26/04/2024

Norge

Jöfn tækifæri, Ævinám, Hvatning

Aðlöguð þjálfun til að fleiri fari út í atvinnulífið

Stofnun háskóla og færni í Noregi birti grein á „forskersonen.no“ um nýtt kerfi fyrir aðlagaða þjálfun sem lausn til að bæta úr skorti á vinnuafli í Noregi.

Tilpasset opplæring for å få flere inn i arbeidslivet

Nýtt kerfi fyrir starfsþjálfun mun bæta úr áskorunum vegna vinnuaflsskorts í Noregi

Tölur frá 2022 sýna að allt að 500.000 manns (15-61 árs) eru án atvinnu og menntunar. 100.000 þeirra eru yngri en 30 ára. Í Noregi skortir vinnuafl sérstaklega í fjórum greinum. Innan heilbrigðisgeirans er skortur á hjúkrunarfræðingum viðvarandi áskorun sem og skortur á læknum og öðru heilbrigðisstarfsfólki. Þörf er fyrir endurnýjanlega orku og umhverfistækni í græna geiranum og mikilvægt að finna hæfa verkfræðinga. Innan upplýsingatæknigeirans vantar starfsmenn í upplýsingatækni, en jafnvel með aukinni fjárfestingu í nemaplássum er eftirspurnin meiri en framboðið. Síðast en ekki síst er mikil þörf fyrir kennara í menntageiranum þar sem skólar standa frammi fyrir áskorunum við að ráða og halda í góða uppeldisfræðinga.

Nýja áætlunin „Menntun byggð á einingaskipulagi“, sem komið verður á laggirnar þann 1. ágúst 2024, gildir sem módel fyrir fullorðna í grunnnámi. Námið verður að aðlaga betur að aðstæðum fullorðinna og nær í fyrstu til 13 valinna starfsnámsgreina sem mikil eftirspurn er eftir í atvinnulífinu.

Þegar á heildina er litið, út frá samfélagslegu sjónarmiði, er æskilegt að draga úr útgjöldum vegna bóta almannatrygginga, jaðarsetningu og skorti á vinnuafli og jafna hæfnibilið. Með rétt aðlagaðri þjálfun fyrir fullorðna getum við bæði dregið úr skorti á vinnuafli og aukið aðgengi að atvinnulífinu. Fjárfesta þarf í hæfni og veita fleirum tækifæri til að leggja sitt af mörkum.

Greinina á norsku er hægt að lesa hér

Færni til framtíðar

Flere nyheder fra NVL

Lærer og elev smiler til hinanden i en skolegang, omgivet af andre elever.

29/10/2024

Danmark

Regeringen er kommet med reformudspil på både ungdomsuddannelserne og de videregående uddannelser, der pt. skaber meget debat i Danmark.

En gruppe unge studenter ser glade ut mens de ser på en oppslagstavle i en skolebygning.

29/10/2024

Norge

Hallituksen päätös poistaa arvosanavaatimukset sairaanhoitajakoulutuksen ja useiden opettajankoulutusten valintakriteereistä on lisännyt opiskelijamäärää huomattavasti. Alustavien lukujen mukaan opiskelupaikan vastaanottaneita on yli 1800 enemmän kuin viime vuonna.

En gruppe studerende sidder i et klasselokale og arbejder ved borde, mens en kvindelig lærer sidder på kanten af et bord og taler med dem.

29/10/2024

Danmark

Tanskassa on perustettu kestävän kehityksen koulutuksen edistämiseksi kahdeksan kumppanuutta. Kumppanuudet on jaoteltu koulutussektoreittain, ja ne kattavat sekä formaalin että non-formaalin koulutuksen varhaiskasvatuksesta korkeakoulutukseen. Yksi kumppanuus keskittyy myös aikuiskoulutukseen.

Share This