Staðreyndir:
- Ríkisstjórnin felldi haustið 2024 niður kröfur um lágmarkseinkunnir til að hefja nám í hjúkrunarfræði.
- Námsbrautir í kennaranámi geta sótt um undanþágu frá kröfum um einkunnir
- Áður var gerð krafa um að lágmarkseinkunn i norsku og stærðfræði væri 3* til þess að fá inngöngu í nám í hjúkrunarfræði.
- Til inngöngu í fimm ára kennaranám var gerð krafa um að lágmarki 35 skólaeiningar og einkunn 3 í norsku og 4 í stærðfræði, eða að minnsta kosti 40 skólaeiningar og 3. einkunn í norsku og stærðfræði.
* Einkunnaskalinn í Noregi er frá 1(lægst) – 6 (hæst)
Ráðherra háskóla og vísinda Oddmund Hoel (Sp) er ánægður með þróunina. „Það mikilvægasta er hvað þeir geta gert að námi loknu, ekki hvað þeir geta þegar þeir hefja námið,“ segir Hoel. Hann leggur áherslu á að kröfur til námsins séu þær sömu og áður, en áhugasamari umsækjendur fái nú tækifæri til að hefja starfsferil á sviði heilbrigðis- og menntamála.
Tvöföldun nemenda á nokkrum stöðum
Háskólinn á Vesturlandi og Innlandsháskólinn greina frá að nemum í kennaranámi fyrir 1. til 7. bekkjar grunnskóla og í hjúkrunarfræði hafi fjölgað um helming.
Endalegar tölur í október
Endanlegar tölur um hversu margir hafa hafið nám munu liggja fyrir í október 2024.
Nánari upplýsingar hér.