27/11/2024

Norge

Atvinnulíf

NAV* í Frognerhverfinu í Osló hlaut Evrópsk tungumálaverðlaun fyrir fyrirkomulagið með tungumálaleiðbeinendur  á vinnustað

Norski menntamálaráðherrann Kari Nessa Nordtun afhenti NAV Frogner evrópsku tungumálaverðlaunin á Erasmus+ málstofu í Bergen. Markmið vinningsverkefnisins er að veita fullorðnu fólki með innflytjenda- eða flóttamannabakgrunn aukinn tungumálastuðning á vinnustað.

Kvinne med hijab presenterer en forretningsplan for kolleger på et moderne kontor.

Europeisk språkpris til NAV Frogner for ordning med språkmentor på arbeidsplassen

Verðlaunin eru að upphæð 50.000 norskra króna. Kerstin Jeske fagstjóri sagði við móttöku  verðlaunanna að þetta væri frábær viðurkenning, öflugur hvati til að vinna áfram með fyrirkomulagið.

Verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í tungumálakennslu

Evrópsku tungumálaverðlaunin eru veitt tungumálastofnunum sem hafa lokið Erasmus verkefni með framúrskarandi árangri. Í rökstuðningi fyrir því að veita verkefninu Tungumálastuðningur á vinnustað verðlaunin segir að það bæti samskipti á vinnustað, auki sjálfstraust þátttakenda og stuðli að aukinni inngildandi vinnumenningu fyrir alla.

Verkefnið hefur leitt til þess að fleiri hafa aflað sér starfsreynslu með eftirfylgni frá tungumálaleiðbeinanda. Nú verður aðferðin innleidd til annarra en skrifstofunnar á Frogner og tilboðið verður aðgengilegt víðsvegar um borgina í gegnum NAV Osló.

Upphaf verkefnisins um tungumálastuðning

NAV Frogner, í samstarfi við fullorðinsfræðsluna í Osló, hefur þjálfað 100 tungumálaleiðbeinendur, frá ýmsum fyrirtækjum þar sem starfsfólk hefur þörf fyrir meiri þjálfun í norsku á vinnustaðnum. Verkefnið hófst árið 2020. Tungumálaleiðbeinendur munu styðja samstarfsfólk við að leysa úr tungumálatengdum- og menningarlegum misskilningi og aðstoða alla á vinnustaðnum við að vinna að málþróun. Mörg þeirra fyrirtækja sem hafa sent starfsmenn í tungumálaleiðbeinandanám tilheyra heilbrigðis- og félagsþjónustu.

Fast fyrirkomulag í venjulegum rekstri

Á meðan á verkefninu stóð naut það fjárhagslegs stuðnings frá Erasmus+. Fjárframlögin voru nýtt til að þróa og aðlaga sænskt kerfi fyrir tungumálastuðning þannig að það passaði í norskt samhengi. Fyrirkomulagið við  er nú hluti af reglubundnum rekstri á nokkrum vinnustöðum. Hjá NAV Frogner hefur verið ráðinn umsjónarkennari tungumálaleiðbeinanda í fasta stöðu.

Umsjónarmaður tungumálaleiðbeinanda hjá NAV Frogner skipuleggur og stendur fyrir námskeiðum fyrir tungumálaleiðbeinendur fyrir fyrirtæki sem vilja standa að tungumálaþróun. Þetta leiðir til þess að fleiri starfsmenn og lærlingar komast út á vinnumarkaðinn.

Bakgrunnur

Árið 2019 bauð Norrænt tengslanet um nám fullorðinna (NVL) og Norska færniþróunarstofnunin  hinni sænsku Olgu Orrit frá heilbrigðis- og félagsmálaskólanum í Stokkhólmi ( í eigu aðila atvinnulífsins)  til morgunverðarmálstofu um tungumálanám í atvinnulífinu. Orrit kynnti verkefni umboðsmanns sænska tungumálsins. Orrit er menntaður málfræðingur og hefur víðtæka reynslu af vinnu við að þróa tungumálaskiptavinnustaði, einkum innan umönnunarþjónustu. Nánari upplýsingar hér (á norsku).

Mark Gaughan sem starfar við fullorðinsfræðslusetrið í Osló og Helge Sporsen, varaformaður Fagsambands á sviði og heilbrigðis- og félagsmála fengu þar nýjar hugmyndir og sáu tækifæri í sænska módelinu fyrir tungumálaleiðbeinendur. Haft er eftir Sporsheim að tungumálaleiðbeinendur ættu að vera að á öllum vinnustöðum.  

NAV á Frogner og fullorðinsfræðslumiðstöðin Osló höfðu samband við heilbrigðis- og félagsmálaskólann í Stokkhólmi og fengu leyfi til þess að þróa módelið fyrir norska vinnustaði. 

Í Noregi var verkefnið kallað „tungumálaleiðbeinandi“. Síðan 2020 verið samin sérstök handbók, námsefni og annað ítarefni. Innihald og efni námskeiðsins er í sífelldri þróun eftir því sem verkefnið nær út til nýrra starfshópa og vinnustaða. Nokkrir félagsmenn Fagsambandsins hafa lokið námskeiðinu og nýtt sér þekkinguna í heilbrigðis- og  félagsþjónustunni.

Þar sem vinnustaðir veita fullorðnum með innflytjenda- eða flóttamannabakgrunn tækifæri til aukins tungumálastuðnings til viðbótar við að sækja norskunámskeið bætir það stöðu þeirra  á vinnustaðnum.

Upphaf  – ný námskeið fyrir tungumálaleiðbeinendur  

Næsta námskeið fyrir tungumálaleiðbeinendur í Noregi hefst  26. febrúar 2025. Námskeiðið tekur þrjá heila daga: 26. febrúar, 12. mars og 26. mars. Skráning og nánari upplýsingar má nálgast hjá Yuri Sali yuri.sali@nav.no.

*NAV er skammstöfun fyrir Norges  Arbeids- og velferdsetaten, þar sem vinnumála- og tryggingastofnun eru í sameinaðri stofnun

Flere nyheder fra NVL

En tæt birkeskov med høje, slanke træstammer omgivet af en frodig, grøn bund af bregner og lav vegetation. Sollyset filtreres gennem løvet, hvilket skaber et blødt, naturligt lys.

27/11/2024

Norden

Nordisk Ministerråds uddannelsesprogram, Nordplus, inviterer nordiske og baltiske institutioner og organisationer, som beskæftiger sig med uddannelse og læring, til at søge om tilskud i ansøgningsrunden 2025

Ældre mand med VR-briller sidder på motionscykel og peger fremad, mens en smilende sundhedsprofessionel i hvid kittel står ved siden af. Baggrunden er en hvid væg med en tegnet pære, der symboliserer en idé.

27/11/2024

Norden

14 nýjar samstarfsáætlanir Norrænu ráðherranefndarinnar eiga að vera leiðbeinandi fyrir starfsemina til ársins 2030.

En mann iført arbeidstøy jobber med fundamentet på en rød bygning. Han bruker verktøy og ser konsentrert ut.

26/11/2024

Norge

Den norske regjeringen lanserte denne høsten Stortingsmeldingen En forsterket arbeidslinje – flere i jobb og færre på trygd, Meld. St. 33 (2023–2024). Her lanseres en sysselsettingspolitikk med mål om at alle som kan, skal arbeide. Arbeid gir økonomisk trygghet, demokratisk tilhørighet og det bidrar til en bærekraftig velferdsstat. Med stadig flere eldre og økte krav til kompetanse i et teknologidrevet arbeidsmarked, er flere i jobb avgjørende for å møte framtidens behov.

Share This