22/05/2024

- 22/05/2024

15:00

Online,

Islandsk

Webinar: Gervigreindin, nám og hagnýting / AI, læring og anvendelse

Gervigreindin er allt í kringum okkur, hún getur skapað mikið virði fyrir samfélagið og væntingar okkar gagnvart henni eru miklar.

Kona kennir vélmenni að mála á striga í björtu listamannsstúdíói

Webinar: Gervigreindin, nám og hagnýting / AI, læring og anvendelse

Hraði þróunar er að aukast og það getur jafnvel verið erfitt að halda í við hana. Þó er mikilvægt að átta sig á því að gervigreind er ekki fullkomin og það þarf að vanda sig við hagnýtingu hennar. Mörg tækifæri til að hagnýta hana eru til staðar og sumir kalla hana jafnvel fjórðu iðnbyltinguna vegna hugsanlegra áhrifa hennar á marga þætti samfélagsins eins t.d. menntun og störf einstaklinga. Því er mikilvægt að bregðast við og nýta sér gervigreindina og verður áherslan hér sér í lagi á kennarar og verkefnastjóra náms. Í þessu erindi förum við yfir þróun gervigreindar, dæmi um það hvernig hún hefur verið hagnýtt og hvernig mistök hún hefur gert.

Fyrirlesari: Hafsteinn Einarsson er lektor í tölvunarfræði við HÍ, sérfræðingur hjá Íslenskri Erfðagreiningu og formaður Félags Tölvunarfræðinga. Hann lauk doktorsprófi í tölvunarfræði frá ETH í Zürich í Sviss árið 2017 og hefur unnið að hagnýtingu og þróun gervigreindar og máltækni í samstarfi við fyrirtæki og stofnanir en einnig í kennslu og störfum innan HÍ. Hafsteinn leiðir að auki hluta Evrópuverkefnisins TrustLLM sem snýr að þróun myndandi mállíkana fyrir germönsk tungumál.

Tímasetning: 22. maí kl. 15:00 – 15:40

Fyrirlesturinn er haldinn í samstarfi NVL digital og Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum

Skráning

Share This