega nýrri deild fyrir framhaldsskólastigið og starfsmenntun í mennta- og menningarmálaráðuneytinu í Finnlandi. Hann er sannfærður um að breytingarnar á atvinnulífinu eru svo markverðar og örar að þörf fyrir umskólun verður sífellt brýnni.</p> <p>– Persónuleg skoðun mín er að við höfum tekið djarfa ákvörðun í Finnlandi, segir hann og vísar til umbóta á starfsmenntun í Finnlandi.</p> <h2>Nýlegar umbætur tak mið af framtíðinni</h2> <p>Umbótum á starfsmenntun sem hrint var í framkvæmd árið 2018 eru umfangsmestu umbætur á finnsku menntakerfi síðan umbætur á grunnskólanum voru gerðar á áttunda áratugnum.</p> <p>– Á meðan umbótunum stóð varð ljóst að það var ómögulegt að spá nákvæmlega fyrir um hæfniþarfir næstu fimm ára, enn síður til næstu tíu eða tuttugu ára. Þess vegna hefur allt kerfið byggst upp rannsóknum á breiðum grundvelli og með áherslu á ævinám. Ráðuneytið hefur jafnframt hrint af stað sérstökum umbótum á símenntunarkerfinu sem á við um öll svið frá leikskóla til háskólamenntunar, segir Erno Hyvönen.</p> <p>Grundvöllur umræðunnar um umbæturnar var að menntunin ætti að mæta örum breytingum atvinnulífsins.</p> <p>– Áhersla er lögð á persónulega hæfniþróun, greiningu og mat á þeirri færni sem einstaklingurinn hefur aflað sér, auk samsetningu menntaeininga úr ólíkum atvinnugreinum, segir Erno Hyvönen.</p> <h2>Geta til þess að finna lausnir er góð</h2> <p>– Kringumstæður í Finnlandi eru ekki fullkomnar, en þær eru aðeins skárri en í mörgum öðrum löndum. Hvað varðar grunnleikni þá eru fullorðnir Finnar betur settir en íbúar margra annarra landa í heiminum og hér eru færri illa staddir einstaklingar, segir Erno Hyvönen.</p> <p>Að hans áliti eru veigamestu orsakir þess að rík söguleg hefð er fyrir að meta menntun mikils í Finnlandi auk þess að menntunin í grunnskóla er góð.</p> <p>– Niðurstöður bæði PISA- og PIAAC kannananna staðfesta að þeir sem hafa gengið í grunnskóla í Finnlandi eru lausnamiðaðri en samsvarandi „afurðir“ í öðrum löndum, jafnvel þrátt fyrir að hæfnin sé ekki fyrstflokks í Finnlandi.</p> <p>Að mati Erno Hyvönen er að minnsta kosti fræðilega, hægt að álykta sem svo að Finnar geti brugðist betur og fljótar við efnahagslegum breytingum á samfélaginu og að nýjum iðnaði og rekstrargeirum sem gætu komið fram eftir covid-19.</p> <h2>Flott og fallegt kerfi</h2> <p>– Mig langar líka að benda á eitt atriði sem er starfsmatið í finnska starfsmenntakerfinu, segir Erno Hyvönen.</p> <p>[media:5419]<br /> <em>Verkefnastjórinn Erno Hyvönen telur marga kosti með leið Finna til eflingu hæfniþróunar s ser många fördelar med Finlands sätt att skapa kompetenshöjande stigar. Mynd: í einkaeigu</em></p> <p>Í fjölda annarra landa í Evrópusambandinu geta ýmsar skriffinnsku hindranir valdið því að metin færni veitir ekki réttindi til áframhaldandi náms.</p> <p>– Í Finnlandi verður að sýna fram á raunverulega hæfni, hvernig hennar hefur verið afla skiptir engu máli. „Mat á áunninni raunfærni“ og „Mat á núverandi námi“ eru jafngild og í skýru og opnu kerfi sem er bæði stjórnsýslulega fallegt og flott.</p> <h2>Stig og stefnur í Finnlandi</h2> <p>– Í Finnlandi teljum við að maður verði að minnsta kosti að hafa lokið námi á framhaldsskólastigi til þess að hljóta brautargengi á vinuumarkaði og taka virkan þátt í samfélaginu. Að hafa einungis lokið grunnskóla nægir ekki.</p> <p>Erno Hyvönen vísar til nýju umbótanna á starfsmenntakerfinu sem eru í samræmi við ótal atriði sem lýst er í aðgerðum Evrópusambandsins til hæfniþróunar „Ný tækifæri fyrir fullorðna“ (e. Uppskilling Pathways). Í Finnlandi höfum við ákveðið að beina sjónum að því atriði sem lýtur að „Að bjóða upp á nám“. Í rauninni snýst það um ýmiskonar stuðning við að hefja nám á framhaldsskólastigi eða annað grunnám. Í markhópnum eru fullorðnir sem ekki hafa lokið námi á framhaldsskólastigi, fólk með úrelta menntun, ásamt nýaðfluttum og innflytjendum með grunnmenntun sem er ábótavant.</p> <h2>Engin óviðráðanleg vandamál hér</h2> <p>– En annars hafa Finnar verið að vinna að umbótum á símenntun, sérstök deild í mennta- og menningarmálaráðuneytinu sem vinnur að þeim (https://minedu.fi/jatkuva-oppiminen). Finnar hafa jafnframt tekið þátt í þróun smærra verkefnis tengdu „Upskilling Pathways“- stefnu Evrópusambandsins, en það hefur ekki hlotið neina opinbera viðurkenningu. Erno Hyvönen segir stöðu Finna ólíka annarra þjóða innan sambandsins, því Finnar sem ekki búa yfir nægilegri grunnleikni í lestri og ritun séu fáir og það sama gildi um einstaklinga með mjög litla grunnmenntun.</p> <p>– Auðvitað er þeir til, en þeir eru svo fáir að það telst ekki vera vandamál.</p> <h2>Hverjar eru helstu áskoranirnar sem blasa við Finnum?</h2> <p>– Að fólk hafi tækifæri og búi yfir hæfni þýðir ekki að allt verði í lagi af sjálfu sér. Það verður samt sem áður að grípa verkefnið föstum tökum, segir Erno Hyvönen.</p> <p>HHann lýsir Finnum sem þjóð með hækkandi meðalaldri og ungu fólki sem fer út á vinnumarkaðinn fækkar stöðugt.</p> <p>– Þess vegna verður að tryggja að breytingarnar nái til sem flestra og koma í veg fyrir að fólk lendi í jaðarhópum vegna þess að það skortir grunnleikni.</p> <h2>Hvernig sinna Finnar þeim sem búa yfir lítilli grunnleikni?</h2> <p>– Finnska menntakerfið tekur í heild tillit til þeirra einstaklinga, finnur þá og ber kennsl á þá. Kennarar og menntastofnanir hafa þekkingu og vita hvar hægt er að leita eftir stuðningi. Um þessar mundir beinist þróunarvinna okkar að því að skapa áreiðanleg námstilboð eða „learning offer“ eins og það heitir á ekta Evrópusambands -Upskilling Pathways-máli. Í reynd felur það í sér að fleirum verður gert kleift að leggja stund á nám á framhaldsskólastigi, segir Erno Hyvönen.</p> <p>En hvernig á að hvetja þá sem hafa minnsta grunnleikni til þess að hefja nám og styðja þá í ferlinu? Svar er stutt og hnitmiðað.</p> <p>– Hvorki ég, aðrir Finnar eða aðrar þjóðir hafa fundið hina einu sönnu lausn á því hvernig það er hægt.</p> <p>Nánari kynning á starfsmenntakerfi Finna (Vocational Education and Training):</p> <div class="video-container"><iframe allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture" allowfullscreen="" frameborder="0" src="https://www.youtube.com/embed/mzRklnHP5iU"></iframe></div> ,{replace:char(34),char(39)}]",{DECODEHTML}]
[4,MLang] :Camilla Lindberg

 

Grønland

 
25. juni 2019

Ný stofnun endurspeglar Grænland nútímans

Í júní 2019 verður fyrsta lokaða fangelsið á Grænlandi tekið í notkun, þar á með sérstakri áherslu á endurhæfingu, að tryggja að fangar öðlist betri skilyrði, verði betur í stakk búnir til þess að takast á við lífið handa múrsins.
[FORMAT,"[FORMAT,<p>Fram til þessa hafa sakamenn sem hljóta fangelsisdóm á Grænlandi afplánað dóminn í opnum stofnunum. Í júní opnar fyrsta lokaða stofnunin og af því tilefni heimsóttum við <strong>Tinu Dam</strong> sem stjórnar fangelsinu til viðtals um nýju stofnunina í Nuuk og vinnu stofnunarinnar við að móta fangana svo þeir geti snúið aftur út fyrir múra fangelsisins. </p> <p>Á leiðinni að nýju stofnuninni er ekki hjá því komist að verða bergnuminn af mikilfangleika grænlensks landslags. Nýja stofnunin er staðsett með útsýni yfir Nuuk fjörðinn, ísjakabreiðuna og Sermitsiaq fjallið – einkenni bæjarins, – sem blasir við með sínu sérstaka og afar einkennandi útliti. Fegurð náttúrunnar veldur því að erfitt er að ímynda sér að stofnunin eigi meðal annars að hýsa hættulegustu einstaklinga landsins. Utanfrá virðist staðsetning stofnunarinnar vera á einum fallegasta stað veraldar, en ekki er hægt að draga andstæðu fegurðarinnar og hins hörkulega í efa. Því þannig rís yfirbragð hins táknræna og fullkomlega veraldlega – sex metra háa fangelsismúrs úr landslaginu. Efist maður um raunverulegt hlutverk staðarins, þá hverfur sá efi eins og dögg fyrir sólu um leið og maður stendur andspænis múrnum.  </p> <p>– Fyrir þann, sem á að afplána refsingu sína hér, getur staðsetningin verið bæði góð og slæm. Þeir munu geta horft yfir hafið – en á hinn bóginn getur það einmitt reynst þungbært, því það er ekki bara hægt að fara út í gönguferð eða á sjóinn. Enginn þarf að efast um – að það felst refsing í veru hér. Það á ekki að vanmeta réttlætiskenndina. Fórnarlömbin verða að finna að afbrotamaður taki út afleiðingar gjörða sinna. Samtímis getur maður velt fyrir sér hvort það er í lagi að senda þá sem hafa hlotið dóm fleiri þúsund kílómetra vegalengd, og þeir verði að afplána í ókunnugri menningu og fjarri fjölskyldunni, segir fangelsastjórinn Tina Dam. </p> <p>Tina Dam helgar hluta eftirmiðdagsins viðtalinu við okkur. Tina Dam ólst upp í Sisimut snéri aftur til Grænlands eftir að hafa lokið námi sínu við Kaupmannahafnarháskóla í Eskimóamenningu. Í kjölfarið vann hún um árabil á barna- og fjölskyldusviði áður en hún tók við embætti fangelsisstjóra þann 1. júlí 2018. Það var það einkum sérstök áherslan á endurhæfingu sem vakti athygli Tinu Dam á stöðunni: </p> <p>– Mér fannst áherslan á endurhæfingu við stöðuna sérstaklega áhugarverð. Við leggjum meiri áherslu á endurhæfingu, þrátt fyrir að múrinn sé ef til vill tákn þess að okkur hafi miðað í öfuga átt. En einmitt vegna þess að við búum í fámennu samfélagi verðum við að hafa aðra áherslu en á refsingu refsingarinnar vegna. Niðurstöður kannana sem gerðar hafa verið sýna að íbúunum finnst mikilvægt að þetta fólk eigi afturkvæmt í samfélagið. Umræðurnar hafa mýkst, meira en þekkist annarsstaðar. Við tölum til dæmis um ráðstöfun í stað refsingar. Refsingin er sjálf nægilega ströng en við beinum sjónum að breytingum á framferði, þá nær maður lengra. Umræðurnar eru öðruvísi og það sama á við um áherslur okkar, útskýrir Tina Dam.</p> <p>Í grænlenskum fangelsum er endurhæfing í öndvegi og það verður gegnsýrandi þáttur í starfi stofnunarinnar, að föngunum verði ekki stíað frá umheiminum, heldur verði þeir virkjaðir í það samfélag sem óhjákvæmilega lifir áfram handan fangelsismúrsins. Í reynd mun það fara fram í gegnum færniþróun. Þess vegna er föngunum rétt og skylt að taka þátt í ýmiskonar starfsemi til þess að viðhalda virkni og til þess að fylla hversdagsleikann innihaldi og rútínu. Til þess að aðstoða við þetta verða ráðnir þrír atvinnumálaráðgjafar:</p> <p>– Fangarnir, sem ekki fá að fara út, hafa tækifæri til þess að vinna. Það getur falist í vinnu við línur, viðhald á byggingunni og önnur störf sem eru einhvers virði fyrir fangana. Þar sem hafa heimfararleyfi mun þar að auki hafa tækifæri til þess að afla sér menntunar eða sækja færnieflandi námskeið. Við einbeitum okkur að því að efla hæfni fanganna, til þess að þeir fái verkfæri sem þeir geta nýtt sér þegar þeir komast út. Það er mikilvægt að þeim finnst þeim fara fram það hafa þeir venjulega ekki oft upplifað áður, segir Tina Dam. </p> <p>Á meðan á viðtalinu stendur vaknar spurningin um um réttlæsiskenndina endurtekið. Fyrst og fremst vegna þess að í umræðunni er réttlætiskenndin erfið viðureignar. Torvelt er, ef ekki ógerlegt að ímynda sér hvaða tilfinningar vakna, þegar hlutaðeigandi borgari mætir fyrrum sakborningi á göngugötunni. Þrátt fyrir það verður nýja stofnunin í Nuuk dæmi um ákveðið stig af húmanisma sem byggist á sérstakri áherslu á endurhæfingu og endurfélagsmótun. Áhersla sem sprettur af þeirri hugmynd að þegar fyrrverandi fangar snúa aftur í fast heimili og fasta vinnu, þá munu þeir ekki lengur verða til vandræða í samfélaginu heldur þvert á móti. Vinna með fanga í stofnuninni á að tryggja að þessir meðborgarar geti í framtíðinni tekið virkan þátt þjófélaginu og lagt sitt af mörkum til samfélagsins til jafns við alla aðra. </p> <p>– Við vinnum út frá meginreglunni um samræmingu. Það á að vera eins eðlilegt og unnt er að afplána hér. Fangarnir eiga að sinna starfi sínu og svo framvegis, til þess að koma þeim í rútínu sem er þeim nauðsynleg þegar þeir koma út aftur. Að hafa atvinnu hefur jákvæð áhrif, og að þeir hafi eitthvað til þess að fást við þegar þeir fara á fætur. Við hvetjum þá til þess að fara á fætur á morgnana. Þegar þeir eiga frí, geta þeir ekki bara rölt um eins og þeim hentar. Þeir verða að mæta aftur hingað, geri þeir það ekki þá herðum við gripið, segir Tina Dam og bætir við: </p> <p>– Það verður erfitt þegar menn losna aftur, ef þeir verða ekki hluti af umhverfinu. Hér inni er hægt að hvíla í lítilli loftbólu, en þá verður stökkið erfitt. Og það reynist mörgum erfitt. Hér geta fangarnir lært í öruggu umhverfi. Að sjálfsögðu eru hér borgarar sem ekki eiga afturkvæmt en fyrir þá gilda langtíma aðgerðir. Það sem skiptir mestu fyrir þá hversdagslega er að þessu leiti mjög mikilvægt vegna þess að heimur þeirra verður svo afmarkaður. Miklu skiptir að við önnumst þessa borgara. </p> <p>Sérstök áhersla verður lögð á það sem skiptir meginmáli hversdaglega. Og það er mikilvægt út frá fleiri sjónarmiðum. Í augnablikinu er mikill vöxtur á Grænland: tölur um atvinnuleysi hafa aldrei verið lægri og fyrirtækin sárvantar hæft starfsfólk. Þess vegna mun stofnunin leika mikilvægt hlutverk því innan hennar getum við komið á hagstæðu umhverfi fyrir mun fleiri fanga til þess að snúa aftur til menntunar eða atvinnulífsins þegar þeir losna úr prísundinni:</p> <p>– Við eigum gott samstarf við ótal fyrirtæki sem hringja til okkar af fyrra bragði til þess að fá starfsfólk frá stofnuninni. Við eigum erum líka í góðri samvinnu við grænlensku vinnumálastofnunina Majoriaq í sambandi við færniþróun og menntun. Í nýju stofnuninni með sérstakri áherslu okkar á endurhæfingu verður tækifærum til menntunar fjölgað. Það er ljóst að endurhæfing hentar ekki öllum föngum, en við munum róa að því öllum árum – í samstarfi við Fangelsismálastofnun Grænlands – að einstaklingar sem snúa aftur til lífsins utan múranna njóti þeirrar aðstoðar sem þeir hafa þörf fyrir, segir Tina Dam að lokum. </p> ,{replace:char(34),char(39)}]",{DECODEHTML}]
[4,MLang] :Christian Knudsen

 
19. november 2013

Hlynnt að dreifbýlinu með góðum árangri

Markmið dreifbýlisverkefnisins Nuiki sem hófst á síðasta ári, er að veita íbúum tækifæri til þess að sækja sér menntun. Góður árangur náðist af verkefninu á fyrsta árinu en þá luku 43 af 45 þátttakendum á ólíkum aldri námsferlinu.
[FORMAT,"[FORMAT,<p class=""><br /> <span class="" style="font-family: inherit; font-weight: inherit;"><span class="" style="font-size: 14px; line-height: 18px;">Markmið dreifbýlisverkefnisins Nuiki sem hófst á síðasta ári, er að veita íbúum tækifæri til þess að sækja sér menntun. Góður árangur náðist af verkefninu á fyrsta árinu en þá luku 43 af 45 þátttakendum á ólíkum aldri námsferlinu.</span></span></p> <div class="" style="color: rgb(0, 0, 0); background-color: rgb(255, 255, 255); text-align: -webkit-left; letter-spacing: normal; background-position: initial initial; background-repeat: initial initial;"> <p class="" style="margin-top: 0.5em; margin-bottom: 0.5em;">Námið jafngildir lokastigi grunnskólans í grænlensku, dönsku, ensku og stærðfræði og lýkur með prófi. Í ferlinu njóta námsmenn tækifæra til persónulegrar þróunar undir leiðsögn náms- og starfsráðgjafa. Kennslan fer fram í grunnskólunum með kennurum frá svæðinu eftir að hefðbundinni kennslu lýkur.<br /> Efnt var til verkefnisins vegna þess að íbúar á dreifbýlum svæðum hafa minni menntun að baki en meðaltal íbúa landsins. Fyrst var einu verkefni hrint í framkvæmd í&nbsp; Itilleq við Sisimiut og nú eru þessi eins árs byggðaverkefni orðin 12, með um það bil 15 námsmönnum í hverju verkefni. Verkefnið felst ekki einungis í menntun. Á landsbyggðinni eiga íbúar oftar við ýmis félagsleg vandamál og neyslu að etja. Persónulegri þróun er beitt við stuðning og sem hvatningu til þess að halda áfram, mottóið er: Það er eðlilegt að lenda í vandræðum, engin kemst hjá því, en það er ekki í lagi að aðhafast ekkert til þess að leysa þau. Áætlanir eru um að verkefninu ljúki ekki fyrr en 2017.</p> <p class="" style="margin-top: 0.5em; margin-bottom: 0.5em;">Nánar um verkefnið:<span class="Apple-converted-space"> </span><a href="http://www.nuiki.gl/" style="color: rgb(0, 0, 0);">www.nuiki.gl</a>.</p></div> <div class="" style="color: rgb(0, 0, 0); background-color: rgb(255, 255, 255); text-align: -webkit-left; letter-spacing: normal; background-position: initial initial; background-repeat: initial initial;"><em>Minik Hansen</em></div> <div class="" style="color: rgb(0, 0, 0); background-color: rgb(255, 255, 255); text-align: -webkit-left; letter-spacing: normal; background-position: initial initial; background-repeat: initial initial;"><em>E-post: mh(ät)suliplus.gl</em></div> <div class="" style="color: rgb(0, 0, 0); background-color: rgb(255, 255, 255); margin-top: 0.5em; text-align: -webkit-left; letter-spacing: normal; background-position: initial initial; background-repeat: initial initial;">Mer om:<span class="Apple-converted-space"> </span><a href="https://nvl.org/keyword/2/folkbildning.htm" style="color: rgb(0, 0, 0);">folkbildning</a>,<span class="Apple-converted-space"> </span><a href="https://nvl.org/keyword/15/sarskildabehov.htm" style="color: rgb(0, 0, 0);">särskilda behov</a>,<span class="Apple-converted-space"> </span><a href="https://nvl.org/keyword/17/motivation.htm" style="color: rgb(0, 0, 0);">motivation</a>,<span class="Apple-converted-space"> </span><a href="https://nvl.org/keyword/22/vagledning.htm" style="color: rgb(0, 0, 0);">vägledning</a>,<a href="https://nvl.org/keyword/45/baskunskaper.htm" style="color: rgb(0, 0, 0);">baskunskaper</a>,<span class="Apple-converted-space"> </span><a href="https://nvl.org/keyword/50/lokalutveckling.htm" style="color: rgb(0, 0, 0);">lokal utveckling</a></div> ,{replace:char(34),char(39)}]",{DECODEHTML}]
[3,MLang]: forskning   

 

Island

 
20. august 2014

Ríkisendurskoðun hvetur til eflingar framhaldsfræðslukerfisins

[FORMAT,"[FORMAT,<p class=""><br /> <br /> Í júní 2013 fól mennta- og menningarmálaráðuneytið Capacent að gera heildstæða úttekt á framhaldsfræðslukerfinu. Tilgangur könnunarinnar var að leggja mat á þróun kerfisins, skilvirkni þess, áhrif, nýtingu fjármuna, árangur og fleira.</p> <p class="">Samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar til Alþingis benda niðurstöðurIfølge&nbsp; úttektar Capacent til þess að á heildina litið hafi markmið framhaldsfræðslunnar, sem skilgreind eru í lögum um framhaldsfræðslu, náðst.&nbsp; Úttekt Capacent bendir þó til þess að árangur starfsins sé nokkuð misjafn eftir þeim átta markmiðum sem tilgreind eru í lögum um framhaldsfræðslu.</p> <p class="">Samkvæmt úttekt Capacent hefur opinberu fé til framhaldsfræðslunnar almennt verið vel varið.&nbsp; Viðhorfskönnun sem Capacent lagði fyrir notendur framhaldsfræðslunnar benti einnig til þess að námið hefði haft jákvæð áhrif á líf þeirra.&nbsp; Í heild hafi því tekist vel að þróa menntunarúrræði fyrir fólk með stutta formlega skólagöngu. Í samræmi við það hvetur Ríkisendurskoðun mennta- og menningarmálaráðuneytið til að halda áfram þróun og eflingu framhaldsfræðslukerfisins.</p> <p class=""><a href="http://www.rikisendurskodun.is/fileadmin/media/skyrslur/Samningar_um_simenntunarstl.pdf" target="_blank">Skýrslu Ríkisendurskoðunar má nálgast HÉR &gt;&gt;&gt;&nbsp;</a></p> <p class=""><a href="http://gudjon.outcome.is/media/44806/uttektarskyrsla-2014.pdf" target="_blank">Úttekt Capacent má nálgast HÉR &gt;&gt;&gt;</a></p> ,{replace:char(34),char(39)}]",{DECODEHTML}]
[3,MLang]:

 
09. november 2016

Lærum í skýinu - Lær i skyen

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins - ársfundur 2016. Arbeidslivets opplæringssenter - årsmøte 2016
[FORMAT,"[FORMAT,

<h2 style="text-align: center;"><strong>Lærum í skýinu!</strong></h2> <p style="text-align: center;">Miðvikudaginn 30. nóvember 2016</p> <h3 style="text-align: center;">Grand Hótel Reykjavík&nbsp;</h3> <p><strong>Dagskrá:</strong></p> <p>13:15&nbsp;&nbsp;&nbsp; <strong>Skráning og kaffi</strong></p> <p>13:30&nbsp; &nbsp; &nbsp;<strong>Velkomin</strong>&nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp;<br /> &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; Sveinn Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri FA</p> <p>13:35&nbsp; &nbsp; &nbsp;<strong>Ávarp</strong>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;<br /> &nbsp;&nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp;Halldór Grönvold, formaður stjórnar FA</p> <p>13:40&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;<strong>New arenas for learning &ndash; extending the discussion</strong><br /> &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; Alastair Creelman, Linneus Háskólanum í Svíþjóð<br /> <br /> 14:35&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp; <strong>Breytt staða<br /> &nbsp;&nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp;</strong>Reynslusögur námsmanna</p> <p>14:50&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;<strong>Fyrirmyndir í námi fullorðinna</strong><br /> &nbsp;&nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp;Verðlaunahafar tilkynntir og afhending verðlauna</p> <p>15:10 &nbsp; &nbsp; &nbsp;Hlé &ndash; Kaffi&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</p> <p>15:30&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp; <strong>Stuttar kynningar á verkefnum í framhaldsfræðslu</strong><br /> &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp;Særún Rósa Ástþórsdóttir, Ný verkefni hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum<br /> &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp;Margrét Sverrisdóttir, EPALE<br /> &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp;Sólveig Zophoníasdóttir, Upplýsingatækni í námi og kennslu, námsleið í MA-námi Háskólans á Akureyri</p> <p>16:30 &nbsp; &nbsp; &nbsp;Slit</p> <p>Fundarstjóri, Guðrún Eyjólfsdóttir, varaformaður stjórnar FA</p> <p>Dagskrá fyrir niðurhal.[media:2538]</p> <h3><a class="btn btn-primary mr-xs mb-sm" href="http://nvl.org/Arsfundur-FA" target="_blank">Þátttökuskráning</a></h3> <p>&nbsp;</p> <div class="row"> <div class="col-md-4 col-sm-5 col-xs-6"><img alt="" class="img-responsive" src="/Portals/0/bilder/2016/FA%20logo.jpg" /></div> <div class="col-md-4 col-sm-5 col-xs-6"><img alt="" class="img-responsive" src="/Portals/0/bilder/2016/Norden%20logo.png" /></div> </div> <p>&nbsp;</p> ,{replace:char(34),char(39)}]",{DECODEHTML}]

[4,MLang] :Albert Einarsson

 
11. november 2016

Opnir miðlar og námssamfélög - Åpen media og læringssamfunn

Markmið vinnustofunnar er að stuðla að auknum sveigjanleika í námi. Kynntar verða nýjar aðferðir og þjálfuð notkun á verkfærum upplýsingatækninnar við skipulagningu á námi og kennslu.
[FORMAT,"[FORMAT,<div> <h2 align="left"></h2> </div> <hr /> <p>Ný tegund samfélaga er að ryðja sér til rúms þar sem allir geta tekið þátt, óháð staðsetningu. Það sem til þarf er áhugi á viðfangsefninu, tölva eða snjalltæki og nettenging. Til þess að mæta þörfum kennara í fullorðinsfræðslu bjóða NVL, HÍ og FA upp á  vinnustofu fyrir leiðbeinendur í fullorðinsfræðslu þann 1. desember 2016 þar sem fjallað verður um nýjungar og þróun á þessu sviði. </p> <p><strong>Markmið</strong> vinnustofunnar er að stuðla að auknum sveigjanleika í námi. Kynntar verða nýjar aðferðir og þjálfuð notkun á verkfærum upplýsingatækninnar við skipulagningu á námi og kennslu.</p> <p><strong>Innihald: </strong>Vinnustofan er tvískipt, þar sem annars vegar verður unnið með opna miðla og skoðað efni sem er aðgengilegt, opið og ókeypis. Búið verður til nýtt efni og skoðaðar leiðir til að deila efni með öðrum. Hins vegar verður leiðsögn um notkun aðferða og verkfæra sem henta þeim sem vilja skapa og viðhalda námssamfélögum á netinu. Námssamfélög eru fjölbreytt og með margs konar tilgang og því er mikilvægt að nota leiðir sem henta hverju sinni.</p> <p><strong>Aðferð: </strong>Hópvinna, verkefni, fyrirlestrar og umræður. Unnið verður með viðfangsefnin í tveimur hópum þar sem leiðbeinendur skipta með sér verkefnum.</p> <p><strong>Námsviðmið</strong></p> <p>Að námi loknu hafa námsmenn öðlast eftirfarandi þekkingu, leikni og hæfni</p> <p>Námsmenn þekkja:<br /> <img alt="*" height="13" src="file:///C:/Users/alberte/AppData/Local/Temp/msohtmlclip1/01/clip_image001.jpg" width="14" />            Efni sem er aðgengilegt öllum á netinu.<br /> <img alt="*" height="13" src="file:///C:/Users/alberte/AppData/Local/Temp/msohtmlclip1/01/clip_image001.jpg" width="14" />            Tilgang námssamfélaga á netinu.<br /> <img alt="*" height="13" src="file:///C:/Users/alberte/AppData/Local/Temp/msohtmlclip1/01/clip_image001.jpg" width="14" />            Reglur sem gilda um afnot af efni sem er aðgengilegt á netinu.</p> <p>Námsmenn eru færir um að:<br /> <img alt="*" height="13" src="file:///C:/Users/alberte/AppData/Local/Temp/msohtmlclip1/01/clip_image001.jpg" width="14" />            Búa til rafrænt efni og deila með öðrum.<br /> <img alt="*" height="13" src="file:///C:/Users/alberte/AppData/Local/Temp/msohtmlclip1/01/clip_image001.jpg" width="14" />            Nota og útfæra valdar aðferðir til að deila efni með öðrum.<br /> <img alt="*" height="13" src="file:///C:/Users/alberte/AppData/Local/Temp/msohtmlclip1/01/clip_image001.jpg" width="14" />            Nota fjölbreyttar aðferðir og verkfæri til að skapa og viðhalda námssamfélögum á netinu.</p> <p>Námsmenn hafa hæfni til að:<br /> <img alt="*" height="13" src="file:///C:/Users/alberte/AppData/Local/Temp/msohtmlclip1/01/clip_image001.jpg" width="14" />            Sýna frumkvæði við notkun opinna miðla og veita námsmönnum stuðning.<br /> <img alt="*" height="13" src="file:///C:/Users/alberte/AppData/Local/Temp/msohtmlclip1/01/clip_image001.jpg" width="14" />            Vera virkir þátttakendur í námssamfélögum á netinu.<br /> <img alt="*" height="13" src="file:///C:/Users/alberte/AppData/Local/Temp/msohtmlclip1/01/clip_image001.jpg" width="14" />            Skapa menningu í eigin skólasamfélagi sem styður við námssamfélög og notkun opinna miða.</p> <h2>Dagskrá</h2> <p style="margin-left:35.45pt;">9:00     Kynning og umfjöllum um opna menntamiðla, námssamfélög, nýjungar og þróun í notkun upplýsingatækni.<br /> 9.40     Opnir miðlar (OER) í menntun á Íslandi<br /> 10.10   Kaffi<br /> 10.30   Vinnustofa<br /> 12.00   Matur<br /> 12.45   Menntabúðir<br /> 13.30   Vinnustofa<br /> 14.30   Kaffi<br /> 14.50   Vinnustofa<br /> 15.30   Samantekt</p> <p><strong>Umsjón:</strong> Alastair Creelman  sem einnig verður aðalfyrirlesari á ársfundi FA og Hróbjartur Árnason lektor í kennslufræði fullorðinna hjá HÍ, ásamt gestafyrirlestrum.</p> <p><strong>Praktískar upplýsingar</strong></p> <p>Vinnustofan verður haldin í Íþróttamiðstöð Íslands í Laugardal (Engjavegi 6), fimmtudaginn 1. desember 2016 klukkan 9-16.<br /> Vinnustofan er ókeypis, ætluð kennurum í fullorðinsfræðslu, boðið verður upp á léttan hádegisverð, te og kaffi.<br /> Vinsamlegast athugið að hluti af vinnustofunni fer fram á ensku. Þátttakendur þurfa að taka með sér tölvu og gjarnan hafa meðferðis hugmynd að námsefni til að miðla með hópnum.<br /> Nánari upplýsingar veitir Bergþóra Arnórsdóttir í síma 599 1400 eða með tölvupósti á netfangið bergthora@frae.is</p> <h3><a class="btn btn-primary mr-xs mb-sm" href="http://nvl.org/Opnir-midlar-skraning" target="_blank">Þátttökuskráning</a></h3> <p>Um vinnustofuna og dagskrá - skjal fyrir niðurhal:[media:2518]</p> <p></p> <p></p> <div class="row"> <div class="col-md-4 col-sm-5 col-xs-6"><img alt="" class="img-responsive" src="/Portals/0/bilder/2016/FA%20logo.jpg" /></div> <div class="col-md-4 col-sm-5 col-xs-6"><img alt="" class="img-responsive" src="/Portals/0/HI%20logo.jpg" /></div> <div class="col-md-4 col-sm-5 col-xs-6"><img alt="" class="img-responsive" src="/Portals/0/bilder/2016/Norden%20logo.png" /></div> </div> <p></p> ,{replace:char(34),char(39)}]",{DECODEHTML}]
[4,MLang] :Albert Einarsson

 
20. februar 2017

Islandske representanter i NVL / Fundur íslenskra fulltrúa

Fundur íslenskra fulltrúa í Norrænu tengslaneti um nám fullorðinna
[FORMAT,"[FORMAT,<p>Inviterte til møtet er alle islandske representanter i NVLs nettverk og arbeidsgrupper. Representantene presenterer sine nettverk, hva nettverkene har arbeidet med og hvilke planer de har for 2017. Det vil også være gruppearbeid&nbsp;om nye prosjekter og områder innen voksnes læring i Norden og muligheter for tverrsektorielt samarbeid.&nbsp;</p> <p>Dagskrá&nbsp;/ Program:&nbsp;[media:2622]</p> ,{replace:char(34),char(39)}]",{DECODEHTML}]
[4,MLang] :Albert Einarsson

 
22. december 2014

Samantekt um samtal um einstaklinga og ævimenntun 4. desember 2015

[FORMAT,"[FORMAT,<p class=""><strong>Rannís og Fræðslumiðstöð atvinnulífsins boðuðu til samtals um einstaklinga í ævimenntun undir yfirskriftinni &bdquo;Hvað ætlar þú að verða þegar þú ert orðin stór?&ldquo;</strong> Samstarfsnetin Euroguidance, Europass og Norrænt tengslanet um nám fullorðinna, NVL stóðu saman að viðburðinum. Til samtalsins mættu nær 80 manns, einstaklingar frá öllum skólastigum, fulltrúar stjórnvalda (bæði ráðuneytis menntamála og frá skólaskrifstofum), hagsmunaaðila, atvinnulífs og nemenda sem hafði verið boðið sérstaklega. Aðal ræðumaður var Óttarr Proppé alþingismaður. Niðurstöður fundarins á íslensku er að finna á Wiki sem veitir tækifæri til frekari samskipta.</p> ,{replace:char(34),char(39)}]",{DECODEHTML}]
[3,MLang]:

 
29. marts 2010

Norræn ráðstefna dagana 3.-4. júní 2010.

Vinsamlegast athugið að föstudaginn 4. júní gefst tækifæri til þess að sýna efni og kynna verkefni á ráðstefnunni sem lúta að þema hennar. Ef áhugi er fyrir þessu ber að skrá það um leið og skráning á ráðstefnuna fer fram á slóðinni http://digiumenterprise.com/answer/?sid=458859&chk=SFRG6B9Q.
Þátttakan og máltíðir á meðan á ráðstefnunni stendur eru ókeypis. Þátttakendur sjá sjálfir um ferðir og gistingu. Til og með 14. apríl er hægt að bóka gistingu á hótel Scandic Copenhagen á afsláttarverði


 
26. april 2010

Norræn ráðstefna um Hvatningu 3. – 4. júní 2010 í Kaupmannahöfn

[FORMAT,"[FORMAT,<font face="Arial">Á föstudeginum 4. júní, býðst á ráðstefnunni, vettvangur til þess að koma á tengslanetum, mynda sambönd, sýna kennsluefni samhliða vinnustofum um hvatningu. Enn eru nokkur pláss laus! Áhugasamir geta nálgast nánari upplýsingar á slóðinni: <a href="https://nvl.org/object/23470/nordiskkonferensommotivation.htm">www.nordvux.net/object/23470/nordiskkonferensommotivation.htm</a> </font>,{replace:char(34),char(39)}]",{DECODEHTML}]

 
26. oktober 2018

Gott að meta – raunfærnimat í atvinnulífinu / Validering i arbetslivet

Grand hótel
[FORMAT,"[FORMAT,<p>Ársfundur Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins verður haldinn fimmtudaginn 29.nóvember kl 8:30-10:30 á Grand hótel Reykjavík.</p> <p>Erindi flytja:<br /> •    Marina Nilsson, Stéttarfélag í hótel- og veitingageiranum, Svíþjóð.<br /> •    Kersti Wittén, Samtök ferðaþjónustunnar í Svíþjóð</p> <p>Fulltrúar atvinnulífsins munu taka þátt í pallborðsumræðu um þema fundarins.</p> <p>Sjá dagskrá í meðfylgjandi skjali</p> <p>---------------------------------------------------</p> <p>Årsmöte Arbetslivets utbildningscenter kommer att hållas torsdagen 29. November kl. 8:30Se agenda <a href="https://nvl.org/Portals/0/DigArticle/15653/drog_dagskra_arfudnar_2018_ut2.pdf" target="_blank">här</a>.</p> ,{replace:char(34),char(39)}]",{DECODEHTML}]
[3,MLang]: símenntun   

 
11. maj 2017

Kompetens ur ett arbetslivsperspektiv - málþing á Íslandi

Færni frá sjónarhóli atvinnulífsins – í norrænu samhengi
[FORMAT,"[FORMAT,<p class="Default">&nbsp;</p> <p class="Default">Net NVL um færni frá sjónarhóli atvinnulífsins hefur nýlega sent frá sér skýrslu með niðurstöðu starfsins og tilmælum um aðgerðir og verður skýrslan kynnt á málþinginu fimmtudaginn 8. júní 2017 kl. 13:00-16:30 í Hvammi á Grand hótel Reykjavík. Þátttaka er ókeypis en þeir sem vilja taka þátt eru beðnir um að skrá sig á heimasíðu NVL hér að neðan.</p> <p class="Default">&nbsp;</p> <p class="Default"><b>Dagskrá: </b></p> <p class="Default">13.00 <b>Sveinn Aðalsteinsson </b>opnar málþingið</p> <p class="Default">13.15 <b>Ingegerd Green </b>og <b>Ingibjörg Elsa Guðmundsdóttir</b>, fulltrúar í neti NVL um færni frá sjónarhóli atvinnulífsins kynna niðurstöður og tillögur skýrslunnar</p> <p class="Default">14.15 <b>Guðrún Eyjólfsdóttir</b>, Samtökum atvinnulífsins og <b>Halldór Grönvold</b>, ASÍ fjalla um hvað af tilmælum skýrslunnar eiga helst við á Íslandi út frá þeirra sjónarhorni?</p> <p class="Default">14.45 Kaffihlé</p> <p class="Default">15.15 Umræður um niðurstöður og tilmælin í skýrslunni &bdquo;Kompetens ur ett arbetslivsperspektiv&ldquo; Hvaða áskoranir þurfum við að takast á við á íslenskum vinnumarkaði til þess að okkur takist að stuðla að bættu skipulagi/kerfi, hverjir þurfa að vinna saman? Hvernig er hægt að tryggja að rétt færni sé tiltæk á réttum tíma fyrir fyrirtæki og stofnanir? Hvernig stöndum við að færnniþróun einstaklinga og fyrirtækja svo þau verði samkeppnishæf?</p> <p class="Default">16.00 Samantekt</p> <p class="Default">16.30 Slit</p> <p class="Default">Frekari upplýsingar veitir fulltrúi Íslands í NVL <a href="mailto:sigrun@frae.is">Sigrún Kristín Magnúsdóttir</a></p> <p>Nánar um netið er á <a href="http://nvl.org/natverk/arbetslivskompetens" target="_blank">heimasíðu NVL</a></p> <p>Upplýsingar og dagskrá fyrir niðurhal:[media:2898]</p> ,{replace:char(34),char(39)}]",{DECODEHTML}]
[4,MLang] :Albert Einarsson

 
06. september 2017

Nýjar áskoranir í framhaldsfræðslu

[FORMAT,"[FORMAT,<p align="center" style="text-align:center">&nbsp;</p> <p align="center" style="text-align:center">&nbsp;</p> <p align="center" style="text-align:center">&nbsp;</p> <p align="center" style="text-align:center">&nbsp;</p> <p align="center" style="text-align:center">&nbsp;</p> <p align="center" style="text-align:center">&nbsp;</p> <p align="center" style="text-align:center">&nbsp;</p> <p align="center" style="text-align:center">&nbsp;</p> <p align="center" style="text-align:center"><b>Nýjar áskoranir í framhaldsfræðslu </b></p> <p align="center" style="text-align:center"><b>Málþing Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins, menntamálaráðuneytisins og Norræna tengslanetsins um nám fullorðinna</b></p> <p align="center" style="text-align:center"><b>Nauthóli 7. september 2017 </b></p> <p>&nbsp;</p> <p><span style="tab-stops:63.8pt">13.00-13.10<br /> <b>Kristján Þór Júlíusson</b>, menntamálaráðherra -&nbsp;Opnunarávarp</span></p> <p><span style="tab-stops:63.8pt">13.10-13.30<br /> <b>Svanhildur Kr. Sverrisdóttir, </b>menntamálaráðuneytinu </span></p> <p><span style="tab-stops:63.8pt"><b>Sveinn Aðalsteinsson, </b>Fræðslumiðstöð atvinnulífsins -&nbsp;Upskilling pathways &ndash; hæfniþróun í atvinnulífinu</span></p> <p><span style="tab-stops:63.8pt">13.30-14.00<br /> <b>Umræður í vinnuhópum </b></span></p> <p><span style="tab-stops:63.8pt">14.00-14.15<br /> <b>Áslaug Hulda Jónsdóttir, </b> Samtök verslunar og þjónustu -&nbsp;Sýn atvinnurekenda á nám í atvinnulífinu</span></p> <p><span style="tab-stops:63.8pt">14.15-14.30<br /> <b>Fjóla Jónsdóttir, </b>Efling stéttarfélag - Sýn stéttarfélaga á nám í atvinnulífinu</span></p> <p><span style="tab-stops:63.8pt">14.30-15.00<br /> <b>Umræður í vinnuhópum</b></span></p> <p><span style="tab-stops:63.8pt">15.00-15.20 <strong>Kaffihlé</strong> </span></p> <p><span style="tab-stops:63.8pt">15.20-15.40<br /> <b>Inga Dóra Halldórsdóttir</b>, Símenntunarmiðstöð Vesturlands</span></p> <p><span style="tab-stops:63.8pt"><b>Særún Rósa Ástþórsdóttir</b>, Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum -&nbsp;Sýn Kvasis, samtök símenntunarmiðstöðva á nám í fyrirtækjum</span></p> <p><span style="tab-stops:63.8pt">15.40-16.00<br /> <b>Umræður í vinnuhópum</b></span></p> <p><span style="tab-stops:63.8pt">16.00-16.15<br /> <b>Guðrún Ragnarsdóttir,</b> formaður stjórnar Fræðslusjóðs -&nbsp;Samantekt</span></p> <p>&nbsp;</p> ,{replace:char(34),char(39)}]",{DECODEHTML}]
[4,MLang] :Albert Einarsson

 
30. oktober 2017

Hæfnistefna - til hvers? Kompetansestrategi - hvorfor?

Ársfundur Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins verður haldinn fimmtudaginn 30. november Arbeidslivets opplæringssenter holder årsmøte torsdag 30. november.
[FORMAT,"[FORMAT,<p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <p><br /> <strong><a href="https://www.kompetansenorge.no/nyheter/ny-direktor-i-vox1/"><span style="color:#cc0000;">Gina Lund</span></a></strong>, framkvæmdastjóri Kompetanse Norge<br /> &nbsp;</p> <p><b>Drög að dagskrá:</b></p> <p>13:15 <b>Skráning og kaffi</b></p> <p>13:30 <b>Velkomin</b></p> <p>Sveinn Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri FA</p> <p>13:35<b> Ávarp</b></p> <p>Kristín Þóra Harðardóttir,<b> </b>formaður stjórnar FA</p> <p><span style="tab-stops:54.15pt 63.0pt">13:45 <strong><a href="https://www.regjeringen.no/contentassets/673832a51fc340a3a5796154dd5d5f04/strategi-kompetanse-eng.pdf"><span style="color:#cc0000;">Norwegian Strategy for Skills Policy</span></a></strong><br /> <a href="https://www.kompetansenorge.no/nyheter/ny-direktor-i-vox1/"><span style="color:#cc0000;">Gina Lund</span></a><span style="color:#cc0000;">,</span> framkvæmdastjóri Kompetanse Norge&nbsp;<br /> <br /> 14:40 <b>Breytt staða</b></span><br /> <span style="tab-stops:54.15pt 63.0pt"><span lang="IS" style="letter-spacing:-.3pt">Reynslusögur námsmanna </span></span><br /> <br /> <span style="tab-stops:2.0cm">14:50 <b>Fyrirmyndir í námi fullorðinna</b><br /> Verðlaunahafar kynntir og afhending viðurkenninga</span><br /> <br /> <span style="tab-stops:2.0cm">15:10 Hlé &ndash; Kaffi&nbsp;<br /> <br /> 15:30 Umræður: Hæfnistefna - til hvers?<br /> <br /> 16:30 Slit</span>&nbsp;<br /> <br /> <span style="tab-stops:54.15pt 2.0cm 63.0pt">Fundarstjóri, Eyrún Valsdóttir, varaformaður stjórnar FA </span></p> <p><span style="tab-stops:54.15pt 2.0cm 63.0pt"><strong>Staðfesting á skráningu á fundinn sendist sjálvkrafa stuttu eftir skráningu.</strong></span></p> ,{replace:char(34),char(39)}]",{DECODEHTML}]
[4,MLang] :Albert Einarsson

 
08. november 2017

Mat á raunfærni og gildi færninnar

Vegvísir 2018 veitir yfirlit yfir raunfærnimat og markmiðið með vegvísinum er að varpa ljósi á hvernig raunfærnimat virkar.

Tilgangur  raunfærnimats er ekki aðeins að bera kennsl á og viðurkenna færni heldur á matið einnig að gagnast einstaklingum og samfélaginu. Þetta krefst innviða sem ekki aðeins styðja við framkvæmd raunfærnimat heldur verður matið einnig að vega þungt innan fræðslugeirans og í pörun færni við störf á vinnumarkaði.

The report is also available in Swedish


 
08. februar 2018

Islandske NVL representanter møtes - fundur íslenskra NVL fulltrúa

Fundur íslenskra fulltrúa í Norrænu tengslaneti um nám fullorðinna
[FORMAT,"[FORMAT, <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p>

<h6 style="margin: 0cm 0cm 8pt;"><span style="tab-stops:369.0pt"><b>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp; </b></span></h6> <h6 style="margin: 2pt 0cm 0.0001pt;"><span style="font-weight:normal"><b>Dagskrá: </b></span></h6> <h6 style="margin: 0cm 0cm 8pt;">&nbsp;</h6> <h6 style="margin: 2pt 0cm 0.0001pt;"><span style="font-weight:normal">10:00 &nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp; Velkomin: Sveinn Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri FA</span></h6> <h6 style="margin: 2pt 0cm 0.0001pt;">&nbsp;</h6> <h6 style="margin: 2pt 0cm 0.0001pt;"><span style="font-weight:normal">10:10 &nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp; Sérfræðinganet og vinnuhópar NVL kynning, spurningar og svör</span></h6> <h6 style="margin: 2pt 0cm 0.0001pt;">&nbsp;</h6> <h6 style="margin: 2pt 0cm 0.0001pt;"><span style="font-weight:normal">10:40&nbsp; &nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp; Reynsla af NVL starfi &ndash; hvað viljum við?</span></h6> <h6 style="margin: 2pt 0cm 0.0001pt;">&nbsp;</h6> <h6 style="margin: 2pt 0cm 0.0001pt;"><span style="font-weight:normal">11:30&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp; Samantekt, Sigrún Kristín Magnúsdóttir og Hildur Hrönn Oddsdóttir</span></h6> <h6 style="margin: 0cm 0cm 8pt;">&nbsp;</h6> <h6 style="margin: 0cm 0cm 8pt;">11.40&nbsp; &nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp; Skilaboð frá NVL og hádegismatur</h6> <p>&nbsp;</p> <p>[media:3488]&nbsp;</p> <p>Staðfesting&nbsp;verður send á netfangið flótlega eftir skráningu.</p> <p><strong>Bekreftelse på registrering sendes automatisk innen kort tid etter registrering!</strong></p> <p><strong>(Ef skráningarformið sést ekki hér fyrir neðan, vinsamlega smellið á fánablaðið til að opna formið.)</strong></p> ,{replace:char(34),char(39)}]",{DECODEHTML}]

[4,MLang] :Albert Einarsson

 
23. marts 2018

Námskeið með Norman Amundson

Plats Hotel Natura, Reykjavik
[FORMAT,"[FORMAT,<p style="margin:0cm 0cm 0.0001pt">Dr. Norman Amundson er prófessor í ráðgjafarsálfræði við Háskólann í Bresku Kólumbíu í Kanada. Hann er heimsþekktur fyrirlesari og kennari á námskeiðum innan náms- og starfsráðgjafar. Í skrifum sínum og fyrirlestrum leggur Amundson áherslu á mátt skapandi hugsunar, ímyndunaraflsins, vitundar um menningu, jákvæðrar afstöðu til lífsins, vonar og virkni. Það er óhætt að kalla Amundson Íslandsvin. Hann hefur fjórum sinnum haldið námskeið á Íslandi og má segja að fyrsta námskeiðið hafi markað tímamót í íslenskri náms- og starfsráðgjöf.</p> <p style="margin:0cm 0cm 0.0001pt">&nbsp;</p> ,{replace:char(34),char(39)}]",{DECODEHTML}]
[3,MLang]: vejledning   

 
10. april 2018

Kompetensstategi och valdidering

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og samstarfsaðilar bjóða til fundar um hæfnistefnu og raunfærnimat í atvinnulífinu
[FORMAT,"[FORMAT,<p style="margin:0cm 0cm 0.0001pt">&nbsp;</p> <p style="margin:0cm 0cm 0.0001pt"><strong>Agenda:</strong></p> <p style="margin:0cm 0cm 0.0001pt">Tormod Skjerve Kompetens strategi och validering i arbetslivet</p> <p style="margin:0cm 0cm 0.0001pt">Sveinn Aðsteinsson kompetense strategi &ndash; Kompetens center</p> <p style="margin:0cm 0cm 0.0001pt">Tormod Skjerve har jobbat med kometens politik i Virke i Norge sedan 1999 och deltagit i NVL nätverket Kompetenser sett från arbetslivet.</p> <p style="margin:0cm 0cm 0.0001pt">&nbsp;</p> <p style="margin:0cm 0cm 0.0001pt"><b>Fundur um H</b><b>æfnistefnu og raunfærnimat</b></p> <p style="margin:0cm 0cm 0.0001pt">&nbsp;</p> <p style="margin:0cm 0cm 0.0001pt">Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og samstarfsaðilar bjóða til fundar um hæfnistefnu og raunfærnimat í atvinnulífinu &nbsp;miðvikudaginn 11. apríl nk. &nbsp;kl. 14:00 - 16:00 í Kviku, Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35. Við biðjumst velvirðingar á skömmum fyrirvara af ástæðum sem voru okkur óviðráðanlegar.</p> <p style="margin:0cm 0cm 0.0001pt">&nbsp;</p> <p style="margin:0cm 0cm 0.0001pt"><b>Dagskrá: </b></p> <ol> <li style="margin:0cm 0cm 0.0001pt">Tormod Skjerve: Hæfnistefna og tengsl við raunfærnimat í atvinnulífinu</li> <li style="margin:0cm 0cm 0.0001pt">Sveinn Aðalsteinsson: Hæfnistefna &ndash; hæfnisetur</li> <li style="margin:0cm 0cm 0.0001pt">Kaffihlé</li> </ol> <p style="margin:0cm 0cm 0.0001pt">Spurningar úr sal og umræður um efni fundarins</p> ,{replace:char(34),char(39)}]",{DECODEHTML}]

 
13. april 2018

Motiverer til opplæring og trening av medarbeidere!

På Island gjennomføres et pilotprosjekt innenfor turisme næringen for å styrke medarbeideres kompetanse. Ledere i turistvirksomheter får besøk med tilbud om en kompetanseanalyse og bistand med å utvikle kompetanseutviklingsstrategi. Ved siden av fremmes regionalt samarbeide mellom virksomheter i bransjen og opplæringsaktører for gjennomføring av kurs og trening.
[FORMAT,"[FORMAT,<p class="MsoNormal" style="margin-bottom:0cm;margin-bottom:.0001pt"><span style="display: none;">&nbsp;</span><b style="mso-bidi-font-weight:normal"><span lang="NO-BOK" style="mso-ansi-language: NO-BOK">Hva mener lederne?<o:p></o:p></span></b></p> <p class="MsoNormal"><span lang="NO-BOK" style="mso-ansi-language:NO-BOK">Dialog kontaktet to ledere for å høre deres mening om hvilken rolle kompetanseheving spiller i driften av virksomheter og bransjer. På den ene side </span><span lang="NO-BOK" style="mso-ansi-language:NO-BOK">Sólborg Lilja Sigurþórsdóttir, hotelldirekt</span><span lang="NO-BOK" style="mso-bidi-font-family: Calibri;mso-bidi-theme-font:minor-latin;mso-ansi-language:NO-BOK">ør på hotel </span><span lang="NO-BOK" style="mso-bidi-font-family:Calibri; mso-bidi-theme-font:minor-latin;mso-ansi-language:NO-BOK">Holt í Reykjavik og den andre Svein Aðalsteinsson, direktør for Arbeidslivets opplæringssenter. <o:p></o:p></span></p> <p class="MsoNormal" style="margin-bottom:0cm;margin-bottom:.0001pt"><b style="mso-bidi-font-weight:normal"><span lang="NO-BOK" style="mso-ansi-language: NO-BOK">Trening og opplæring spiller en avgjørende rolle</span></b><span lang="NO-BOK" style="mso-bidi-font-family:Calibri;mso-bidi-theme-font:minor-latin;mso-ansi-language: NO-BOK"> </span><b style="mso-bidi-font-weight:normal"><span lang="NO-BOK" style="mso-ansi-language:NO-BOK"><o:p></o:p></span></b></p> <p class="MsoNormal"><span lang="NO-BOK" style="mso-ansi-language:NO-BOK">Sólborg har en lang ledererfaring innen hotellbransjen og hun delte med oss erfaringene av et prosjekt som hun ledet nylig; å forberede åpning av Islands største hotell på landsbygden</span><span lang="NO-BOK" style="mso-ansi-language:NO-BOK">, Stracta hotellet ved byen Hella på S</span><span lang="NO-BOK" style="mso-ansi-language: NO-BOK">ør-Island.<o:p></o:p></span></p> <p class="MsoNormal"><span lang="NO-BOK" style="mso-ansi-language:NO-BOK"><span style="mso-spacerun:yes">&nbsp;</span>&ndash; Jeg arrangerte flere opplæringsdager der vi blant annet la vekt på: service, sikkerhet, første-hjelp og sist men ikke minst viktig informasjon om severdigheter i nærområdet. Vi laget også presentasjonsmateriale for hotellet, som vi introduserte på en opplæringsdag, slik alle medarbeidere visste hva Stracta hotell står for, sier Sólborg.<span style="mso-spacerun:yes">&nbsp; </span></span><span lang="NO-BOK" style="mso-ansi-language:NO-BOK"><o:p></o:p></span></p> <p class="MsoNormal" style="margin-bottom:0cm;margin-bottom:.0001pt"><b style="mso-bidi-font-weight:normal"><span lang="NO-BOK" style="mso-ansi-language: NO-BOK">Opplæring og trening bringer gruppen tettere sammen <o:p></o:p></span></b></p> <p class="MsoNormal"><span lang="NO-BOK" style="mso-ansi-language:NO-BOK">&ndash; Forberedelsene var avgjø</span><span lang="NO-BOK" style="mso-ansi-language:NO-BOK">rende skritt i å sikre mest mulig kvalitet og en god opplevelse for gjestene helt fra starten. Resultatet ble </span><span lang="NO-BOK" style="mso-bidi-font-family:Calibri;mso-bidi-theme-font:minor-latin; mso-ansi-language:NO-BOK">ø</span><span lang="NO-BOK" style="mso-ansi-language: NO-BOK">kt selvtillit blant medarbeiderne og at de visste hvilke forventninger som ble stilt &ndash; alle hadde tro på at de var i stand til å vise frem hotellet fra f</span><span lang="NO-BOK" style="mso-bidi-font-family:Calibri;mso-bidi-theme-font:minor-latin; mso-ansi-language:NO-BOK">ø</span><span lang="NO-BOK" style="mso-ansi-language: NO-BOK">rste dag. På opplæringsdagene ble medarbeidergruppen tettere og samtidig </span><span lang="NO-BOK" style="mso-bidi-font-family:Calibri; mso-bidi-theme-font:minor-latin;mso-ansi-language:NO-BOK">ble</span><span lang="NO-BOK" style="mso-ansi-language:NO-BOK"> interesse og ambisjoner i forhold til krevende prosjekter st</span><span lang="NO-BOK" style="mso-ansi-language:NO-BOK">ørre. Alle gjorde deres beste for å yte mer eller gi bedre service enn gjestene forventet, sier Sólborg.<span style="mso-spacerun:yes">&nbsp; </span><o:p></o:p></span></p> <p class="MsoNormal" style="margin-bottom:0cm;margin-bottom:.0001pt"><b style="mso-bidi-font-weight:normal"><span lang="NO-BOK" style="mso-ansi-language: NO-BOK">Sammenhengen <o:p></o:p></span></b></p> <p class="MsoNormal"><span lang="NO-BOK" style="mso-ansi-language:NO-BOK">Under 2014 gjennomfø</span><span lang="NO-BOK" style="mso-ansi-language:NO-BOK">rte Islands turistråd en undersøkelse om kvaliteten i turistbransjen som dannet grunnlag for Turismens kompetansesenter. Unders</span><span lang="NO-BOK" style="mso-bidi-font-family: Calibri;mso-bidi-theme-font:minor-latin;mso-ansi-language:NO-BOK">ø</span><span lang="NO-BOK" style="mso-ansi-language:NO-BOK">kelsen viste at turister som bes</span><span lang="NO-BOK" style="mso-bidi-font-family:Calibri;mso-bidi-theme-font:minor-latin; mso-ansi-language:NO-BOK">ø</span><span lang="NO-BOK" style="mso-ansi-language: NO-BOK">kte Island var ikke helt forn</span><span lang="NO-BOK" style="mso-bidi-font-family: Calibri;mso-bidi-theme-font:minor-latin;mso-ansi-language:NO-BOK">ø</span><span lang="NO-BOK" style="mso-ansi-language:NO-BOK">yd, de syntes ikke at pris og kvalitet var i takt. I fortsettelsen bestemte regjeringen at det skulle gj</span><span lang="NO-BOK" style="mso-bidi-font-family:Calibri;mso-bidi-theme-font:minor-latin; mso-ansi-language:NO-BOK">ø</span><span lang="NO-BOK" style="mso-ansi-language: NO-BOK">res innsats for å forbedre kvaliteten. Videre under 2016 utviklet myndighetene en strategi for bransjen som ble publisert i rapporten &laquo;Veiviser for turismen i Island&raquo; (e. </span><span lang="IS"><a href="http://www.saf.is/wp-content/uploads/vegvisir_okt_2015.pdf"><span lang="EN-GB" style="mso-ansi-language:EN-GB">Road map for tourism in Iceland</span></a></span><span class="MsoHyperlink"><span lang="NO-BOK" style="mso-ansi-language:NO-BOK">)</span><span lang="NO-BOK" style="mso-ansi-language:NO-BOK">. Strategien ble satt fram i syv n</span><span lang="NO-BOK" style="mso-bidi-font-family:Calibri;mso-bidi-theme-font:minor-latin; mso-ansi-language:NO-BOK">ø</span><span lang="NO-BOK" style="mso-ansi-language: NO-BOK">kkelsatsinger og en av dem handler om kompetanse og kvalitet, som ikke bare har innflytelse på turistens opplevelse og Islands omtale som turistland, men også på verdiskaping og virksomheters l</span><span lang="NO-BOK" style="mso-ansi-language:NO-BOK">ønnsomhet. <o:p></o:p></span></p> <p class="MsoNormal" style="margin-bottom:0cm;margin-bottom:.0001pt"><b style="mso-bidi-font-weight:normal"><span lang="NO-BOK" style="mso-ansi-language: NO-BOK">Opprettelsen av Turismens kompetansesenter <span style="mso-spacerun:yes">&nbsp;</span><o:p></o:p></span></b></p> <p class="MsoNormal"><span lang="NO-BOK" style="mso-ansi-language:NO-BOK">Et ledd i å ø</span><span lang="NO-BOK" style="mso-ansi-language:NO-BOK">ke kvalitet er å utdanne og trene medarbeidere. For å ta vare på den oppgaven ble Turismens kompetansesenter opprettet. Arbeidslivets opplæringssenter som eies av arbeidslivets parter på Island, er vert for kompetansesenteret. Turismens kompetansesenter er et samarbeidsprosjekt, under utdanningsdepartementet, turistdepartementet, arbeidslivets parter, opplæringsakt</span><span lang="NO-BOK" style="mso-bidi-font-family: Calibri;mso-bidi-theme-font:minor-latin;mso-ansi-language:NO-BOK">ø</span><span lang="NO-BOK" style="mso-ansi-language:NO-BOK">rer og regjeringen om helhetlige l</span><span lang="NO-BOK" style="mso-bidi-font-family:Calibri;mso-bidi-theme-font:minor-latin; mso-ansi-language:NO-BOK">ø</span><span lang="NO-BOK" style="mso-ansi-language: NO-BOK">sninger og forbedring og for </span><span lang="NO-BOK" style="mso-ansi-language:NO-BOK">økt kompetanse innenfor turistbransjen på Island. <o:p></o:p></span></p> <p class="MsoNormal" style="margin-bottom:0cm;margin-bottom:.0001pt"><b style="mso-bidi-font-weight:normal"><span lang="NO-BOK" style="mso-ansi-language: NO-BOK">Kompetansesenterets arbeid<o:p></o:p></span></b></p> <p class="MsoNormal"><span lang="NO-BOK" style="mso-ansi-language:NO-BOK">Arbeidet dreier seg om å mø</span><span lang="NO-BOK" style="mso-bidi-font-family:Calibri;mso-bidi-theme-font:minor-latin; mso-ansi-language:NO-BOK">te turismens behov for økt kompetanse, motivere virksomhetene til å investere i medarbeidernes kompetanse og gjøre arbeidet mot dette lettere. Det innebærer at virksomhetene får besøk fra Kompetansesenteret med samtale med lederne for å drøfte kompetansebehov, skape muligheter for kompetanseutvikling og støtte samarbeidet mellom utdanningsaktører og virksomheter om opplæring. <o:p></o:p></span></p> <p class="MsoNormal" style="margin-bottom:0cm;margin-bottom:.0001pt"><b style="mso-bidi-font-weight:normal"><span lang="NO-BOK" style="mso-ansi-language: NO-BOK">Kvaliteten av service har enorm innflytelse <o:p></o:p></span></b></p> <p class="MsoNormal"><span lang="NO-BOK" style="mso-ansi-language:NO-BOK">Sveinn Aðalsteinsson er direktør for Arbeidslivets opplæringssenter som er vert for Kompetansesenteret. <o:p></o:p></span></p> <p class="MsoNormal"><span lang="NO-BOK" style="mso-bidi-font-family:Calibri; mso-bidi-theme-font:minor-latin;mso-ansi-language:NO-BOK">̶&nbsp; Målet er å </span><span lang="NO-BOK" style="mso-bidi-font-family:Calibri;mso-bidi-theme-font:minor-latin; mso-ansi-language:NO-BOK">ø</span><span lang="NO-BOK" style="mso-ansi-language: NO-BOK">ke produktivitet og kvalitet i turismen, samtidig med å </span><span lang="NO-BOK" style="mso-bidi-font-family:Calibri;mso-bidi-theme-font:minor-latin; mso-ansi-language:NO-BOK">ø</span><span lang="NO-BOK" style="mso-ansi-language: NO-BOK">ke medarbeidernes arbeidsglede og profesjonalisme i denne viktige næringen. Det gj</span><span lang="NO-BOK" style="mso-bidi-font-family:Calibri; mso-bidi-theme-font:minor-latin;mso-ansi-language:NO-BOK">ø</span><span lang="NO-BOK" style="mso-ansi-language:NO-BOK">r vi blant annet med kompetanseanalyse, utvikling av realkompetansevurdering og kurs, yrkesutdanning på ulike nivåer, digital utdanning og opplæring i virksomhetene. Kompetansesenteret tilbyr verkt</span><span lang="NO-BOK" style="mso-bidi-font-family:Calibri; mso-bidi-theme-font:minor-latin;mso-ansi-language:NO-BOK">ø</span><span lang="NO-BOK" style="mso-ansi-language:NO-BOK">y for dette formålet og pr</span><span lang="NO-BOK" style="mso-ansi-language: NO-BOK">øver å nå ut til så mange medarbeidere i turisme som mulig. I tillegg legges stor vekt på å måle resultat av opplæringen, f.eks. i utskifting av ansatte, driftsresultat, arbeidsglede og andre faktorer i driften, sier Sveinn. <span style="mso-spacerun:yes">&nbsp;</span><o:p></o:p></span></p> <p class="MsoNormal"><span lang="NO-BOK" style="font-size:10.5pt;line-height:107%; color:#333333;background:white;mso-ansi-language:NO-BOK"><o:p></o:p></span></p> <blockquote> <p><em><b>Noen fakta om turismen på Island:</b></em></p> <p style="margin-bottom:.0001pt"><b>Turist</b><em><b>bransje i rivende utvikling </b></em></p> <p><em>Island har nesten 340 000 innbyggere og ifølge informasjon fra <a href="http://stjornstodin.is/maelabord-ferdathjonustunnar">Islands Turistråd </a>besøkte over to millioner turister landet i 2017. Omsetning økte med drøye 20 prosent og antall besøkende med nesten 40 prosent. Turistene kjøpte tjeneste av cirka <span lang="NO-BOK" style="background:white">2.650 virksomheter med 26 500 medarbeidere hvorav 7 500 var utenlandske. Over halvdelen av virksomhetene er på landsbygden og i underkant av 60 prosent har færre enn ti medarbeidere. I l</span><span lang="NO-BOK" style="background:white">ø</span><span lang="NO-BOK" style="background:white">pet av de neste tre årene forventes antall hotellrom på Island å </span><span lang="NO-BOK" style="background:white">ø</span><span lang="NO-BOK" style="background:white">ke fra 3 300 i 4 000. Noen av disse blir på Islands f</span><span lang="NO-BOK" style="background:white">ø</span><span lang="NO-BOK" style="background:white">rste fem-stjernes hoteller, det f</span><span lang="NO-BOK" style="background:white">ø</span><span lang="NO-BOK" style="background:white">rste Marriott hotell med 250 rom ved siden av Harpa konsert- og konferansesenter i Reykjavik og det andre et hotell ved den Blå lagune.</span></em></p> </blockquote> ,{replace:char(34),char(39)}]",{DECODEHTML}]

 
30. april 2018

Ísland tekur þátt í PIAAC

[FORMAT,"[FORMAT,<p style="margin:0cm 0cm 8pt">Mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, skrifaði grein i Morgunblaðið 9. mars sl. þar sem hún kynnti áform stjórnvalda um að taka þátt í PIAAC, alþjóðlegri könnun á hæfni á vinnumarkaði. Íslendingar hafa hingað til ekki tekið þátt í þessari könnun og það er því mikið fagnaðarefni að þessi könnun verði framkvæmd hér á landi. Niðurstöður könnunarinnar munu aðstoða stefnumótendur og fræðsluaðila við móta úrræði og aðgerðir til að auka hæfni á vinnumarkaði.</p> <p style="margin:0cm 0cm 8pt"><a href="http://frae.is/uncategorized/island-tekur-thatt-piaac/">http://frae.is/uncategorized/island-tekur-thatt-piaac/</a></p> ,{replace:char(34),char(39)}]",{DECODEHTML}]

 
23. april 2018

Fundur með Tormod Skjerve

[FORMAT,"[FORMAT,<p>Fjölmenni var á góðum fundi FA, NVL og SA um hæfnistefnu og raunfærnimat í atvinnulífinu sem haldinn var í húsakynnum Samtaka atvinnulífsins í gær. Um 50 manns sátu fundinn auk nokkurra sem fylgdust með fundinum á netinu. Tormod Skjerve, norskur sérfræðingur um hæfnistefnu og mat á hæfni, hélt erindi um hæfnistefnu norðmanna og hvernig raunfærnimat á móti viðmiðum atvinnulífsins hefur verið framkvæmt í norsku atvinnulífi.</p> <p style="margin:0cm 0cm 8pt"><a href="http://frae.is/frettir/godur-fundur-um-haefnistefnu-og-raunfaernimat/">http://frae.is/frettir/godur-fundur-um-haefnistefnu-og-raunfaernimat/</a></p> <p style="margin:0cm 0cm 8pt">&nbsp;</p> ,{replace:char(34),char(39)}]",{DECODEHTML}]

 
23. juli 2019

Island 2019

[FORMAT,"[FORMAT,<p>I Island finns inga specifika lagar om allmän vuxenutbildning men utbildning för vuxna som saknas formell utbildning i Island regleras i lagen om vuxnas lärande från <a href="https://www.government.is/media/menntamalaraduneyti-media/media/frettatengt2016/Thyding-log-um-framhaldsfraedslu-november-2016.pdf" target="_blank">2010</a> samt förordning från <a href="https://www.reglugerd.is/reglugerdir/allar/nr/1163-2011" target="_blank">2011</a> som bygger på lagen från 2010. Lagen om arbetslivsrelaterad rehabilitering från <a href="https://www.althingi.is/lagas/149b/2012060.html" target="_blank">2012</a> har också betydelse för vuxnas lärande i Island. Också kan här nämnas lagar om gymnasieskolor från<a href="https://www.althingi.is/lagas/nuna/2008092.html" target="_blank"> 2008</a>.  </p> <p>Regeringen ansvarar för lagen, förordningen samt läroplaner. Syftet med lagen är att tillgodose behoven hos vuxna människor med kort formell utbildning samt att möta behov på arbetsmarknaden för ökade kunskaper och färdigheter på arbetsplatsen.  Island tillhör vuxenutbildning både det informella och formella skolsystemet där livslärande center, placerade i landets regioner, driver utbildningen. Vuxenutbildning i Island har utvecklats de senaste åren efter att lagen om vuxenutbildning infördes. Enligt en arbetsmarknadsundersökning som utfördes av Statistiska centralbyrån på Island har 22% i åldern 25–64 endast avslutat utbildning på nivå 1–3 på den isländska referensramen för kvalifikationer.  Utbildningsnivåen är betydligt lägre i områden utanför huvudstadsområdetvilket ökar betydelse för livslärande center på landsbygden.</p> <p><a href="https://frae.is/um-fa/about-us/" target="_blank">Fræðslumiðstöð atvinnulífsins</a>, FA, (Arbetslivets utbildningscenter) är ägd av Arbetsförbundet, Arbetsgivarorganisationen, Organisation för statliga och kommunala anställda och Finansdepartementet. Det utvecklades i samband med löneförhandlingar i december 2001. Syftet var att öka samarbete mellan regeringen och arbetstagarrepresentanter och arbetsgivarrepresentanter för att förbättra och öka utbildning på arbetsmarknaden.  FA:s huvuduppgift är att utveckla och ha tillsyn med utveckling i vuxnas lärande enligt ovannämnd lag om vuxnas lärande, samt samarbeta med livslärande center på Island och andra specialister både på Island och utomlands. FA har också som uppgift att utveckla läroplaner, metoder för validering, vägledning och kompetensanalyser.  FA administrerar dessutom ”<a href="https://frae.is/fraedslusjodur/" target="_blank">Utbildningsfonden”</a>. Fondens roll är att öka tillgång till utbildningsmöjligheter för individer med kort formell utbildning och att skapa förutsättningar for vuxna att utnyttja möjligheterna till utbildning. Fonden finansierar vägledning, validering, utbildningsmöjligheter och olika utvecklingsprojekt för målgruppen. </p> <p>Våren 2019 genomfördes för första gången <a href="https://www.althingi.is/altext/149/s/1783.html" target="_blank">lagar om Folkhögskolor</a> i Island. Med den nya lagstiftningen blir det möjligt att värdera utbildning och nyckelkompetenser från folkhögskolor i det formella skolsystemet. </p> <p>Samtidigt pågår arbete med reform av lagar om vuxnas lärande från 2010 men nya förslag till lagar har inte kommit fram än. Dessutom pågår arbete kring ny utbildningspolitik till 2030. På grund av ökade antal invandrare Island de senaste åren har staten fokuserat på utbildnings-och arbetsmöjligheter för nyanlända. </p> <p>Menntamálaráuneytið:<a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/mennta-og-menningarmalaraduneytid/" target="_blank"> Utbildningsministeriet</a> har ansvar för lagar og förordningar om vuxnas lärande. Menntamálastofnun (Direktorat för utbildning) har ansvar för flesta läroplaner samt kursplaner. <a href="https://mms.is/" target="_blank">Menntamálastofnun</a> har också ansvar för isländska som andra språk samt att referera kvalifikationer på nivå 1-4 i den isländska referensramen för kvalifikationer Myndigheten ansvarar även för godkännande av privatskolor på grunnskole- och gymnasienivå och för certifiering av vuxenutbildning enligt lag om vuxnas lårande från 2010. </p> <p><a href="https://frae.is/um-fa/about-us/" target="_blank">Fræðslumiðstöð atvinnulífsins</a> (Arbetslivets utbildningscenter) har ansvar för utveckling och tillsyn enligt lagen om vuxnas lärande.</p> <p><a href="https://fraedslumidstodvar.is/um-kvasi/" target="_blank">Kvasir </a>är en sammanslutning av 11 livslärande center runt omkring Island. Kvasis mål är bland annat att främja livslångt lärande och stärka individens kunskaper och färdigheter i arbetslivet. </p> <p><a href="http://leikn.is/um_leikn/" target="_blank">Leikn</a> är en gemensam plattform för parter inom vuxenutbildning och deras förespråkare mot ansvariga myndigheter. Syftet är att främja livslångt lärande. </p> <p><a href="https://lydflat.is/hvad-er-lydhaskoli/" target="_blank">Lýðskólinn á Flateyri </a>är folkhögskola på Västfjordana. Två utbildningslinjer erbjuds i skolan: ”Idéer. Världen och du” samt ”Havet, bergen och du”.</p> <p><a href="https://www.lunga.is/" target="_blank">LungA,</a> Seyðisfirði är folkhögskola på Östra delen av landet med speciell fokus på konst.</p> <p>Alla universitet i Island erbjuder fortbildning. Verksamheten  är självfinansierad, vilket betyder att deltagare står själva för kostnaden för kurser men utbildningsfonder ersätter ofta kostnaden för utbildningen. Här er några exempel:<br /> •    <a href="https://www.endurmenntun.is/" target="_blank">Fortbildningscentralen</a> – Islands Universitet. <br /> •    <a href="https://oh.ru.is/" target="_blank">Öppna universitetet</a> – Reykjaviks Universitet<br /> •    <a href="http://www.lbhi.is/endurmenntun_lbhi" target="_blank">Fortbildningscentralen</a> – Landbruksuniversitet<br /> •    <a href="https://simenntunha.is/" target="_blank">Fortbildningscentralen</a> – Akureyri Universitet<br /> •    <a href="https://www.bifrost.is/namid/simenntun" target="_blank">Fortbildningscentralen</a> – Bifröst Universitet<br /> •    <a href="https://www.lhi.is/opni-listahaskolinn" target="_blank">Öppna konstakademin</a> – Listháskólinn</p> <p><a href="https://hagstofa.is/" target="_blank">Statistiska centralbyrån Statistik Island</a> – Hagstofa Íslands. Statistiska centralbyrån är ett centrum för den officiella statistiken på Island och samlar in, bearbetar och sprider information om ekonomin och samhället.</p> <p>2018 kom fram en rapport om behov för en <a href="https://www.vinnumalastofnun.is/media/2076/faerni-a-vinnumarkadi-web-110518-2.pdf" target="_blank">kompetensprognos</a> för den isländska arbetsmarknaden. Rapporten föreslår att en process för kompentensprognos ska utföras utifrån liknande modeller som skapas har i de nordiska länderna samt Irland. </p> <p><a href="https://naestaskref.is/" target="_blank">Webbsidan Nästa steg</a> - Næsta skref. Syftet med platsen är att ge information om jobb som finns på den isländska arbetsmarknaden samt vilka studieutbud är kopplade till dem och informera om vilka möjligheter finns inom validering och vuxnas lärande. Webbplatsen hänvisar också till studie- och yrkesvägledning som finns tillgänglig.</p> <p><a href="https://attin.is/" target="_blank">Utbildningsfonder</a> ersätter kostnaden för utbildning för individer. ”Utbildningsfonden” ersätter kostanden för individer med kort formell utbildning men övriga fonder är knutna till medlemskap i fackföreningar.</p> <p><br />  </p> ,{replace:char(34),char(39)}]",{DECODEHTML}]

 
13. august 2019

Seminar för lärare som undervisar vuxna i isländska som andraspråk / Seminar fyrir kennara sem kenna íslensku sem annað mál – fyrir fullorðna

Haldið í Norræna húsinu, föstudaginn 23. ágúst 2019 frá kl. 9.00-12.00
[FORMAT,"[FORMAT,<p>Alfaráðið og NVL halda seminar fyrir kennara sem kenna fullorðnum innflytjendum íslensku sem annað mál.  NVL stendur fyrir Nordisk Netværk for Voksnes Læring.</p> <p>Alfaráðið starfar undir NVL og sinnir verkefnum á sviði tungumálakennslu fyrir innflytjendur, sérstaklega þeirra sem eru illa læsir, og símenntunar kennara sem kenna á því sviði.  </p> <p>Seminarið er ókeypis og öllum opið.</p> <p><strong>Skráning hjá:</strong> <a href="http://solborg@mimir.is " target="_blank">solborg@mimir.is </a></p> <p>9.00-9.10: Skráning</p> <p>9.10-9.20: Opnun og kynning á dagskrá – Sólborg Jónsdóttir, verkefnastjóri hjá Mími.</p> <p>9.20-9.30: Hvað er NVL og Alfaráðið? – Sveinn Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins.</p> <p>9.30-10.15: Social orientation for newcomers, the Norwegian way – Beate Linnerud, ráðgjafi hjá Kompetanse Norge (seniorradgiver, seksjon for læreplan). </p> <p>10.15-10.45: Kaffihlé.</p> <p>10.45-12.15: Alfa goes digital. Introduction to useful apps to use for language learning – Elisabeth Bergander, fyrirlesari og tölvu- og tungumálakennari við símenntunarstöðina í Sandvika, Bærum í Noregi. (IT-pedagog og lærer ved Voksenopplæringssenteret i Sandvika i Bærum kommune i Norge).</p> <p><strong>ATH! Þátttakendur eru hvattir til að koma með spjaldtölvu og að hala niður smáforritinu „Bitsboard“. </strong></p> <p>Velkomin!<br />  </p> ,{replace:char(34),char(39)}]",{DECODEHTML}]

 
11. november 2019

Årsmöte Arbetslivets utbildningscenter

- kommer att hållas torsdagen 28. November kl. 9.30
[FORMAT,"[FORMAT,<p>Se agenda <a href="https://nvl.org/Portals/0/DigArticle/16158/Dagskr%C3%A1.pdf" target="_blank">här.</a> </p> <p>Registering <a href="https://forms.office.com/Pages/ResponsePage.aspx?id=DfbdvxhDAESb-cIgDXkNepgWKgJr2JJIp2EVauhd0nNUQldQMzU3OFBRT1pZUkdXOFBRVDFWOTc2NS4u" target="_blank">här.</a></p> <p><strong>Framtíðin hér og nú</strong></p> <p>Ársfundur Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins verður haldinn fimmtudaginn 28.nóvember kl 9.30 -12.00 á Grand hótel Reykjavík.</p> <p><strong>Erindi flytja:</strong></p> <p><strong>Huginn Freyr Þorsteinsson</strong>, formaður nefndar forsætisráðherra um fjórðu iðnbyltinguna</p> <p><strong>Helena Mustikainen</strong>, sviðsstjóri hjá Sitra nýsköpunarsjóði í Finnlandi. <br />  </p> ,{replace:char(34),char(39)}]",{DECODEHTML}]

 
29. oktober 2019

CleverCompetence – Skapandi vinnusmiðja um heimsmarkmiðin

Það er mikilvægt að mynda sér skoðun og vera virkur á þann hátt er hægt að hafa áhrif! Nýtið ykkur tækifærið sem vinnusmiðjan veitir til að mynda ykkur skoðun. Nýtið tækifærið til þess að vera skapandi, ímyndið ykkur hvaða framtíð þið og vinir ykkar viljið upplifa árið 2030.
[FORMAT,"[FORMAT,<p>Þannig hljómaði hvatning mennta- og menningarmálaráðherra <strong>Lilju Alfreðsdóttur</strong> til þátttakenda þegar hún setti vinnusmiðjuna CleverCompetence í Borgarleikhúsinu í Reykjavík nýlega. Að vinnusmiðjunni stóðu NVL í samstarfi við menntamálaráðuneytið, EPALE og Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og hún fjallaði um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna númer 4.7 um menntun fyrir alla. Vinnusmiðjan var hluti af <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/samstarfsradherra-nordurlanda/formennska-islands-2019/" target="_blank">formennskuáætlun Íslands</a> fyrir Norrænu ráðherranefndina 2019. Markhópurinn var ungt fólk á aldrinum 18-30 ára. Ungt fólk hvaðanæva af Norðurlöndum tók virkan þátt í dagskránni og lagði fram fleiri hugmyndir og tillögur að lausnum. Fulltrúar menntamálaráðuneytisins og NVL draga niðurstöðurnar saman og koma þeim á framfæri.</p> <p>Dagskráin hófst með heimsókn til <a href="https://www.ccpgames.com/" target="_blank">CCP</a>. Fyrirtækið var stofnað árið 1997 í Reykjavík. Með útgáfu EVE Online í maí 2003, vinsælasta leik fyrirtækisins, komst það á lista yfir mest skapandi fyrirtæki á sviði gagnvirkrar afþreyingar. CCP staðhæfir að þeir geti skapað sýndarveruleika sem er merkingarbærari en raunverulegt líf. Í kynningu fyrirtækisins fengu þátttakendur innsýn í hvernig sýndarveruleiki er skapaður og þau tækifæri sem tölvuleikir geta opnað fyrir menntun og þjálfun. Í kjölfarið fylgdu áhugaverðar spurningar og umræður meðal áheyrenda, um þá sem taka þátt í leiknum, tölvuleiki og hvernig þeir eru þróaðir.  </p> <p>Þátttakendur höfðu tækifæri til þess að taka þátt í tveimur af þremur tilgreindum verkstæðum: Fljúgandi teppi, Skóli framtíðarinnar og Borgarar framtíðarinnar. </p> <p>Verkefni um menningarmót var kynnt. Það er þverfagleg aðferð í starfi með börnum og fullorðnum, hugsuð til þess að varpa ljósi á styrkleika og fjölbreytta menningarheima þátttakenda.  Í verkefninu eru þátttakendur hvattir til þess að sjá ólíka menningu og mismunandi lífshætti sem tækifæri til þess að auðga líf sitt. Mismunandi menning var rædd í hópum. Þátttakendur höfðu fyrirfram verið beðnir um að taka með sér hluti sem þeir eru stoltir af, eða að gleðja þá og segja frá sínum sterku hliðum. Opna fjársjóðskistuna, draga fram fjársjóði sína og leyfa þeim að skína. Spurningin sem lá til grundvallar var: Hvað lætur þig blómstra? </p> <p>[media:4979]</p> <p>Verkstæðin: Skóli framtíðarinnar. Mynd: Hildur Oddsdóttir.</p> <p>Í gegnum praktísk verkefni fengu þátttakendur að vinna með hugmyndir sínar um menntun í fortíð, nútíð og síðast en ekki síst í framtíðinni. Þau nálguðust efnið bæði einsömul og í hópum til þess að komast að sameiginlegum grunni um námsmenn og nám í framtíðinni. Með því að samþætta praktísku verkefnin og skapandi hugmyndavinnu, bæði staðbundið og á vefnum, gátu þau komið hugmyndum sínum og tillögum um nám, sjálfbæra þróun og hnattræna borgara á framfæri til dæmis á padlet.com og menti.com en líka á pappír á góðan og gamaldags hátt. </p> <p>Framtíðin er ekki eitthvað sem gerist, við sköpum hana með öllum okkar gerðum og þeim ákvörðunum sem við tökum. Í vinnustofunni var hugtakið borgari rannsakað í kjölinn, sérstaklega hvernig borgararéttindi munu líta út í framtíðinni. Hvernig birtast borgararéttindi í vísindaskáldskap, kvikmyndum og sjónvarpsþáttaröðum? Þátttakendur voru hvattir til þess að gera tilraun til þess að ákveða kjarnaatriði borgararéttinda í framtíðinni og meta hvernig menntun getur hugsanlega undirbúið okkur til þess að vera virk og áhrifamikil sem borgarar framtíðar.</p> <p>Það er ekki aðeins atvinnulífið sem ber merki um örar tæknibreytingar með tilheyrandi þrýstingi á kennslu og þjálfum. Gjörvalt menntasviðið frá leikskóla, til háskóla og fullorðinsfræðslu er undirorpið umfangsmiklum breytingum. Breið sátt ríkti meðal unga fólksins sem tóku þátt í vinnusmiðjunni um hvernig þau sjá fyrir sér að nám framtíðarinnar yrði hagað.   </p> <p>Nýjar stafrænar námsaðferðir munu leysa gamlar af. Spjaldtölvur, snjallsímar og fartölvur tengd Internetinu munu gera þeim kleyft að leggja stund á nám, hvar og hvenær sem er og á þeim hraða hverjum og einum hentar best. Kennarar geta tekið fyrirlestra / kennsluna upp svo nemendur geta lært óháð því hvar þeir eru staddir. En þegar þau mæta í kennslustofuna, hvort sem er í raun og veru eða á netinu verða þau að taka virkan þátt, hugsa og leggja sitt af mörkum við samsköpun.   </p> <blockquote class="utbox utbox-x-small utbox-left grey-on-yellow"> <p><strong>Fakta:</strong></p> <p>Formennska Íslands fyrir Norrænu ráðherranefndinni 2019</p> <p>Ungt fólk, sjálfbær ferðaþjónusta og hafið eru þau málasvið sem áhersla er lögð á í formennskutíð Íslands fyrir Norrænu ráðherranefndina 2019. Önnur norræna forgangsmál eins og jafnréttismál, tölvuvæðing, sjálfbær þróun auk heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna verða jafnframt flettuð í formennskuverkefnin.</p> <p>Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna eru samstarfsáætlun heimsþjóða til þess að útrýma fátækt, berjast gegn misrétti og stöðva loftslagsbreytingar fyrir árið 2030.</p> <p>[media:4980]</p> <p>Markmið 4 fjallar um menntun og á að tryggja að nemendur hljóti menntun sem hvetur til sjálfbærrar þróunar. Yfirskriftin er: „Tryggja öllum jafnan aðgang að góðri menntun og tækifæri til náms alla ævi.“</p> <p>Eigi síðar en árið 2030 verði tryggt að allir nemendur öðlist nauðsynlega þekkingu og færni til þess að ýta undir sjálfbæra þróun, meðal annars með menntun sem er ætlað að efla sjálfbæra þróun og sjálfbæran lífsstíl, með því að hlúa að friðsamlegri menningu, með mannréttindum, kynjajafnrétti, alheimsvitund, viðurkenndri menningarlegri fjölbreytni og framlagi menningar til sjálfbærrar þróunar.</p> </blockquote> <p></p> <p>Ef námið er staðbundið verður að breyta umhverfinu á róttækan hátt. Aukin náttúrleg birta, stærri gluggar, tenging við náttúruna, betra loft, meira úrval af húsgögnum, hækkanleg borð, skermar, stólar, sófar, jógaboltar fatboys. Mála veggi í litum og koma fyrir mörgum plöntum allstaðar. Andrúmsloftið á að virka afslappandi og styðja við þarfir þeirra sem vilja vera meira útaf fyrir sig.</p> <p>Leikjaupplifun getur skapast með tölvuleikjum eða álíka verkfærum sem herma eftir klæðskerasaumuðu námsfyrirkomulagi, hvort sem þeir tengist raunverulegum verkefnum eða vinnuumhverfi. Notkun leikja getur eflt hvatningu til náms. Hjá CCP kynntust þátttakendur Sparc leiknum sem er sýndarveruleiki með spennandi og krefjandi íþrótt. Hægt er að spila einn og takast á við passandi áskoranir eða á Internetinu með vinum í skemmtilegri, félagslegri keppni.  </p> <p>Ein bók eða sama aðferð fyrir alla gildir ekki. Fjölbreytt tilboð á öllum stigum verða aðgengileg á Internetinu. Í stafrænu námsumhverfi er hægt að safna saman og greina mikið magn af  samhangandi gögnum. Það getur leitt til aukins skilnings og bætt námsferlið. Byggt á slíkum greiningum geta aðlögunarhæf námskerfi lagað kennsluna jafnt og þétt að þörfum hvers þátttaka og getu. </p> <p>Enska var sameiginlegt tungumál, annað mál fyrir flest þeirra og unga fólkið hafði góð tök á enskunni. Marir þátttakendur létu í ljósi ósk um að geta tileinkað sér einhver af „stóru“ málunum, nefndu spænsku, frönsku og þýsku. Íslendingarnir staðfestu samt að það væri gagnlegt að læra dönsku, norsku eða sænsku í skólanum.</p> <p>Aftur að opnunarerindi Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra um markmiðið sem snýr að því að allir eigi að hafa aðgang að ævinámi fyrir 2030. Tími til að grípa til aðgerða ef breyta á stöðunni er runninn upp. Breytingar eru oftar en ekki kerfisbundnar og allt tengist öllu. Hvatningin til unga fólksins fólst í að biðja þau um að beita gagnrýninni hugsun til þess að skapa breytingar! Halda áfram að vera skapandi, finna upp á nýjum aðferðum og leiðum til þess að hafa áhrif á þróunina. Með samstarfi, samsköpun væri hægt að leysa vandamálin sem blasa við heiminum. </p> <p>Við lok vinnusmiðjunnar gáfu fleiri þátttakendur til kynna að þeim þætti þetta spennandi og afar áhugaverður viðburður og þau myndu gjarnan vilja leggja sitt af mörkum til þess að halda starfinu áfram í hinum löndunum. </p> ,{replace:char(34),char(39)}]",{DECODEHTML}]

 
16. januar 2020

Möte med isländska deltagare i NVL

Fundur íslenskra fulltrúa í Norrænu tengslaneti um nám fullorðinna verður haldinn 6. Febrúar kl. 10.00-12.00.

Staðsetning er Orange


 

Norden

 
16. januar 2020

Vägledarträff

[FORMAT,"[FORMAT,<p>Gemensamt möte med Nordisk nätverk för vägledning och Nordiska förbundet för studie- och yrkesvägledning, NFSY. </p> <p>Endast inbjudan, agenda kommer snart.<br />  </p> ,{replace:char(34),char(39)}]",{DECODEHTML}]

 
27. november 2019

Stafrænir miðlar hafa gerbreytt lífi mínu

Framtíðin varð ekki eins björt eins og við héldum fyrir fáeinum árum síðan. Meðal annar vegna þess að tæknifyrirtæki í viðskiptum reyna að kaupa sálir okkar og vegna pólitískra vinda sem blása í ólíkar áttir eftir hverjar kosningar. DialogWeb hitti Alastair Creelma – á fjarfundi – áhrifavald í Distans neti NVL sem innan skamms verður lagt niður.
[FORMAT,"[FORMAT,<p>–  Þetta er samtal sem við hefði alveg eins getað átt sér stað í eldhúsinu þínu, eða í herberginu mínu. Eini munurinn er að við getum ekki gert okkur grein fyrir hve hávaxin eða smávaxin við erum, en annars.. ég er ég. Þetta snýst allt um fólk, segir <strong>Alastair Creelman</strong>.</p> <p>Það er rétt að ég sit í eldhúsinu mínu. Hann veit það vegna þess að við sjáum hvort annað á skjánum. Hann situr í vinnuherbergi sínu í Linné háskólanum í Kalmar, þar sem hann vinnur á stoðdeild fyrir kennslufræði fyrir háskólastigið. Við eigum samtal í gegnum Zoom fjarfundarbúnaðinn.</p> <p>Distans net NVL var stofnað um sama leyti og NVL, það er að segja um miðjan fyrsta ára tug þessarar aldar. Alastair Creelman hefur verið þátttakandi í netinu í um það bil sjö ár. </p> <p>– Viðfangsefni netsins hafa alltaf snúist um að leita svara við spurningunni um hvernig nýta má stafræna tækni til að ná til þeirra sem ekki taka þátt í hinu hefðbundna menntakerfi. Þeir sem búa fyrir utan þéttbýlustu staðina eiga ekki að þurfa að flytja til að fá aðgang að námi. Mörg svæði á Norðurlöndunum glata fólki sem býr yfir mikill hæfni vegna þess að það flytur burt til að sækja sér menntun. Það hefur verið aflvaki í okkar starfi að fá þetta fólk til að halda sig í heimabyggð með aðstoð stafrænna miðla, segir hann.</p> <h4>Þögulir nemendur</h4> <p>Með stuðningi Nordplus hefur NVL Distans staðið fyrir nokkrum ólíkum verkefnum. Eitt af þeim var „Þögli nemandinn“ þar sem nám þögulla þátttakenda í námskeiðum voru rannsökuð. </p> <p>–  Í öllum bekkjum er fjölmennur hópur sem ekki segir neitt. Á netinu eru allir þögulir. Eru þeir að læra? Þarf nemandi að dansa og lá í sér heyra til að læra.  Þetta var áhugavert verkefni sem vakti talsverða athygli og við tengdum það mörgum viðburðum. </p> <p>Annað verkefni var kallað Paad, nærvera í fjarlægð. Með þessu verkefni vildum við varpa ljósi á árangursríkar leiðir sem farnar hafa verið í minni bæjum og sveitarfélögum. Hvernig hefur gengið hjá fræðslumiðstöðum sem stofnaðar voru fyrir 10 til 15 árum? Sumar starfa enn en aðrar hafa horfið og með verkefninu vildum við leita skýringa á þessu. </p> <p>– Tengslanetið hefur haldið fundi á öllum Norðurlöndunum. Fyrir mig persónulega hefur þetta verið ótrúlegt ferðalag, bæði andlega og í eiginlegum skilningi. Ég hef heimsótt alla kima Norðurlanda að Svalbarða og Borgundarhólmi undaskildum. Ég hef meira að segja fengið tækifæri til að sjá Grænland. Það hefur verið mikið ríkidæmi að fá tækifæri til að eiga samskipti við allt þetta fólk og ég veit að annað eins mun ekki  gerast aftur í framtíðinni.</p> <p><strong>Áttu við að draga þurfi úr flugferðum? </strong></p> <p>– Einmitt. Í framtíðinni verði ég væntanlega að láta mér nægja minningarnar um Grænland. </p> <h4>Eitt skref áfram og tvö afturábak?</h4> <p>Alistair Creelman er ekki viss um að þróunin stefni í rétta átt hvað varðar notkun stafrænnar tækni við menntun.</p> <p>– Stundum er það eins og við troðum marvaðann. Það er eitt skref fram á við og tvö afturábak. Margt af því sem ræddum um fyrir mögum árum síðan eru við enn að fjalla um. Í mörg ár naut ævinám og fjölbreytni við val á nemendum lítillar athygli, að minnsta kosti hér í Svíþjóð. Nú er þetta aftur á dagskrá, en hver veit hvað það stendur lengi. Það þarf bara einar kosningar og stjórnarskipti og þá er skipt um stefnu. Það kemur og fer, segir hann.</p> <p>–  Nú líta flestir aftur svo á að það sé nauðsyn þess að leggja áherslu á ævinám. Hefðbundnar hugmyndir um að bæði ævinám og nám á háskólastigi eigi bara heima í staðbundnu námi standast ekki skoðun. Við þurfum á símenntun að halda gegnum allt lífið og stór hluti af námi verður að vera um netið. Við getum ekki bara flutt í hvert sinn sem við höfum þörf fyrir að afla okkur menntunar. Námið, fjölskyldan og vinnan verða að eiga samleið á auðveldari hátt en verið hefur.</p> <h4>Hokin af reynslu  og varkárari</h4> <p>Fyrir fáeinum árum, þegar nýjabrumið var enn á samfélagsmiðlunum og allir vildu vera fyrstir til að skapa  snjöll öpp og rafrænar lausnir, bundu margir miklar vonir við þessa nýju tækni. Nú höfum við líka tekið eftir mörgum neikvæðum áhrifum, bæði hvað varðar fyrirætlanir tæknifyrirtækja og lýðræðislega samræðu.  </p> <p>– Framtíðin varð ekki eins björt eins og við vonuðum. Við vorum svo afar bjartsýni þá, við trúðum á loforð tæknifyrirtækjanna um ný tækifæri, gegnsæi og tengsl í heiminum. Nú sjáum við bakhliðina með falsfréttum, hatursorðum á netinu og vaxandi viðskiptavæðingu, og við verðum að þróa yfirvegaðri afstöðu um möguleika og hættur, fyrst og fremst varðandi hvernig fyrirtækin nota upplýsingar um okkur. Nú erum við hokin af reynslu en mikið varkárari. Hvernig getum við skapað heim þar sem við höfum tækifæri til að starfa saman án þess að selja sálu okkar? Þessu má líka við þeir tilfinningar sem koma fram í Faust? Er gott að lokka námsmenn inn í þennan heim? Stuðlum við að því að þeir verði peð í ásókn fyrirtækjanna í ágóða með því að hvetja þá til að nýta þessa tækni? Eða getum við gert þetta með öðrum hætti, eru til verkfæri sem ekki eru jafn undirlögð viðskiptalífinu? Veltir Alastair Creelman fyrir sér. </p> <h4>„Ég hef sæst við hið opna“</h4> <p>Þrátt fyrir ókostina hefur stafvæðingin haft mikil áhrif á starf Alastairs. </p> <p>–  Líf mitt hefur gjörbreyst við tilkomu stafrænna miðla. Ég á gífurlega stórt net um allan heim. Ég hef haft tækifæri til þess að taka þátt í netum eins og Distans neti NVL, sem ég hefði ekki fengið ef ég hefði ekki verið virkur og deil með öðrum í gegnum stafræna miðla.  Ég er ekki mikill fræðimaður, en ég hef sæst við þið opna. Það hefur skilað arði. Fólk spyr mig hvort ég vilji halda fyrirlestur og taka þátt í ólíkum viðburðum. Það hefur verið aldeilis frábært, svo ég hef aðeins notið góðs af stafrænni samvinnu um árabil, segir hann og bætir við:  </p> <p>– Ég vildi óska að fleiri uppgötvuðu tækifærin til þess að komast út í heim, taka þátt í stafrænu samstarfi. Jafnvel þó þú búir á örlítilli eyju þá geturðu tekið þátt, svo lengi sem þú hefur aðgang að netinu. Þú getur áorkað svo ótrúlega miklu. Tæknin er ekki aðal hindrunin. Það eru viðhorfin, hefðirnar og hugarfarið. Það er þörf á að hafa áhrif á viðhorf fólks til tækninnar. Hún snýst ekki bara um að þrýsta á hnappa, heldur verður fólk að tileinka sér að umgangast með aðstoð tækninnar, eins og við tölum saman núna. Við bæði heyrum í hvort öðru og sjáumst. </p> <h4>Margir gefast upp á fjarnámi?  </h4> <p><strong>Heyrst hefur að margir gefist upp á fjarnámi vegna þess að fólki finnst það vera einangrað. </strong></p> <p>– Já. Það er nokkuð til í því. Til eru fjölmargar mýtur um fjarnám sem ég reyni að draga úr, þetta er ein þeirra. Það er ekki afhendingaraðferðinni sem er ástæðan fyrir gegnumstreymið. Könnun sem við framkvæmdum leiddi í ljós að það sem hafði helst olli því að nemendur gáfust upp voru gæði kennslufræðinnar. Til eru þeir sem halda að fjarkennsla snúist um stafla af pdf-skjölum eða glærum, leggja það út á vettvang og láta fólk sjá um allt sjálf. Víða um lönd eru í boðið fjarnámsleiðir sem eru lélegar, sem enda allar í einstefnu, samskiptin eru öll á annan veginn, sjálfsafgreiðsla. Ef þú skilur ekki eitthvað áttu bágt. Afar lítill stuðningur, ósýnilegir kennarar. Allt er við það sama, fólk gefst upp, finnst ekki vera eftir því tekið. En það er samt hægt að gera fjarnám, til dæmis með verkfærum eins og við notum núna. Er þetta eitthvað annað en andliti til andlits? Ég ætla til dæmis að taka þátt í netnámskeiði með átta persónum eftir nokkrar klukkustundir, mér finnst ég standa þessu fólki mikið nær enn það sem ég hitti í skólastofunni. Við lítum í augu hvers annars, við tjáum okkur með höndunum, við hlæjum og skemmtum okkur saman. Sjaldgæft að ég upplifi slíka stemningu í skólastofu. </p> <h4>Sjálfsnám hentar ekki öllum </h4> <p>Annað vandamál, staðhæfir hann, er að í margskonar fjarnám við háskólana veita þeir 3-400 stúdentum inngöngu. Það er ógerlegt fyrir kennarann að hafa persónulegt samband við allan þennan fjölda stúdenta.  </p> <p>– Þá færð þú á tilfinninguna að þú sért ekkert. Þá er um að ræða sjálfsnám. Bara að njóta stöðunnar.  </p> <p>Þess háttar sjálfsnám hentar aðeins þeim sem eru vanir námi. </p> <p>– Margir af þeim nýju hópum stúdenta sem við reynum að laða að hafa slaka sjálfsmynd og trúa því ekki að þeim nái tökum á háskólanámi. Þeir skilja ekki fagmálið. Við minnsta mótvind, ef eitthvað er ekki skýrt, eða ef enginn svarar, verður það að sönnun þess að „ég vissi það, ég er of heimskur fyrir þetta“. Og margir kennarar njóta ekki stuðnings yfirmanna sinna. Þeir vita ekki hvernig þeir eiga að bera sig að, og þá gera þeir alveg eins og þeir gera í skólastofunni. Síðan kenna þeir sendingarhættinum um, að þetta var fjarkennslunámskeið.  Þar með verður þetta spádómur sem rætist af sjálfu sér. </p> <p></p> <blockquote class="utbox utbox-medium utbox-left lightblue-on-darkblue"> <h4>Hvaða þarfir telur Menntamálastofnunin í Svíþjóð blasa við í fjarkennslu í framtíðinni?</h4> <ul> <li> Það er þörf fyrir að þróa áfram sveigjanleg námsform eins og fjarkennslu og starfsnám í bland við stuðningsaðgerðir og eða tungumálakennslu. Skólastjórnendur verða því að velta fyrir sér hvernig þeir ætla að gera fullorðinsfræðsluna sveigjalega í tíma og rúmi um leið og hún verður að vera einstaklingsbundin og geta veitt nemendum stuðning og sérstaka aðlögun.</li> <li>Eftirspurnin eftir fjarkennslu hefur vaxið mjög mikið undanfarin ár, meira að segja í grunnnámi á framhaldsskólastigi og sænskukennslu fyrir útlendinga. Gert er ráð fyrir það tengist meðal annars núverandi uppsveiflu í hagkerfinu og að margir hafi af þeim sökum atvinnu og vilji gjarnan stunda nám samhliða. Samtímis reynist víða erfitt að fylla öll pláss í staðbundnum námskeiðum.</li> <li>Margir nemendur sem vilja leggja stund á fjarnám þurfa á stuðningi og leiðsögn að halda til þess að ná árangri í náminu. Mörgum finnst að hvorki sveitarfélögin né fræðsluaðilar hafi náð að fylgja þróuninni eftir. Sum sveitarfélög veita fjarnemum stuðning með leiðsögn og tungumálastuðningi með stuðningsfulltrúum við fræðslumiðstöðvarnar, en á flestum þeirra er ríkjandi þörf fyrir úrbætur.</li> </ul> <p>(Þetta er útdráttur úr skýrslu um fullorðinsfræðslu í fjarnámi sem Menntamálastofnunin í Svíþjóð mun birta)</p> </blockquote> <p></p> <h4>Meiri hönnun á námsvettvangi</h4> <p>Alastair segir frá því að flestir stúdentar ljúki fjarnámi á ótal starfnámsbrautum í háskólunum, þar á meðal kennara- og hjúkrunarfræðinganámið. Það nám þurfi ekki að vera staðbundið í háskólahverfinu. Ef góð fræðslumiðstöð er í nágrenninu geti þeir sinnt hluta af námi sínu þar. </p> <p>– Ef tekist hefur að skapa hópa fyrir stúdentana er augljóst að þar ríkir meiri samstaða og þeim finnst þeir heyra til, að þeir séu í námi við háskóla. Það ætti að vera hægt að koma á hópum sem væru algerlega stafrænar. Hægt er að nýta fjölbreytt úrval af samskiptum við stúdentana, til dæmis með bæði myndböndum og texta. Þegar maður vinnur í flestum námskerfum er aðeins um að ræða texta, það er eins raunalegt og verið getur. Það er engin hönnun, ekkert sem dregur að og er spennandi. Aðeins textaviðhengi. Ekkert undarlegt að fólk sé lúið. </p> <p><strong>–  Þú átt við að stafrænn námsvettvangur þyrfti að verða sjónrænni?</strong></p> <p>– Já. Og þess finnast góð dæmi. En það er skortur á slíku. Á hverri ráðstefnunni á fætur annarri ræðum við þetta, endurtökum það sama sem við sögðum fyrir tíu árum. Suma hefur borist örfá skref fram á við, en ég get ekki séð að um neina byltingu sé að ræða. Eins og ég sagði, það eru ekki verkfærin og tæknin sem eru vandamálin í raun og veru, það er viljinn til að gera tilraunir, viljinn til að reyna eitthvað nýtt. Skortur á stuðningi við kennarana, skortur á stuðningi við nemendur. En það eru til lofsverðar undantekningar.</p> <h4>Lyndistáknin – ígildi bross</h4> <p>Mörgum finnst tákn Netsins fyrir tilfinningar eins og lyndistákn og merki um að „lika“, vera fráhrindandi en það á ekki við um Alastair Creelman.</p> <p>– Við höfum verið göbbuð til að trúa þeirri hugmynd að þegar við hittumst á netinu þá sé eiginlega ekki um okkur sjálf að ræða, heldur netheiminn og eitthvað hókus pókus í tengslum við hann. Fólk hefur þörf fyrir að sjást og heyrast og fá endurmat, en það gerist á ólíkan hátt á netinu. Margir gleyma að á netinu þarf maður að nota þessi lyndistákn um hvernig manni fellur eitthvað, þumalinn upp og þess háttar. </p> <p>Skrifi ég innlegg í umræður og enginn smellir á „like“ hnappinn eða svarar, er það jafn slæmt og ég segi eitthvað á raunverulegum fundi og enginn sýnir nein viðbrögð. Brosi, kinki kolli, staðfesti að ég sé til. Mörgum finnst þessi tákn eins og lyndistáknin og „like“ táknin vera asnaleg en þau eru ígildi bross eða höfuðhneigingar sem við höfum svo sannarlega þörf fyrir í raunveruleikanum annars verðum við skrítin. Ímyndaðu þér bara ef einhver hunsaði þig heilan dag í vinnunni, þá myndi þér ekki líða vel. </p> <p>– Oft held ég að við gerum of mikið úr því áþreifanlega. Að skólastofa með kennara sé hinn fullkomni námsvettvangur. Eru til sannanir fyrir því? Skólastofan getur stundum verið versti staðurinn fyrir umræður, stunum er netið betur fallið. Það var meðal þess sem við fjölluðum um í verefninu um þöglu nemendurna. Sumir njóta sín betur í stafrænum samskiptum. Stafrænt umhverfi getur einnig boðið lesblindum stuðning og sama gildir um aðra fötlun, segir hann.   </p> <p>Viku eftir að viðtalið fór fram var haldin erfidrykkja í Kalmar. Þá gætti <strong>Johanni Larjanko </strong>NVL fulltrúinn sem stýrði netinu að taka myndirnar sem fylgja greininni. </p> <p>– Allt tekur enda. Til er annað fólk með ferskar hugmyndir sem tekur við. En ég mun sakna þess að segja vinnufélögum mínum að ég sé á leiðinni til Færeyja eða Íslands, segir Alastair Creelman að lokum í samtali okkar. </p> <p>Krækjur <br /> Nánar um Distans net NVL <a href="https://nvl.org/distans" target="_blank">hér.</a> <br /> Lesið skýrsluna um þöglu námsmennina (e.Silent learners – a guide) <a href="https://nvl.org/Content/Silent-learners-a-guide" target="_blank">hér</a>. <br /> Lesið um Nordplus-verkefnið Paad (Presence at a distance) <a href="https://paadproject.wordpress.com/" target="_blank">hér</a>. <br />  </p> ,{replace:char(34),char(39)}]",{DECODEHTML}]
[4,MLang] :Marja Beckman

 
06. januar 2020

Rafræn náms- og starfsráðgjöf er framtíðin

Danir eru á góðri leið með að þróa rafræna náms- og starfsráðgjöf, sem verkfæri þar sem hægt er að nálgast ráðgjöf ýmist til almennrar menntunar eða fullorðinsfræðslu. Álendingar, Færeyingar og Grænlendingar telja góð tækifæri felast í rafrænni náms- og starfsráðgjöf.
[FORMAT,"[FORMAT,<p>Ráðgjöf með þessari nýju aðferð, sem þegar er beitt í Danmörku, rafrænni náms- og starfsráðgjöf getur örugglega einnig gagnast þjóðunum á sjálfstjórnarsvæðunum, Álandseyjum, Færeyjum og Grænlandi, löndum þar sem langt er á milli bæja. </p> <p>Með rafrænni náms- og starfsráðgjöf er hægt að leiðbeina einstaklingum um hvaða tækifæri þeir hafa til menntunar. Sem dæmi má nefna að ef smellt er á „tækifæri til þess að bæta einkunnir úr grunnskóla“ á heimasíðunni, þá birtist síða með upplýsingum um rafræna náms- og starfsráðgjöf. </p> <p>Grænlendingar ætla að hefja tilraun með rafræna náms- og starfsráðgjöf í febrúar 2020 en upplýsingaráðið hefur ákveðið að loka smám saman heimasíðunni „Sunnugu“. Til að það verði hægt þarf að ráða starfsfólk sumt í fullt starf og annað í hlutastörf.  </p> <p>– Á það verður látið reyna þegar frá febrúar 2020. Tækifæri munu gefast bæði á Fésbókinni, með tölvupósti og símleiðis og þess vegna mun verða þörf fyrir ráðningu starfsfólks bæði í fullt starf og hlutastörf, segir <strong>Kristian Aagaard</strong>, sem ber ábyrgð á fyrirhuguð kerfi fyrir rafræna náms- og starfsráðgjöf á Grænlandi. <br /> Á málþingi sem Norræna tengslanetið um nám fullorðinna, NVL stóð fyrir, tóku þátt ráðgjafar víða af ströndum Grænlands og þangað var jafnframt boðið ráðgjöfum frá Álandi, Færeyjum og Danmörku. Og allir gátu þátttakendurnir rætt tækifærin sem felast rafrænni náms- og starfsráðgjöf en einnig um gallana við að veita náms- og starfsráðgjöf á rafrænan hátt. </p> <h4>Danir á góðri leið </h4> <p>Sé ætlunin að mennta sig frekar, er hægt að finna tækifæri til þess með aðstoð rafrænnar náms- og starfsráðgjöf.</p> <p><strong>Mette Werner Rasmussen,</strong> ráðgjafi við fullorðinsfræðslumiðstöðina fyrir höfuðborgarsvæðið og Borgundarhólm í Danmörku, telur að mikinn ávinning felast í nýtingu rafrænnar náms- og starfsráðgjafar.</p> <p>– Allt fer fram á stafrænan hátt, við búum við tvö kerfi, annað fyrir almenna menntun og hitt sem miðast frekar við fræðslu fyrir fullorðna. Árið 2011 var opnað fyrir rafræna náms- og starfráðgjöf í Danmörku, síðan hefur ráðgjöfin þróast í þá veru sem hún er í dag: Sífellt fleiri svið hafa bæst við undir rafræna ráðgjöf. Og það er auðveldara fyrir marga að geta fundið tækifærin á Internetinu, þar sem hægt er að leiðbeina með rafrænni ráðgjöf, segir Mette Werner Rasmussen, sem jafnframt er fulltrúi Dana í norrænu náms- og starfsráðgjafaneti NVL. </p> <p>Mette Werner Rasmussen segir jafnframt, að í rafrænni rágjöf felist einnig ákveðið óhagræði, rafræn ráðgjöf getur verið vondur kostur fyrir þá sem eiga í erfiðleikum með að skrifa eða lesa, vegna þess að rafræn ráðgjöf er sjálfsafgreiðslukerfi þar sem maður les og smellir sig áfram í gegnum kerfið. </p> <h4>Skortur á menntun á meistarastigi </h4> <p>Á Álandseyjum búa 30.000 manns og þar er menntun á meistarastigi fyrir náms- og starfsráðgjafa. Það sama er ekki að segja um Grænland; þar er ekki  hægt að afla sér menntunar í náms- og starfsráðgjöf á meistarastigi. </p> <p>– Ráðgjafa á Grænlandi skortir reynslu, þekkingu og raunverulega menntun á sviði ráðgjafar. Í framtíðinni ætti að tryggja menntun ráðgjafa, eru lokaorð <strong>Christine Tønnesen</strong>  stjórnandi ráðgjafamiðstöðvarinnar. </p> <h4>Á leið til rafrænnar náms- og starfsráðgjafar </h4> <p>Rafræn náms- og starfsráðgjöf veitir tækifæri til þess að veita fjölbreyttum hópum fólks með mismunandi samfélagslegan bakgrunn ráðgjöf. Hún hefur þegar náð fótfestu í Evrópu og um þessar mundir er verið að innleiða hana líka á sjálfstjórnarsvæðunum Álandseyjum, Færeyjum og Grænlandi. </p> <p>Eins og annarsstaðar í veröldinni er þar aukin þörf fyrir fullorðinsfræðslu (LLV) og ævinám (LLL), en einnig raunfærnimat. Þörf er fyrir annars konar ráðgjöf, þegar um er að ræða ráðgjafaþjónustu varðandi náms- eða starfsval eða eingöngu námsráðgjöf. Nú er verið að þróa rafræna náms- og starfsráðgjöf á norrænu sjálfstjórnarsvæðunum. </p> <p>Aldrei fyrr hefur þörfin fyrir ráðgjöf varðandi náms- og starfsval (karrierevejledning) verið jafn mikil í Evrópu og tilboð um rafræna ráðgjöf verið jafn árangursrík eins og íDanmörku þar sem hún hefur verið í boði síðan 2011.</p> <h4>Samráðsfundur fyrir stjórnmálamenn og yfirvöld </h4> <p>Sameiginlegur fundur þar sem ráðherrar frá  Álandseyjum, Grænlandi og Færeyjum voru meðal þátttakenda, árangur fundarins eru ný markmið fyrir norrænu sjálfstjórnarsvæðin þrjú: Grænland, Færeyjar og Álandseyjum sem tengjast verkefnum NVL.</p> <p>Grænlensku þátttakendurnir hafa komist að þeirri niðurstöðu að þörf sé á betra sambandi við stjórnmálamenn til þess að ræða tækifæri sem felast í fullorðinsfræðslu, ævinámi og raunfærnimati. </p> <p>– Það er talað of mikið og of lítið gert vegna þess að það er þörf fyrir betri yfirsýn yfir hver ber ábyrgð á hverju, segir Christine Tønnesen framkvæmdastjóri miðstöðvarinnar. </p> <p>Í pallborðsumræðum voru menn sammála um að „majoriaq“ ráðgjafarnir í 17 ólíkum bæjarfélögum á Grænlandi verði að vera í betra sambandi við framkvæmdastjórann. </p> <h4>Vísum veginn </h4> <p>Á Álandseyjum komst ráðgjöfin á skrið þegar verkefnið Vísum veginn, með tilraunum við náms- og starfsráðgjöf hófst þann 1. janúar 2017, og verkefninu lýkur árið 2020. Verkefnið er að fullu fjármagnað af byggða- og félagsmálasjóðnum. Þar hafa menn komist að því að þörf er fyrir að þróa kerfið, aðlaga það að menningu og tungumáli Álendinga. </p> <p>Á Færeyjum er náms- og starfsráðgjöf fyrir fullorðna, ævinámi og raunfærnimati nýtilkomin. Þess vegna finnst þeim að þeir séu heppnir, með rökum fyrir því að það séu ekki svo margir sem kerfi þeirra nær yfir og því sé auðveldara að samhæfa aðgerðir. </p> <h4>Þörf fyrir nýungar </h4> <p>Í Evrópu er tilhneiging í þá veru að menntun og áhrif hennar verði að endurnýja oft. Þess vegna er þörf fyrir nýungar á hinum ýmsu sviðum menntunar. Ævinám hefur raungerst fyrir flesta. Og rafræn náms- og starfsráðgjöf er gagnlegt verkfæri, segir <strong>Raimo Vourinen</strong> sem er verkefnastjóri í við finnsku rannsóknamiðstöð um menntamál við háskólann í Jyväskylä í Finnlandi. Hann segir jafnframt að það sé mikilvægt fyrir sjálfstjórnarþjóðirnar að hittast til þess að ræða og miðla reynslu og þekkingu. </p> <p>Á málþinginu voru þátttakendur sammála um að við kaup á kerfinu fyrir rafræna náms- og starfsrágjöf verði að aðlaga það að mismunandi menning og tungumálum. <br /> En jafnframt ríkir eining um þá skoðun að enn skorti heildræna framtíðarsýn fyrir málefni er varða fullorðinsfræðslu, ævinám og raunfærnimat. Það sé þörf fyrir heildræna stefnu fyrir alla. </p> <p>Höfundur: Birgitte Reimer</p> ,{replace:char(34),char(39)}]",{DECODEHTML}]

 
07. januar 2020

Aðlögun flóttamanna með starfsmiðaðri menntun

– Handbók, verkfæri á netinu og raunveruleg dæmi í Evrópuverkefni með styrk frá Erasmus+

Niðurstöður verkefnisins er meðal annars úrval úrræða á dönsku sem hægt er að nýta við skipulag vinnutengdrar menntunar fyrir fullorðna flóttamenn.   

Lögð eru fram tuttugu góð dæmi sem safnað hefur verið frá fjórum löndum í Evrópu.  

Gefin hefur verið út handbók sem nýtist við skipulag starfsmiðaðar menntunar fyrir flóttamenn. 

Jafnframt hafa verið gefin út verkfæri á netinu til þess að tryggja gæði starfsmiðaðrar menntunar fyrir flóttamenn. Verkfærin má nálgast á dönsku og ensku

[3,MLang]: aðlögun   

 
28. januar 2020

Formennskuáætlun Dana 2020

Græn, samkeppnishæf og félagslega sjálfbær Norðurlönd – einnig fyrir fullorðna. Megináhersla er á börn og ungt fólk í formennskuáætlun Dana fyrir Norrænu ráðherranefndina 2020, en fullorðnum er ekki gleymt, fullvissa Lise Lotte Toft skrifstofustjóri og Charlotte Romlund Hansen ráðgjafi í danska barna- og menntamálaráðuneytinu okkur um.
[FORMAT,"[FORMAT,<p>Norðurlöndin eiga að vera í fararbroddi í heiminum hvað varðar sjálfbærni og samþættingu. Hvorki meira né minna. Markmiðin í nýrri framtíðarsýn Norrænu ráðherranefndarinnar fyrir Norðurlöndin fela í sér þrjú stefnumarkandi áherslumál, grænni, samkeppnishæfari og sjálfbærari Norðurlönd. Fyrsta skrefið í átt að markmiðunum á að taka á formennskutímabili Dana, þar sem menntamál gegna meðal annars mikilvægu hlutverki. Þetta kemur fram í dönsku formennskuáætluninni fyrir árið 2020.</p> <p>– Norrænt samstarf snýst fyrst og fremst um að við vinnum saman að tilgangsríkum og gagnlegum verkefnum. Að verkefnin skapi virðisauka er sérstaklega mikilvægt, undirstrikar <strong>Lise Lotte Toft</strong>, skrifstofustjóri alþjóðaskrifstofu barna- og menntamálaráðuneytisins. Hún útskýrir að unnið hafi verið að mótun stefnu fyrir norræna samstafið með virðisauka þeirra að leiðarljósi:</p> <p>– Síðastliðin þrjú ár hefur verið unnið að því að forgangsröðun norræna samstarfsins, einnig á sviði menntamála og við höldum því áfram, segir hún.</p> <p><strong>Charlotte Romlund Hansen</strong> bætir við:</p> <p>– Sökum þess hve auðvelt er að gera samanburð á milli Norðurlandanna og að við stöndum frammi fyrir sömu áskorunum getum við líka tekist á við þær í sameiningu. Gott dæmi um það er NVL. Þrátt fyrir frjálslegt skipulag hefur NVL náð árangri vegna þess að uppbyggingin og vinnulagið er sérlega norrænt. Samstarfsnetin taka fyrir ákveðin áþreifanleg viðfangsefni og reyna að leggja fram ráð til þátttökulandanna um hvernig hægt sé að leysa þau – annað hvort á landsvísu eða í breiðara samstarfi Norðurlandanna. Á þann hátt finnst okkur að vinnan skili miklum virðisauka.</p> <h2>Hvað með fullorðna fólkið?</h2> <p>Á formennskutímabili Dana hefst nýtt þriggja ára verkefni: Ungmenni á Norðurlöndum í sjálfbærum samfélögum. Það snýst meðal annað um andlega vellíðan ungs fólks. Ekki er fjallað ítarlega um fullorðinsfræðslu í áætluninni. Að hverju verður sjónum beint árið 2020?</p> <p>– Í formennskuáætluninni er megináhersla lögð á fáein megin atriði, segir Lise Lotte Toft, sem útskýrir að það sé danska utanríkisráðuneytið sem stýri áætluninni. En hún undirstrikar að það útiloki síður en svo að áhersla sé jafnframt lögð á allt það góða starf sem unnið er um þessar mundir á sviði fullorðinsfræðslu.</p> <p>En það er nú einu sinni þannig að ef sjónum er einkum beint að ákveðnu efni, þá er það í brennidepli?</p> <p>– Já. En ef ætlunin er að nota formennskuáætlunina til þess að styðja við NVL, þá ætti að nýta orðin í áætluninni um sjálfbærni og framtíðarlausnir um fullorðna. Vegna þess að það er grundvöllur að fullorðinsfræðslu – að vera undirbúinn undir breytingar og geta lagt af mörkum og tekið þátt í nærsamfélaginu. Þannig telst fullorðinsfræðslan meðtalin í forgangsatriðum formennskuáætlunarinnar segir Lise Lotte Toft.</p> <h2>Stafræn umskipti í brennidepli</h2> <p><em>Á hvaða sviðum munum við helst verða vör við að fullorðinsfræðslan njóti líka forgangs árið 2020? </em></p> <p>– Í stafrænum umskiptum. Þetta er enn sem komið er mjög vítt hugtak, svo í nánustu framtíð verðum við að einbeita okkur að hvernig við getum skýrt það nánar, segir Charlotte Romlund Hansen.</p> <p>Á síðasta formennskuári Dana 2015 kom NVL á laggirnar neti sem fjallaði um grunnleikni og lagði niðurstöður PIAAC-könnunarinnar frá 2011 til grundvallar. Árið 2017 var komið á vinnuhópi sem einmitt á að fjalla um hvernig hægt er að skýra stafrænu umskiptin betur bæði á Norðurlöndunum og í tengslum við áætlun Evrópusambandsins.</p> <p>– Grunnleikni nær einnig til lesturs og talnaleikni en sérstök áhersla er lögð á stafrænu umskiptin, segir hún og bendir á skýrsluna sem netið gaf út árið 2019 þar sem bæði er greining og tillögur:</p> <p>– Og við höfum hugsað okkur að standa vörð um tillögurnar á pólitískum vettvangi í framtíðinni.</p> <h2>Hvernig stöndum við að því á skynsamlegan og snjallan hátt?</h2> <p>Í febrúar býður danska barna- og menntamálaráðuneytið fulltrúum landanna í NVL, EPALE, fullorðinsáætlun Evrópusambandsins og ráðuneytisins til sameiginlegs fundar. Þar verður rætt um tillögurnar og samræður við embættismenn ættu að leiða til viðmiða um hvernig hægt verður í sameiningu að vinna með stafrænu umskiptin.</p> <p>– Stafræn umskipti eru sannarlega eitthvað sem breytir samfélögum og vinnumarkaði okkar svo við verðum takast á við þetta viðfangsefni og komast að því hvernig við gerum það á skynsamlegan og snjallan hátt í framtíðinni. Mín reynsla er sú að umræða um stafrænu umskiptin eru eins og um sé að ræða risastórt og breitt efni, en við verðum að finna lausnir sem gagnast út í samfélaginu og þess vegna er brýnt að afmarka sviðið, telur Charlotte Romlund Hansen og bendir á að stafræn umskipti séu í samhengi við grunnleikni jafnframt á sviði inngildingar eins og lýðræði og gagnrýnin hugsun, allt svið sem lögð er áhersla á í formennskuáætluninni.</p> <p>– Þetta eru meðal þeirra gilda sem oft gleymast í evrópsku samhengi. En vegna þess að Norðurlandaþjóðirnar deila mörgum gildum er eðlilegt að þau séu með í norrænni umræðu.</p> <p><em>Þegar samstaða hefur náðst um viðmið og tillögur – hver á þá að taka við boltanum?</em></p> <p>– Umræður um NVL eru á dagskrá embættismannanefndarinnar í júní. Eftir þann fund geri ég ráð fyrir að fyrir liggi viðmið fyrir áframhaldandi vinnu, bæði innlend og einnig sameiginleg norræn verkefni. Verkefni sem NVL verður ef til vill falið að vinna, segir Lise Lotte Toft.</p> <blockquote class="utbox utbox-medium utbox-left lightblue-on-darkblue"> <h4>Danska verkefnið</h4> <p>Á hverju formennskutímabili er nýjum verkefnum hrint úr vör. Þau ná yfirleitt til þriggja ára. Það þýðir til dæmis að áfram verður unnið að verkefnum sem Íslendingar komu af stað og í ár lýkur norska verkefninu um bágstödd börn. Danska verkefnið sem er hafið fjallar um börn og ungt fólk og sjálfbær samfélög og undir það fellur áhersla á velsæld.</p> <p>Sjálfbærni og velsæld barna og ungmenna nýtur mikils forgangs hjá ráðherrunum. Um þetta er rætt í öllum vestrænum löndum og kannski getum við á Norðurlöndunum komist að því hversvegna svona mikið af ungu fólki er vansælt.</p> <p>Þess vegna snýst einn þáttur formennskuáætlunarinnar um rannsóknir eða kortlagningu á sviðinu. Og annar þáttur um stjórnmálaumræður. Ráðherrar hvaðanæva af Norðurlöndum koma til Kaupmannahafnar í mars til þess að ræða þetta og í nóvember stendur ráðuneyti rannsókna og menntunar fyrir stórri ráðstefnu um velsæld ungs fólks:</p> <p>– Ef við lítum til framtíðar og hugsum um áhrif dönsku formennskuáætlunarinnar, gæti verið spennandi ef við gætum sagt, jæja 10.000 börn og ungmenni hafa fengið kennslu um ákveðið efni af norrænum meiði, og á hverju ári eru ennþá haldnir fundir barna og ungmenna á Norðurlöndum sem sækja innblástur í þetta verkefni – og að við höfum orðið margs vísari um börn og ungmenni og velsæld, segir Lise Lotte Toft, skrifstofustjóri alþjóðaskrifstofu barna- og menntamálaráðuneytisins.</p> <p>Myndatexti: Charlotte Romlund Hansen (tv) og Lise Lotte Toft útskýra að litið sé til heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og þar leiki stafræn færni fullorðinna mikilvægt hlutverk, vegna þess að það er brýnt að ekki verið til A- og B-lið á því sviði.</p> </blockquote> <h2>Dönsk áhrif?</h2> <p><em>Hvernig munu dönsk áhrif norrænu formennskuáætlunarinnar birtast okkur? </em></p> <p>– Við höfum lagt ríka áherslu á að það sem gert er sé haldgott og gagnlegt. Og þegar um er að ræða hugmyndir um stefnu og pólitík – til dæmis hvað varðar stafrænu umskiptin – verður að huga að því hvernig hlutirnir eiga að líta út fyrir endanotenda, hvort sem um er að ræða einstaka íbúa eða til dæmis kennarann sem á að kenna fullorðnum. Það snýst um að hafa notandann alltaf í huga til þess að hægt sé að gera raunverulegar prófanir á meðan á ferlinu stendur, segir Charlotte Romlund Hansen, en bætir við að málið sé enn á pólitísku og stefnumótandi stigi:</p> <p>– Svo þegar árið er liðið munum við ekki hafa náð alla leið til endanotandans. En við stefnum í hans átt og með því að gera raunverulegar prófanir auðveldum við leiðina að markmiðinu. Það er allavega hugmyndin.</p> <p><em>Er það að gera hlutina afar áþreifanlega sérstaklega einkennandi fyrir Dani? </em></p> <p>– Ég tel það afar norrænt. Það getur verið tilhneiging til að umræða um stefnu og pólitík sé hástemmd og loftkennd. En við verðum að hafa í huga að þetta á að verða að einhverju sem gagnast einhverjum – og hvernig tryggjum við það þá? Brýnt að hafa það hugfast.</p> <p>Charlotte Romlund Hansen bætir við að á sviði fullorðinsfræðslu eigi Norðurlandaþjóðirnar margt sameiginlegt, meðal annars áherslu á ævinám. Og fjórða heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna – SDG 4 – um sjálfbæra menntun tryggi að hugað verði að menntun fullorðinna:</p> <p>– Hér á bæ notum við heimsmarkmiðin sem leiðarstjörnu sem við getum borið okkur saman við. Menntunarstig á Norðurlöndunum er hátt, en það sem við getum unnið að er að allir eiga að hafa lokið námi á framhaldsskólastigi – líka fullorðnir. Ekki allir hafa náð því og þá er spurningin hvernig getum við mætt þeim? Og hér komum við aftur að grunnleikninni – sérstaklega stafrænni færni – vegna þess að það er afar brýnt að við endum ekki með A- og B-lið á því sviði, undirstrikar hún.</p> <h2>Góðar hugmyndir endurnýttar</h2> <p><em>Í áætluninni fyrir 2020 stendur að þróa eigi norræna áætlun um fræðslu og færni til framtíðar? Hvað er átt við með því?</em></p> <p>– Það er ekki endilega um að ræða að setja eitthvað nýtt af stað, öllu fremur að koma skilaboðum um allt það góða sem hefur gerst og er að gerast á sviðinu á framfæri, svarar Lise Lotte Toft, skrifstofustjóri alþjóðaskrifstofu barna- og menntmálaráðuneytinu.</p> <p>Hún segir að nú þegar sé fyrir hendi mikil þekking og reynsla um einmitt fræðslu og hæfni á heimasíðu Norrænu ráðherranefndarinnar. Markmiðið fyrir 2020 er því að skýra betur hvaða áætlanir eru til, hverju þær hafi skilað og hvaða tækifæri felast í til dæmis í Nordplus, Nordplus Voksen, NORDBUK og þvílíku. Vilji maður sjá, hvernig meðal annars NVL hefur fengist við hæfni í framtíðinni, má lesa um það <a href="https://www.norden.org/is/haefni-i-framtidinni" target="_blank">hér</a>.</p> <p>– Hugmyndin er að við þokum því ofar í forgangsröðina, innblásturinn er sóttur í OECD verkefni sem ber heitið „Education 2030, educating for tomorrow“. Við höfum sagt embættismannanefndinni, sem er ráðgefandi fyrir skrifstofuna, að ekki sé ætlast til að þeir finni upp á mörgum nýungum eða spyrjist fyrir um margt nýtt vegna þess að við eigum nú þegar svo margt gott og búum að góðri reynslu, segir hún.</p> <p>– Ég fékk mér kaffibolla á meðan ég fór inn á heimasíðuna og las um það, <a href="https://www.norden.org/is/haefni-i-framtidinni" target="_blank">heimasíðan</a> þeirra er mög góð. Þar var hægt að lesa um innleiðinguna sem hófst fyrir nokkrum árum og sjá hvernig hefur gengið – og kannski fagna því örlítið.</p> <h2>Framtíðarsýn fyrir 2020</h2> <p>Formennskuáætlun Dana er fyrsta skrefið í innleiðingu nýrra framtíðarsýnar Norrænu ráðherranefndarinnar um að Norðurlöndin verði sjálfbærasta og samþættasta svæði heims.</p> <p>* Framtíðarsýnin kveður á um metnað sem leggja á í norrænt samstarf og markar þrjú stefnumarkandi forgangssvið í skýrri stefnu komandi ára um græn, samkeppnishæf og félagslega sjálfbær Norðurlönd.</p> <p>* Ný framtíðarsýn og stefnumarkandi áherslur Norrænu ráðherranefndarinnar fela meðal annars í sér að samstarfið verði hnitmiðaðra svo beina megi kröftum og fjármunum að aðgerðasviðum sem skipta mestu máli. Starf Norrænu ráðherranefndarinnar þarf jafnframt að verða árangursmiðaðra og nytsemi þess þarf að vera greinilegri gagnvart almenningi, fyrirtækjum og yfirvöldum.</p> <p>* Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun eru leiðarljós í starfi Norrænu ráðherranefndarinnar og þau verða einnig í brennidepli á formennskuári Danmerkur.</p> ,{replace:char(34),char(39)}]",{DECODEHTML}]
[4,MLang] :Dorthe Plechinger

 
27. august 2020

Plaköt um náms- og starfsráðgjöf í fangelsum

Netið um menntun í fangelsum hefur staðið að gerð plakata fyrir fanga, starfsmenn og stjórnendur fangelsa, til þess að auka þekkingu um náms- og starfsráðgjöf
[FORMAT,"[FORMAT,<p>Skoðið og sækið plakötin með krækjunum neðar á síðunni. Fyrir fanga hentar plakatið með yfirskriftinni: Náms- og starfsráðgjöf getur vísað þér fram á veginn, en þar kemur fram á hvað felst í náms- og starfsráðgjöf. Starfsfólki og stjórnendum er ætlað plakatið með yfirskriftinni: Náms- starfsráðgjöf í fangelsum, sem sýnir það sem vinnuhópurinn telur að eigi að felast í náms- og starfsráðgjöf í fangelsum.</p> <p>Plakötin eru á tvennskonar formi sem hægt er prenta út nýta í stofnunum. Plakötin eru á dönsku, íslensku, finnsku norsku og sænsku. Textinn á plakötunum hefur verið staðfærður að hverju landi og því eru yfirskriftirnar ólíkar.</p> <h2>Um vinnu netsins með náms- og starfsráðgjöf í fangelsum</h2> <p>Norrænt samstarfsnet um menntun í fangelsum hefur allt frá árinu 2018, stofnað og samhæft starf minni vinnuhópa sem fjalla um ákveðin þemu í ákveðinn tíma. Þess er vænst að afurðirnar gagnist í starfsemi fangelsa.</p> <p>Vinnuhópurinn um ráðgjöf hefur beint sjónum að náms- og starfsráðgjöf fyrir fanga sem eru virkir í námi. Að leggja stund á nám bætir forsendur fanga til lífs án afbrota og náms- og starfsráðgjöf leikur lykilhlutverk í aukinni menntun og sjálfsþekkingu í tengslum við val á námi og störfum. Aðgangur að góðri náms- og starfsráðgjöf getur verið liður í að fyrirbyggja og koma í veg fyrir frekari afbrot og á þann hátt nýst sem verkfæri við inngildingu í samfélagið. Vinnuhópurinn hefur kannað hvernig náms- og starfsráðgjöf er háttað á Norðurlöndunum til þess að geta lært af reynslu annarra.</p> <p>Í vinnuhópnum eru einstaklingar sem starfa við náms- og starfsráðgjöf í fangelsum á Norðurlöndunum annað hvort sem starfandi ráðgjafar eða sem miðlægir fulltrúar á sviði ráðgjafar.</p> <p><a href="/fengselsundervisning">Nána um norræna samstarfsnetið um menntun í fangelsum hér</a></p> <h2>Hafðu samband við netið um endurgjöf</h2> <p>Ef þú hefur spurningar eða vilt veita endurgjöf varðandi plakötin vinsamlegast hafðu samband við forsvarsmann netsins:</p> <p>Lenu Broo<br /> Kriminalvården<br /> <a href="mailto:Lena.Broo@kriminalvarden.se">Lena.Broo@kriminalvarden.se </a></p> <p><a href="https://nvl.org/content/plakater-om-karriereveiledning-i-kriminalomsorgen">Hægt er að hala plakötunum niður hér</a></p> ,{replace:char(34),char(39)}]",{DECODEHTML}]

 
27. november 2019

Ný skýrsla um rafræna náms- og starfsráðgjöf á Álandseyjum, Færeyjum og Grænlandi

Líkan NVL og ráðleggingar fyrir rafræna náms- og starfsráðgjöf á sjálfstjórnarsvæðunum: Grænlandi Færeyjum og Álandseyjum.
[FORMAT,"[FORMAT,<p>Líkan NVL og ráðleggingar fyrir rafræna náms- og starfsráðgjöf á sjálfstjórnarsvæðunum: Grænlandi Færeyjum og  Álandseyjum.</p> <p>Vinnuhópur NVL fyrir upplýsingatækni og náms- og starfsráðgjöf hefur gefið út skýrslu sem ber heitið Upplýsingatækni og náms- og starfsráðgjöf: Líkan og ráð fyrir rafræna náms- og starfsráðgjöf á sjálfstjórnarsvæðunum Grænlandi, Færeyjum og Álandseyjum. </p> <p>Markmið skýrslunnar er að kortleggja þau tækifæri sem í boði eru fyrir rafræna ráðgjöf og nám fullorðinna á Grænlandi, Færeyjum og Álandseyjum og leggja fram ráð um hvernig hægt er að koma á fleiri kerfum fyrir rafræna-ráðgjöf. Markhópur skýrslunnar eru stjórnmálamenn og ráðuneyti á sjálfstjórnarsvæðunum. </p> <h4>Ráð um net-ráðgjöf í skýrslunni </h4> <p>Reynsla vinnuhóps NVL um upplýsingatækni og náms- og starfsráðgjöf hefur veitt meðlimum í hópnum gagnlega reynslu og þekkingu um hvernig unnt er að koma á kerfum fyrir rafræna ráðgjöf.  <br /> Vinnuhópur NVL leggur þess vegna til að:</p> <p>–  Koma á rafrænum ráðgjafarverkefnum til reynslu í 3–5 ár, þar sem netþjónustan er staðsett á „neti“ umdæmisins. (Álendingar hafa þegar hrint sínu verkefni af stað).</p> <p>–  Meðlimir hópsins taka þátt og veita rafræna ráðgjöf fyrir yfirvöld og taka þátt verkefninu á upphafsþrepi umdæmisverkefnanna um rafræna ráðgjöf </p> <p>–  Náms- og starfsráðgjafar fullorðinna á Grænlandi og Færeyjum eru þjálfaðir í notkun kerfisins frá Puzzel (Álendingar hafa aðra lausn fyrir þetta).</p> <p>–  Mat og niðurstöður um árangur af rafrænni ráðgjöf verða skjalfest og „hagaðilar“ innleiðingar veita umsögn. </p> <p>–  Færeyska líkanið fyrir menntun náms- og starfsráðgjafa verður endurtekið, en sem norrænt verkefni að þessu sinni, þar sem ráðgjafar frá öllum þremur löndunum geta sótt sér menntunina </p> <p>–  Ráðgjafarnir safna tölfræði við vinnuna </p> <p>–  Ráðgjafar sem ljúka menntuninni eru hvattir til að birta greinar um ráðgjöf, rafræna ráðgjöf og áhrif hennar á meðal annars á fjölbreytni í fámennum samfélögum, félagslegt jafnrétti, og svo framvegis og bæta við þekkingu á rannsóknum sem snúast um náms- og starfsráðgjöf. </p> <p>Hægt er að lesa skýrsluna <a href="https://nvl.org/Content/IKT-og-vejledning" target="_blank">hér</a>. Ef þú vilt vita meira geturðu haft samband við framkvæmdastjóra NVL Antra Carlsen, antr@via.dk.<br />  </p> ,{replace:char(34),char(39)}]",{DECODEHTML}]

 
27. august 2019

Nýr einblöðungur um gæðalíkan fyrir raunfærnimat á Norðurlöndum

Nú hefur nýr einblöðungur um gæðalíkan fyrir raunfærnimat á Norðurlöndum verið birtur á heimasíðu NVL
[FORMAT,"[FORMAT,<p>Í nýja einblöðungnum um gæðalíkan fyrir raunfærnimat á Norðurlöndum sem nýlega var birtur, geta þeir sem starfa við að meta raunfærni sótt leiðsögn við íhugun um gæði raunfærnimatsferlisins, við að bera kennsl á mikilvæga stefnumótandi þætti raunfærnimatsferlisins auk þess að ná árangursríkum niðurstöðum fyrir alla hagaðila. </p> <p>NVL birtir að jafnaði einblöðunga, sem á auðskilinn og samþjappaðan hátt miðla mikilvægum atriðum til þeirra sem hafa þörf fyrir stutta kynningu á efni eða skýrslu. </p> <p><a href="https://nvl.org/Portals/0/DigArticle/15407/One-pager_validering_final.pdf" target="_blank">Einblöðungur um gæðalíkan fyrir raunfærnimat er aðgengilegur á ensku og hægt er að nálgast hann hér.</a> Einblöðungurinn byggir á skýrslunni Gæðalíkan fyrir raunfærnimat, <a href="https://nvl.org/Content/Quality-in-Validation-of-Prior-Learning" target="_blank">Quality in Validation of Prior Learning</a>.  <br />  </p> ,{replace:char(34),char(39)}]",{DECODEHTML}]
[4,MLang] :Antoniya Doneva

 
25. juni 2019

Sækið þekkingu og innblástur til neta NVL

Með nýju miðlunarsniði, einblöðungum er ætlunin að auðvelda aðgang að þekkingu og árangri neta NVL.
[FORMAT,"[FORMAT,<p>NVL gefur reglulega út skýrslur með kynningu á kortlagningum, samanburðargreiningum, ráðleggingum, nýjum lausnum, samantektum og fleira á breiðu sviði fullorðinsfræðslu á Norðurlöndunum. Í skýrslunum er verðmæt þekking fyrir þá sem starfa við fræðslu fullorðinna og NVL vil gjarnan efla útbreiðslu þekkingarinnar. </p> <p>Einblöðungunum er ætlað að miðla á auðskiljanlegan og samanþjappaðan hátt mikilvægustu eða handbærustu atriðunum til þín, sem hefur þörf fyrir snögga kynningu. Á einblöðungnum verður alltaf krækja í skýrsluna svo áhugasamir lesendur geta auðveldlega nálgast nánari upplýsingar.   </p> <p>Fyrsti einblöðungurinn hefur þegar verið birtur og fleiri munu fylgja í kjölfarið. Þann fyrsta má nálgast <a href="https://nvl.org/Vuxnas-larande/Resurser" target="_blank">hér</a>. </p> ,{replace:char(34),char(39)}]",{DECODEHTML}]
[3,MLang]: færniþróun   

 
05. februar 2019

Raunfærnimat á Norðurlöndunum

– tengsl fólks og stefnumörkunar

Þessi stefnumótun er gerð af Norræna tengslanetinufyrir nám fullorðinna (NVL) til að vekja athygli á þeim niðurstöðum sem nú þegar hafa náðst á sviði
námsmats á Norðurlöndum og til að benda á frekari aðgerðir sem nauðsynlegar eru til að framkvæma tilmæli Evrópuráðsins.

[3,MLang]: raunfærni   

 
14. februar 2019

Raunfærnimat á Norðurlöndum

– Frá stefnu til framkvæmdar
[FORMAT,"[FORMAT,<p>Norrænt tengslanet um nám fullorðinna (NVL) hefur unnið samantekt um stefnumörkun um árangur af raunfærnimati á Norðurlöndum. Markmiðið með samantektinni er að sýna þann árangur sem þegar hefur náðst og benda á frekari aðgerðir sem nauðsynlegar eru við framkvæmd raunfærnimats í samræmi við tilmæli frá Evrópuráðinu. <br /> Stefnumörkunin er byggð á vinnu sérfræðinets NVL um raunfærnimat. Nánari upplýsingar um norrænt samstarf á svið raunfærnimats má finna á heimasíðu netsins: <a href="http://www.nvl.org/validering" target="_blank">www.nvl.org/validering</a></p> <p>Þú getur nálgast samantektina á <a href="https://nvl.org/Content/Validation-of-prior-learning-in-the-Nordic-region" target="_blank">ensku</a>, <a href="https://nvl.org/Content/Validering-af-realkompetencer-i-Norden" target="_blank">dönsku</a>, <a href="https://nvl.org/Content/Validering-av-tidigare-larande-i-den-nordiska-regionen" target="_blank">sænsku</a>, <a href="https://nvl.org/Content/Realkompetansevurdering-i-den-nordiske-regionen" target="_blank">norsku</a> og <a href="https://nvl.org/Content/OSAAMISEN-VALIDOINTI-Pohjoismaissa" target="_blank">finnsku</a>.<br />  </p> ,{replace:char(34),char(39)}]",{DECODEHTML}]
[3,MLang]: raunfærnimat   

 
26. november 2018

Norrænn Námshringur - Stjórnun og aðlögun

Námshringurinn á að veita aðstoð við þróun norræns framhaldsnáms fyrir stjórnendur
[FORMAT,"[FORMAT,<p>Nýi námshringur NVL um þemað “Þátttöka og stjórnun” er bæði í senn framhald og frekari þróun norræna (NVL) frumverkefnisins um umbreytanlega námshringi sem fyrirmynd að samfelldri starfsmiðaðri hæfniþróun, og framkvæmd á mörgum tillögum í norrænu verkefnisskýrslunni um aðlögun og nám fullorðinna ”<a href="https://nvl.org/Content/Inklusion-og-voksenlaering-for-aktiv-deltagelse-i-samfund-og-arbejdsliv" target="_blank">Inklusion og voksenlæring – for aktiv deltagelse i samfund og arbejdsliv”</a> (2017) (Aðlögun og nám fullorðinna - til virkrar þátttöku í samfélagi og atvinnulífi.)</p> <p>Námshringurinn á að veita aðstoð við þróun norræns framhaldsnáms fyrir stjórnendur sem hafa viðfangsefnið aðlögun sem mikilvægan hluta starfs síns. Með stýrðri reynsluhlutdeild, íhugun og greiningu eigin verka fá stjórnendurnir nýjar hugmyndir og þekkingu sem opna ný sjónarmið og skilning á áskorunum í daglegu starfi sínu.</p> <p>Ný tækifæri til aðgerða eru reynd og þau geta leitt til nýrra starfsvenja sem styrkir og gerir stjórnun aðlögunarstarfsins hæfari. Vinnan með námshringina byggir á norrænum hefðum fyrir náms- og hæfniþróun grundvallaða á reynslu og samræðum. Í námshringnum er lögð áhersla á norræna miðlun á reynslu og þekkingu. </p> <p>Markhópurinn er norrænir stjórnendur þeirra sviða í sveitarfélögum/landshlutum eða menntastofnunum sem fjalla um aðlögun (inklusion). </p> <p>Siv Ekström, Medis; Álandseyjum<br /> Päivi Rosnell, Arbetarinstitutet, Finlandi<br /> Anne Rasmussen, Nordsjællands sprogcenter, Danmörku<br /> Charlotte Ozimek, VUC Nordjylland, Danmörku<br /> Gisli Hvandal, Háskóli Íslands, Íslandi<br /> Goce Dabeski, Eskilstuna kommun, Svíþjóð<br /> Kerstin Johansson, Flen kommun, Svíþjóð<br /> Lilian Ivars, K5, Finnlandi<br /> Per Erik Tilset Larsen, Oplæringsförbund Trondheim, Noregi<br /> Tommy Bergersen, NAV, Noregi</p> <p>Pirjo Lahdenperä, Mälardalens högskola, Svíþjóð<br /> Maria Marquard, NVL Danmörku<br />  </p> ,{replace:char(34),char(39)}]",{DECODEHTML}]

 
27. marts 2019

Ný handbók frá NVL um vinnulagið „To-do“

Í nýrri handbók NVL er To do kynnt sem nýtt vinnulag við sköpun nýrra hugmynda, tengslaneta og mótun aðgerða til leysa sértækar áskoranir.
[FORMAT,"[FORMAT,<p>Handbókin er hugsuð sem leiðsögn og innblástur við beitingu To-do vinnulagsins og framkvæmd svæðisbundinna námskeiða um sameiginlegar áskoranir, með samstarfi er lögð áhersla á sjálfbærar lausnir, lýðræðislega þátttöku, menntun og staðbundna athafnasemi. </p> <p>Markhópur fyrir handbókina eru allir sem vilja bjóða öðru fólki, með mismunandi sjónarhorn, þekkingu, reynslu og óskir í lausn sameiginlegra áskorana. </p> <p>To-do vinnulagið var þróað og notað af Eyja-tengslaneti NVL á árunum 2015–2017. Markmiðið var að þróa nýjar hugmyndir, aðgerðir sem gætu stutt aðlögun hinna fjölmörgu flóttamanna sem þá nýlega höfðu komið til Borgundarhólms, Gotlands og Álandseyja. Í handbókinni er reynslu netsins miðlað og þar eru kynntar leiðir til þess að beita vinnulaginu. </p> <p>Lesið meira og sækið handbókina <a href="https://nvl.org/Content/Handbog-i-To-do-en-arbejdsform-til-samskabelse-lokal-handlekraft-og-baeredygtige-loesninger" target="_blank">hér.</a><br />  </p> ,{replace:char(34),char(39)}]",{DECODEHTML}]

 
27. marts 2019

Ný samantekt NVL um stefnumörkun um raunfærnimat á Norðurlöndum

Sérfræðinganetið um raunfærnimat hefur unnið samantekt um stefnumörkun um raunfærnimat. Markmiðið samantektarinnar er að varpa ljósi á þann árangur sem þegar hefur náðst á sviðinu og benda á hvar enn er þörf á að vinna að frekari þróun.
[FORMAT,"[FORMAT,<p>Vinna við raunfærnimat innan sérfræðinganetsins hefur einkennst af heildstæðum hugmyndum til að auka meðvitund um raunfærnimat. Netið hefur á undaförnum árum staðið fyrir fjölmörgum norrænum, lands- og staðbundnum ráðstefnum, námskeiðum og vinnustofum. </p> <p>Sérfræðinganetið hefur einnig útfært verkfæri sem varða gæði í raunfærnimati, hæfniprófíla matsaðila og viðmiðaramma sem hægt er að nota til þess að greina hvernig ákveðinni þjóð, sveitarfélagi eða atvinnugrein miðar í vinnunni við mótun heildstæðs kerfis fyrir raunfærnimat.   </p> <p>Í samantektinni kemur fram hvernig þróun raunfærnimats á Norðurlöndum hefur verið á síðastliðnum tíu árum frá sjónarhóli netsins, en áhersla er lögð á ráðleggingar um hvar frekari þróunar er þörf. Bent er á að þörf er fyrir frekari þróun á tveimur sviðum; færniþjálfun matsaðila og auka athygli á samhæfingu og eftirfylgni við raunfærnimat. </p> <p>Nánari upplýsingar á íslensku er að finna <a href="https://nvl.org/Portals/0/DigArticle/15798/NVL_Policy_report_Raunf%C3%A6rnimat_120219_new.pdf" target="_blank">hér</a>.<br />  </p> ,{replace:char(34),char(39)}]",{DECODEHTML}]
[3,MLang]: raunfærnimat   

 
24. april 2019

Ánægjulegir fundir í glaðasólskini

Norræn ráðstefna Alfaráðsins í Helsinki var sólskinsamkoma fagfólks hvaðanæva af Norður-löndum. Flestir voru sammála um að heimurinn væri að breytast og grundvallaratriði læsis hafa sjaldan verið mikilvægari.
[FORMAT,"[FORMAT,<p>– Hingað getur maður alveg farið einn. Ekkert að óttast, því maður hittir alltaf einhverja félaga, segir doktorsneminn <strong>Nina Begovic Jönsson</strong> við Háskólann í Uppsölum og Háskólanum í Gävle.</p> <p>Hún var meðal um það bil 130 þátttakenda á norrænu ráðstefnunni um læsi og grundvallaratriði læsis. </p> <p>Sólin skín og hafið er blátt. Það er líka létt yfir þátttakendum þegar þeir fara út til þess að njóta kaffisopans að loknum þrungnum eftirmiðdegi með þéttri dagskrá.  </p> <p>Nina Begovic Jönsson og <strong>Sofie Granlund </strong>hittust nýlega í fyrsta skipti, en er þegar komnar í líflegar samræður.  </p> <p>– Mig langar að læra allt. Þessi ráðstefna er mikilvæg fyrir okkur Finnlandssvíana, vegna þess að kennsla innflytjenda er frekar ný fyrir okkur, en líka fyrir mig persónulega, segir Sofie Granlund.</p> <p>Hún er kennari við Evangeliska lýðskólann í Vasa, sem kennsla á nýrri braut fyrir innflytjendur hófst á yfirstandandi skólaári.</p> <p>Þetta er í þriðja skipti sem Nina Begovic Jönsson tekur þátt í ráðstefnum Alfaráðsins, en hún rannsakar ritun í grundvallaratriðum læsis</p> <p>– Ég var kennari. Nú sinni ég rannsóknum og í þessari ráðstefnu tek ég þátt út frá allt öðru sjónarhorni.  </p> <p>Ráðstefnan sú fjórtánda í röðinni, var að þessu sinni var haldin dagana en 3. – 5. apríl nokkrum kílómetrum fyrir utan Helsinki í undurfögru umhverfi menningarmiðstöðvarinnar Hanaholmen. Ráðstefnan  var haldin í samstarfi Alfaráðs NVL og menntamálastofnunarinnar í Finnlandi.</p> <p>Þó þetta hafi verið í fyrsta skipti sem Finnar voru gestgjafar eru þeir síður en svo á byrjendur á þessu sviði.  </p> <p>– Saga Finnlands er saga um lesandi fólk, <strong>Leena Nissilä</strong> skrifstofustjóri í menntamálastofnuninni á fyrsta degi ráðstefnunnar. </p> <p><strong>Guðlaug Stella Brynjólfsdóttir,</strong> verkefnastjóri við Háskóla Íslands var meðal fyrirlesaranna. Erindi hennar bar yfirskriftina <em>Language learning in the Wild - a guided participation in real-life interactions</em>. Á Íslandi stýrir hún meðal annars tungumálaverkefnunum Íslenskuþorpinu og The Rally Course. </p> <p>Í samstarfi við Mími-símenntun, hannar hún og þróar mismunandi námsbrautir og námskeið fyrir innflytjendur, þar sem hversdagslíf, atvinnulíf, viðskiptalíf og umhverfi er tvinnað saman við kerfisbundna kennslufræðiaðferð námið fer fram skref fyrir skref. Hægt er að beita kennsluaðferðinni á fjölmörgum mismunandi stöðum í samstarfi við marga ólíka aðila.  </p> <p>[media:4571] <br /> <em>Verkefnastjórinn Guðlaug Stella Brynjólfsdóttir, kynnti  á sannfærandi hátt íslenskar aðferðir við tungumálakennslu. Mynd: Camilla Lindberg </em></p> <p>Síðasta frumkvæði hennar stendur hjarta hennar nær, er verkefni sem býður upp á markþjálfun og fræðslu fyrir konur af ólíkum uppruna sem starfa á leiksskólum. </p> <p>– Árangurinn er magnaður. Hann sýnir hversu mikilvægt það er að virkja kringumstæðurnar, samstarfsfólk og stjórnendur í náminu, segir hún.   </p> <p>Á árum áður þegar Guðlaug Stella Brynjólfsdóttir hóf að kenna íslensku sem annað mál, kom henni á óvart hve ófullnægjandi talmál nemendanna var eftir 12 vikna langt námskeið. Það leiddi til rannsókna til að finna óhefðbundnar aðferðir.   </p> <p><em>Hversvegna er svona mikilvægt að kenna tungumála í náttúrulegu umhverfi? </em></p> <p>– Heimurinn breytist hratt, breytingar sem kennsla okkar verður að mæta eru tæknilegar félagspólitískar og umhverfislegar.  Aldrei fyrr hefur verið mikilvægara að hvetja nemendur til þess að nýta hversdagslíf, áhugamál sín og reynslu til þess að tileinka sér tungumálið.   </p> <p><em>Var erfitt að sannfæra fyrirtæki og stofnanir?</em></p> <p>– Þegar við hófum innleiðingu árið 2012 héldum við að þetta yrði hægara sagt en gert. En okkur til mikillar undrunar reyndist síður en svo erfitt að semja við þau. Samstarfaðilar okkar er þvert á móti afar fúsir til samstarfs og áhugasamir. </p> <p><em>Hvernig hafa nemendur ykkar brugðist við?</em></p> <p>– Við látum þátttakendur meta öll námskeiðin okkar. Í stuttu máli má segja að þeir séu mjög ánægðir með að geta tileinkað sér tungumál á nýjan hátt. En þrátt fyrir það finnst þeim erfitt að tala tungumálið utan kennslustofunnar. Þess vegna er mikilvægt að geta boðið upp á vettvang eins og <em>Íslenskuþorpið</em>  með kennslufræðilegu skipulagi, sérstökum verkefnum og leiðsögn sem styður þjálfun nemendanna í tungumálinu.  </p> <p>Á ráðstefnunni höfðu öll Norðurlöndin tækifæri til þess að kynna áskoranir og tækifæri sem blasa við í kennslu í grundvallaratriðum læsis. Þrátt fyrir fyrrnefnt dæmi um verkefni mátti greina nokkra svartsýni af Íslands hálfu. Stuðningur frá hinu opinbera hefur fram til þessa verið lítill</p> <p>[media:4572] <br /> <em>Þátttakendur á ráðstefnu Alfaráðsins í  Helsinki tóku þátt í þéttri dagskrá með nýrri nálgun við grundvalaratriði læsis.  Mynd: Camilla Lindberg</em></p> <p>Danir og Norðmenn hafa náð mun lengra, norski ráðgjafinn <strong>Beate Linnerud</strong> kynnti átak sem hefur verið hrint í framkvæmd til þess að aðstoða sveitarfélögin við að komast af stað. </p> <p>– Við höfum lagt grunn að áætlun með ákveðnum standardþáttum sem sveitarfélögin geta nýtt sér.  Þar með talið dæmi um vinnu- og tungumálapraxís, færni í upplýsingatækni sem og lífsleikni, sagði, Beate Linnerud.</p> <p>Nánar um íslenska verkefnið <a href="http://languagelearninginthewild.com/project/the-icelandic-village/" target="_blank">hér</a> (texti á ensku og myndband á íslensku).</p> ,{replace:char(34),char(39)}]",{DECODEHTML}]
[4,MLang] :Camilla Lindberg

 
11. december 2017

Skýrslan um færni frá sjónarhóli atvinnulífsins

NVL-netið um færni í atvinnulífinu hefur sent frá sér skýrslu þar sem sjónum er beint að mikilvægum stefnumiðuðum atriðum sem auðvelda þróun á yfirfærslu á milli menntunar og atvinnulífs og tækifæri til hreyfanleika á vinnumarkaði.

Markmið skýrslunnar er að hvetja til þess að norrænu þjóðirnar móti sér stefnu um færniþróun og færniþróunarpólitík sem er heildræn og einkennist af samstarfi og samvinnu á milli allra sviða sem málefnið varðar og sem veitir tækifæri til að koma á öflugu kerfi fyrir færniþjálfun og þróun í og fyrir atvinnulífið.  Brýnt er að finna jafnvægi á milli markaðsaflanna og stýringu yfirvalda


 
25. september 2018

AÐLÖGUN OG FULLORÐINSFRÆÐSLA

Samantekt um pólitíska stefnumörkun um aðlögun og fullorðinsfræðslu ásamt úrvali þátta og tillagna sem geta auðveldað aðlögun. Þessa samantekt er þýdd á önnur norðurlandatungumál og aðlöguð hverju landi.

Alla samantektina er hægt að lesa hér.

[3,MLang]: aðlögun   færniþróun   

 
24. oktober 2013

8 árangursþættir

í norrænum menntaverkefnum hönnuðum til að mæta samfélagsáskorunum (NVL 2013)
[FORMAT,"[FORMAT,<p>Hér gefur að líta ritstýrða samantekt rannsóknarskýrslunnar Analysis of Nordic educational projects designed to meet challenges in society. Defining the success factors, eftir þau Jyri Manninen (Háskólanum í Austur-Finnlandi), Hróbjart Árnason (Háskóla Íslands), Anne Liveng (Háskólanum í Hróarskeldu, Danmörku) og Ingegerd Green (sjálfstæðan ráðgjafa, Svíþjóð) á vegum Færniþróunarverkefnis NVL 2009–2012.</p> <p>The report is also available in <a href="https://nvl.org/Content/8-Success-Factors" target="_blank">English</a>, <a href="https://nvl.org/Content/Iluatsitsilluarnermut-pissutsit-arfineq-pingasut" target="_blank">Greenlandic</a>, <a href="https://nvl.org/Content/8-succesfaktorer" target="_blank">Danish</a> and <a href="https://nvl.org/Content/8-framgangsfaktorer" target="_blank">Swedish</a>. </p> ,{replace:char(34),char(39)}]",{DECODEHTML}]

 
14. januar 2014

Gæðalíkan fyrir raunfærnimat

Bæklingur þessi er lokaskýrsla verkefnisins Gæðalíkan fyrir raunfærnimat á Norðurlöndum


 
25. juli 2010

Áskoranir í raunfærnimati (ark) á Norðurlöndum

Útgefin 2010
Sérfræðinganeti NVL um raunfærnimat hefur verið falið það verkefni að finna samnorrænar áskoranir er snúa að raunfærni. 
Þessi greinargerð byggir á skýrslum frá löndunum

 
15. september 2014

Nýtt frumvarp um alþýðufræðslu hefur verið lagt fram

[FORMAT,"[FORMAT,<p class=""><strong>Sænska þjóðþingið Riksdagen hefur nú samþykkt nýtt frumvarp til laga um alþýðufræðslu. Í frumvarpinu er áhersla lögð að ábyrgð á sviðum margreytileika og jafnréttis.&nbsp;Eini flokkurinn sem greiddi atkvæði á móti frumvarpinu var flokkur Svíþjóðardemókrata.</strong></p> <p class="">Með frumvarpinu verða nú til sérstök markmið fyrir alþýðufræðslu sem rekin er fyrir opinbert fé. Í því felst að metnaður stjórnvalda með stefnunni verður greinilegri og að markhópur alþýðufræðslunnar er breiðari en markhópur fullorðinsfræðslunnar sem alþýðufræðsla áður var hluti af.</p> <p class="">- Í fyrsta skiptið í sögunni hefur þjóðþingið staðfest markmið fyrir alþýðufræðsluna. Það er til marks um þýðingu og mikilvægi fræðslusambanda og lýðskóla. Það er eitt af fleiri tilefnum til þess að ég tel að alþýðufræðslan hafi tækifæri til þess að leggja aðeins harðar að sér eftir ákvörðun þjóðþingsins á miðvikudaginn, segir Maria Arnholm, ráðherra sem fer með málefni alþýðufræðslunnar.&nbsp;</p> <p class=""><a href="http://www.folkbildning.se/aktuellt/nyheter/2014/riksdagen-antog-ny-proposition-om-folkbildning/?utm_campaign=cmp_317266&amp;utm_source=getanewsletter" target="_blank">Meira&gt;&gt;&gt;</a></p> ,{replace:char(34),char(39)}]",{DECODEHTML}]
[3,MLang]:

 

Norge

 
29. januar 2015

Fullorðinsfræðsla í Noregi 2014

[FORMAT,"[FORMAT,<p><strong>Vox-spegillinn kemur út á hverju ári þar er tölfræði um þátttöku fullorðinna í fræðslu.</strong> Nýlega kom árgangur 2014 út. Þar er meðal annars yfirlit yfir kennslu í norsku og samfélagsfræði fyrir fullorðna innflytjendur, nám hjá fræðslusamböndunum, nám í fangelsum og nám á vegum NAV norsku atvinnu- og velferðarstofnunarinnar. Meðal annars má lesa að þeim sem luku námi í norsku á þriðja stigi fjölgaði um 25 prósent í munnlegri norsku og 30 prósent í skriflegri norsku á milli áranna 2012 og 2013. Ennfremur að á árinu 2013 tók rúmlega helmingur þeirra sem afplánuðu í norskum fangelsum þátt í námi á vegum fangelsismálastofnunar í Noregi.</p> <p><a href="http://www.vox.no/nyheter/vox-speilet-2014-er-klart/" target="_blank">Lesið Vox-spegilinn 2014 hér&nbsp;&nbsp;</a></p> ,{replace:char(34),char(39)}]",{DECODEHTML}]
[3,MLang]:

 
23. oktober 2018

Nýtt tengslanet í NVL beinir athyglinni að hæfniþróun í atvinnulífinu

Þann 11. og 12. september kom nýja tengslanet NVL fyrir samtök atvinnulífsins saman í fyrsta sinn í Osló. Tengslanetið á að vinna að hæfniþróun í og fyrir atvinnulífið. Fyrsti fundur netsins fór í að fulltrúarnir kynntust og í að skipuleggja starfsemina það sem eftir lifir af 2018 og á árinu 2019.
[FORMAT,"[FORMAT,<p>Tengslanetið byggir áfram á þeirri vinnu sem unnin var í tengslanetinu “Kompetens sett ur arbetslivsperspektiv” (Hæfni séð frá sjónarhóli atvinnulífsins) (2014-2017) ásamt nýlegum skýrslum sem Norræna ráðherranefndin hefur gefið út um norræna menntunarsamvinnu, atvinnulíf og nám fullorðinna, m.a. skýrslu Poul Nielson “Arbejdsliv i Norden - Udfrodringer og forslag” (Atvinnulíf á Norðurlöndum - áskoranir og tillögur” (2016). </p> <p>Markmiðið er að meðlimir tengslanetsins kynni sér til hlítar viðfangsefni og þemu sem eru sameiginleg Norðurlöndunum og vinna að sameiginlegri þekkingu og skilningi á þeim. </p> <p>Fyrsta vinnustofa fyrir boðsgesti verður haldin í Osló 21. nóvember og ber titilinn “Hið stafræna ferðalag - hvernig fáum við starfsfólkið með okkur?” (Den digitale reisen - hvordan får vi de ansatte med?).   <br />  </p> ,{replace:char(34),char(39)}]",{DECODEHTML}]
[4,MLang] :Inger Dyrnes

 
31. oktober 2018

Við verðum að læra alla ævi - en hvar og hvernig?

Við vitum það vel, vinnumarkaðurinn mun krefjast þess að við lærum eitthvað nýtt, förum í endurmenntun, já að við lærum alla okkar ævi. En við munum varla setjast á skólabekkinn, tilbúin með penna og stílabók.
[FORMAT,"[FORMAT,<p>Hinir stafrænu tímar með sjálfvirkni, vélmennsku og aukinni notkun gervigreindar krefst meiri endurmenntunar en áður. Sama á við um “grænu byltinguna”, sem leggur áherslu á nýjar orkulausnir með hjálp hátækni. </p> <p>Innviðum er í auknum mæli stjórnað af tölvum sem þarf að forrita og stjórna. Alþjóðavæðing krefst tungumálakunnáttu og hæfni til að vinna í erlendum fyrirtækjum og fjölmenningarlegu umhverfi. </p> <p>Skilaboðin frá pólitískum aðilum eru skýr. Símenntun verður afgerandi fyrir bæði starfsfólk og vinnuveitendur, en einnig fyrir samfélag sem vill halda samkeppnishæfni. Norski forsætisráðherrann hefur sagt þetta skýrt og skorinort og á fjárlögum fyrir árið 2019 er veitt viðbótarfjármagni til hæfnisumbóta sem bera yfirskriftina "Læra alla ævi". </p> <p>Í fjárlagafrumvarpi því sem nú er til umfjöllunar í Stórþinginu segir: </p> <p>- "Ríkisstjórnin mun framkvæma hæfnisumbætur þannig að starfsfólk falli ekki út úr atvinnulífinu vegna skorts á hæfni. Ríkisstjórnin leggur til samtals u.þ.b. 130 milljóna NOK viðbót til verkefna sem eru hluti af hæfnisumbótunum. Þetta eru m.a. 37 milljónir NOK til að þróa sveigjanlegar námsbrautir á sviði tækni og stafrænna lausna og 30 milljónir NOK fyrir starfsgreinaverkefni tengdum atvinnugreinum sem eru í sérstakri áhættu varðandi stafræna þróun, áhrif sjálfvirkni og annarrar umbreytinga. </p> <p>Hæfnismælistika Norsku vinnuveitendasamtakanna (NHO) fyrir 2017 sýnir að meira en helmingur norskra fyrirtækja býr við óuppfyltar hæfnisþarfir.</p> <p>Um 40 prósent fyrirtækja segja að vegna stafrænar þróunar og aukinnar sjálfvirkni hafi þau meiri þörf fyrir fólk með verkfræðimenntun og annars konar tæknilega menntun. Þetta þýðir einfaldlega frekari menntun starfsmanna eða einnig nýráðninga fólks með mikla menntun. Á sama tíma eru fyrirtækin í óða önn að fjárfesta í tækni og sjálfvirkni. </p> <p>Þegar hæfnisþarfirnar aukast og breytast í eðli sínu verða menntastofnanir að fylgjast með. NTNU (Norski tækni- og raunvísindaháskólinn) hefur leitað aðstoðar í rannsóknavísindum í því skyni að bera kennsl á hæfnisþarfir sem koma til í stafrænni þróun á næstu árum. </p> <p>Þetta er nauðsynlegt til þess að háskólinn geti þróað nútímalegt og viðeigandi tilboð um endurmenntun. Bráðabirgðasvarið frá Norrænu stofnuninni um nýsköpun, rannsóknir og menntun, NIFU, er skýrt. </p> <p>NIFU sér fyrir sér umtalsverða þekkingarþörf hvað varðar stafræna þróun. </p> <p>Þessar kröfur eiga sérstaklega við um eftirfarandi atriði: </p> <p>- tæknileg færni í upplýsingatækni </p> <p>- stjórnun á þróun stafrænna ferla </p> <p>- öryggi í upplýsingatækni og persónuvernd</p> <p>- stafræn fjarvist </p> <p>- upplýsingatækni og heilbrigði </p> <p>Hér er að finna stór og mikil verkefni fyrir þá aðila sem bjóða upp á menntunartilboð. Þeir verða að bjóða upp á viðeigandi námstilboð sem láta fyrirtækjunum í té starfsfólk sem getur tekið þátt í hinu sjálfvirka og tæknilega flókna atvinnulífi framtíðarinnar. </p> <p>Menntamálaráðuneytið hefur áttað sig á því að fjármunir eru nauðsynlegir til að þróa viðeigandi og sveigjanleg tilboð fyrir þá sem eru í fastri vinnu og geta ekki tekið sér frí til að setjast á skólabekkinn. Í endurskoðuðum fjárlögum þessa árs segir:   </p> <p>- Ríkisstjórnin leggur til að auka fjárveitingar um 10 milljónir NOK til þróunar sveigjanlegra tilboða um endurmenntun í stafrænni hæfni og tilboð sem styðja við stafræna þróun. Menntunartilboðin skal þróa í nánu samstarfi við atvinnulífið og eiga að vera hönnuð þannig að þau sé hægt að samkeyra með allt að því fullu starfi, t.d. með skiptingu í áfanga, nám á netinu og að þátttakendur komi saman. <br /> Þessum áformum verður nú fylgt eftir árið 2019. </p> <p>Við vitum að atvinnulífið breytist hratt og við vitum að við sem starfsmenn eða frumkvöðlar verðum að fylgja því eftir með því að öðlast stöðugt nýja þekkingu. En við vitum í raun ekki hvernig námsaðstæður og námsumhverfið mun líta út, til dæmis árið 2030. </p> <p>[media:4075] </p> <p><em>Við verðum að læra alla okkar ævi, en hvernig eigum við að gera það? Mynd: Torhild Slåtto </em></p> <p>Nýjar menntaleiðir eru þróaðar með flóknum lausnum á netinu, leikjum og vélmennum. Með því að nota námsgreiningu getum við fengið námsferli sem er sérsniðið að þörfum einstaklingsins. Það eru einnig tilboð um mörg opin námskeið á netinu (mooc) þar sem boðið er upp á fjölbreytt úrval af námsgreinum. </p> <p>Frumkvöðlar hjá Woolf University í Oxford ætla að þróa "blockchain university" með sömu tækni og er á bak við rafmyntina Bitcoin. Hugmyndin er sú að kennslan fari fram milliliðalaust á milli fagfólks og nemenda, maður á mann, þar sem stjórnasýsla háskólans er numin á brott. Woolf University gefur til kynna að greiðsla fyrir hvern stúdent muni nema 5000 dollurum á ári. </p> <p>Með loftslagsógninni, óstöðugum pólitískum aðstæðum í mörgum löndum og hraðri tækniþróun, er framtíðarmyndin ófyrirsjáanleg. En við getum látið hugann reika um menntun og nám í framtíðinni. Hér koma þrjár atburðarásir fyrir hvernig námsumhverfið getur hugsanlega litið út í framtíðinni. </p> <p>Atburðarás 1: Opið og félagslegt námsumhverfi undir stjórn nemenda. Við lærum saman í opnum hópum, spilum saman, hlustum á fyrirlestra og <br /> myndbandakynningar á netinu, leysum verkefni, leitum ráða hjá vélmennum, <br /> skipuleggjum umræðuhópa á netinu, eigum samskipti á samfélagsmiðlum og "veljum" tilboð um menntun eftir þörfum, einnig eftir þörfum vinnuveitandans. </p> <p>Atburðarás 2: Einstaklingsbundið sýndarnámsumhverfi undir stjórn nemandans sjálfs, eða hugsanlega líka með aðstoð persónulegs menntunarráðgjafa. Menntunin er byggð eftir einstaklingsbundnum óskum og þörfum. Námskeið eru sótt frjálst á netið, bæði gegn greiðslu og ókeypis. Mooc-ar (massive open online course), leikir og spjallrásir eru mikið notaðar. Ef til vill verður spjallrásakerfið hjá Woolf University með maður-á-mann kennslu vinsæl leið til prófs. Eða kannski verða engin próf. Starfshæfni (employability) og hæfni til tiltekinna starfsverkefna geta orðið viðmið í stað einkunna á prófi. </p> <p>Atburðarás 3: Hið ný-hefðbundna námsumhverfi þar sem kennslustofa og fyrirlestrasalur fá endurreisn. Fyrirlestrar og einn-á-marga kennsla verður tekin í notkun í stórum stíl, en með ákveðinni notkun margmiðlunartækni sem skapar möguleika á að vinna með kennslulotur og fyrirlestra á netinu eftir að þeim er lokið í kennslustofu eða fyrirlestrasal. Margir hafa fengið nóg af hinni miklu notkun netsins og flókinnar hátækni. Það verður einskonar fortíðarþrá til tímans fyrir internetið, þar sem kennslustofan og fyrirlestrarsalurinn voru hinn sígildi staður til menntunar. </p> <p>Í leitinni að góðu námsumhverfi og ákjósanlegum námsaðstæðum munu rannsóknir á stúdentum og eigin óskum nemandans verða mikilvægar. Hvað virkar og hvað skapar góðan námsárangur? </p> <p>Það er ekki síst mikilvægt að rannsaka endur- og framhaldsmenntun og spyrja spurninga eins og "hvernig starfsfólk geti öðlast nauðsynlega þekkingu og hæfni til að halda þroskandi starfi alla sína ævi”.  </p> ,{replace:char(34),char(39)}]",{DECODEHTML}]
[4,MLang] :Torhild Slåtto

 
24. april 2019

Fjárframlög til styrkja vegna sveigjanlegs náms í upplýsingatækni

Framlög til þróunar á sveigjanlegri símenntun eru liður í mótvægisaðgerðum við brottfalli af vinnumarkaði
[FORMAT,"[FORMAT,<p>Brýnt er að reyna að sporna við brottfalli af vinnumarkaði vegna skorts á færni. Í Noregi hefur því verið ákveðið að veita 35 milljónum norskra króna til þróunar sveigjanlegra, einingabærra símenntunartilboða sem hægt er að taka með fullu eða næstum fullu starfi.  Fjárveitingin nemur 35 milljónum norskra króna. Norska færniþróunarstofnunin hefur umsjón með fjárveitingunni.  </p> <p>Meðal markmiða er að auðvelda aðgengi að sveigjanlegu og vinnutengdu námi í upplýsingatækni. Fyrirtæki sem starfa saman, til dæmis í klösum, sem gera bindandi samstarfssamninga við háskóla eða fagskóla geta sótt um styrk. </p> <p>Fjárframlögin eru liður í umbótaaðgerðum norsku ríkisstjórnarinnar við færniþróun: <em>Lærum allt lífið</em>. </p> <p>Símenntunartilboðin sem á að þróa eiga að beinast að fyrirtækjum og launþegum sem þarfnast aukinnar færni í kjölfar tölvuvæðingar eða breyttum kröfum vegna annarskonar breytinga. Þess er krafist að gert hafi verið bindandi samkomulag á milli klasa eða annarskonar samstarfsfyrirkomulags einkarekinna fyrirtækja (að minnsta kosti tveggja fyrirtækja) og háskóla eða fagskóla. Opinberar stofnanir geta líka verið hluti af klasa eða í samstarfi við einkafyrirtæki.  </p> <p>2018 var 10 milljónum norskra króna úthlutað til átta umsækjenda. Nýsköpunarfyrirtækið ÅKP AS í Álasundi var meðal þeirra sem hlutu styrk það ár. Fyrirtækið er nú ásamt, Norska tækniháskólanum, NTNU í Álasundi, GCE Blue Maritime Cluster, NCE Blue Legasea og DIGICAT Norsk katapultsenter að þróa símenntun í sýndarfrumgerð, stafrænum tvíburum og sjálfstýrandi kerfum.  – Þetta er gullið tækifæri fyrir fyrirtækin til þess að ná sér í færni í tölvuvæðingu sem nýtist í eigin starfsemi, segir <strong>Tom Christian Dahl</strong>, ráðgjafi í ÅKP.<br />  </p> ,{replace:char(34),char(39)}]",{DECODEHTML}]

 
14. december 2018

Nú snýst allt um að læra alla ævi

Norska stefnuráðið um hæfni hefur nú starfað í eitt ár. Tillögur varðandi nýja áætlun um hæfnisumbætur, undir heitinu “Að læra alla ævi”, er mikilvægt verkefni fyrir ráðið.
[FORMAT,"[FORMAT,<p>Stefnuráðið er sett á laggirnar til að framfylgja norsku heildarstefnumörkuninni um hæfni. Ráðið getur sýnt fram á margs konar árangur, sem verkefni til að skapa sveigjanleg tilboð um framhaldsmenntun í stafrænni færni. </p> <p>Ennfremur er auglýstir eftir umsóknum um styrki í 10 miljón króna fjárframlag til tilraunaverkefnis varðandi fagmenntun á vinnustöðum, í gegnum styrkjakerfið Kompetansepluss. Kompetansepluss er styrkjakerfi fyrir námskeið í atvinnulífinu. Margir vinnuhópar eru þegar teknir til starfa og nokkrum greinargerðum hefur þegar verið skilað.</p> <p>– Markmiðið með hæfnisumbótaáætluninni “Að læra alla ævi” er að enginn verði settur til hliðar, og að fleiri geti haldið út lengur í vinnu. Ríkisstjórnin mun leggja fram ályktun í Stórþinginu vorið 2020, en byrjar vinnu með hæfnisumbótaáætlunina “Að læra alla ævi” með framlagi í fjárlagatillögunni fyrir 2019, upp á um það bil 130 miljónir norskra króna, segir <strong>Morten Rosenkvist</strong> forstjóri í Menntamálaráðuneytinu í samtali við DialogWeb. </p> <p>– Tæknivæðingin leiðir til þess að mörg störf hverfa, og að ný verkefni sem krefjast annars konar hæfni koma í staðinn. Á sama tíma fækkar störfum þar sem farið er fram á litla eða enga formlega hæfni. Hámenntað starfsfólk upplifir líka breytingar sem krefjast faglegrar viðbótarmenntunar, heldur Rosenkvist áfram. </p> <p>Hvaða hlutverki gegnir Norska stefnuráðið um hæfni í hæfnipólitíkinni? </p> <p>– Samkvæmt umboði sínu á Stefnuráðið að vera hvati til þess að framfylgja stefnumörkuninni, það á að veita ráð varðani hæfnipólitísk málefni. Ráðið hefur sett í gang mörg verkefni, m.a. hefur stofnunin Kompetanse Norge skoðað hvernig mismunandi aðilar stuðla að virkum markaði fyrir fullorðinsfræðslu, segir Rosenkvist og heldur áfram:</p> <p>– Aðilar vinnumarkaðarins, Virke, NHO, LO og YS hafa unnið að módeli og aðferð til að lýsa hæfni sem verður til í atvinnulífinu. Þá hefur vinnuhópur sem samanstendur af aðilum atvinnulífsins greint þarfir fyrir þróun hæfni tengda stafrænni þróun. </p> <p>Rosenkvist leggur áherslu á að Stefnuráðið er mikilvægur vettvangur þar sem meðlimir ráðsins geta sett fram málefni og tillögur til lausna. Hinar hæfnipólitísku áskoranir eru mjög flóknar. Það er mikill samhljómur í ráðinu um að til þess að leysa þær verða að vera til sameiginleg markmið og sameiginlegt átak. Stefnuráðið um hæfni gerir þetta mögulegt.  </p> <p>Hver er forgangsröðunin í störfum ráðsins áfram?</p> <p>– Allir meðlimir ráðsins gerðu grein fyrir ýmsum verkefnum sumarið 2017. Í framhaldi þessa ákvað ráðið að það skuli lögð áhersla á stafræna hæfni og gagnaöflun varðandi hæfni sem áunnin er í atvinnulífinu. Ráðherra mennta- og innflytjendamála, <strong>Jan Tore Sanner</strong>, sem stýrir ráðinu, hefir greint frá að það sé æskilegt að til komi stöðumat á næsta ári. Forgangsröðun framvegis mun ákvarðast af umræðum á febrúarfundi ráðsins, segir Rosenkvist. </p> <p>Áætlunin um landsvæðabreytingar verða á dagskrá á næsta fundi. Hvaða hlutverk hin nýju stjórnsýslusvæði muni leika í hæfnipólitíkinni? </p> <p>– Ríkisstjórnin hefur lagt á það áherslu að fylkin munu fá ákveðnara hlutverk í hæfnipólitíkinni, segir Rosenkvist. Fleiri verkefni munu verða flutt til fylkjanna. Menntamálaráðuneytið ætlar einnig að gera greinargerð um það hvort fylkin skulu fá heildstætt ábyrgðarhlutverk við að framkvæma og styrkja nám ungmenna á aldrinum 16 til 24 ára. </p> <p>Það eru góð hæfnipólitísk verkefni í framkvæmd í landshlutunum í dag, til dæmis á Fjallasvæðinu í Norð-Austurdalnum er náin samvinna milli Svæðisráðsins, atvinnulífsins á svæðinu og Náms- og háskólamiðstöðvarinnar á Tynset. Þau vinna á glæsilegan hátt að því að útvega námstilboð og uppbyggingu hæfni, en það er skortur á hvatningu til að fá menntastofnanir virkari í því að starfrækja dreifða menntun. Mun eitthvað verða gert í því? </p> <p>– Í tengslum við ályktunina til Stórþingsins mun ríkisstjórnin meta það hvort menntakerfið sé nægjanlega vel í stakk búið til þess að geta boðið sveigjanlegt námstilboð. Ríkisstjórnin hefur meðal annars sett á laggirnar sérfræðinganefnd um fullorðinsfræðslu þar sem markmiðið er að rannsaka hvað þarfir fyrir fullorðinsfræðslu, sem ekki er mætt, séu til staðar í dag, og að hvaða leiti menntakerfið er í stakk búið til að mæta þörfum atvinnulífsins fyrir sveigjanleg tilboð um hæfniþróun, segir Morten Rosenkvist. </p> <p>Framkvæmdastjóri Fullorðinsfræðslusamtakanna (Voksenopplæringsforbundet) <strong>Gro Holstad</strong> er meðlimur í Stefnuráðinu um hæfni, sem fulltrúi fyrir vettvang frjálsra samtaka og námssamtaka. DialogWeb spurði hana hvað hún líti á sem sitt sérstaka hlutverk í ráðinu?</p> <p>– Ég lít á það sem mitt hlutverk að minna á að nám fer einnig fram í samfélaginu, það fer líka fram utan hefðbundins námsvettvangs eins og menntakerfis og atvinnulífs. Fyrir suma eru námssamtökin vettvangur nýrra tækifæra. Fyrir aðra gefa þau tækifæri til framhaldsnáms í dreifbýli og fyrir enn aðra veita námssamtökin aðgengi að námi sem fólk leitar upp af eigin áhuga, segir Holstad og heldur áfram:</p> <p>– Við þurfum að gæta þeirra sem enn eru ekki komin út í atvinnulífið eða þeirra sem hafa fallið út úr atvinnulífinu. Við megum ekki verða svo kerfisbundin að við sjáum ekki að það er til námsvettvangur sem getur verið viðbót við atvinnulífið og menntakerfið. Mitt hlutverk er að byggja bú milli þessara mismunandi námsvettvanga. </p> <p>[media:4188]  <br /> <em>Gro Holstad framkvæmdastjóri Fullorðinsfræðslusamtakanna: Mín draumsýn er að frjálst nám verði í auknum mæli fellt inn í og gert að eðlilegum þætti í hæfnipólitíkinni. Ljósmynd: Torhild Slåtto</em></p> <p>Þið skrifið á heimasíðu ykkar að Vofo hafi fengið sérstakt verkefni að vinna: Brýna til að fleiri finni hjá sér hvata til náms og byggi upp námsfærni í námi á frjálsum vettvangi. Hvað hafið þið gert til þessa? </p> <p>– Vofo vinnur með aðlögunarverkefni, þar sem markmiðið er að vinna gegn útilokun og fá fleiri einstaklinga inn í námsverkefni. Við höfum nú greint 20 verkefni í námssamtökunum til að finna út hvað hefur heppnast vel og hver viðmiðin til árangurs voru. Við ætlum síðan að miðla þessu áfram með svæðisbundnum námskeiðum og ráðstefnum, segir Holstad. </p> <p>Hvaða málefni í Stefnuráðinu um hæfni metur þú mikilvægust í starfinu framundan?</p> <p>– Næsta málefni sem við ætlum að fjalla um er svæðaáætlunin. Áætlunin um hæfniumbætur verður einnig mjög mikilvæg, segir Holstad. </p> <p>Í Hæfnipólitísku stefnumótuninni segir að “Nám fer fram á mörgum vettvangi, í atvinnulífinu, í menntakerfinu, í frjálsum geira og annars staðar í samfélaginu.” <br /> Við spyrjum að lokum hvort Gro Holstad eigi sér draumsýn fyrir alla sem stunda nám í fullorðinsfræðslu í Noregi í dag, í ljósi hæfnipólitísku stefnumörkunarinnar og starfsemi ráðsins? </p> <p>– Ég vona að nám í lýðfrjálsum geira samfélagsins verði viðurkennt. Mín draumsýn er að þessi geiri verði í auknum mæli felldur inn sem eðlilegur hluti hæfnistefnunnar, að mismunandi vettvangur náms geti bætt hver annan og að við fáum aukna fjölbreytni aðila á sviði náms og menntunar, segir Holstad að lokum.</p> <blockquote> <p><strong>Stefnumörkun um hæfnipólitík í Noregi</strong> var hrundið af stað 3. febrúar 2017. Hún á að gilda á tímabilinu 2017 til 2021.</p> <p><strong>Markmið stefnumörkunarinnar:</strong> Stuðla að því að einstaklingar og fyrirtæki hafi hæfni sem gerir það að verkum að Noregur búi að samkeppnishæfu atvinnulífi, skilvirkum opinberum geira og að sem fæstir standi utan við atvinnulífið. </p> <p><strong>Stefnuráðið um hæfni</strong> er sett á laggirnar til að fylgja eftir stefnumörkuninni.</p> <p><strong>Meðlimir í ráðinu:</strong> Ríkisstjórnin, aðilar vinnumarkaðarins, Fullorðinsfræðslusamtökin Vofo, einn fylkisráðsmaður, ásamt áheyrnarfulltrúa frá Samaþinginu. </p> <p><strong>Stefnumörkun um hæfni</strong> hefur eftirfarandi áherslusvið:</p> <p>1. Góða valkosti fyrir einstaklinga og samfélag<br /> 2. Nám í atvinnulífinu og vel nýtta hæfni<br /> 3. Styrkja hæfni fullorðinna sem hafa veik tengsl við atvinnulífið </p> </blockquote> <p>Lesið <a href="https://nvl.org/Content/Nordiske-land-analyserer-framtidens-behov-for-kompetanse" target="_blank">þessa grein</a> til frekari upplýsinga um hæfniþarfir og framtíðarspá um hæfniþarfir</p> ,{replace:char(34),char(39)}]",{DECODEHTML}]
[4,MLang] :Torhild Slåtto

 
22. februar 2019

Tækninýungum fylgja áskoranir í námi – og tækni er lausnin…

Ef við viljum heilbrigt hagkerfi og lýðræði þar sem fólk er öruggt og aðlagað, megum við ekki hugsa um menntun á eins og við hugsum um að læra að hjóla, eitthvað sem við gerum í eitt skipti fyrir öll.
[FORMAT,"[FORMAT,<p>Þetta sagði <strong>Erna Solberg</strong> forsætisráðherra Noregs í erindi sem hún flutti  nýlega á alþjóðlega leiðtogafundinum  ICDE Lifelong Learning Summit í Lillehammer. Hún telur að við verðum að finna betri lausnir en þær sem við nýtum í dag þar sem við þróum færni og þekkingu allra sem eru starfandi.  </p> <p>Hröð þróun tækni með tilheyrandi rafrænni þjónustu og sjálfvirkni þvingar launafólk og veldur aukinni eftirspurn eftir fræðslu og menntun. Það kemur ekki á óvart að tækniráðið bendi á tækni sem verkfæri til þess að auka aðgengi að ævinámi. Tækniráðið er óháð, opinbert ráð sem veitir norska þjóðþinginu leiðbeiningar um nýja tækni sem verður mikilvæg fyrir Norðmenn. Í skýrslu <a href="https://teknologiradet.no/publication/teknologi-for-livslang-laering-fjernt-naert-og-simulert/" target="_blank">ráðsins</a> hefur hópur sérfræðinga dregið upp mynd af því hvernig þeir telja að tæknin geti á þrennan mismunandi hátt á átt þátt í að efla ævimenntun (stytt lítillega):</p> <p>•    <strong>Óháð stað og stund.</strong> Internetið og almenn eign fartölva, spjaldtölva og snjallsíma hefur leitt til nýrra rafranna námsaðferða og -leiða og gera fólki kleift að stunda nám hvar og hvenær sem er og á þeim hraða sem hentar. Andstætt útvarpi og sjónvarpi er jafnframt hægt að skapa félagslega vídd um námið, og þannig unnt að varðveita gildi hefðbundinnar kennslu og yfirfæra þau yfir í stafrænar aðferðir. </p> <p>•    <strong>Einstaklingsmiðað</strong>. Í stafrænu námsumhverfi er hægt að safna saman og greina mikið magn af  samhangandi gögnum. Það getur leitt til aukins skilnings og bætt námsferlið. Byggt á slíkum greiningum geta aðlögunarhæf námskerfi aðlagað kennsluna jafnt og þétt að þörfum hvers þátttaka, getu hans og þörfum og veitt sífellda svörun. </p> <p>•    <strong>Hermar.</strong> Með notkun rafrænna herma er hægt að móta klæðskerasmíðaðar, starfsmiðaðar lausnir sem eru nátengdar raunverulegum verkefnum og aðstæðum í starfi. Þetta getur átt við um allt frá stafrænum tví- eða þrívíddar líkönum á fartölvu eða farsíma í herma sem felast í beitingu, sjónræns, útvíkkaðs eða blandaðs raunveruleika. Notkun þátta úr leikjum (leikjavæðing) getur ennfremur aukið hvatningu til náms. </p> <p>Snúum aftur að erindi Solbergs forsætisráðherra. Hún lagði áherslu að að ævinám yrði að vera aðgengilegt öllum og að það ætti að teljast til réttinda. Norska ríkisstjórnin vinnur að endurbótum á ævinámi og frumvarp þar að lútandi mun koma fram á þjóðþingi Norðmanna á næsta ári. Forsætisráðherra benti á að þörf fyrir sveigjanleika fræðslutilboða til þess að mæta þeim áskorunum sem fylgja breytingum yfir í stafrænt umhverfi og láglosunarhagkerfi. Umbæturnar munu varpa ljósi á sveigjanlegt kerfi með tækifærum til samhæfingar á fullu starfi og þátttöku í fræðslu.  </p> <p>[media:4359]  <br /> <em>Erna Solberg forsætisráðherra Noregs Mynd: Thomas Haugersveen/Statsministerens kontor</em></p> <p>– Umbæturnar munu örva þróun sveigjanlegra áfanga sem geta þjónað sem einingar í uppbyggingu  nýrrar hæfni, sagði Solberg forsætisráðherra. Hún benti á nauðsyn þess að menntastofnanir verði sveigjanlegri að þær teygi sig út fyrir háskólasvæðið og vinni náið með atvinnu- og efnahagslífi. Menntastofnanirnar verða að laga sig að nýjum háttum við afgreiðslu menntunar, sagði hún. </p> <p>Sérfræðingarnir sem skrifuðu skýrslu Tækniráðsins gefa mörg dæmi um hvernig hægt sé að nýta tæknina, ekki síst til þess að veita viðeigandi fræðslu í fyrirtækjum. Notkun herma er ein aðferð sem þegar hefur verið beitt lengi, meðal annars við kennslu flugmanna og hjúkrunarfræðinga. </p> <p>– Með stafræðum hermum er hægt að tengja fræðslufyrirkomulag við raunveruleg verkefni og kringumstæður í vinnu. Stafrænir hermar ná sífellt meiri útbreiðslu í fræðslu í atvinnulífinu. Lýsa má þessu eins og stafrænni útgáfu af ferli eða kerfi, þar sem þátttakendur leysa verkefni eins og þeir væru raunverulega í vinnunni. Í skýrslunni kemur fram að kostirnir við beitingu herma felist einmitt í því að hægt er að æfa verkefni sem eru ný, flókin, hættuleg eða sjaldgæf og sem geta verið afar tímafrek og dýr til þjálfunar. </p> <p>Í menntun hjúkrunarfræðinga er notkun herma útbreidd. Í miðstöð herma í Porsgrunn (Háskólinn í  Suðaustur-Noregi) fá nemar í hjúkrunarfræði tækifæri til þess að æfa sig á háþróuðum gagnvirkum kennslubrúðum. „Sjúklingarnir“ sýna ólík bráðaeinkenni, heilsa þeirra versnar snögglega og nemarnir æfa hvernig þeir eiga að bregðast við mismunandi aðstæðum. Þar eru einnig nútíma hátækni verkfæri til fjarhjúkrunar, þar sem nemendur æfa sig í úrlausn verkefna þar sem sjúklingur og aðstandandi leita aðstoðar um skerm frá „fjarhjúkrunarfræðingnum“. </p> <p>Í skýrslunni er einnig umfjöllun um útvíkkaðan og blandaðan sýndarveruleika og beitingu hans í fræðslu. Þar eru eftirfarandi skilgreiningar birtar: Í sýndarveruleika er notandinn færður yfir í annan veruleika en hann er staddur í. Í útvíkkuðum veruleika fær notandinn auka lag af upplýsingum eða grafík þar sem hann er staddur en í blönduðum veruleika er raunveruleikinn og sýndarveruleikinn tengdari enn nánari böndum. Í skýrslunni er bent á tækifæri, en jafnframt er tekið fram að þess háttar tækni hafi enn ekki „gripið um sig“. </p> <p>Fylgifiskur tækninnar er oftar en ekki að umfangsmiklar upplýsingar um hvern einstakan stúdent safnast saman. Í lok skýrslunnar er bent á að persónuvernd og meðhöndlun gagna verður að leika lykilhlutverk í umræðum um innleiðingu nýrrar tækni í skólum og á vinnustöðum. <br />  </p> ,{replace:char(34),char(39)}]",{DECODEHTML}]
[4,MLang] :Torhild Slåtto
[3,MLang]: símenntun   

 
25. juni 2019

Námsbær þróun

Markussen-nefndin mælir með að við sveigjum skoðanir okkar á menntun og færniþróun í átt að færnilíkani þar sem við lærum allt lífið – og vinnum í leiðinni.
[FORMAT,"[FORMAT,<p>Nefnd sérfræðinga undir stjórn vísindamanns við Frisch-miðstöðina, <strong>Simen Markussen</strong>, skilaði skýrslu sem ber heitið Námsbær þróun. Ævinám fyrir umstillingu og samkeppnishæfni (NO. Lærekraftig utvikling. Livslang læring for omstilling og konkurranseevne) (Úttektir norsku ríkisstjórnarinnar, NOU 2019:12) á blaðamannafundi í norska þekkingarráðuneytinu, þriðjudaginn 4. júní. Bæði <strong>Jan Tore Sanner</strong>, þekkingarráðherra og <strong>Iselin Nybø</strong>, ráðherra vísinda og æðrimenntunar voru meðal viðstaddra. </p> <p>Markussen sagði að sjónarmið aðila atvinnulífsins hefðu verið í öndvegi í vinnunni við úttektina. – Við höfum tekið þátt í mörgum og gagnlegum umræðum og nefndina skipa fulltrúar ólíkra aðila. Einhugur er um niðurstöður skýrslunnar sem hér er lögð fram, sagði hann.  </p> <p>– Að læra allt lífið verður sífellt mikilvægara. Heimurinn og Noregur eru breytingum undirorpnir. Hnattvæðingin og ný tækni hafa áhrif á okkur öll og krefjast meiri og nýrrar færni. Skýrsla Markussen-nefndarinnar fleytir okkur vel áfram í vinnunni við að þróa fleiri góðar lausnir sem gera okkur kleift að læra allt lífið, segir <strong>Gina Lund</strong>, framkvæmdastjóri norsku færniþróunarstofnunarinnar, Kompetanse Norge</p> <p>– Fleiri verða að njóta tilboða og tækifæra til menntunar og þátttöku í námi og til að fá faglega ábót, án þess að kostnaðurinn fyrir einstaklinginn, eða lítil eða meðalstór fyrirtæki verði of mikill. Við hlökkum til að gefa okkur tíma til þess að kynna okkur skýrsluna og tillögur nefndarinnar betur, segir Lund. </p> <p>Í skýrslunni eru 50 tillögur um aðgerðir sem í sameiningu eiga að stuðla að því að:  <br /> •    Styrkja framboð til menntunar og fræðslu sem skilgreind er útfrá þörfum atvinnulífsins. <br /> •    Bæta gæði framboðsins. <br /> •    Efla aðgengi að menntun og fræðslu fyrir fleiri. <br /> •    Efla svæðisbundna ábyrgð á samhæfingu og liðsöflun. </p> <p>Nefndin leggur fram tillögu um nýtt fyrirkomulag og aðlögun núverandi kerfis að aðstæðum þar sem okkur ber að læra allt lífið. Markmiðið er að fleiri takti þátt í viðeigandi fræðslu af miklum gæðum í samblandi við vinnu eða atvinnuleysi. </p> <p><strong>Eftirfylgni </strong></p> <p>Skýrslan er mikilvægur grundvöllur fyrir vinnuna við þingsályktunartillöguna Lærum allt lífið sem lögð verður fram á norska Stórþinginu vorið 2020 og  verður send til umsagnar með fresti sem rennur út í september 2019.</p> <p><strong>Nánar: </strong></p> <p><a href="https://www.regjeringen.no/no/dokumenter/nou-2019-12/id2653116/" target="_blank">https://www.regjeringen.no/no/dokumenter/nou-2019-12/id2653116/</a><br /> <a href="https://www.regjeringen.no/no/dokumenter/nou-2019-12/id2653116/sec7" target="_blank">https://www.regjeringen.no/no/dokumenter/nou-2019-12/id2653116/sec7</a> <br /> <a href="https://www.kompetansenorge.no/nyheter/--et-viktig-steg-i-arbeidet-for-livslang-laring/" target="_blank">https://www.kompetansenorge.no/nyheter/--et-viktig-steg-i-arbeidet-for-livslang-laring/</a><br />  </p> ,{replace:char(34),char(39)}]",{DECODEHTML}]

 
27. maj 2019

Tormod Skjerve – stöðugur og mikilhæfur „jafnvægislistamaður“

Tormod Skjerve veit meira um færni í atvinnulífinu en flestir aðrir. Verkefni sem hann hefur unnið með lýsingu á færni sem aflað er á vinnustað þykir svo byltingakennt að nýlega voru honum afhent verðlaun fyrir það á Raunfærnimatstvíæringnum í Berlín.
[FORMAT,"[FORMAT,<p>Á norrænum vettvangi hefur hann ásamt <strong>Ingegerd Green</strong> skrifað skýrsluna „<em>Færni frá sjónarhorni atvinnulífsins“</em>. Á vinnustað sínum hefur hann lagt grunn að líkani til þess að lýsa færni sem aflað er í atvinnulífinu og sem sagt hefur verið verðlaunað.  </p> <p>Sjálfur er hann í góðu jafnvægi samkvæmt líkaninu, þar sem einstaklingnum er lýst sem jafnvægislistamanni í vinnunni. Í röksemdafærslunni við verðlaunaafhendinguna „The Global Prize for Validation of Prior Learning“ kom meðal annars fram að „jafnvægislíkanið er framúrskarandi dæmi um hvernig hægt er að byggja brýr á milli vinnumarkaðarins og menntunar með aðstoð raunfærnimats“. </p> <p>Dialogweb hitti Tormod Skjerve í vinnunni hjá norsku atvinnurekendasamtökunum Virke. Við báðum hann um að svara sömu föstu spurningunum sem allir „prófílar á Norðurlöndunum“ verða að svara, um leið og við kynnumst því aðeins nánar út á hvað jafnvægislíkanið gengur. </p> <blockquote class="utbox utbox-x-small utbox-left grey-on-yellow"> <p><strong>Podcast:</strong></p> <p><a href="https://soundcloud.com/nordvux/kompetansebalanse-interview-med-tormod-skjerve"><em class="fa fa-podcast"></em> Þú getur líka hlustað á samtal Torhildar Slåtto við Tormod Skjerve um færniþarfir framtíðarinnar. </a></p> </blockquote> <p><em>– Hvað er það fyrsta sem þér dettur í hug þegar Norðurlöndin eru nefnd? </em></p> <p>– Norræna líkanið! Svarar hann um hæl og skýrir það nánar. </p> <p>– Ég hugsa um einstakt samspil milli aðila atvinnulífsins og stjórnvalda, ekki hvað síst á sviði færni. Ævinám hefur líka norrænan hljóm. </p> <p>Tormod Skjerve er ráðgjafi í Virke, eða eins og starfsheitið er á ensku „senior policy advisor“. Undir hann heyrir færnipólitík. Hann hefur jafnframt unnið með menntamál á fjölmörgum svíðum og í ólíku samhengi. Um þessar mundir er mikil gerjun á sviði færniþróunar og hún nýtur forgangs hjá honum.  </p> <p>[media:4676] <br /> <em>Tormod Skjerve í kunnuglegu hlutverki. Á myndinni kynnir hann Jafnvægislist/ Balansekunst á málstofu um raunfærnimat í Húsi atvinnulífsins í Reykjavík. Mynd: Sveinn Aðalsteinsson</em></p> <p>Flest okkar eru kannski ekki alveg jafn nákvæm í hugsun sem varðar menntun og færni og hann.</p> <p>– Færnistefna skipar æðri sess og menntastefnan er hluti hennar, útskýrir Tormod. </p> <p><em>– Segðu okkur frá dæmigerðum vinnudegi, eða dæmigerðu verkefni sem felst í starfi þínu? </em></p> <p><span style="display: none;"> </span><span style="display: none;"> </span>– Ég held uppi tengslum við félaga í samtökunum og tek virkan þátt í mörgum verkefnum. Dæmigert verkefni er að tengja saman félaga í samtökunum við færnipólitík, til þess að þeir fái rétta færni á réttum tíma. Ég stuðla að því að þeir vinni á markvissari og meðvitaðri hátt að færniöflun, að þeir geri sér betur grein fyrir því hvers þeir þarfnast og hvernig þeir geta þróað færni sem er til staðar í fyrirtækinu. Þar að auki tek ég þátt í svokölluðum þríhliðasamningum, þar sem aðilar atvinnulífsins vinna með stjórnvöldum, eins og við gerum til dæmis í Færnistefnuráðinu (Nánar um  Kompetansepolitisk råd, <a href="https://nvl.org/Content/Nasjonalt-kompetansepolitisk-rad" target="_blank">https://nvl.org/Content/Nasjonalt-kompetansepolitisk-rad</a>) </p> <p>– Lýstu sjálfum þér með fjórum orðum.</p> <p>– Ég bý yfir þolinmóðri seiglu. Ég gefst ekki upp fyrr en ég hef náð markinu. Þar að auki fellur mér betur að skapa eitthvað nýtt heldur en að flikka upp á gamalt. </p> <p>Þolinmóða þráablóðið getur horft um öxl og virt fyrir sér markmiðin sem hafa náðst, mikilvæg þáttaskil eftir margra ára starf. Við spyrjum hverju hann hafi áorkað sem gleður hann sérstaklega, sem hann er ánægður með og kannski stoltur yfir.  </p> <p>– Ég er stoltur yfir að við náðum því í gegn að starfsnám er valkostur fyrir stútdenta í BA námi á viðskipta- og stjórnunarsviði, þar sem starfsnámið er samþættur hluti námsins. Tíu ár eru liðin síðan ég lagði þetta til í fyrsta skipti. Nú höfum við náð þessu. Virði starfsnámsins hefur hlotið  viðurkenningu. Annars er vinnan við skýrsluna um Jafnvægislist (no. Balansekunst)  – hvernig hægt er að lýsa færni sem aflað er í atvinnulífinu það mikilvægasta sem ég hef gert. Ég hef lýst líkani og aðferð til þess að meta færni sem aflað er í atvinnulífinu. Verkefnið var hluti af vinnunni við þróun færnistefnu fyrir norsku þjóðina. Á Berlínartvíæringnum kynnti ég líkanið.  </p> <p>– Mikil færniþróun á sér stað í atvinnulífinu, en almennt er lítil þekking eða skilningur á því hverskonar færni er þörf fyrir. </p> <p>Það er einmitt ólíkar tegundir af færni sem Tormod lýsir í skýrslu sinni um jafnvægislistir sem ber heitið Balansekunst á norsku. Þetta er byltingarkennd vinna við þróun aðferðar sem gerir mögulegt að lýsa færni á þann hátt að hægt er að bera kennsl á hana í víðara samhengi við atvinnulífið og formlega menntakerfið. </p> <p>Allri nauðsynlegri færni á vinnustað má skipa í þrjú pör jafnvægispunkta, síðan er brýnt að með sífelldri færniþróun að reyna að halda jafnvægi innan paranna. Eitt parið er fyrir notkun aðfanga, jafnvægi á milli fólks og tækni. Til þess að geta sinnt starfi á fullnægjandi hátt verður að halda jafnvægi hafa vald á samskiptum fólks og beita tækni. Næsta par er framleiðni með jafnvægi á milli sveigjanleika og vanagangs. Nauðsynlegt er að fylgja rútínu en gæta jafnframt að sveigjanleika. Þriðja parið felur í sér skilvirkni með jafnvægi á milli hraða og núvitundar. Starfsmaður verður að geta framkvæmt og stýrt tíma sínum á sem hagkvæmastan hátt, þetta verður jafnframt að vera í jafnvægi við samskipti og athygli á viðskiptavini. </p> <p>Til þess að gera það auðveldara að bera kennsl og tjá færnina í reynd hefur fjögurra þrepa líkan verið búið til. Gagnlegt verkfæri þegar vinna á með færni í eigin fyrirtæki. Fyrir þann, sem framleiðni og skilvirkni skiptir megin máli, getur það reynst gulls ígildi. Hægt er að lesa alla skýrsluna <a href="https://www.virke.no/politikk/politiske-artikler/vi-er-balansekunstnere/" target="_blank">hér.</a></p> <p><em>– Hvaða færni, reynsla og tengsl nýtast þér helst í norrænu samhengi?</em></p> <p>– Ég held að það sé breið reynsla mín frá ólíkum náms- og kennsluvettvangi sem og af ólíkum norrænum vettvangi, og eins í evrópsku samhengi. Ég þekki marga þætti færniþróunarkerfis og allt þetta nýti ég í norrænu samstarfi. </p> <p><em>– Hvað hefur þú lært af norrænu samstarfi sem þú hefur getað nýtt þér í eigin starfi?</em></p> <p> Frá Svíum hef ég lært ýmislegt um hvernig hægt er að byggja færniviðmið í atvinnulífinu á forsendum atvinnulífisins. Danir hafa gott kerfi fyrir svæðisbundna sí- og endurmenntun og síðast en ekki síst getum við lært mikið af Íslendingum sem búa yfir frábæru skipulagi með Fræðslumiðstöð atvinnulífsins.   </p> <p>– Hvað telur þú mikilvægast í áætlun eins og Norrænt tengslanet fyrir fullorðna er, NVL?</p> <p>–  Það er mikilvægt að hafa vettvang þar sem hægt er að skiptast á reynslu og hugmyndum, þar sem við getum veitt hvert öðru innblástur, lært hvert af öðru og unnið saman. Við eigum að geta þróað enn öflugri norræna rödd, segir Tormod með áherslu. </p> <p><em>– Ef þér yrðir falið að vera Norrænn ráðherra fyrir nám fullorðinna, til hvaða aðgerða myndir þú gípa? </em></p> <p>Tormod hugsar sig um áður en hann legur fram djarfa hugsun:</p> <p>– Ég mynd veðja á umfangsmikla norræna áætlun fyrir ævinám á forsendum atvinnulífsins. Ég þyrfti að hafa minnst tvö ár á stólnum og slatta af peningum, segir Tormod og brosir breitt. </p> <blockquote class="utbox utbox-medium utbox-left lightblue-on-darkblue"> <p>Tormod Skjerve (65), Noregi <br /> Ráðgjafi í færnipólitík við norsku atvinnurekendasamtökin Virke<br /> Kandídatspróf frá heimspekideild háskólans í Ósló<br /> Meðlimur í NVL netinu Færni í og fyrir atvinnulífið <br /> Lauk verkinu með skýrslunni „Færni frá sjónarhóli atvinnulífsins“<br />  </p> </blockquote> ,{replace:char(34),char(39)}]",{DECODEHTML}]
[4,MLang] :Torhild Slåtto

 
27. maj 2019

Norðmenn hljóta raunfærnimatsverðlaunin 2019 fyrir „Jafnvægislist“ eða „Balansekunst“ á norsku

"Balansekunst" er líkan og aðferð sem hægt er að nota til þess að lýsa færni sem einstaklingur hefur aflað sér í atvinnulífinu á þann hátt að hægt er að bera kennsl á hana í víðara samhengi við atvinnulífið og formlega menntakerfið. Í verkefninu er sjónum einkum beint að smásölu en stofnanirnar sem tóku þátt í því telja að hægt sé að aðlaga aðferðina að allskonar vinnustöðum. Verkefnið var hluti af mótun færnistefnu Norðmanna 2017-2021. 

Norsku atvinnurekendasamtökin Virke áttu frumkvæði að verkefninu og hrintu því í framkvæmd. Fulltrúar Virke sitja í fjölmörgum nefndum sem fjalla um færniþróun í Noregi. Yfir 21.000 fyrirtæki í Noregi eru félagar í samtökunum. Fulltrúi Virke átti jafnframt sæti í norræna samstarfsnetinu Færni í og fyrir atvinnulífið sem NVL starfrækti á árunum 2014-2017. Í lokaskýrslunni lagði netið áherslu á hlutverk raunfærnimatsins og staðfestu að „Raunfærnimatið og færniskírteinin veita einstaklingum aukin tækifæri til hreyfanleika á vinnustað eða milli vinnustaða. Atvinnurekandi getur fengið skýra mynd af því hvaða færni er til staðar og hvaða færni vantar í fyrirtækið og getur notað upplýsingarnar til að hanna áætlun fyrir ráðningar

[3,MLang]: færniþróun   

 
27. november 2019

Nýsköpun í menntun og fræðslu - auðvelt að skilgreina, erfitt að framkvæma

Nýsköpun er komin í tísku. Við eigum helst að vera skapandi á öllum sviðum, líka í fræðslu og menntun. Nýsköpun má útskýra með því að finna upp á einhverju nýju, sem er gagnlegt og er notað. Skilgreiningin er svosem nógu einföld, en framkvæmdin er talsvert meira krefjandi.
[FORMAT,"[FORMAT,<p><strong>Kari Olstad</strong>, ráðgjafi samtakanna um sveigjanlegt nám í Noregi (Fleksibel utdanning Norge), gefur okkur þessa einföldu skilgreiningu. Hún hefur tekið þátt í Open Innovation Lab of Norway (OIL) síðustu árin ásamt stórum viðskiptaaðilum og aðilum úr nýsköpunarumhverfi. Markmið OIL er „að safna saman snjöllu fólki, góðum verkfærum og nýskapandi hugmyndum fyrir betri framtíð“. </p> <h4>Ráðningarnýsköpun </h4> <p>DialogWeb spjallaði við Kari Olstad um menntun, nám fullorðinna og nýsköpun.</p> <p>– Flestir hugsa um nýsköpun í fræðsluaðferðum og innihaldi menntunar, en nýsköpun getur átt við um fleiri svið. Inngöngunýsköpun eða ráðningarnýsköpun, felur í sér að finna nýjar aðferðir við að ná til fólks með menntun og fræðslu fyrir það sem þarf á henni að halda, en veigrar sér við að komast í gang, segir Olstad.  </p> <p>Þetta á ekki síst við um fullorðna sem skortir grunnleikni eða sem þurfa að uppfæra sig. Hvernig á að ná þeim inn í námsumhverfi? Fræðsluaðilar og viðskiptaaðilar reyna á ólíkan hátt að laða að námsmenn og þátttakendur á námskeið í gegnum velorðaðar auglýsingar. En ef til vill eru til aðrar og meiri nýskapandi aðferðir eins og til dæmis í sveitarfélaginu Finnmörku, fyrir unglinga sem búa langt frá næsta framhaldsskóla. Þau geta tekið fyrsta árið í framhaldsskóla á heimaslóðum, með skólastarfi á netinu aðra vikuna og starfsnámi á vinnustað í heimabyggð hina. Nyti þessar skipulags ekki við hefðu fleiri hætt námi í framhaldsskóla.  </p> <p>„Fagbréf í vinnunni“ er líka hægt að kalla inngöngunýsköpun. Það er nýtt skipulag fyrir fullorðna sem eru á vinnumarkaði. Þeir geta tekið fag- eða sveinsbréf, á grunni alhliða praxís, raunfærnimats og fræðslu samþættri ráðgjöf á eigin vinnustað. </p> <p>[media:5048] </p> <p><em>– Ein útskýring á nýsköpun getur verið að finna upp á einhverju nýju, sem er gagnlegt og er notað, segir Kari Olstad ráðgjafi hjá samtökum um sveigjanlegt nám í Noregi. Mynd: Torhild Slåtto</em> </p> <h4>Aðferðanýsköpun </h4> <p>Flestir fræðsluaðilar gera tilraunir með nýjar aðferðir við kennslu og nýtt skipulag og form faganna. Með stafvæðingunni og sífelldum nýjum tækifærum, sem tæknin býður upp á hefur margt breyst, til dæmis að nú er svörum við prófum skilað í tölvu en ekki þau ekki handskrifuð. Fyrirlestrar eru á netinu en ekki í fyrirlestrasalnum. Margir hafa hafnað þessu sem þróun og nýsköpun og kallað breytingarnar á niðrandi hátt; „að koma straumi á gamlar aðferðir“.  Olstad telur að slíkar aðgerðir geti líka leitt til nýunga og nýrra tækifæra. Fyrirlestur á netinu er sveigjanlegur í tíma og hann er hægt að endurtaka. Tæknin og Internetið hafa einnig opnað fyrir nýjar hugmyndir varðandi matsaðferðir og próf. Prófessor <strong>Arild Raaheim</strong> við Háskólann í Bergen hefur fundið 40 matsaðferðir sem geta verið valkostir og komið í stað hefðbundinna skólaprófa og rissað þær upp í bókinni „Prófabyltingin“. </p> <p>Tæknin hefur líka veitt tækifæri til ólíkra útgáfna af spurningakeppni og krossaprófum sem er nýung og ferskt tilboð í kennslu. Norska uppfinningin Kahoot hefur öðlast vinsældir í kennslu og margskonar öðru samhengi. Prógrammið gefur tækifæri á einföldum námsleikjum eða spurningakeppni til þess „að kynna efni, fara yfir og styrkja þekkingu, og framkvæma leiðsagnarmat“ eins og það heitir í kynningu á  Kahoot.</p> <p>–  Betra nám felst í að nota höfuðið til finna upp á svari heldur en að fá svarið á silfurbakka. Bein svörun undireins um hvort það var rétt er einnig betri enn svörun löngu síðar. Mér finnst að krossaspurningar henti oftast betur í kennslu en sem matsform, segir Olstad.</p> <h4>Fullorðnir læra öðruvísi </h4> <p>–  Við vitum að fullorðnir læra á annan hátt en börn og unglingar. Þess vegna er afar mikilvægt að menntun og fræðsla byggist á aðstæðum þeirra og reynslu, segir Olstad og nefnir námskeið fyrir kennara og skólastjórnendur eins og miðstöð símenntunar í Lillehammer hefur þróað.  Þar er lokafærsla íhugum um námskeiðið. Þótt námskeiðið sé framkvæmt í samvinnu fyrir starfsfólk verður hver einstaklingur að skrifa sína íhugun sem lokafærslu. Það sem er nýskapandi við þess háttar „próf“ er að skipuleggjandi og framkvæmdaaðili fá svörun sem geta verið uppspretta nýrrar þekkingar og mikilvægt innslag fyrir næstu námskeið og ef til vill jarðvegur fyrir frekari nýsköpun, heldur Olstad áfram. </p> <h4>Þekkingarþróun   </h4> <p>–  Kannski er það frekar þekkingarþróun en nýsköpum sem við erum að fást við á menntasviðinu. Við reynum nýja hætti og nýjar aðferðir, sumt virkar vel og gagnast við nám. Dæmi eru einnig um nýjar aðferðir sem gagnast vel við nám en virka samt ekki vel fyrir námsmennina, segir Olstad og nefnir dæmi þar sem lagt var upp með nám með dæmisögum. Dæmisögurnar voru raunsannar og spennandi. Nemendur voru virkir, notuðu mikinn tíma og lærðu mikið. En þeir fengu ekki niðurstöður um árangur fyrr en þeir þreyttu próf. Þar skorti samhengi á milli kennslunnar og prófs. Þess vegna voru nemendur óánægðir, þeir óskuðu sér fyrst og fremst að ná góðum árangri í prófinu.  <br /> – Þú hefur átt þátt í norska nýsköpunarkaplinum og lært heilmargt um hvernig nýsköpun á sér stað. Er ekki til nýsköpunaraðferðafræði sem hægt er að nýta þegar við vinnum að nýsköpun? </p> <p>–  Aðferðafræðin er tiltölulega einföld. Við erum með hugmynd sem okkur langar að reyna. Við útbúum smá frumgerð sem við prófum. Þá sjáum við hvað virkar og við getum nýtt okkur áfram eða þá að við finnum út að hugmyndin er algerlega ónothæf. Þetta er dæmigert fyrir þróun á hugbúnaði, þar sem frumgerðin er útbúin og prófuð, og síðan endurbætt í sífellu. Í menntageiranum er þetta ívið flóknara. Þar getur nýsköpun á sér stað varðandi rammaskilyrði, námsgögn, aðferðir, lokamat og árangur fræðslunnar eða menntunarinnar. Með árangri á ég í þessu tilfelli við það sem á ensku er kallað „impact“, segir Olstad. </p> <p>Hún telur að það gæti verið gagnlegt að beina sjónum frekar að því sem gagnast og spyrja hvort markmiðinu hafi verið náð. Það er auðvelt að meta hvort alt starfsfólk hafi sótt námskeiðið eins og þeim bar en ögn snúnara að meta hvort það hafi skilað tilætluðum árangri. Sem dæmi má nefna námskeiðið hreinlæti á veitingastað. Er hreinlætið betra eða hefur það batnað umtalsvert eftir að allt starfsfólkið lauk námskeiðinu. Eða hefur öryggi á byggingareit aukist eftir að allir sem vinna við bygginguna hafa sótt heilsu, umhverfis og öryggisnámskeið?  </p> <p>Nýsköpunaraðferðir fela í sér að aðferðafræðina þarf prófa í reynd. Olstad vísar í hringborðsumræður á Námshátíðinni í Þrándheimi í vor, þar sem samtök um sveigjanlegt nám vörpuðu fram spurningunni: - Getum við verið nýskapandi í menntun án þess að gera tilraunir með árangur nemendanna af náminu? Niðurstöður umræðnanna sýndu að ef hvorki nýsköpun né þróun á sér stað er verið að gera tilraunir með nemendur.  </p> <h4>Þverfagleg nýsköpun </h4> <p>–  Geturðu nefnt okkur lítið dæmi umnýsköpun á sviði menntunar í Noregi nú um stundir? </p> <p>–  Við ÓslóMet hefur verið gerð tilraun með þverfaglegt nám fyrir forskólakennara, kennara, heilsugæsluhjúkrunarfræðinga og barnaverndaruppeldisfræðinga. Nemendur vinna með raundæmi í þverfaglegum hópum og kynnast á þann hátt máli frá ólíkum hliðum og geta látið reyna á samstarf. Þetta má sennilega kalla nýsköpun vegna þess að það gagnast og er notað, segir Kari Olstad að endingu. Hún stýrir hópi sérfræðinga í nýsköpun í sveigjanlegu námi hjá samtökum um sveigjanlegt nám í Noregi, en þar á bæ er áhugi fyrir þróun þekkingar og nýsköpun á sviði menntunar.  <br /> --- <br /> Við miðlum hér á eftir tveimur dæmum um nýsköpun, annars vegar í aðferð og innihaldi og hins vegar í samstarfi menntunar og atvinnulífs. <br /> ---</p> <h4>Norskukennari nær árangri með því einfalda og aðgengilega </h4> <p><strong>Karense Foslien</strong> hefur náð góðum árangri með norskukennslu á YouTube. Hún er norskukennarinn sem bráðlega nær til 60.000 áhorfenda með YouTube-myndböndum og 20.000 með hlaðvörpum sínum.  Símenntunarmiðstöðvar og skólar fá hana líka til sín til þess að halda fyrirlestra um hvernig hægt er að læra norsku án þess að setjast á skólabekk. DialogWeb spyr hvort árangurinn byggi á snjallri nýsköpun? </p> <p>–  Ég hafði öðlast reynslu af ólíkum netskólum og árið 2015 ákvað ég að hefja eigin rekstur. Mig langaði til að gera námskeiðin einföld og aðgengileg fyrir venjulegt fólk. Þetta átti hvorki að vera háþróað né flott. Hugmynd mín var að skræla allt af sem mér fannst ekki virka vel í rafrænni kennslu og einfalda líkanið. Helst ætti að vera sem minnst af kerfum og stöðlum. Þegar kerfi og rútínur hindruðu mig ekki, varð auðveldara að vera nýskapandi, segir Karense Foslien í viðtali við Dialogweb.</p> <p>–  Þú valdir að birta námskeiðsmyndband á YouTube?</p> <p>– Sem norskukennari á netinu upplifi ég endurtekið að ég að fá sömu spurningar. Hvernig gæti ég gert þetta áhrifaríkara? Með því að taka upp myndband gæti ég svarað mörgum samtímis og þeir gætu horft á myndböndin þegar þeir hefðu tíma, og eins oft og þeir vildu. Hún er með 300 borgandi nemendur við skólann Norwegian Teaching. Allir aðrir hafa aðgang án þess að borga. </p> <h4>Sjálfboðaliði   </h4> <p>Hún lítur á þetta sem sitt framlag sem sjálfboðaliði. Hún hefur áður unnið sem sjálfboðaliði í öðru samhengi og skilur virði þess. Nú deilir hún með þúsundum, sem notfæra sér stuttu, einföldu og ganglegu myndböndin og hlaðvörpin hennar, þar sem hún fjallar um einföld fyrirbrigði í norsku tungumáli. Eins og til dæmis orðin „ í staðinn fyrir“ eða „hvað fæ ég í staðinn“? Hvað þýðir þetta og hvernig er það skrifað og hvernig er að notað? Fyrir nemendur á námskeiðunum er myndböndunum og hlaðvörpunum fylgt eftir. Hún telur það einmitt brýnt ef halda á nemendum við efnið. Að læra norsku er næstum heildagsvinna, segir hún. </p> <p>Karense Foslien hafði skýrar hugmyndir um hvernig hana langaði að þróa norskunámskeiðin sín. Hún fylgdi ekki neinni kerfisbundinni nýsköpunaraðferðafræði, en prófaði og mistókst þangað til hún fann form sem henni fannst virka. Námskeiðin hennar eru vel á veg í nýtt form, og ekki hvað síst varðandi mátann sem þeim er miðlað á. Námskeiðin eru afar gagnleg og ótrúlega margir notfæra sér þau. Þess vegna má segja að þau uppfylli einföldu skilgreininguna á nýsköpun sem Kari Olstad vísaði til. Nákvæmari skilgreiningu er að finna í stóru norsku alfræðiorðabókinni:</p> <p>Nýsköpun þýðir endurnýjun, nýsköpun, breytingar, nýjar vörur, þjónustu eða framleiðsluferli, eða að koma fram með breytingar því hvernig fjárhagslegum gæðum eða annars konar verðmæti eru framleidd á. Nýsköpun er manngerð breyting á virðisaukandi starfsemi. </p> <h4>Kóngsbergskólinn </h4> <p>–  Nýskapandi samstarf til þess að þróa umhverfi fyrir frumlegheit og nýsköpun.  </p> <p>Kóngsbergskólinn er ekki eiginlegur skóli, heldur er um að ræða samstarfsverkefni leikskóla, skóla og háskóla annars vegar og atvinnulífsins í Kóngsbergi hinsvegar. Bærinn er í suðaustur Noregi og kallar sig Tæknibæinn sem vísar til þess að þar er blómlegt tækniumhverfi og fjöldi hátæknifyrirtækja. Markmið Kóngsbergskólans er stuðla að nýstárlegum og heildstæðum fræðslutilboðum þar sem sjónum er einkum beint að raungreinum, tækni og nýsköpun.  </p> <p>Við leitum svara hjá framkvæmdastjóra í viðskiptaráðs Kóngsbergs,<strong> Wivi-Ann Bamrud</strong>, um samstarfið á milli menntunar og atvinnulífs með nýsköpun að markmiði. </p> <p>–  Ekki sem meginmarkmið, en við teljum að með því að hittast og miðla vanda okkar og lausnum, þá kvikna nýjar hugmyndir, ný hugsun og nýbreytni.   </p> <p>Viðskiptaráðið samhæfir öll smá og stór verkefni sem hrint er í framkvæmd á vettvangi  Kóngsbergsskólans. Smátt, en mikilvægt verkefni gæti verið smíði báta fyrir leikskólann. Fyrirtæki í bænum skaffar smið, annað fyrirtæki efniviðinn og starfsfólk leikskólans kemur börnunum að verki. Talsvert stærra verkefni er Endur- og símenntun í iðnaði. Það verkefni snýst um brýn málefni sem snerta færni. Hvernig er hægt að viðhalda hæfni starfsfólks? Hvaða hæfni þarf að bæta? Hvernig geta fræðsluaðilar mætt þörfum fyrirtækjanna og vita fyrirtækin hvaða námskeið þau þarfnast? Hafa þau færni til að panta sí- og endurmenntun? Bamrud segir frá því að í þessu verkefni sé brýnt að tengja fólk sem vinnur við tækni og þróun, einmitt til þess að finna út hvaða færni fyrirtækin þurfa, ekki í dag heldur í framtíðinni, eftir eitt ár eða þrjú. </p> <p>[media:5049]</p> <p><em>Wivi-Ann Bamrud er ákafur stjórnandi einstaks samstarfs atvinnulífs og skóla, Kóngsbergskólans í Tækibænum Kóngsberg  Mynd: Jørn Grønlund</em></p> <p>Í Kóngsbergskólanum er unnið að rúmlega 30 verkefnum. Þar er jafnframt vettvangur reglulegra funda. Þar hittast rektorar skóla, framhaldsskóla, fagskóla og háskóla og fulltrúar atvinnulífsins. Þetta er gagnlegur vettvangur fyrir umræðu og skilning og til þess að komast að því hvernig við getum þróað samstarfið segir Wivi-Ann Bamrud að endingu.</p> ,{replace:char(34),char(39)}]",{DECODEHTML}]
[4,MLang] :Torhild Slåtto

 
25. september 2019

Góð samskiptafærni allra mikilvægust norskum fyrirtækjum

Stjórnendur leita að starfsfólki sem eiga auðvelt með samskipti, ef marka má nýjar tölur frá árlegri könnun Norsku færniþróunarstofnunarinnar.
[FORMAT,"[FORMAT,<p>Samskiptafærni skorar hæst allrar hæfni í könnuninni. Samtals 31 prósent aðspurðra eru sammála um það. 29 prósent telja að fagþekking sé mikilvægust. Þar næst er hæfni til samstarfs með 17 prósent. </p> <p>Á tímum þegar norskt atvinnulíf einkennist af tölvuvæðingu, sjálfvirkni og auknum kröfum um hæfni, er með öðrum orðum mikil eftirspurn eftir félagslegri og tilfinningalegri færni.  </p> <p>– Lögð er áhersla á verðmæta eiginleika eins og að geta átt samskipti við aðra. Þetta getur bæði opnað tækifæri til starfsframa fyrir fólk í atvinnulífinu sem býr yfir félagslegum eiginleikum og haft áhrif að hvernig ráðningar verða í framtíðinni, segir tímabundinn framkvæmdastjóri Norsku færniþróunarstofnunarinnar Kompetanse Norge, <strong>Anders F. Anderssen</strong>.</p> <p>Til þess að geta tekist á við áskoranir framtíðarinnar, er þörf fyrir samstarf þvert á geira og fög. Samskiptafærni er uppbót við faglega hæfni. </p> <p>– Það er mikilvægt að sýna jafnframt að hægt er að þjálfa félagslega- og tilfinningalega færni. Þegar eftirspurn eftir þesskonar færni eykst verður jafnframt að leggja áherslu á hana í menntun- og fræðslu. Nú beinast sjónir einkum að faglegri og tæknilegri færni á meðan á menntun fer fram, segir Anderssen í Kompetanse Norge.</p> <p>Bæði í opinbera geiranum og í heilbrigðisþjónustu, kennslu, leikskóla og fjármálageiranum eru samskipti mikilvæg. Innan opinbera geirans telja alls 35 prósent að samskipti séu mikilvæg á móti 31 prósenti í einkageiranum. </p> <p>Í fyrirtækjum á sviði menningar, skemmtunar og frístunda sækjast yfir 50 prósent eftir góðum samskiptaeiginleikum, næst fylgja verslun og viðgerðir farartækja 48 prósent, heilbrigðis- og félagsþjónusta með 44 prósent og gisti- og veitingaþjónusta með 42 prósent.  Til geira sem upplýsa að þeir hafi litla þörf fyrir góða samskiptahæfileika teljast námuvinnsla með 0 prósent, iðnaður með 9 prósent, bygginga- og mannvirkjagerð, landbúnaður, skógrækt og fiskveiðar með 10 prósent.</p> <p>Í svörum við spurningunni um hvaða eiginleiki muni verða mikilvægastur í atvinnulífinu eftir þrjú ár  eru samskipti talin mikilvægust. Samstarfshæfni er í öðru sæti með 22 prósent svarenda. Aðeins í fyrirtækjum sem færniþörf er ófullnægð gætir mestrar áherslu á faglega forvitni. 34 prósent þessara fyrirtækja leggja áherslu á hana. </p> <p>Þetta sýnir að samskipti við annað fólk muni að öllum líkindum verða einn mikilvægasti eiginleikinn í atvinnulífinu í framtíðinni. Þess vegna er mikilvægt að stefna að því að veita starfsfólki nauðsynlega hæfni á þessu sviði. <br />  </p> ,{replace:char(34),char(39)}]",{DECODEHTML}]

 
29. oktober 2019

Áfram þung áhersla á færnipólitík í Noregi

Í fjárlagafrumvarpi norsku ríkistjórnarinnar fyrir árið 2020 sem lagt hefur verið fram, er gert er ráð fyrir áframhaldandi vinnu við færniumbætur, inngildingarstefnu og inngildingaraðgerðir.
[FORMAT,"[FORMAT,<p>Lagt er til að fjárframlög til umbótaaðgerða undir yfirskriftinni „Lærum allt lífið“ verði aukin um 112 milljónir norskra króna. Lagt er til að yfir 300 milljónum norskra króna verði varið umbótanna árið 2020.</p> <p>Bakgrunnurinn er að sífellt færri störf krefjast lítillar eða engrar formlegrar færni. Þar að auki krefst tækniþróunin nýrrar tegundar færni og mörg fyrirtæki eiga í basli með að ná í starfsfólk sem býr yfir þeirri færni sem þörf er fyrir. </p> <p>- 30 milljónir króna verði veitt til þess að koma á færniáætlun, með ramma samtals upp á 97 milljónir króna árið 2020. 15 milljónir eru ætlaðar atvinnugreinum sem verða sérstaklega illa úti vegna breytinga. Áfram verður unnið að atvinnugreinaáætlunum fyrir bygginga- og iðnaðargreinar sem lið í færniáætluninni. Sama gildir um atvinnugreinaáætlunina fyrir heilbrigðis- og umönnunarþjónustu á vegum sveitarfélaganna. Það að auki er aðilum atvinnulífsins boðið að gera tillögur um þriðja atvinnugeirann til þess að víkka áætlunina út. <br /> - 10 milljónum króna verði varið til aðgerða fyrir ungt fólk á milli 16 og 24 ára sem hefur hætt námi á framhaldsskólastigi.<br /> - 41 milljóna króna veitt til lánasjóðsins til þess að aðlaga styrkjakerfi til náms betur að þörfum fullorðinna sem vilja samþætta nám við atvinnu og fjölskyldu.  <br /> - 5 milljónir króna fjárframlag til þess að stofna til 100 nýrra nemaplássa í starfsnámi á framhalds- og háskólastigi. <br /> - 36,1 milljónir króna í framlag til þess að fjölga tilboðum um tilraunanám í formi símenntunar. </p> <p>Ríkisstjórnin leggur í frumvarpi til fjárlaga fyrir 2020 að 320 milljónum króna verði varið til aðgerða við inngildingu. Meðal aðgerðanna sem grípa á til er tilhögun fjárframlaga til fag- og starfsnáms fyrir innflytjendur. Ríkisstjórnin óskar jafnframt eftir að fjölga samþættum bekkjum þar sem fleiri nemendur fá aðstoð til þess að ljúka og ná prófum úr framhaldsskóla. Auk þess vill stjórnin styrkja hæfni kennara sem kenna fullorðnum norsku. </p> <p>Ríkisstjórnin leggur fram tillögu um að efla inngildingarátakið með um 50 milljónum króna árið 2020.  Aðgerðirnar eiga að stuðla að því að atvinnurekendur geti ráðið fleiri einstaklinga með skerta starfsgetu eða eyður í ferilskránni. Önnur tillaga felur í sér að auka fjárframlög til atvinnumarkaðsaðgerða er varða einstaklingsmiðaðan atvinnustuðning og hlutverkastuðning á vinnumarkaði.   <br />  </p> ,{replace:char(34),char(39)}]",{DECODEHTML}]

 
26. januar 2020

Norðmenn koma skriði á þróun starfsferils með rafrænni ráðgjöf og verkfærum til sjálfshjálpar

Í Noregi er lögð mikil áhersla á rafræna ráðgjöf um þróun starfsferils. Rafræn þjónustuveita átti að vera tilbúin síðastliðið haust, en til þess að tryggja gæði og virkja nýju sveitarfélögin (miklar sameiningar áttu sér stað í Noregi um sl. áramót innskot þýðanda) hefur þróunarfasinn verið framlengdur og nú er áætlað að þjónustan verði tilbúin haustið 2020.
[FORMAT,"[FORMAT,<p>Verkefnið er umfangsmikið. Norsku færniþróunarstofnuninni (Kompetanse Norge) hefur verið falið að byggja upp rafræna ráðgjöf í samstarfi við norsku Menntamálastofnunina sem hefur umsjón með utdanning.no. Um það bil tíu manna hópur undir verkefnastjórn <strong>Ingrid Kulseng-Varmedal </strong>vinnur bæði með innihald, tæknilegar lausnir, gæði og viðmót.</p> <p>– Við eigum að búa til þjónustu fyrir alla þjóðina, fyrir fólk á öllum aldri og með afar ólíkar þarfir. Verkefni okkar er að tryggja að ráðgjafarferlið verði eins gott og unnt er, segir Ingrid.</p> <p>Undirbúningurinn hefur verið rækilegur. Verkefnahópurinn hefur farið í námsferðir til þess að kynna sér sambærilega þjónustu í öðrum löndum. Hópurinn hefur meðal annars haft gagn af heimsókn til Danmerkur og reynslu Dana af rafrænni ráðgjöf.</p> <h2>Þjónustuhönnun</h2> <p>– Við höfum lagt mikla vinnu í hönnunarferli þjónustunnar. Það felur í sér að sjónum er beint að endanotenda segir verkefnastjóri við útsendara DialogWeb. – Við eigum að búa til samhæfða þjónustu þar sem notendum bjóðast víðtæk tilboð með margháttuðum möguleikum. Símtöl, spjallrás og vefsíða með efnismiklum upplýsingum og verkfærum til sjálfshjálpar sem þeir geta borið sig eftir í þjónustuveitunni.</p> <p>Hönnun þjónustu er nýtt svið innan hönnunar og felst í þróun notendavænnar og heildrænnar rafrænnar þjónustu sem veitir notendum gagnlega upplifun samkvæmt <a href="https://no.wikipedia.org/wiki/Tjenestedesign" target="_blank">Wikipedia. </a></p> <p>– Það hentar ekki öllum að nota netið og spjallrásir. Verður líka hægt að nota síma?</p> <p>– Já, við teljum að sumir veigri sér við að snúa sér að stafrænni þjónustu, þeim finnist einfaldara að hringja. Þess vegna verður símtal meðal þeirra leiða sem gefast til samskipta.</p> <p>– Hvernig væri að þróa spjallmenni, einskonar svarsjálfsala óháðan ráðgjöfum?</p> <p>– Við ætlum ekki að gera það til að byrja með, en kannski tökum við það upp síðar meir.</p> <h2>Gæðaviðmið</h2> <p>Færniþróunarstofnunin í Noregi hefur líka verið falið annað stórt verkefni, nefnilega að skapa norsk gæðaviðmið fyrir ráðgjöf við þróun starfsferils (no karriereveiledning). Viðmiðin eiga að gilda fyrir öll svið og allar tegundir ráðgjafar við þróun starfsferils. Sérstakur hópur vinnur við þróun gæðaviðmiðanna, þau fela meðal annars í sér siðfræðilegar leiðbeiningar, færniviðmið og módel fyrir náms- og starfsfræðslu. Gæðaviðmiðin eiga jafnframt að gagnast bæði þeim sem veita ráðgjöfina og öðrum sem bera ábyrgð á þjónustunni.</p> <p>– Við ætlum að styðjast við og innleiða gæðaviðmiðin bæði í þróun vefþjónustunnar og rafrænu ráðgjafarinnar. Síðan munum við stöðugt meta og gera nauðsynlegar úrbætur og aðlaga. Svæðisbundnu ráðgjafarmiðstöðvarnar í sveitarfélögunum leika mikilvægt hlutverk. Ef notandi notfærir sér stafrænu þjónustuna getur það leitt til þess að hann/hún snúi sér til næstu ráðgjafarmiðstöðvar, segir Kulseng-Varmedal.</p> <h2>Utdanning.no</h2> <p>Þjónustan utdanning.no fór fyrst í loftið fyrir mörgum árum og gríðarlega margir hafa notfært sér hana. Á síðunni er að finna umfangsmiklar upplýsingar um menntun, störf, hvaða menntunar er krafist fyrir ólík störf og hvaða persónulegir eiginleikar gætu verið gagnlegir. Komið verður á tengingu á milli ráðgjafarinnar um starfsferil og allra upplýsinganna sem er að finna á utdanning.no. Þjónusta utdanning.no verður þróuð áfram.</p> <h2>Margir bíða</h2> <p>Marga lengir eftir því að rafræna þjónustan komist í gagnið. Margir hafa áhuga á verkefninu og vilja vita meira, segir verkefnastjórinn Kulseng-Varmedal. Aðilar atvinnulífsins eru ekki síst áhugasamir.</p> <p>– Ráðgjöf um þróun starfsferils er verkfæri, hluti af hæfnistefnu yfirvalda sem á að stuðla að því í atvinnulífinu og samfélaginu að sú færni sem þörf er fyrir sé til staðar og að einstaklingar geti nýtt færni sína og lagt sitt af mörkum.</p> <h2>Dúkur á borð</h2> <p>Verkefnahópurinn hefur eitt ár til þess að þróa og fínpússa rafrænu þjónustuna. Margt er enn í deiglunni þó ýmsu hafði einnig verið lokið þegar verkefninu var hrint úr vör haustið 2018, undirstrikar Ingrid Kulseng-Varmedal.</p> <p>– Dúkurinn hafði verið lagður á borðið fyrir okkur. Hún vísar þar til þróunarinnar sem fór fram á ráðgjafarmiðstöðunum fyrir náms- og starfsval um árabil.</p> <p>– Vörður framundan?</p> <p>– Við eigum að útbúa skipurit eða skipulagsmódel fyrir rafrænu þjónustuna og ráða fólk sem getur veitt rafræna ráðgjöf. Útvega tæknilausnina, hana höfum við þegar boðið út. Síðan tekur við þjálfunar- og prófanaferli.</p> <h2>Prófanaferli</h2> <p>Í prófanaferlinu er ætlunin að fá rýnihóp til þess að prófa hvort þjónustan virkar eins og ætlast er til. Að því loknu taka við lagfæringar og fínpússun áður en þjónustan fer í loftið í september 2020.</p> <p>– Þjónustu eins og þessa má alltaf bæta.Við leggjum til að hún verði metin reglulega og að gerðar verði úrbætur og þeir þættir sem ekki virka sem skyldi verði þróaðir áfram, segir verkefnastjórinn.</p> <p>Þá verður brýnt að gefa tækifæri til rannsókna og eftirfylgni/mælinga, til þess að öðlast sem besta vitneskju um áhrif ráðgjafarinnar og hve margir í ólíkum aldurshópum notfæra sér hana.</p> <h2>Dæmi</h2> <p>Hvernig getur ráðgjöf varðandi þróun starfsferils virkað? Hér fylgir ímyndað dæmi: Ég er 28 ára og hef ekki aðra menntun en grunnmenntun á framhaldsskólastigi. Eftir að ég hætti í skóla hef ég unnið ýmis störf, en er ákveðin í að afla mér frekari starfsmenntunar. Þar að auki hef ég heyrt að mikil eftirspurn sé eftir fólki sem kann á rekstur tölvukerfa. Vegna þess að mér finnst ég vera klár á tölvur, gæti verið gaman að veðja á það. Ég kanna málið. Ég fer inn á rafrænu ráðgjöfina fyrir þróun starfsferils og er snögg að skrifa spurningu á spjallrásina. „Hverskonar skóla get ég sótt til þess að mennta mig til að verða hæf til að hafa vinna við tölvukerfi?“ Ég spjalla við ráðgjafann sem veitir mér gagnlegar upplýsingar og líka virkar krækjur í nánari upplýsingar. Ég fer inn á síðuna og kemst að því að ég get lært tölvutækni eða kerfisfræði.</p> <p>Tölvutækni er nám á framhaldsskólastigi sem lýkur með fagbréfi, hitt er háskólamenntun. Húrra, hér gefst tækifæri. Ég finn meira að segja fleiri störf að velja úr sem tengjast upplýsingatækni. Best að lesa líka hvaða persónulega hæfileika þarf. En svo voru líka upplýsingar um allt sem tengist; umsóknir, lánasjóður, flutningar, stúdentagarðar og ýmislegt fleira. Kannski ætti ég að bregða mér í heimsókn á miðstöð fyrir ráðgjöf um þróun starfsferils, ef hún er í nágrenninu. Annars nýti ég mér spjallrásina og rafrænu ráðgjöfina. Mér finnst það einfaldast.</p> <h2>Hvað á barnið að heita?</h2> <p>Verkefnastjórinn vill ekki segja mér hvað „barnið“ á að heita, hvað við eigum að slá inn til þess að finna rafræna ráðgjöf um þróun starfsferils. Ef maður á að fylgja fordæmi norsku járnbrautanna sem breyttu NSB í Vy er nauðsynlegt að slóðin verði stutt og smellin.</p> <h2>Í Noregi er vilji til þess að lögfesta rétt til ráðgjafar um þróun starfsferils</h2> <p>Norska ríkisstjórnin hefur lagt fram frumvarp um að öll sveitarfélög bjóði íbúum sínum upp á gjaldfrjálsa ráðgjöf um þróun starfsferils. Rafræna þjónustan er mikilvæg til þess að sveitarfélögin geti veitt slíka þjónustu en hún er ekki hluti af lagafrumvarpinu.</p> <p>– Við verðum að uppfæra þekkingu okkar alla starfsævina. Ráðgjöf um þróun starfsferils á að leiða til þess að fleiri séu virkir á vinnumarkaði og að atvinnulífið fái þá hæfni sem þörf er fyrir, segir þekkingar- og innflytjendamálaráðherra Jan Tore Sanner (H) í fréttatilkynningu frá þekkingarráðuneytinu um málefnið.</p> <h2>Í öllum sveitarfélögum</h2> <p>Á haustdögum 2019 áttu öll sveitarfélög í Noregi að koma á laggirnar ráðgjafarmiðstöðvum, en eins og staðan er í dag ber þeim ekki skylda til að bjóða upp á ráðgjöf um þróun starfsferils. Nú hefur norska ríkisstjórnin lagt fram frumvarp til laga sem skyldar sveitarfélögin til þess að veita þess háttar þjónustu.</p> <p>Markmið norsku ríkisstjórnarinnar með hæfniumbótaátakinu Lærum allt lífið er að enginn eigi að úreldast vegna skorts á færni og að gera fleirum unnt að vera lengur á vinnumarkaði. Ráðgjöf um þróun starfsferils er mikilvæg aðgerð. <a href="https://nvl.org/content/laerekraftig-utvikling">Hér</a> er hægt að lesa grein um skýrslu með tillögum um breytingar á kerfum og aðlögun sem geri fólki kleift að læra allt lífið.</p> <h2>Hæfnistefna</h2> <p>Sveitarfélögin leika mikilvægt hlutverk í öllu er lítur að færniþróun. Á þeirra valdi er að ákveða hve miklu er varið til tækifæra til menntunar á framhaldsskólastigi og í tækniháskólum. Með frumvarpi ríkisstjórnarinnar rýmkum við ábyrgð sveitarfélaganna. Ég tel að í sveitarfélögunum verði unnt að veita góða ráðgjöf sem tengist atvinnulífinu á svæðinu, bætir menntamálaráðherrann Iselin Nybø, við.</p> <p>Frestur til að senda inn umsagnir um lagafrumvarpið rann út 29. nóvember síðastliðinn.</p> <p>Færniþróun náms- og starfsráðgjöf fullorðinsfræðsla</p> ,{replace:char(34),char(39)}]",{DECODEHTML}]
[4,MLang] :Torhild Slåtto

 
28. april 2020

Gæti valdið erfiðleikum flytjist norskukennsla fyrir innflytjendur og flóttamenn til háskóla

Niðurstöður nýrrar könnunar frá Ósló Met sýna að það væri gagnslítið að flytja norskukennslu fyrir flóttamenn og innflytjendur með æðri menntun í háskóla.
[FORMAT,"[FORMAT,<p>Ástæðurnar eru að það getur verið erfitt fyrir mörg sveitarfélög að bjóða upp á norskukennslu.</p> <p>Í könnuninni er yfirlit yfir það sem taka þarf tillit til ef ábyrgðin á norskukennslu verður færð á svið háskólanna. Jafnframt kemur fram hvaða áskoranir þátttakendur með æðri menntun standa frammi fyrir í tengslum við norskukennslu.</p> <p>Vandamálið sem sveitarfélögin þurfa að takast á við í tengslum við tilboð um norskukennslu verður ekki leyst með því að flytja ábyrgðina til háskólanna. Hluti vandamálsins er sú staðreynd að það tekur marga þátttakendur í norskukennslu langan tíma að ljúka náminu, að minnsta kosti 1 ½ ár. Fyrir flóttamenn getur námstíminn orðið enn lengri. Þetta á einnig við um þá með lengri menntun að baki.</p> <p>Farið er yfir eftirfarandi atriði:</p> <ul> <li>Hverskonar norskukennsla stendur til boða á háskólastigi í dag? Hverjum þeirra sem nú nýta sér norskukennslu sveitarfélaganna myndi henta að sækja kennsluna frekar til háskóla? Hvaða afleiðingar (stjórnsýslulegar, hagnýtar, lagalegar, og aðrar sem varða gæði og mat) mundi það hafa í för með sér að flytja ábyrgðina á þessum hópi til háskólanna? Nánar í skýrslunni hér: Norskukennsla fyrir innflytjendur og flóttamenn með æðri menntun.</li> </ul> <p><a href="https://www.kompetansenorge.no/statistikk-og-analyse/publikasjoner/norskopplaring-for-flyktninger-og-innvandrere-med-hoyere-utdanning/" target="_blank">Nánar í skýrslunni hér: Norskukennsla fyrir innflytjendur og flóttamenn með æðri menntun.</a></p> ,{replace:char(34),char(39)}]",{DECODEHTML}]
[3,MLang]: aðlögun   innflytjendur   

 

Sverige

 
27. maj 2020

Hvernig eiga þeir sem sitja í fangelsi að afla sér stafrænnar hæfni?

Til þess að vera virkur í samfélaginu er nauðsynlegt að hafa grunnleggjandi starfræna hæfni. En hvernig eiga þeir sem sitja í fangelsi að afla sér stafrænnar hæfni án þess að örygginu sé stefnt í hættu? Christer Olsson starfar hjá Fangelsismálastofnuninni í Svíþjóð er með í norrænum vinnuhópi sem hefur kannað tækifæri til aukinnar notkunar upplýsingatækni fyrir námsmenn í fangelsi.
[FORMAT,"[FORMAT,<p>Gera á stafræna færni hluta af öllum greinum í skólum í Svíþjóð. Þetta kemur fram markmiðum sænsku Menntamálastofnunarinnar sem öllum kennurum í Svíþjóð ber að fylgja.</p> <p>– Í fangelsunum hafa námsmenn ekki aðgang að þeirri stafrænu tæknin sem þarf til að uppfylla markmiðin, segir <strong>Christer Olsson</strong>, kennari sem á þátt í þróun fangelsismálastofnunarinnar í Svíþjóð.</p> <p>Hann hefur staðið að gerð upplýsingamyndbanda um kennslu í fangelsum í samstarfi við félaga sína í neti NVL um kennslu í fangelsum. Fólk sem er svipt frelsi eiga á hættu að einangrast frá stórum hluta samfélagsins ef þér fá ekki þjálfum í að nota Internetið eins og aðrir.</p> <p>Í einu upplýsingamyndbandinu segir <strong>Per Thrane</strong> sem starfar við dönsku fangelsismálastofnunina frá einstaklingi sem setið hefur inni í mörg ár í lokuðu fangelsi sem ekki vissi hvað Internetið er. Honum fannst það vera ógnandi og vildi ekki stofna tölvupóstfang vegna þess að hann hélt að það kostaði peninga. En um leið er ekki hægt að leyfa dæmdum einstaklingi frjálsan aðgang að Netinu. Áhættan er allt of mikil á að einstaklingurinn haldi afbrotum áfram yfir Netið. Áskorunin felst í því að viðhalda örygginu en veita föngum sem leggja stund á nám að efla stafræna færni sína til þess að þeir geti aðlagast lífinu fyrir utan veggi fangelsisins þegar þeir hafa afplánað dóma sína.</p> <blockquote class="utbox utbox-x-small utbox-left grey-on-yellow"> <h4><strong>Staðreyndir </strong></h4> <p><strong>Nokkur dæmi um stafræna hæfni </strong></p> <ul> <li>Að geta með aðstoð upplýsingatækni og miðlum leyst einföld og hversdagsleg verkefni á vinnustað, til dæmis pantanir og tölvupóst.</li> <li>Að geta beitt algengum stafrænum lausnum í samfélaginu.</li> <li>Að geta kynnt einfalt efni með því að nota stafræn verkfæri og miðla.</li> <li>Að eiga samskipti og samstarf með algengum stafrænum aðferðum.</li> <li>Að leita að og meta upplýsingar.</li> <li>Að leita, velja, meta og rannsaka upplýsingar á netinu á gagnrýninn hátt.</li> <li>Að vera gagnrýninn og íhuga hvernig sendandi hefur áhrif á efni mismunandi stafrænna miðla. </li> </ul> <p><em>Heimild: Sænska Menntamálastofnunin </em></p> <p><strong>Staðreyndir um kennslu í fangelsum í Svíþjóð </strong></p> <ul> <li>Um það bil 140 kennarar eru starfandi hjá fangelsismálastofnun. Þeir hafa allir kennsluréttindi.</li> <li>Til boða eru 130 fræðileg námskeið.</li> <li>Námsmenn hafa einstaklingsmiðaða námsáætlun. Í kennslustundum er maður á mann og námskeið geta hafist og þeim lokið hvenær sem er ársins. Hvorki er um að ræða annir né leyfi.</li> <li>Fleiri hafa hug á námi en hægt er að veita. Ungir fangar, og þeir sem hafa minnsta menntun og mesta þörf njóta forgangs.</li> <li>Kennarar kenna bæði í skólastofum og með aðstoð stafrænna miðla.</li> </ul> <p><a href="https://nvl.org/content/nye-materialer-om-anvendelse-af-it-systemer-i-faengselsundervisning">Krækja í myndbönd netsins um upplýsingatækni í kennslu í fangelsum. </a></p> </blockquote> <p>Allt frá 2008 hefur fangelsismálastofnunin í Svíþjóð aðeins ráðna kennara. Áður hafði stofnunin samið við mismunandi sjálfstæða aðila sem sáu um kennsluna, en það reyndist ekki vel. Meðal annars var framboðið af námskeiðum allt of takmarkað. Í dag getur kennslan farið fram bæði saman í rými og í fjarkennslu, allt eftir því hvar námsmaðurinn er staddur. Margir sem afplána eru fluttir á milli mismunandi stofnana og þökk sé fjarkennslu gegnum stafræn hjálpartæki geta þeir lokið námi sínu hjá sama kennaranum.</p> <p>– Á þann hátt getum við nýtt færni kennaranna til fullnustu og boði upp á fjölbreytt námskeið, segir Christer Olsson.</p> <h2>Mjög áþekk „venjulegri“ kennslu</h2> <p>Christer Olsson segist hafa unnið í tíu ár sem stærðfræðikennari Skänningestofnunina í Austur-Gautlandi áður en hann var ráðinn í núverandi stöðu við starfræna þróun við fangelsismálastofnunina.</p> <p>En hvernig er að vinna sem kennari í fangelsi? Kannan hann hvaða brot námsmenn hans hafa hlotið dóm fyrir?</p> <p>– Áður en ég fór að vinna þar hélt ég að ég myndi verða fyrir áhrifum af einstaklingum sem höfðu framið einhver voðaverk, en það kom mér á óvart að ég átti eðlileg samskipti við þá sem manneskjur. Í náminu skiptir það sem tilheyrir fortíðinni engu, þá kanar maður hvort námsmaðurinn er áhugasamur, er reiðubúinn til þess að leggja sig fram. Ég tel að í framhaldsskólum séu unglingar sem kljást við erfiðleika sem hafa áhrif á framlag þeirra í skólanum, segir Christer Olsson.</p> <p>Hann bætir við:</p> <p>– Það er gott að íhuga að þegar maður starfar sem kennari hjá fangelsismálastofnun er maður líka fangavörður og ber skylda til að viðhalda þeim gildum sem samfélagið byggir á.</p> <p>Hann hefur aldrei orðið fyrir beinlínis ógnandi atvikum í kennslu.</p> <p>– Nei, ég hef aldrei upplifað ógnandi aðstæður. En aftur á móti hefur komið fyrir að einhver hefur reiðst og æstur en það er ekkert öðruvísi en það sem gerist og gengur í venjulegum skólum. Auðvitað getur okkur greint á um skoðanir. Við sem störfum í fangelsum erum þar að auki undir meiri vernd en venjulegir kennarar, við erum alltaf með aðvörunarbúnað svo mér finnst ég vera öruggur, segir hann.</p> <h2>Munur á milli Norðurlandanna</h2> <p>Í nýju hlutverki við stofnunarþróun komst Christer í kynni við norræna verkefnið um upplýsingatækni í kennslu í fangelsum. Yfirmaður Christers, Lena Broo sem hefur um árabil verið meðlimur í norræna fangelsismálanetinu bauð honum í vinnuhópinn um upplýsingatækni. Í byrjuninni var Christer kvíðinn yfir að hitta félaga frá hinum Norðurlöndunum.</p> <p>– Ég er ekkert sérstaklega sleipur í enskunni þótt ég skilji hana vel. En ég hef fengið að tala sænsku þegar ég hef ekki getað tjáð mig á ensku, segir hann.</p> <p>Hann segir að það hafi líka komið honum á óvart hve mikill munur er á milli landanna hvað varðar internetaðgengi í fangelsunum.</p> <p>– Skipulagning kennslu í fangelsum er mismunandi í löndunum sem meðal annars er vegna mismunandi laga. Það hefur svo áhrif á að tæknilausnir eru líka mismunandi. Við samanburð koma bæði kostir og gallar við mismunandi lausnir vandamála í löndunum í ljós.</p> <p>Norðurlöndin hafa mismunandi stefnu um hvernig fangar fá að nýta stafræna tækni almennt og sérstaklega námsmenn. Norðmenn eru frjálslyndari hvað varðar Internetið. Í Svíþjóð voru á árum áður svokallaðar „hvítlistaðar“ síður sem voru leyfðar, en það gagnaðist ekki þegar Internetið varð smám saman opnara fyrir samskiptum. Frá haustinu 2019 er Internetið lokað námsmönnum í sænskum fangelsum. Þeir hafa aðeins aðgang að innraneti þar sem þeir geta haft samskipti við kennarann sinn.</p> <h2>Öryggisstig og stafrænt bæjarleyfi</h2> <p>Norræni hópurinn hefur lagt fram nokkrar tillögur um hvernig þróa mætti kennslu í fangelsum svo ná megi jafnvægi á milli þess að veita grundvallar stafræna hæfni og hættunnar á að fangar brjóti á ný af sér í gegnum internetið. Meðal tillagnanna er að aðgengi að internetinu beri að flokka á sama hátt og öryggisstigin í fangelsunum, þar sem þriðja stigið nær yfir opna stofnun en það fyrsta er strangara. Því betur sem fangar hegða sér og eftir því sem styttist í lausn þeim mun frjálsari aðgang ættu þeir að hafa að Internetinu.</p> <p>Önnur tillaga varðar stafræn bæjarleyfi sem fangar geta sótt um. Það getur jafnast á við venjuleg bæjarleyfi þegar fangar njóta frelsis um stuttan tíma til þess að undirbúa sig undir lífið utan fangelsisins. Á sama hátt myndu stafræn leyfi veita aðgang að Internetinu í skamman reynslutíma.</p> <p>Vinnuhópurinn leggur jafnfram til að kennarar við fangelsismálastofnun ættu að geta kennt gegnum myndsamtal. Í dag fer kennslan í fangelsum annaðhvort fram í venjulegum hópum eða gegnum síma.</p> <p>– Það er ekki ákjósanlegt að útskýra hvernig maður diffrar eða tegrar í símtali. Það er mikið auðveldara að geta sýnt, segir stærðfræðikennarinn Christer Olsson.</p> <p>Auk stærðfræði hefur Christer Olsson kennt forritun, sem er gagnleg þekking fyrir þann sem er á leið út í atvinnulífið. Hann hefur verið spurður hvort ekki sé hætta á að sumir nemendur nýti þekkinguna til við saknæmt athæfi.</p> <p>– Mér finnst það mjög þröngur skilningur á þekkingu. Ég hef þá trú að dýpri þekking hafi jákvæð áhrif á fólk og við verðum að verja réttindi fólks.</p> <p>En ef fangar hafa tækifæri til þess að eiga samskipti við nána og kæra í gegnum tölvupóst eða félagsmiðlana – býður það ekki heim áhættu um að þeir sendi öðrum afbrotamönnum dulkóðuð skilaboð? – Þeir geta líka gert það með skrifum á pappír og í síma. Ég tel að það sé einfaldara að vakta stafræn samskipti en venjuleg bréf, segir Christer Olsson.</p> ,{replace:char(34),char(39)}]",{DECODEHTML}]
[4,MLang] :Marja Beckman

 
24. februar 2020

Raunfærnimatsnefndin er komin í mark!

Raunfærnimat er mikilvæg aðferð fyrir marga atvinnurekendur í Svíþjóð til þess að tryggja fyrirtækjum hæft vinnuafl. Raunfærnimatsnefndin í Svíþjóð skilaði greinargerð sinni í janúar og næsta skref er að ná til allra sem þurfa að fá færni sína metna. Innblástur var sóttur til norrænu nágrannanna.
[FORMAT,"[FORMAT,<p>– Örninn er lentur! sagði <strong>Elin Landell</strong>, ritari raunfærnimatsnefndarinnar, um árangur fjögurra ára vinnu: Tillaga um hvernig haga á raunfærnimati í Svíþjóð í framtíðinni.</p> <p>Í tilefni af birtingu niðurstaðanna var haldin ráðstefna í Växjö ætluð þeim sem vinna í sveitarfélögum eða við menntastofnanir, stjórnendum fagháskóla, vinnumiðlunum, náms- og starfsráðgjöfum eða öðrum sem starfa við fullorðinsfræðslu. Öll sæti á ráðstefnunni voru fullbókuð mörgum vikum fyrirfram.</p> <p>Engin furða að áhuginn væri mikill: Í mörgum atvinnugreinum er gríðarlegur skortur á hæfu starfsfólki bæði nú og í nánustu framtíð. Á sama tíma eru margir einstaklingar, sem þora ekki að sækja um störf sem þeir eru virkilega hæfir til að sinna, vegna þess að þá skortir formlega staðfestingu á hæfni sinni.</p> <p>Í lokaniðurstöðum sem Raunfærnimatsnefndin skilaði þann 13. janúar s.l. til Önnu Ekström menntamálaráðherra, eru tillögur um hvernig haga beri að raunfærnimati í Svíþjóð í framtíðinni.</p> <p>Tillögurnar eru eftirfarandi:</p> <ul> <li>Ný sameiginleg skilgreining á raunfærnimati.</li> <li>Ný reglugerð með almennum ákvæðum um raunfærnimat.</li> <li>Bættur sýnileiki raunfærnimats í háskólum og fagháskólum.</li> <li>Stefna verði mótuð til þess að einstaklingar og fyrirtæki geti þróað og haft aðgang að þeirri færni sem nauðsynleg eru hverju sinni.</li> <li>Ráð um raunfærni sem heyrir undir þann ráðherra sem ber ábyrgð á málaflokknum.</li> <li>Fylkin beri ábyrgð á því að framboð á hæfu vinnuafli sé nægilegt.</li> <li>Ríkissjóður styrki þróun raunfærnimats í atvinnugreinum.</li> <li>Bætt aðgengi að raunfærnimati í fullorðinsfræðslu með því að skylda sveitarfélögin til þess að bjóða nemendum upp á raunfærnimat og aukinn sýnileika kortlagningar, mats og viðurkenningu á niðurstöðum raunfærnimats.</li> </ul> <p>Samkvæmt útreikningum nefndarinnar mun raunfærnimat til lengri tíma leiða til efnahagslegs ávinnings bæði fyrir einstaklinga og samfélagið.</p> <p>– Það kostar að hverfa frá starfi til þess að leggja stund á nám, og ef þú hefur verið á vinnumarkaði í mörg ár geturðu ekki hafið nám eins og byrjandi, sagði, Elin Landell.</p> <p>Þrátt fyrir að vinna við raunfærnimat sé hafin í mörgum fylkjum skortir enn mikið upp á innleiðinguna. Á heimasíðu sænsku Menntamálastofnunarinnar er að finna nokkur verkfæri og tveir háskólar bjóða upp á fjarnám í raunfærnimati, upp á 7,5 háskólaeiningar.</p> <h2>Norðmenn og Íslendingar eru fyrirmyndir</h2> <p>Nokkur nágrannalandanna eru á ýmsan hátt lengra komin í vinnunni við að tryggja nægilegt framboð af hæfu vinnuafli. <strong>Randi Husemoen</strong> frá Færniþróunarstofnun Noregs kynnti stefnu Norðmanna um færni og ævimenntun. Ein af tillögum raunfærnimatsnefndarinnar snýst um sænska hliðstæðu.</p> <p><strong>Fjóla María Lárusdóttir</strong> kynnti vinnu við raunfærnimat á Íslandi sem er vandlega uppbyggt og þar fylgir ráðgjafi hverjum einstaklingi í gegnum allt raunfærnimatsferlið.</p> <p>Valfrjálsar málstofur voru hluti ráðstefnunnar. Fyrri daginn var eitt af umfjöllunarefnunum raunfærnimat í atvinnugreinum. Orð sem kom aftur og aftur fyrir um samstarf ólíkra atvinnugeira.</p> <p>[media:5185]<br /> <em>Svante Sandell frá Fagháskólastofnuninni (fyrrum fulltrúi Svía í NVL) var fundarstjóri á ráðstefnunni.  </em></p> <p>Seinni daginn sögðu <strong>Anna Kahlson</strong> og <strong>Anna Haglund</strong> starfsmenn sænsku fagháskólastofnunarinnar frá könnun sem þær höfðu gert um hve margir nemendur í fagháskólum hefðu fengið metin námskeið um efnis sem þeir kunnu fyrir. Í ljós kom að fjöldi námskeiða sem nemendur höfðu fengið metin var afar takmarkaður og náði aðeins til tvö til þrjú prósent nemenda. Sumir sögðu ástæðuna vera þá að þeir vildu halda námsláni og hefðu þess vegna samt sótt námskeiðin auk þess sem það er kostnaðarsamt og tímafrekt að fá námskeið metin.</p> <p>– Til þess að ná út til nýrra markhópa, til dæmis einstaklinga sem ekki geta valið að sækja um nám við fagháskóla vegna þess að eitt eða eitt og hálft til tvö ár er of langur námstími, ættum við að búa til sveigjanlega leið fyrir matið, stungu fyrirlesararnir m.a. upp á.</p> <h2>"Hin Norðurlöndum hafa sýnt að þetta er hægt“.</h2> <p>Ráðstefnunni lauk með pallborðsumræðum með fulltrúum stjórnvalda og atvinnulífsins.</p> <p>– Við þurfum að aðlaga upplýsingarnar að sérstökum markhópum. Þá er líka þörf fyrir nýjar leiðir til þess að fjármagna fjölgun þeirra sem gangast undir mat á raunfærni, sagði <strong>Thomas Persson</strong>, framkvæmdastjóri Fagháskólastofnunarinnar.</p> <p><strong>Pontus Juhlin</strong>, mannauðsstjóri í Kronoberg héraði, viðurkenndi að margir atvinnurekendur hafa verið frekar ferkantaðir varðandi mat á raunfærni til jafns við háskólanám.</p> <p>– Við höfum séð þessa daga er að þetta er snúið viðfangsefni. En fulltrúar frá hinum Norðurlöndunum hafa sýnt að þetta er hægt. Fyrirtækin eru alltaf að meta starfsfólkið, en hvernig fær maður hæfni sína metna þegar maður er ekki á vinnumarkaði? spurði Pontus Juhlin.</p> <p>Hann sagði líka að þrátt fyrir að rík þörf sé fyrir hæft starfsfólki í heilbrigðisþjónustu er erfitt að finna vinnustaði sem geta tekið á móti stúdentum og kynnt þeim starfið vegna kröftugs niðurskurðar.</p> <p>– Bilið á milli atvinnulífsins og menntakerfisins er ennþá allt of breitt, þar eru margir þröskuldar og ótal hindranir. En nú skynja ég aukinn áhuga, atvinnulífið þarf á háskólunum að halda til þess að fá hæft starfsfólk, sagði <strong>Erik Blomgren</strong> frá suðursænska viðskiptaráðinu, sem eru hagsmunasamtök fyrirtækja.</p> <p>Elin Landell ritari raunfærnimatsnefndarinnar sleit ráðstefnunni með nokkrum bjartsýnisorðum:</p> <p>– Við höfum upplifað frábæra þróun á sviði raunfærnimats á síðastliðnum árum. Þekking, forvitni og áhugi hefur vaxið.</p> <h2>Tvær raddir frá ráðstefnunni</h2> <p><strong>John Harming</strong> og <strong>Monica Lantz</strong> vinna bæði sem stjórnendur skipulags á skrifstofu vinnumála- og ævimenntunar hjá Gautaborg. Jafnvel þó þau séu í grundvallaraatriðum jákvæð gagnvart tækifæri til þess að meta raunfærni einstaklinga hefur reynslan kennt þeim að það er hægara sagt en gert.</p> <p>[media:5186]<br /> <em>John Harming og Monica Lantz starfmenn Gautaborgar fengu smá innblástur við að kynnast því hvernig raunfærnimati er hagað á Íslandi. </em></p> <p>– Við eigum í svolitlu basli við að fá ferlið til að ganga upp. Eitt af vandamálunum er að markhópur fullorðinsfræðslunnar hefur litla menntun að baki og er fjær vinnumarkaðnum og þá er ekki svo mikið sem hægt er að meta, sagði Monica Lantz.</p> <p>– Allir þættir verða að vera fyrir hendi. Á Íslandi virðist það vera þannig; stefnan, fjármögnunin, skilgreiningar, aðferðir, samstarf við atvinnulífið, greinilegur aðgangur, snjallar lausnir auk þess sem náms- og starfsráðgjafi fylgir ferlinu eftir. Þar með verður ferlið óbrotin keðja fyrir matsþegann. Við getum lært mikið af því fyrirkomulagi.</p> <p>Texti og myndir: Marja Beckman</p> <h2>Krækjur:</h2> <p>Lesið meira um niðurstöður raunfærnimatsnefndarinnar hér: <a href="http://www.valideringsdelegation.se" target="_blank">http://www.valideringsdelegation.se </a></p> <p>Raunfærnimatsnet NVL: <a href="https://nvl.org/validering" target="_blank">https://nvl.org/validering </a></p> <p>Upplýsingar sænsku Menntamálastofnunarinnar um raunfærnimat: <a href="https://www.skolverket.se/regler-och-ansvar/ansvar-i-skolfragor/validering-av-kunskap-och-kompetens" target="_blank">https://www.skolverket.se/regler-och-ansvar/ansvar-i-skolfragor/validering-av-kunskap-och-kompetens</a></p> ,{replace:char(34),char(39)}]",{DECODEHTML}]
[4,MLang] :Marja Beckman

 
25. september 2019

„Fólk annarsstaðar frá á að velja að koma hingað“

Þegar Fræðslumiðstöðin í Gottsunda opnar bráðlega verður ljóst að þar er ekki um að ræða neina venjulega fræðslumiðstöð. Hún á að vera í nágrenni atvinnumiðlunina og þjóna þörfum námsmanna með sérstakar þarfir. Markmiðið er jafnframt að draga úr slæmu umtali um borgarhlutann.
[FORMAT,"[FORMAT,<p>Samkvæmt hefðbundinni hugmynd um fræðslumiðstöð er að um sé að ræða húsnæði þar sem hægt er að leggja stund á nám þrátt fyrir að búa langt frá háskólabæ. Húsnæði þar sem tækifæri gefst til að komast að heiman, þar sem hægt er að hita mat og hægt er að leita til prófvarðar. Það munu ekki vera neinir prófverðir í fræðslumiðstöðunum í Gottsunda, að minnsta kosti ekki í upphafi. Hlutverk fræðslumiðstöðvarinnar er fyrst og fremst að þjóna einstaklingum sem þurfa á sérstakri aðstoð að halda, þeim sem stunda aðfararnám að menntaskóla eða leggja stund á starfsnám. Miðstöðin á að vera hönnuð með tilliti til þeirra sem eiga erfitt með að einbeita sér eða þurfa sérstök hjálpartæki, ef til vill vegna taugasálfræðilegrar fötlunar (npf) eða hafa orðið fyrir áfalli. </p> <p>Á miðstöðinni verður hægt að fá aðstoð við stærðfræði, sænsku, námstækni þar verður sérkennari og ýmis hjálpartæki. Hægt verður að bóka tíma til þess að fá aðstoð eða komast í námsumhverfi sem best hentar hverjum einstaklingi.  </p> <p>Gottsunda er í sjö kílómetra fjarlægð frá Uppsölum þar sem einn virtasti háskóli Svíþjóðar er staðsettur. Landfræðileg viðmið hafa ekki ráðið úrslitum við úthlutun fjárveitingar upp á þrjár  miljónir sænskra króna frá ríkinu til þess að byggja fræðslumiðstöðina. Lögreglan skilgreinir Gottsunda sem sérstaklega viðkvæmt svæði. Það þýðir að um er að ræða borgarhluta sem „liðið hefur fyrir bága  félagslega – og efnahagslega stöðu og orðið fyrir áhrifum glæpa um langt tímabil“. Félagsleg- og efnahagsleg staða er ekki talin með við úthlutun ríkisstyrkja, en menntamálastofnun tekur tillit til fleiri ólíkra viðmiða þegar þeir úthluta fjármunum, meðal annars hvort aðgerðir sem úthlutað er til, munu hafa áhrif á aðgengi að og gegnumstreymi í menntun. </p> <p><strong>Susanna Sjöstedt Meshesha</strong>, fræðslustjóri nýju fræðslumiðstöðinni og sérkennari fyrir fullorðna að mennt ólst þar upp og að hennar áliti er ímynd Gottsunda sem hættusvæðis óþarflega yfirdrifin.  </p> <p>[media:4899]</p> <p><em>Susanna Sjöstedt Meshesha situr í einum af sérsniðnu stólunum í fræðslumiðstöðinni. Stólar með „hliðarskyggnum“ eiga að auðvelda einbeitingu.</em> </p> <p><strong>Mohamad Hassan</strong>, sveitarstjóri úr flokki Frjálslyndra og formaður vinnumarkaðsnefndarinnar er sammála henni. Að hans áliti er Gottsunda frábrugðin öðrum „viðkvæmum borgarhlutum“ fyrir utan stórborgir. Þegar DialogWeb heimsækir bæinn á miðvikudagsmorgni ríkir fullkomin ró. Miðbærinn í Gottsunda er hreinlegur og hefur nýlega verið endurbættur. Að vísu brann framhaldsskóli staðarins til grunna fyrir um ári og reyndar búa margir íbúarnir við fátækt. Nýja fræðslumiðstöðin leikur lykilhlutverk í framtíðarsýn stjórnmálamannanna um að Gottsunda virki meira aðlaðandi. Nýbyggt leiguhúsnæði er í nágrenninu og byggja á brýr á milli Gottsunda og betur stæðra hverfa. </p> <p>– Bygging brúa verður táknræn við niðurbrot á jaðarsetningunni. Fólk annarsstaðar frá á að velja að koma hingað, segir Mohamad Hassan.</p> <p>– Það er sorglegt að þegar rætt er um að íbúar Gottsunda eigi að flytja inn í bæinn til þess að ná inngildingu, þegar hið gagnstæða á betur við, segir Susanna Sjöstedt Meshesha.</p> <p>Fræðslumiðstöðin á að vera í sama húsi og atvinnumiðlunin. Í Uppsölum heyrir félagsþjónusta, menntun og vinnumarkaður undir sömu nefnd.   </p> <p>– Við höfum axlað ábyrgð á móttöku flóttamanna og verður að verja talsverðum fjármunum til atvinnusköpunar og menntunar, segir Mohamad Hassan sem sjálfur kom til Svíþjóðar sem einstætt flóttamannabarn fyrir næstum því 30 árum síðan. </p> <p>Ríkisframlagið hefur sannarlega komið að góðum notum við upphafið en Mohamad Hassan tekur jafnframt fram að sveitarfélagið verði sjálft að sjá um reksturinn þegar frá líður. Hann telur ekki að minna sveitarfélag gæti rekið neytt í líkingu við það. </p> <p>Þegar Mohamad Hassan er rokinn á annan fund heldur Susanna Sjöstedt Meshesha áfram að útskýra framtíðarsýn nýju fræðslumiðstöðvarinnar. </p> <p>– Fræðslumiðstöð getur ekki yfirtekið ábyrgð skólans við sérstaka aðlögun en við getum veitt uppbót. Hugmyndin er að hingað verði hægt að leita og reyna hjálpartæki og njóta umhverfis sem er aðlagað þörfum. Hér verður hægt að veita fleirum aðstoð en jafnframt hafa hana einstaklingsmiðaða. </p> <p>Hún efast um að hrein fjarkennsla virki fyrir þennan hóp, en sveigjanlegt nám sem er einskonar aðlagað fjarnám þar sem námsmenn fái þá aðstoð sem byggir að þeirra eigin námsstöðu. Við göngum um tómar stofurnar. Gólfin eru teppalögð út í hvert horn með ofnæmisvænum teppum sem eiga að dempa hljóð og þar eru færanlegir veggir og lestrarhægindastólar með „hliðarskyggnum“.  Allt er hreint og uppsett til þess að komast megi hjá ónauðsynlegum truflunum. Susanna Sjöstedt Meshesha hefur umgengist nægilega marga námsmenn með sérþarfir að hún að vera sæmilega meðvituð um hvers þeir þarfnast til þess að geta unnið. </p> <p>– Ég get varla beðið með að fá að innrétta húsnæðið samkvæmt einstaklingsmiðuðum þörfum námsmannanna! segir Susanna Sjöstedt Meshesha.<br />  </p> <blockquote class="utbox utbox-medium utbox-left lightblue-on-darkblue"> <p>- Fræðslumiðstöð er hluti af starfsemi sveitarfélags við fullorðinsfræðslu þar sem námsmenn njóta stuðnings frá kennurum og öðru starfsfólki. Þar hafa námsmenn einnig tækifæri til þess að hitta aðra námsmenn.</p> <p>- Skólastjórar og sveitarstjórnir geta sótt um fjárframlög til fullorðinsfræðslu á vegum sveitarfélagsins. Sveitarfélögin geta nýtt ríkisframlagið til aðgerða til þess að þróa nýjar eða núverandi miðstöðvar.</p> <p>(Heimild: Menntamálastofnunin í Svíþjóð)</p> <p>Taugasálfræðileg vandamál (npf) hafa í för með sér að starfsemi heilans er öðruvísi – sem leiðir til hugrænna erfiðleika. Greiningar eins og ADHD og ADD, einhverfuróf, málstol og Tourett heilkenni falla undir skilgreininguna.</p> <p>(Heimild: Hjärnfonden)</p> </blockquote> <p></p> ,{replace:char(34),char(39)}]",{DECODEHTML}]
[4,MLang] :Marja Beckman

 
13. december 2018

Ný rannsókn frá Skolverket sýnir að fáir nemendur taka stúdentspróf í komvux, fullorðinsfræðslu sveitarfélaga

Um 7000 nemendur í framhaldsskóla eru ár hvert nálægt því að ljúka prófi á einhverri almennri námsbraut
[FORMAT,"[FORMAT,<p>Rannsóknin sem Skolverket gerði sýnir að aðeins fjórði hver nemandi í þessum hópi, sem ekki nær prófi í framhaldsskólanum, flytur sig yfir til komvux, fullorðinsfræðslu sveitarfélaganna. </p> <p>Aðeins tuttugasti hver nemandi tekur framhaldsskólapróf í komvux. Skolverket hefur skoðað nemendur sem fluttu sig yfir til komvux 18 mánuðum eftir að þeir yfirgáfu framhaldsskólann skólaárið 2014/15 með námsvitnisburð í stað framhaldsskólaprófs. </p> <p>– Það er augljóst að flestir nemendur sem vantar einhverja fáa áfanga til framhaldsskólaprófs sækja ekki til komvux strax á eftir. Það er þessvegna mikilvægt að framhaldsskólinn veiti nemendunum stuðning þannig að þeir nái að ljúka prófi. Þeir sem ekki ljúka, þrátt fyrir þetta, verða að fá greinagóðar upplýsingar um möguleikana sem bjóðast til að stunda nám í komvux, segir <strong>Marcello Marrone</strong>, yfirmaður fullorðinsfræðsludeildarinnar í Skolverket.  </p> <p>Nemendur sem færa sig yfir í komvux til að bæta við framhaldsskólanám sitt stunda flestir nám í stærðfræði, sænsku og ensku. </p> <p>Stærðfræðin er það fag sem flestir eiga í erfiðleikum með í framhaldsskólanum og námsgreinin heldur áfram að vera erfið fyrir nemendur í komvux. </p> <p>Lesið meira <a href="https://www.skolverket.se/om-oss/press/pressmeddelanden/pressmeddelanden/2018-11-14-fa-elever-tar-gymnasieexamen-i-komvux" target="_blank">hér</a> á sænsku.</p> ,{replace:char(34),char(39)}]",{DECODEHTML}]

 
13. december 2018

Evrópski félagsmálasjóðurinn í Svíþjóð styrkir lýðháskólaverkefnið með 22 milljónum sænskra króna

Lýðfræðsluráðið ásamt sex lýðháskólum víðsvegar í Svíþjóð standa að verkefni sem miðar að því að þróa og betrumbæta aðferðir sem gera ungum nýbúum kleyft að ljúka námi sínu í lýðháskóla.
[FORMAT,"[FORMAT,<p>Verkefnistíminn á að vera þrjú ár og hefst  2019. Markhópurinn er nýbúar undir 24 ára aldri.  </p> <p>– Við erum ánægð með að ESF-ráðið hefur veitt fjármunum til verkefnisins. Það er viðurkenning á lýðháskólanum sem menntunarformi og möguleiki til þess að þróa og kynna hvernig lýðháskólinn starfar, segir <strong>Maria Graner</strong>, framkvæmdastjóri Lýðfræðsluráðsins. </p> <p>Verkefnið sem kallast FAMN, lýðháskóli sem vettvangur aðferðarþróunar fyrir nýbúa, á leiða til þróunar á starfsháttum og módelum sem gera umskiptin frá því að fá fyrstu kynni af tungumálinu til þess að taka þátt í almennu námskeiði á lýðháskóla. </p> <p>Með verkefninu eru bundnar vonir við að hægt verði að þróa kennslufræði varðandi það að vinna með ungum nýbúum. </p> <p>– Lýðháskólar hafa langa reynslu af að vinna með ungum nýbúum, til dæmis námshvetjandi lýðháskólanámskeið og undirstöðunámskeið í lýðháskóla. Þeir hafa færni til að mæta hópum á viðkvæmu stigi sem þurfa að halda áfram námi, segir Maria Graner. </p> <p>Lesið meira <a href="http://www.folkbildningsradet.se/om-folkbildningsradet/aktuellt/nyheter/2018/folkhogskoleprojekt-far-bidrag-fran-europeiska-socialfonden/" target="_blank">hér</a> (á sænsku).<br />  </p> ,{replace:char(34),char(39)}]",{DECODEHTML}]

 
27. marts 2019

„Setjið tungumálið í samhengi sem skiptir máli“

Það er tímafrekt að læra nýtt tungumál, sérstaklega ef þú kann ekki að lesa og skrifa á móðurmálinu. DialogWeb hitti NVL-prófílinn Qarin ”Q” Franker sem veit allt um grundvallaratriði lestrar- og skriftarkennslu fyrir fullorðna.
[FORMAT,"[FORMAT,<p>„Hæ, þú er komin í samband við síma Q“, segir hún í símsvaranum. </p> <p><strong>Qarin Franker</strong>, er áhrifavaldur innan NVL, í Alfaráðinu, hún var skírð Karin með K. Við ellefu ára aldur fór hún að ígrunda nafnið og æfa sig í að skrifa eiginhandaráritun. Þá datt henni í hug að Karin ætti að stafsetja með Q. Eftir það vildi hún bara heita Q.</p> <p>– Ég sótti um það, sendi inn umsókn í þjóðskrá í Svíþjóð til að fá að skipta um nafn og taka upp nafnið Q en umsókninni var hafnað af þeirri ástæðu að Q væri ekki nafn held bókstafur. Rökstuðningi mínum um að þáverandi aðalframkvæmdastjóri Sameiniðuþjóðanna héti <strong>U Thant</strong> var heldur ekki tekinn gildur.  </p> <p>Síðar kom í ljós að U ið í U Thant var kurteisisforskeyti á búrmísku, svipað og „herra“. Sem málamiðlun fékk Qarin leyfi til þess að breyta nafninu sínu í Karin með Q núorðið kalla vinir hennar hana Q en fyrir nemendum sínum kynnir hún sig sem Qarin.  </p> <p>Fulltrúi Svía í ritstjórn DialogWebs fór til Gautaborgar til þess að hitta Qarin Franker í tilefni af því að hún fer á eftirlaun eftir að hafa setið i Alfaráði NVL, netinu fyrir læsiskennslu og læsi um árabil. Netið fjallar um lestrar- og skriftarkennslu fyrir fullorðna sem hafa litla eða enga menntun að baki. </p> <p>Við röltum í sólskininu upp brekkuna frá stoppistöð sporvagnsins í áttina að húsi hugvísindasviðs Gautaborgarháskóla. Um leið og við göngum framhjá listasafninu í Gautaborg segir Qarin að það hafi verið byggt fyrir heimssýninguna 1923. Þá lá líka til kláfur upp í nýopnaða skemmtigarðinn Liseberg. Liseberg og safnið eru enn á sínum stað en ekki kláfurinn. Lyngrósarunnar og  tjörn með vatnaliljum liggja nú meðfram brekkunni. </p> <p>Ég dvel við nafnið Q og spyr hana hvort það segi eitthvað til um persónuleika hennar. Er hún einstaklingur sem kýs að fara sínar eigin leiðir?</p> <p>– Já, það má vel vera. Það sýnir sig líka í vali á áhugasviði, það eru ekki margir aðrir sem rannsaka eða skrifa um einmitt mitt efni, segir hún. </p> <p>Upphaflega var Qarin Franker menntuð sem framhaldsskólakennari. Í náminu rakst hún á <strong>Ulriku Leimar</strong> sem kynnti nýja aðferð við að læra að lesa og skrifa – LTG: Lestur á talmálsgrunni (s<em> Läsning på talets grund</em>). Aðferðin byggði á því að börnin fengu að segja eigin sögur og út frá tali barnanna var unnið með að leysa lestrarkóðann.</p> <p>Hún sótti líka innblástur í bók <strong>Paolo Frieres</strong> Kennslufræði fyrir kúgaða (s. Pedagogik för förtryckta). Hún kom út á miðjum áttunda áratugnum og nú efast sumir um róttæka, sósíalistíska skírskotun hennar, á meðan aðrir telja að hugmyndir hans hafi öðlast gildi á ný vegna þess hve þekkingargjáin í samfélaginu breikkar.</p> <p>– Bæði Leimar og Frieres sáðu nýjum fræjum í akur kennslufræðinnar og settu spurningarmerki við hlutverk skólans. Að fá að þróa krítíska læsi hafa allir rétt á og skólinn á að vera aðgengilegur öllum, segir Q Franker.</p> <p>– Um leið og við lukum námi lögðum við fjórir vinir upp í ferð til Afríku í enskri húsrútu. Pabbi vinar okkar var trúboði og kenndi mósambískum námuverkamönnum í Suður-Afríku og við sögðum „við keyrum bara niður eftir“! </p> <p>Þar með var það ákveðið. Við lögðum af stað í september og ferðinni lauk í maí árið eftir. Á leiðinni í gegn um Evrópu mættum við mörgum mismunandi einstaklingum við ólíkar aðstæður og við lærðum mikið um okkur sjálf. Við þroskuðumst og skilningur okkar á hvernig mismunandi lífsskilyrði hafa áhrif á ráðabreytni og tækifæri fólks.</p> <p>Síðan hóf Qarin Franker starfsferil í Fittja og Hallunda úthverfum Stokkhólms. Þá, á áttunda áratugnum, komu innflytjendur til Svíþjóðar frá Chile, Tyrklandi og Sýrlandi meðal annars margir Assýringar. Q hafði hitt sambýlismann sinn í náminu og hann vann í sama úthverfi. </p> <p>– Rektorinn í komvux skólanum hafði samband við sambýlismann minn og spurði hann: „kann konan þín ekki þetta með að lesa og skrifa?“ Foreldrar assýrísku barnanna vildu læra að lesa og skrifa og ég fór að kenna þeim það sem þá var kallað grundvux (grunnskólanám fyrir fullorðna) en það samsvarar 1. – 6. bekk í grunnskóla. </p> <p>Á þeim tíma var ekki til nein kennsla í sænsku sem annað tungumál eða sænsku fyrir innflytjendur og allar kennslubækur höfðu það sem útgangspunkt að nemendur kynnu að lesa. </p> <p>–  Ég varð sjálf og í samstarfi við fullorðna nemendur mína að finna kennsluefni, segir Q</p> <p>Nokkrum árum síðar flutti hún til Gautaborgar og fór að kenna í grunnskóla fyrir fullorðna og sænsku fyrir innflytjendur. </p> <p>Árið 1986 var gefin út námsskrá í sænsku fyrir innflytjendur,  grunnnám og framhaldsnám í sænsku fyrir innflytjendur. Qarin Franker fór að skrifa efni með athugasemdum fyrir menntamálastofnunina um nemendur með stutta eða enga skólagöngu að baki, með ráðleggingum og tillögum um hvernig kennararnir gætu unnið og hugsað þegar þeir vinna með þessum nemendum. </p> <p>Hún fór að safna saman neti af kennurum, skólastjórnendum og fræðimönnum sem unnu með þessa tegund nemenda. Beita þyrfti annarskonar kennslufræði en fyrir börn og það krefðist annarra kennsluhátta en hefðbundin kennsla.</p> <p>Hún hóf náið samstarf með félaga sínum <strong>Ingrid Skeppstedt</strong> og í sameiningu fóru þær að halda ráðstefnur fyrir virka lestrarkennara.</p> <p>– Þá öðlast ég skilning á hve erfitt það er að læra tungumál þegar þú kannt ekki einu sinni táknin. Hve mikið það reynir á og hve langan tíma það tekur. </p> <p><em>Svo þú lærðir framandi tungumál til þess að skilja nemendur þína betur?</em></p> <p>Q  hugsar sig um og kinkar kolli. </p> <p>– Kannski var það þannig. Sumum rektorunum fannst nemendum okkar ganga frekar hægt. Þeir skildu ekki hve flókið skólanámið var fyrir þá. Að þeir nenntu ekki aðeins að lesa og skrifa frá klukkan 9 til 14 heldur þurftum við líka að sinna öðru. Við náðum í saumavélar og bjuggum til mat saman. „Eigið þið að fá greitt fyrir að leika ykkur allan daginn?“ spurði einn rektorinn. Þá varð ég fyrir frekar mikilli geðshræringu.</p> <p>Þegar Q hóf störf við Gautaborgarháskóla við að mennta kennara, bauð hún oft vinnufélaga sínum sem aðeins talaði persnesku til þess að halda fyrirlestur fyrir nemendur. </p> <p>– Markmiðið var að þeir kynntust því hve erfitt það er að þekkja hvorki talað né skrifað nýtt tungumál. Þolinmæði þeirra þraut eftir tuttugu mínútur, meira að segja að læra einfalda hluti eins og að segja „ég heiti Qarin, hvað heitir þú?“ tekur langan tíma. </p> <p>Q Franker hélt áfram að vinna sem sérfræðingur á sínu sviði og átti þátt í því að móta núverandi líkan fyrir SFI (sænska fyrir innflytjendur) með þremur mismunandi námsleiðum allt eftir því hver þekking námsmannanna er áður en nám hefst. Námsleið1, hentar þeim nemendum sem Q vinnur mest með, hlutfall þeirra er um það bil 15 prósent á meðan hlutfall þeirra sem taka námsleiðir 2 eða 3 er á milli 40-45 prósent. </p> <p>Á miðjum fyrsta áratugnum fór hún að skrifa það sem átti eftir að verða doktorsritgerð hennar, ”<em>Litteracitet och visuella texter – Studier om lärare och kortutbildade deltagare i SFI</em>”.</p> <p>– Ég leit ekki á mig sem fræðimann. Mér fannst gaman að kenna kennaraefnum og það hefur enginn í fjölskyldunni lokið doktorsprófi. En svo fengum við prófessor í sænsku sem öðru máli (þann allra fyrsta á sviðinu) <strong>Inger Lindberg</strong>, og hún endaði hér í Gautaborg.  Ég hafði áður komist í tæri við greinilega fræðimennsku með þátttöku í úttektum um fullorðinsfræðslu og sænsku sem annað mál. Þegar Inger kom hingað sóttum við um styrk og gátum unnið verkefni um skólavist einstaklinga með litla menntun að baki. Ég skrifaði meistaraprófsverkefni, sem er á við hálfa doktorsritgerð og komst að því að mig langaði að halda áfram og dýpka þekkingu mína á efninu. </p> <p>Ritgerðin fjallaði meðal annars um hve mikilvægar myndir eru í samskiptum. Hún skoðaði kosningaveggspjöld og kannaði og greindi mismunandi leiðir við að sjá og túlka myndir og hvernig mynd og texti virka saman í boðskap. </p> <p>Ég spyr hana hvort eittvað hafi komið henni á óvart í samskiptum við einstaklinga sem hafa komið til Svíþjóðar án þess að kunna hvorki að lesa né skrifa. </p> <p>– Fólk býr yfir margskonar annarri þekkingu og kann aðrar leiðir til þess að læra. Manni hættir til að misskilja og halda að vegna þess að það kunni til dæmis ekki að skrifa þá kunni það heldur ekki að reikna eða að finna lausnir við öðrum verkefnum. En það notar bara ðeins aðrar aðferðir. Allir þurfa ekki og það á heldur ekki að neyða alla að beita sömu lausn, það er engin ein leið. </p> <blockquote> <p>• <strong>Virðing: </strong>fyrir þekkingu einstaklinga og persónuleika sem þýðir að öll þau tungumál sem þeir kunna eiga þeir að fá að nota í skólanum.</p> <p>• <strong>Þýðingarfullt og nothæft</strong>: að vinna með það sem þörf er fyrir og setja tungumálum og í mikilvægt samhengi. </p> <p>• <strong>Þátttaka og ábyrgð:</strong> Það er ekki á ábyrgð kennarans að kenna, heldur lærir hver nemi sjálfur, með stuðningi og því að vera virkari og virkari.  </p> </blockquote> <p>Lestrarráðstefnurnar, sem Q Franker hefur verið með í að skipuleggja og halda, voru í upphafi haldnar við Norrænu lýðfræðslustofnunina í Gautaborg. Þær voru alltaf vel sóttar og vegna mikillar eftirspurnar voru þær venjulega haldnar bæði vor og haust. Netið víkkaði og náði út yfir landamæri Svíþjóðar.  </p> <p>– Okkur fannst skortur á grunnleggjandi þekkingu um menntaþarfir þessa hóps. Við buðum einstaklingum frá mismunandi sviðum á Norðurlöndunum á fund og þá varð Alfaráðið til og fyrsta ráðstefnan var haldin á Norræna lýðskólanum í Kungälv í september 2006. </p> <p><strong>Antra Carlsen</strong>, framkvæmdastjóri Norræna tengslanetsins um nám fullorðinna, NVL, sem var sett á laggirnar 2005, tók þátt í ráðstefnunni. Síðan þá hefur Alfaráðið verið hluti af NVL. Alfaráðið hefur líka unnið með öðrum netum, til dæmis fangelsisnetinu.  </p> <p>– Þau kortlögðu menntunarstig þeirra sem sátu í fangelsi. 30 prósent svöruðu ekki könnuninni sem var send út. Þau grunaði að fangarnir væru ekki færir um að lesa og skrifa og þar gátum við stutt starfið með miðlun upplýsinga og markvissri menntun kennara sem kenna föngum með stutta eða enga skólagöngu að baki á Norðurlöndunum. </p> <p>Ég spyr hvort hún sé eitthvað af því sem hún hefur lagt af mörkum í NVL sem hún er sérstaklega stolt yfir.</p> <p>– <a href="https://nvl.org/Content/Kompetensbeskrivning-av-larare-i-grundlaggande-litteracitet-for-vuxna-med-andra-modersmal-an-de-nordiska" target="_blank">Lýsingin á færni þeirra sem vilja halda námskeið og standa að menntun í grunnlæsi</a>, sem við tókum saman á grundvelli samtals við kennarana í mismunandi löndum. Þar kemur flækjustigið fram og heftið hefur verið þýtt á mörg tungumál og er notað víða innan Evrópusambandslanda. </p> <p><em>Hvað þáttur færni þinnar hefur nýst best í norræna samstarfinu?</em></p> <p>– Ég hef fylgst vel með rannsóknum og reynslu af menntun og færniþróun kennara. Ég hafði einnig reynslu af að skipuleggja og halda ráðstefnur áður en Alfaráðið kom til. Ég hef mikinn áhuga á að yfirfæra rannsóknir og kenningar um læsi yfir í áþreifanlega kennsluaðferðir og skipulag kennslu og til þess er Alfaráðið tilvalinn vettvangur, segir Qarin Franker.</p> <p>Í byrjun apríl verður fjórtánda ráðstefna Alfaráðsins haldin á Hanaholmen í Finnlandi. </p> <p>– Við finnum að það er erfiðara fyrir kennara og annað starfsfólk í skólum að taka þátt í ráðstefnum og færniþróun. Það er meðal annars vegna kröfunnar um útboð, leið til að líta á menntun frá  skammtímasjónarhorni. Þriðjungur fullorðinsfræðslustöðva í Svíþjóð eru reknar af einkaaðilum með skammtímafjármögnun til tveggja eða þriggja ára, fáir bjóða upp á menntun á sviði námsleiðar 1. Skólastjórarnir vita ekki hvort þeir fá að halda áfram með námsleið 1 og spyrja hvort það sé þess virði að halda í kennarana sem kenna námsleiðina vegna þess að þeir þurfa þeirra ef til vill ekki við þegar tíminn útboðsins rennur út.  </p> <p>Í Danmörku hafa aðrar pólitískar ákvarðanir áhrif; mun strangari pólitík varðandi innflytjendur og kröfur um að þeir standist próf í dönsku, sem henta þeim með stutta menntun illa.  Íslendingar og Færeyingar hafa kvótaflóttamenn og innflytjendur sem hafa komið til landanna sem vinnukraftur eða vegna gjaforðs. Fram til þessa hafa Finnar ekki fjölmennt á ráðstefnur Alfaráðsins, sem sennilega á rætur að rekja til tungumálsins. </p> <p>– Ég hlakka til að hitta marga finnska læsiskennara á heimavelli, segir Qarin Franker. Hún á sjálf að halda lokafyrirlesturinn þriðja daginn.  </p> <p>– Yfirskrift fyrirlestursins míns er „<em>Resurser och praktiker – att tillsammans bygga upp en hållbar litteracitet</em>.“ (isl. Aðföng og iðkendur – að byggja í sameiningu sjálfbært læsi). Mig langar að veita kennurunum innblástur til þess að leggja grunn að skapandi og styrkjandi læsismenntun. Ég ætla að kynna nýtt líkan, þar sem aðföng nemendanna drífa þróun hinna fjögurra mismunandi  starfsnámsleiða eða sviða sem koma til með, að sameiginlega að byggja nothæfa lestrar- og skriftarkunnáttu fyrir hvern einstakan nemanda, segir hún. </p> <p>Qarin Franker er 66 ára og nálgast eftirlaunaaldurinn. Þegar við hittumst í Háskólanum í Gautaborg á hún þar enn skrifborð en hún situr ekki svo oft við það. Á göngunum hittum við ótal félaga sem vilja hitta hana og spjalla. </p> <p>– Það er ennþá talsverður hugur í mér. Ég er meðal annars að leggja drög að bók um kennaramenntun og færniþróun þeirra sem sinna grunnkennslu læsis fyrir fjöltyngda nemendur. Ég ætla að nýta reynsluna sem ég hef aflað mér af samstarfi við nemendur, stúdenta og kennara og tengja hana við nýjustu rannsóknir. Ég verð með í Alfaráðinu árið 2019 og á von á að finna áhugasaman eftirmann í stofnuninni. </p> <p>– Á einhverjum tímapunkti verður maður að fela öðrum hæfum einstaklingum sem bæði geta ávaxtað og unnið með netinu við þróun þess að uppbyggilegan hátt. Á öllum þeim tíma sem ég hef fengið tækifæri til þess að taka þátt hefur Norræna samstarfið bæði veitt mér mikla ánægju og verið afar gagnlegt. </p> <blockquote> <p>[media:4482] </p> <p><strong>Nafn:</strong> Qarin Franker, kölluð Q, 66 ára, Svíþjóð</p> <p><strong>Starfsheiti:</strong> Háskólalektor í sænsku sem öðru tungumáli við Gautaborgarháskóla. </p> <p><strong>Hæsta gráða í formlegri menntun</strong>: Doktorsgráða í heimspeki um kennslufræði tungumála.</p> <p><strong>Hlutverk í NVL og öðru norrænu samhengi: </strong>Annar tveggja fulltrúa Svía í Alfaráðinu. </p> <p><strong>Lokin verkefni á norrænu sviði undanfarin tvö-þrjú ár: </strong>Meðal annars þrettánda ráðstefna Alfaráðsins í Helsingjaeyri 2017, fleiri fundir sérfræðinga Alfaráðsins, menntun starfólks í opinbera geiranum á sviði móttöku flóttamanna í Þórshöfn á Færeyjum. </p> <p>Nánari upplýsingar um fjórtándu ráðstefnuna um læsi – grundvallaratriði læsis: <a href="https://nvl.org/content/Den-fjortonde-nordiska-konferensen-om-alfabetisering-grundlaggande-litteracitet" target="_blank">https://nvl.org/content/Den-fjortonde-nordiska-konferensen-om-alfabetisering-grundlaggande-litteracitet</a><a href="https://nvl.org/content/Den-fjortonde-nordiska-konferensen-om-alfabetisering-grundlaggande-litteracitet " target="_blank"> </a></p> <p>Hæfniprófíll fyrir kennara í grundvallaratriðum læsis: <a href="https://nvl.org/Content/Kompetensbeskrivning-av-larare-i-grundlaggande-litteracitet-for-vuxna-med-andra-modersmal-an-de-nordiska" target="_blank">https://nvl.org/Content/Kompetensbeskrivning-av-larare-i-grundlaggande-litteracitet-for-vuxna-med-andra-modersmal-an-de-nordiska</a><a href="https://nvl.org/Content/Kompetensbeskrivning-av-larare-i-grundlaggande-litteracitet-for-vuxna-med-andra-modersmal-an-de-nordiska " target="_blank"> </a><br />  </p> </blockquote> ,{replace:char(34),char(39)}]",{DECODEHTML}]
[4,MLang] :Marja Beckman

 
22. februar 2019

Aukinn áhugi á að meta hæfni inn á þrep í sænska hæfnirammanum (SeQF)

Stofnun fagháskóla í Svíþjóð ber ábyrgð á hæfnirammann um sænskt menntakerfi og afgreiðir jafnframt beiðni frá atvinnulífinu og fræðsluaðilum utan hins formlega kerfis að meta hæfni/starfaprófíla á þrep í hæfnirammanum og staðfesta gæðin. Hæfniramminn gerir allt nám sýnilegt og auðveldara samanburð á hæfni sem aflað er í námi og þeirri sem aflað er á vinnumarkaði. Nú eru hafa sex starfaprófílar verið metnar á þrep í sænska viðmiðarammanum og rúmlega 20 beiðnir um mat á þrep til viðbótar eru í afgreiðslu.

Kerstin Littke matsaðili við stofnun fagháskóla er einn þeirra matsaðila sem bera ábyrgð á innleiðingu hæfnirammans (SeQF). Hún telur að merkja megi greinilega áhuga á hæfnirammanum: 

– Við tökum eftir að þeim fjölgar sem skilja hvað SeQF snýst um. Nú erum við í sambandi við fleiri atvinnugreinar sem hafa skilning á mikilvægi þess að lýsa og meta hæfni á ólík þrep. Með því er hægt að þróa hæfni starfsfólk svo það verði fært um að takast á við erfiðari verkefni og auðvelda ráðningu nýs starfsfólks á lægra þrepi. Fræðsluaðilar utan hins hefðbundna menntakerfis eru farnir að hafa samband við okkur til þess að fá fræðslu sem þeir bjóða upp á metna á þrep hæfnirammans SeQF til þess að gera hana sýnilega og gera greinilega hvaða þekkingu fræðslan felur í sér. Þá hafa ótal einstaklingar haft samband við okkur til þess að vita hvort unnt sé að meta eldri prófskírteini á þrep í hæfnirammanum. Fyrst og fremst er markmiðið að matið veiti rétt til frekara náms erlendis eða til starfa þar sem gerð er krafa um hæfni á ákveðnu þrepi.  

Nánar hér.


 
23. november 2018

Áhersla Svía á námsmiðstöðvar er hvatning fyrir nágrannalöndin.

Námsmiðstöðvar hafa verið til um langt skeið í Svíþjóð. Í Danmörku er nám á háskólasvæði ennþá ríkjandi fyrirkomulag. Daninn Emil Erichsen var einn upphafsmanna Nordplus verkefnisins Nordic Center Learning Innovation, þar sem fjögur norðurlandanna deildu reynslu sinni af fjarnámi.
[FORMAT,"[FORMAT,<p>Hugmyndin að baki námsmiðstöðva er að auka aðgengi fólks á minni stöðum til náms. Námsmiðstöð er námsaðstaða á stöðum sem eru langt frá háskólum. </p> <p>Aðstaðan er oft mönnuð fólki sem getur veitt nemendum aðstoð á margvíslegan hátt. Sumar námsmiðstöðvar hafa líka prófvörslu.</p> <p>Að eiga möguleika á að stunda nám þar sem maður býr getur ráðið úrslitum fyrir fólk sem þegar hefur fest ráð sitt, til dæmis sem hefur stofnað fjölskyldu eða stundar vinnu með náminu. </p> <p>Í mars 2015 heimsótti <a href="https://nvl.org/Content/Teknik-och-politik-forandrar-larcentrens-framtid" target="_blank">DialogWeb námsmiðstöðina í Katrineholm</a>. Eftir að Svíar lögðu mikla áherslu á menntaáætlunina Kunskapslyftet á árunum 1997-2002 dró verulega úr fjármagni til sveitarfélaganna og það var algerlega undir hverju og einu sveitarfélagi komið hve miklum fjármunum skuli varið til fullorðinsfræðslu og námsmiðstöðva. </p> <p>Þannig var þetta þar til um vorið 2018 þegar<a href="https://www.skolverket.se/skolutveckling/statsbidrag/statsbidrag-for-larcentrum-2018" target="_blank"> Skolverket auglýsti ríkisfjárveitingu til að hvetja til að þróa áfram námsmiðstöðvar</a>. <br /> Fyrsta umsóknarumferð var frá 15. maí til 15. júní 2018. Greinargerð fyrir fyrstu umferð er í janúar og febrúar 2019. Ný umsóknarumferð verður svo í febrúar og mars 2019. </p> <p>Alls bárust 59 umsóknir um ríkisframlag fyrir námsmiðstöðvar í fyrstu umsóknarumferð. </p> <p>– Það var jöfn dreifing umsókna um landið, segir <strong>Moa Seppälä Zetterberg</strong> í deildinni fyrir ríkisframlög í Skolverket. (Sjá meira um dreifinguna á kortinu að neðan). </p> <p>Þegar Skolverket úthlutar ríkisframlögum eru margir þættir skoðaðir, m.a. hvernig þau stuðla að betra aðgengi fólks að námi og möguleika á að ljúka því, og landfræðileg dreifing þannig að sveitarfélög sem ekki hafa námsmiðstöðvar njóti góðs af. </p> <p>– Þar sem dreifing sveitarfélaga sem sóttu um framlag til námsmiðstöðva var jöfn á milli landshluta voru engin svæði eða landshlutar sett í forgang 2018, segir Moa Seppälä Zetterberg. </p> <p>Í Danmörku er ekki eins hefð fyrir námsmiðstöðvum og fjarkennslu á háskólastigi og í Svíþjóð, segir <strong>Emil Erichsen</strong>, sem starfar við Náms- og menntamiðstöðina í sveitarfélaginu Holbæk á Sjálandi. </p> <p>– Ég og samstarfsmaður minn vorum að velta fyrir okkur hvers vegna menntun er svo miðlæg, bæði í Danmörku og víðar um heim. Við komumst að því að það vantaði viðbót við nám sem fer fram á háskólasvæði. Í stað þess að finna upp hjólið á ný ákváðum við að skoða hvernig aðrir fari að. Norðurlöndin vinna út frá svipuðum forsendum og eru sammála um margt, en um leið erum við alls ekki afrit af hvert öðru, segir Emil Erichsen. </p> <p>[media:4147] <br /> <em>– Þetta verkefni sýndi að þú þarft ekki að ferðast alla leið til Singapore eða Írlands til þess að fá góðar hugmyndir, segir Emil Erichsen hjá Náms- og menntunarmiðstöðinni í Holbæk. Ljósm: Einkaeign</em></p> <p>Þökk sé fjármagni frá Nordplus hafa tvö samstarfsverkefni verið framkvæmd. Það seinna heitir <strong>Nordic Center Learning Innovation</strong> (NCLI) og átti sér stað á tímabilinu frá ágúst 2016 til júlí 2018. Þátttakendur verkefnisins hittust í málstofum í Holbæk (Danmörku), Ronneby (Svíþjóð), Mikkeli (Finnlandi), Reykjanesbær (Íslandi) og Västervik (Svíþjóð). </p> <p>Ályktanir frá málstofunum voru flokkaðar í fjóra þemaflokka.</p> <p>– <strong>Fyrsta þema</strong> fjallar um það hvernig námsmiðstöð getur verið stefnumótandi miðill milli íbúanna og þeirra aðila sem skipuleggja og bjóða fram nám, vinnuveitenda og stéttarfélaga. </p> <p>– <strong>Annað þema</strong> fjallar um nýjar leiðir til að læra, til dæmis netnám (e-learning) og mismunandi stafræna fleti. Í Svíþjóð bjóða margir háskólar upp á fjarnámskeið þar sem allt eða stór hluti námskeiðsins fer fram á netinu (online). Hluti námskeiðsins fer fram “þversum” með því að hafa nokkra fundi á hverju misseri þar sem þátttakendur hittast. Emil Erichsen segir að í dag sé nánast ekki um að ræða fjarnámskeið á háskólastigi í Danmörku. </p> <p>– <strong>Þriðja þema</strong> fjallar um að finna nýja notendur. </p> <p>– Það eru ekki allir sem vilja stunda nám á stóru háskólasvæði með 4000 öðrum stúdentum, þeir vilja kannski frekar stunda námið í kyrrð og ró í minna námsumhverfi, segir Emil Erichsen. </p> <p>Á Íslandi var gott dæmi um þetta þar sem náðist til markhópa sem bjuggu við tungumálaerfiðleika og/eða laka stafræna færni. <br /> - Það er hvatning í að sjá hvaða möguleika það hefur í för með sér að beina athyglinni að nýjum notendahópum innan fjarkennslu, segir á heimasíðu verkefnisins. </p> <p><strong>– Fjórða þema</strong> er: “Virkja samfélagið”.</p> <p>– Það er mikilvægt að til komi stuðningur á staðnum þegar ný námsmiðstöð er sett á laggirnar. Að öðrum kosti vita íbúarnir ekki af henni, segir Emil Erichsen.</p> <p>– Þetta er áskorun á hverjum stað fyrir sig sem verður að leysa einmitt þar. Ýmsir aðilar eiga hlut að máli - atvinnulífið getur ekki eitt sér leyst þetta, menntastofnanir geta ekki einar sér leyst það og sveitarfélögin ein og sér ekki heldur - það er nauðsynlegt með sameiginlegt átak, segir á heimasíðunni.</p> <p>Samkvæmt Emil Erichsen hefur reynslan af NCLI gefið mikið af sér, og hann vinnur áfram að því að í Danmörku verði stofnaðar fleiri námsmiðstöðvar (nú eru aðeins tvær í öllu landinu), ásamt því að þróa fjarkennsluna. </p> <p>– Í hverri viku kemur upp í hugann, “að við verðum að muna eftir því sem gert var á Íslandi, í Svíþjóð eða Finnlandi”, og við notum reynsluna frá Ronneby og Västervik í okkar daglega starfi, segir Emil Erichsen. </p> <p>Samvinnan yfir landamæri Norðurlandanna heldur áfram. Emil Erichsen segir að hann og samstarfsmaður hans ætli bráðum að heimsækja Ronneby aftur, til að kynnast því betur hvernig þau vinni þar. </p> <p>– Þetta verkefni hefur sýnt að þú þarft ekki að ferðast alla leið til Singapore eða Írlands til að sækja góða hvatningu, segir Emil Erichsen. </p> <p>[media:4148] <br /> <em>Þetta kort frá Skolverket sýnir dreifingu umsókna í fyrstu umsóknarumferð um framlög til námsmiðstöðva. </em></p> <p>Lesa meira um ríkisfjárveitingu til námsmiðstöðva <a href="https://www.skolverket.se/skolutveckling/statsbidrag/statsbidrag-for-larcentrum-2018" target="_blank">hér</a>. </p> <p>Meira um Nordic Learning Innovation Center <a href="https://nlci.holbaek.dk/" target="_blank">hér</a>.<br />  </p> ,{replace:char(34),char(39)}]",{DECODEHTML}]
[4,MLang] :Marja Beckman

 
25. september 2018

Hvernig gengur þróun raunfærnimats á Norðurlöndum?

Norræn málstofa í Stokkhólmi 23. nóvember 2018
[FORMAT,"[FORMAT,<p>Norrænt tengslanet um nám fullorðinna, (NVL) og sænska menntamálastofnunin bjóða til norrænnar málstofu sem byggir á tilmælum frá ESB frá &nbsp;2012 þar sem aðildarþjóðirnar eru hvattar til að hafa mótað stefnu um raunfærnimat í síðasta lagi árið 2018. Sérfræðinganetið um raunfærnimat gaf fyrir nokkrum árum út skýrslu (Vegvísi 2018 / Roadmap 2018 / Färdplan 2018) þar sem lagðar eru fram tillögur um hvernig land eða svæði geta notað fjölda vísa til þess að sýna fram á stöðu raunfærnimats í viðkomandi landi / svæði / geira / stofnun. Á málstofunni í nóvember verður skýrslan kynnt og mat sérfræðinganna á stöðunni í hlutaðeigandi landi. Nánari upplýsingar á <a href="https://nvl.org/Portals/0/DigArticle/15215/Vegvisir-islPR-110517.pdf" target="_blank">Vegvísir 2018&nbsp;</a></p> <p>Þá verður einnig fjallað um mikilvægi gæða í vinnu við raunfærnimat og NVL mun kynna líkan um gæði í raunfærnimati á málstofunni. Í markhópi fyrir málstofuna eru leiðandi einstaklingar sem vinna að raunfærnimati á landsvísu, svæðisbundið eða innan ólíkra geira á Norðurlöndunum.&nbsp;</p> <p><a href="https://nvl.org/content/Nordiskt-seminarium-Hur-langt-har-utvecklingen-med-validering-kommit-i-Norden" target="_blank">Sjá nánar um málstofuna og skráið þátttöku hér&nbsp;</a><br /> &nbsp;</p> ,{replace:char(34),char(39)}]",{DECODEHTML}]

 
25. september 2018

Tillögur um víðtækar breytingar á fullorðinsfræðslu á vegum sveitarfélaganna koma fram í nýrri úttekt sænsku ríkisstjórnarinnar

Úttekt á fullorðinsfræðslu á vegum sveitarfélaganna (se. komvux) - Annað og öðruvísi tækifæri – fullorðinsfræðsla nútímans (SOU 2018:71) þar eru lagðar fram fjölmargar víðtækar breytingar á tilhögun fullorðinsfræðslu á vegum sveitarfélaganna. Í úttektinni kemur fram að breyta beri lögum um fræðsluna svo það verði greinilegt að hún sé hluti af hæfniþróun á vinnumarkaðarins.

Í samræmi við það eru tillögur í úttektinni um að breyta beri reglum um val á þátttakendum þannig að markhópurinn verði ekki lengur þeir sem stysta menntun sem njóta forgangs í framhaldsfræðslunni heldur þeir sem mesta þörf hafa fyrir menntun. Með tillögunni á að veita þeim sem til dæmis vilja skipta um starfsgrein tækifæri til náms í fullorðinsfræðslunni. Aðrar tillögur í úttektinni ganga út á að ákveðin fræðslusetrum verði falið að gera fullorðinsfræðslu hluta af kennaramenntuninni og  að einstaka einkareknir fræðsluaðilar sem vinna eftir þjónustusamningi við stjórnvöld verði að hafa rétt til að gefa einkunnir til þess að fá viðurkenningu sem fræðsluaðili. Í úttektinni er enn fremur lagt til að einkunnaskalinn fyrir nám á grunnskólastigi fyrir fullorðna verði einfaldaður og þá er einnig lagt til að sérkennsla (särvux) fyrir fullorðna verði lögð niður sem sérstakt skólasvið og verði hluti af almennri fullorðinsfræðslu.

Sjá nánar hér. 
 


 
22. december 2014

Nálægt 12.000 kennarar með vottun víðsvegar um Svíþjóð

Nálægt 12.000 kennarar sem gegna stöðu yfirkennara og 130 lektorar með vottun fengu greiðslu frá sænsku menntamálastofnuninni haustið 2014. Í fyrirliggjandi tölfræði er fjöldinn brotinn niður eftir sveitarfélögum og einstökum skólum. 

Kennarar sem hafa vottun og gegna stöðu yfirkennara og lektora eiga að efla virðingu fyrir  kennarastarfinu og tryggja nemendum góða kennslu. Yfirkennarar og lektorar verða að hafa vottorð til þess að mega nota starfsheitið kennari. 

Nánar 

[3,MLang]:

 
28. maj 2014

Námskeið um að koma sér fyrir í lýðskóla – felst í meiru en sænsku

Námskeið um að koma sér fyrir við Kista lýðskólann eru komin á fullt skrið. Bæði þátttakendurnir 17 og kennararnir eru sammála um að námskeiðið sé afar gagnlegt og maður læri langtum meira en bara sænsku.
[FORMAT,"[FORMAT,<p class="">Lýðskólanámskeið fyrir þá sem vilja koma sér fyrir eru ný af nálinni, þau eru haldin í samstarfi Alþýðufræðsluráðsins og Vinnumiðlunarinnar að frumkvæði sænsku ríkisstjórnarinnar. Námskeiðið telst fullt nám í sex mánuði og felst í sænskunámi og atvinnuundirbúningi og almennri fræðslu.&nbsp;</p> <p class="">Tölfræði frá Alþýðufræðsluráðinu sýnir að í lok mars höfðu 657 einstaklingar sem voru nýfluttir til Svíþjóðar hafið nám í að koma sér fyrir. Af þeim eru 17 við nám í Kista lýðskólanum í Stokkhólmi og þeir eru afar ánægðir með námið.&nbsp;</p> <p class="">&bdquo;Okkur finnst námskeiðin góð viðbót við annað nám í lýðskólum. Þátttakendurnir eru gleðigjafar þeir sýna einlægan vilja til þess að &nbsp;þroskast og eiga samskipti við aðra í skólanum&ldquo; segir <strong>Samuel Tesfay</strong>, kennari og mentor við Kista lýðskólann.&nbsp;</p> <p class="">Nánar á <a href="http://www.folkbildning.se/aktuellt/nyheter/2014/etableringskurs-pa-folkhogskola---mer-an-bara-svenska/?utm_campaign=cmp_304313&amp;utm_source=getanewsletter">Folkbildning.se</a>. &nbsp;&nbsp;</p> ,{replace:char(34),char(39)}]",{DECODEHTML}]
[3,MLang]: