02/05/2023

Norge

Atvinnulíf, Iðn- og starfsmenntun

Mikilvægi tengsla við vinnumarkað í starfsnámi

Í nýrri könnun meðal útskriftarnema úr iðnskóla kemur fram að starfsnám er almennt afar mikilvægt fyrir atvinnulífið. Útskriftarnemarnir segjast að mestu leiti vera ánægðir með námið og fá flestir viðeigandi störf að námi loknu.

Høy arbeidsmarkedsrelevans i fagskoleutdanningene

Mikilvægi tengsla við vinnumarkað í starfsnámi

Norræna stofnunin um nýsköpun, rannsóknir og menntun (NIFU) stendur að baki skýrslunni sem byggir á könnun sem gerð var meðal nemenda sem luku starfsnámi árin 2019 og 2020. NIFU hefur einnig greint skráningargögn (2010-2020) um alla starfsnámsnema.

Helstu niðurstöður

  • Gildi starfsnáms telst mikið. Útskriftarnemar segjast að mestu ánægðir með námið og fá að mestu viðeigandi störf að námi loknu.
  • Þó er mikill munur á námsgreinum. Bakgrunnur, frammistaða og staða starfsnámsnema í atvinnulífinu að námi loknu fylgir föstu mynstri sem einkennist af því fagsviði sem þeir tilheyra.
  • Virkni á vinnumarkaði meðal útskriftarnema úr starfsnámi er meiri og atvinnuleysi minna en í fyrri könnunum. Þótt tölurnar séu augljóslega litaðar af jákvæðri þróun á vinnumarkaði þá staðfesta þær að útskriftarnemar úr starfsnámi eru eftirsóttir. Þeir sem ekki eru í vinnu eru fyrst og fremst í framhaldsnámi.
  • Þegar á heildina er litið eru þverfagleg færsla á milli verknáms og háskóla- og háskólamenntunar að aukast. Það gerist ekki vegna þess að hlutfall þeirra sem hafa lokið starfsnámi og sem fara í háskólanám hækkar heldur vegna þess að þeim sem lokið hafa háskóla námi áður en þeir hefja iðnskólanám fjölgar ört.
  • Það sem einkennir útskriftarnema úr starfsnámi er löng starfsreynsla þeirra áður en námið hefst.
  • Starfsnámsnemum hefur farið fjölgandi undanfarin ár og hafa þeir smám saman aukin áhrif á atvinnulífið. Hlutfall þeirra sem hafa innflytjendabakgrunn eykst stöðugt og í heildina er nánast jafnærði á milli kynjanna í starfsnámi. Innbyrðis er kynjaaðgreiningin þó enn mikil sem endurspeglar atvinnulífið aðallega þær námsbrautir sem ráðnar eru til starfa.

NIFU er norsk félagsvísindarannsóknarstofnun. Stofnunin framkvæmir rannsóknir tengdar verkefnum fyrir Rannsóknaráð Noregs, menntamálaráðuneytið, viðskipta- og iðnaðarráðuneytið, ESB og Norræna ráðherranefndin.

Skýrslan Mikilvægi tengsla við vinnumarkað í starfsnámi, könnun meðal útskriftarnema úr starfsnámi 2019 og 2020 (NIFU skýrsla 2023:3) er birt í heild sinni hér.

Skýrslan er skrifuð af Håkon Høst, rannsakanda 1 við NIFU. Þú getur lesið meira um Håkon Høst hér.

Flere nyheder fra NVL

Lærer og elev smiler til hinanden i en skolegang, omgivet af andre elever.

29/10/2024

Danmark

Regeringen er kommet med reformudspil på både ungdomsuddannelserne og de videregående uddannelser, der pt. skaber meget debat i Danmark.

En gruppe unge studenter ser glade ut mens de ser på en oppslagstavle i en skolebygning.

29/10/2024

Norge

Hallituksen päätös poistaa arvosanavaatimukset sairaanhoitajakoulutuksen ja useiden opettajankoulutusten valintakriteereistä on lisännyt opiskelijamäärää huomattavasti. Alustavien lukujen mukaan opiskelupaikan vastaanottaneita on yli 1800 enemmän kuin viime vuonna.

En gruppe studerende sidder i et klasselokale og arbejder ved borde, mens en kvindelig lærer sidder på kanten af et bord og taler med dem.

29/10/2024

Danmark

Tanskassa on perustettu kestävän kehityksen koulutuksen edistämiseksi kahdeksan kumppanuutta. Kumppanuudet on jaoteltu koulutussektoreittain, ja ne kattavat sekä formaalin että non-formaalin koulutuksen varhaiskasvatuksesta korkeakoulutukseen. Yksi kumppanuus keskittyy myös aikuiskoulutukseen.

Share This