30/08/2023

Danmark

Símenntun, Menntastefna

Víðtæk sátt um umbætur í menntakerfinu

Danska ríkisstjórnin ætlar að efla starfsmenntun og skapa sveigjanlegar námsleiðir í meistaranámi.

Bredt forlig om reform af uddannelsessystemet

Víðtæk sátt um umbætur í menntakerfinu

Ríkisstjórnin hefur gert víðtæka sátt um endurbætur á menntakerfinu sem tryggir umtalsverða fjárfestingu í menntakerfinu um ókomin ár og innleiðir á þann hátt nýjar áherslur fyrir ríkisstjórnina.

Fyrir háskólanám þýðir það meðal annars að komið verður á nýrri styttri meistaragráðu sem tekur 1¼ námsár (75 ECTS) auk nýs og sveigjanlegs viðskiptameistaranáms þar sem nemandi stundar nám samhliða vinnu. Gert er ráð fyrir að árið 2028 hefji 10% nemenda nám í styttra meistaranámi og 10% í sveigjanlegu námi. Aukafjármagni verður veitt til háskólanna vegna námsins í formi varanlegrar forgangsröðunar sem nemur u.þ.b. 1 milljarði danskra króna. Fleiri tækifæri skapast til sí- og framhaldsmenntunar að styttra meistaranámi loknu, þar sem ætlunin er að koma á auknum sveigjanleika og sterkari tengingu við atvinnulífið.

Auk náms á háskólastigi er verið að fjárfesta verulega í öðrum námsleiðum með það fyrir augum að efla sérstaklega gæði og aðgengi að fagmenntun og verkmenntun. Til að bæta verkmenntun verða framlög aukin um 300 milljónir danskra króna hvert ár á bilinu 2025-2028, um 330 milljónir danskra króna árið 2029 og um 400 milljónir danskra króna árlega frá og með 2030.

Nánar um samkomulagið hér.

Nánar um aðalhluta endurbótanna og lykiltölur

Flere nyheder fra NVL

Nordiske initiativer under Det Europæiske År for Færdigheder.

03/07/2024

Norden

NVL støtter Det Europæiske År for Færdigheder, og på denne siden kan du læse om nordiske uddannelsesinitiativer, som er blevet sat i gang for at hjælpe nordiske borgere med at få de rette færdigheder til kvalitetsjob.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, sosial- og arbeidsmarkedsminister, og Jón Gunnar Þórðarson, administrerende direktør i Bara tala.

01/07/2024

Island

I et betydelig skritt for å styrke islandsk språkopplæring har regjeringen forbedret tilgangen til “Bara tala”-appen.

Folkfest när Björneborg bjuder in till samtal.

28/06/2024

Finland

Årets upplaga av Suomi-Arenan är full av sol, pratsamma människor och samtal. Finlands svar på Almedalsveckan är en avspänd affär.

Share This