14/12/2022

Sverige

Sveigjanlegt nám, Jöfn tækifæri, Atvinnulíf

NVL í samstarfi við TRANSVAL-EU

Frá árinu 2021 hefur NVL verið samstarfsaðili í ESB verkefninu TRANSVAL-EU. Verkefnið snýst um hvernig unnt er að raunfærnimeta yfirfæranlega færni.

NVL i samverkan med TRANSVAL-EU

NVL í samstarfi við TRANSVAL-EU

Frá árinu 2021 hefur NVL verið samstarfsaðili í ESB verkefninu TRANSVAL-EU. Verkefnið snýst um að gera sýnilega og staðfesta yfirfæranlega færni. Net NVL um raunfærnimat og ráðgjöf fylgja verkefninu og leggja til norræn sjónarmið. Á árinu 2023 verður starfið eflt þar sem tengslanetin skoða í sameiningu gildi yfirfæranlegrar færni bæði við raunfærnimat og ráðgjöf á Norðurlöndum. Nýlega héldu bæði netin og umsjónaraðilar verkefnisins sameiginlegan fund til að uppfæra stöðuna.

Um TRANSVAL-EU

Á meðan atvinnurekendur leggja sífellt aukna áherslu á yfirfæranlega færni eins og til dæmis samskiptahæfni, samvinnu- og skipulagshæfileika og stafræna færni, skiptir hún almennt minna máli við ráðgjöf og raunfærnimat. Verkefnið miðar því að því að auka þekkingu og getu þeirra sem veita ráðgjöf og meta raunfærni til að byggja upp skilvirk kerfi og ferla sem hjálpa einstaklingum að takast á við flóknari framtíð. Efla færni einstaklinganna til þess að horfast í augu við heiminn með opnum og gagnrýnum huga og vera færir um að vinna með öðrum. Verkefnið miðar einnig að því að efla samstarf fagaðila, yfirvalda og annarra hagsmunaaðila.

Nýstárlegar aðferðir

Transval-EU leggur til nýstárlegar aðferðir til að meta yfirfæranlega færni sem aflað hefur verið með óformlegu og formlausu námi (VNFIL). Aðferðirnar eru prófaðar í fimm tilraunalöndum – Austurríki, Belgíu, Ítalíu, Litháen og Póllandi. Prófunin miðar að því að gera þessa færni auðskýranlegri og miðar jafnframt að því að samþætta niðurstöður verkefnisins við raunfærnimat og ráðgjöf.

Ráðstefna um Evrópustefnu í Svíþjóð 2023

Stefnumótandi niðurstöðum verkefnisins verður miðlað á lokaráðstefnu í Svíþjóð 7.-8. júní 2023. Ráðstefnan hefur verið fyrirhuguð í Svíþjóð með tilliti til þess að Svíar fara með formennsku í ESB árið 2023, en einnig til að skapa samlegðaráhrif milli Norrænnar og evrópskra vinnu við raunfærnimat og styðja þannig við innleiðingu norrænnar áætlunar um færni til framtíðar.

Nánari upplýsingar um verkefnið.

Nánar um starfaprófíl fyrir þá sem koma að raunfærnimai

Co-funded by the Erasmus+ Programme of the European Union logo

Flere nyheder fra NVL

Flere nye satsinger innen høyere utdanning og kompetanse

01/12/2023

Norge

Forslaget for Statsbudsjettet for 2024 er lagt fram og regjeringen presenterer tiltak for å styrke høyere yrkesfaglig utdanning, ordningen Fagbrev på jobb, norsk fagspråk og digital norskopplæring.

Ti anbefalinger for bedre dimensjonering av høyere utdanning

29/11/2023

Norge

Ráðin eru veitt af stofnun háskólamenntunar og hæfni (Hk-dir) sem falið var að rannsaka framboð háskólamenntunar af norska menntamálaráðuneytinu.

Sveriges regeringen genomför särskild satsning på regionalt yrkesvux i expansiva regioner

29/11/2023

Sverige

Á næsta ári mun sænska ríkisstjórnin innleiða nýjan ríkisstyrk til starfsmenntunar innan fullorðinsfræðslu sveitarfélaga á framhaldsskólastigi þar sem stofnun nýrra eða stækkun fyrirtækja er fyrirsjáanleg. Þetta á einkum við í strjálbýlum héruðum.

Share This