Norrænt tengslanet um nám fullorðinna (NVL) hefur unnið samantekt um stefnumörkun um árangur af raunfærnimati á Norðurlöndum. Markmiðið með samantektinni er að sýna þann árangur sem þegar hefur náðst og benda á frekari aðgerðir sem nauðsynlegar eru við framkvæmd raunfærnimats í samræmi við tilmæli frá Evrópuráðinu.
Stefnumörkunin er byggð á vinnu sérfræðinets NVL um raunfærnimat. Nánari upplýsingar um norrænt samstarf á svið raunfærnimats má finna á heimasíðu netsins.
Þú getur nálgast samantektina á ensku, dönsku, sænsku, norsku og finnsku.