Æ ofan í æ höfum við Norðurlandabúar sýnt að við erum sterkari þegar við hugsum og vinnum saman sem heild. Það er grundvöllur 14 nýrra samstarfsáætlana sem munu með sameiginlegri nálgun, skýrri forgangsröðun og markvissum aðgerðum varða veginn í samstarfi ríkisstjórnanna í Norrænu ráðherranefndinni fram til ársins 2030.
Samstarfsáætlanirnar byggja á upplýsingum frá atvinnulífinu, fræðaheiminum, borgarasamfélaginu, ungu fólki og ekki síst samstarfi þingmanna í Norðurlandaráði. Samstarfsáætlanirnar eru byggðar á víðtækri þekkingu sem samnorrænar stofnanir, starfshópar og samstarfsnet búa yfir. Saman stuðla þær að þremur stefnumarkandi áherslusviðum Framtíðarsýnar okkar 2030: Grænum Norðurlöndum, samkeppnishæfum Norðurlöndum og félagslega sjálfbærum Norðurlöndum.
Nánar um pólitískar áherslur Norrænu ráðherranefndarinnar 2025-2030 hér.
Menntun og rannsóknir eru einnig á pólitískum forgangslista Norrænu ráðherranefndarinnar – bæði menntun og rannsóknir þjóna mörgum brýnum. Í fyrsta lagi gegna menntun og rannsóknir því hlutverki efla virði þekkingar, kunnáttu einstaklinga, skoðanamyndun og félagsmótun. Samtímis er menntun í auknum mæli ætlað að koma til móts við þarfir samfélagsins fyrir aðlögunarhæft vinnuafl, að hún sé samfélagslega mikilvæg og nýtist til þess að finna lausnir við þeim vandamálum sem við stöndum frammi fyrir hverju sinni.
Samstarfsáætlun um menntun og rannsóknir er að finna hér.