26/04/2024

Norge

Jöfn tækifæri, Ævinám, Hvatning

Aðlöguð þjálfun til að fleiri fari út í atvinnulífið

Stofnun háskóla og færni í Noregi birti grein á „forskersonen.no“ um nýtt kerfi fyrir aðlagaða þjálfun sem lausn til að bæta úr skorti á vinnuafli í Noregi.

Tilpasset opplæring for å få flere inn i arbeidslivet

Nýtt kerfi fyrir starfsþjálfun mun bæta úr áskorunum vegna vinnuaflsskorts í Noregi

Tölur frá 2022 sýna að allt að 500.000 manns (15-61 árs) eru án atvinnu og menntunar. 100.000 þeirra eru yngri en 30 ára. Í Noregi skortir vinnuafl sérstaklega í fjórum greinum. Innan heilbrigðisgeirans er skortur á hjúkrunarfræðingum viðvarandi áskorun sem og skortur á læknum og öðru heilbrigðisstarfsfólki. Þörf er fyrir endurnýjanlega orku og umhverfistækni í græna geiranum og mikilvægt að finna hæfa verkfræðinga. Innan upplýsingatæknigeirans vantar starfsmenn í upplýsingatækni, en jafnvel með aukinni fjárfestingu í nemaplássum er eftirspurnin meiri en framboðið. Síðast en ekki síst er mikil þörf fyrir kennara í menntageiranum þar sem skólar standa frammi fyrir áskorunum við að ráða og halda í góða uppeldisfræðinga.

Nýja áætlunin „Menntun byggð á einingaskipulagi“, sem komið verður á laggirnar þann 1. ágúst 2024, gildir sem módel fyrir fullorðna í grunnnámi. Námið verður að aðlaga betur að aðstæðum fullorðinna og nær í fyrstu til 13 valinna starfsnámsgreina sem mikil eftirspurn er eftir í atvinnulífinu.

Þegar á heildina er litið, út frá samfélagslegu sjónarmiði, er æskilegt að draga úr útgjöldum vegna bóta almannatrygginga, jaðarsetningu og skorti á vinnuafli og jafna hæfnibilið. Með rétt aðlagaðri þjálfun fyrir fullorðna getum við bæði dregið úr skorti á vinnuafli og aukið aðgengi að atvinnulífinu. Fjárfesta þarf í hæfni og veita fleirum tækifæri til að leggja sitt af mörkum.

Greinina á norsku er hægt að lesa hér

Færni til framtíðar

Flere nyheder fra NVL

Nordiske initiativer under Det Europæiske År for Færdigheder.

03/07/2024

Norden

NVL støtter Det Europæiske År for Færdigheder, og på denne siden kan du læse om nordiske uddannelsesinitiativer, som er blevet sat i gang for at hjælpe nordiske borgere med at få de rette færdigheder til kvalitetsjob.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, sosial- og arbeidsmarkedsminister, og Jón Gunnar Þórðarson, administrerende direktør i Bara tala.

01/07/2024

Island

I et betydelig skritt for å styrke islandsk språkopplæring har regjeringen forbedret tilgangen til “Bara tala”-appen.

Folkfest när Björneborg bjuder in till samtal.

28/06/2024

Finland

Årets upplaga av Suomi-Arenan är full av sol, pratsamma människor och samtal. Finlands svar på Almedalsveckan är en avspänd affär.

Share This