30/01/2023

Norge

Iðn- og starfsmenntun

Milli hreyfanleika og fólksflutninga – ný opinber greinargerð um farandverkafólk í Noregi

Þann 13. desember 2022 skilaði nefnd undir forystu Arnfinns H. Midtbøen greinargerð (NOU 2022:18) til atvinnu- og inngildingarráðherra, Marte Mjøs Persen. Meðal ráðlegginga í greinargerðinni eru: Efling norskukennslu og notkun og aðlögun fyrirliggjandi aðgerða. Lögð er áhersla á að þríhliða atvinnugeiraáætlun gæti nýst sem gagnleg aðferð.

Utvalgsleder Arnfinn Midtbøen overrekker NOU’en til Marte Mjøs Perse. Foto: Simen Gald/ Arbeids- og inkluderingsdepartementet

Formaður nefndarinnar, Arnfinn Midtbøen, afhendir NOU til Marte Mjøs Perse. Mynd: Simen Gald/ ráðuneyti atvinnu- og inngildingarmálefna

Rannsóknin að baki greinargerðarinnar er liður í frekari þróun norskrar stefnu um inngildingu og hafa ýmsar aðlögunaraðferðir verið metnar. Í tillögum nefndarinnar hefur fræðsla og þjálfun mikið vægi. Ráðherra atvinnu- og inngildingarmála þakkaði skýrsluna sem ríkisstjórnin mun nú lesa vel, sagði hún.

Nefndin leggur áherslu á mikilvægi þess að hafa vald á norsku. – Ríkisstjórnin mun tryggja betri þjálfun í tungumáli og öryggismenningu, sagði Persen þegar hún fékk NOU skýrsluna. Að sögn ráðherra er þekking á norska atvinnulífslíkaninu einnig mikilvæg. Hún sagði ríkisstjórnina vinna að því að frjáls félagasamtök og aðilar atvinnulífsins stæðu saman að því að veita upplýsingar og þekkingu um þríhliða samstarf í Noregi. Ræðu ráðherra má lesa hér.

Í skýrslunni er umfjöllun um marga þætti. Í henni eru lýsingar á bæði núverandi ástandi og sögulegri og lýðfræðilegri þróun, auk ýmissa málaflokka sem hafa áhrif á líf farandverkafólks, þar á meðal inngildingar, atvinnu-, velferðar-, færni- og menntastefnu. Sjöundi kafli, varðar sérstaklega þjálfun og menntun fullorðins farandverkafólks, en þar er fjallað um mennta- og færnistefnu Noregs. Fyrir marga innan þessa hóps gæti verið þörf á viðurkenningu – og frekari þróun – þeirrar sérfræðiþekkingar sem þeir búa yfir við komuna til Noregs. Þetta á bæði við í efnahagssveiflum í samfélaginu og þá einstaklinga sem vilja sækja um önnur störf.

Margir farandverkamenn vinna sem ófaglærðir starfsmenn á norskum vinnustöðum, þrátt fyrir að þeir hafi formlega færni frá heimalandi sínu. Þetta kann að stafa af því að það sem kallað er í skýrslunni „menntun og hæfni sem þeir höfðu með sér“ hlaut aldrei viðurkenningu í Noregi. Það getur líka tengst því að þá skortir nauðsynlega kunnáttu, til dæmis aukanámskeið sem eru talin nauðsynleg til að geta hlotið norsk starfsréttindi. Í kaflanum er nánar lýst vottunarferli á færni sem einstaklingar hafa aflað sér í öðrum löndum. Að mati nefndarinnar getur þetta verið mikilvægt tæki, bæði til að fleiri geti nýtt sér færni sína og jafnframt til þess að hægt sé að mæta færniþörfum atvinnulífsins. Kerfi fyrir vottun á erlendri fag- og starfsmenntun getur einnig verið leið til að sporna gegn óviðunandi launum og vinnuskilyrðum í atvinnugreinum þar sem margir farandverkamenn starfa.

Greinargerðina NOU 2022:18 Milli hreyfanleika og fólksflutninga – ný opinber greinargerð um inngildingu farandverkafólks í norskt atvinnulíf og samfélag (n. Mellom mobilitet og migrasjon. Arbeidsinnvandreres integrering i norsk arbeids- og samfunnsliv) í heild sinni má nálgast hér.

Flere nyheder fra NVL

Nordiske initiativer under Det Europæiske År for Færdigheder.

03/07/2024

Norden

NVL støtter Det Europæiske År for Færdigheder, og på denne siden kan du læse om nordiske uddannelsesinitiativer, som er blevet sat i gang for at hjælpe nordiske borgere med at få de rette færdigheder til kvalitetsjob.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, sosial- og arbeidsmarkedsminister, og Jón Gunnar Þórðarson, administrerende direktør i Bara tala.

01/07/2024

Island

I et betydelig skritt for å styrke islandsk språkopplæring har regjeringen forbedret tilgangen til “Bara tala”-appen.

Folkfest när Björneborg bjuder in till samtal.

28/06/2024

Finland

Årets upplaga av Suomi-Arenan är full av sol, pratsamma människor och samtal. Finlands svar på Almedalsveckan är en avspänd affär.

Share This