Föstudaginn 5. apríl kynnti Oddmund Hoel rannsókna- og háskólaráðherra tillögu að nýju kerfi fyrir inngöngu sem felur í sér ýmsar breytingar á núverandi einingakerfi. Af alls 14 aukaeiningum, sem hægt er að öðlast sem umsækjandi um háskólanám, standa eftir þrjár einingar fyrir raungreinar og herþjónustu. Einingarnar eru mikilvægar vegna þess að þörf er fyrir kunnáttu í raungreinum í samfélaginu og til að mæta markmiði um fjölgun í herskyldu.
Hvað varðar fagnám í hjúkrunarfræði og kennslufræði munu kröfur um einkunnir (í norsku og stærðfræði) í hjúkrunarfræði verða afnumdar en kröfunum verðir framhaldið fyrir kennaranámið. Ríkisstjórnin velur ekki að taka upp í inntökupróf til náms og enn verður mögulegt fyrir umsækjendur að fjölga heildareiningum sínum. Kynjaeiningar eru afnumdar en tekin verður upp kynjakvóti í námi þar sem kynjamismunur er greinilegur.
Með þessari nýju tillögu vill ríkisstjórnin fjölga þeim nemendum sem sækja um í fyrsta sinn að loknu stúdentsprófi.
Nánar á norsku hér