Niðurstöður könnunar Vinnumarkaðsráðs verkalýðshreyfingarinnar sýna að þátttaka ófaglærðs launafólks í vinnumarkaðsnámi leiðir til þess hlutfall starfandi hækkar um tvö til þrjú prósentustig og hefur jákvæð áhrif laun sem hækka á 500 til 1.500 danskar krónur á mánuði.
Í skýrslunni kemur fram er að vinnumarkaðsnám (d. Arbejdsmarkeds uddannelse, AMU) sé talið mikilvægur þáttur í fullorðins- og endurmenntunarkerfinu einkum vegna þess að það veldur því að ófaglært fólk helst á vinnumarkaði sem einkennist af auknum kröfum um hæfni og sjálfvirknivæðingu, sem annars eykur hættu á að það missi vinnuna.