24/07/2007

Norden

Menntastefna, Ævinám, Atvinnulíf

Færni til framtíðar – Samantekt

Norræna tengslanetið um nám fullorðinna á laggirnar þankabanka með það að markmiði að leggja grundvöll að umræðum sem fara fram á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar um færni til framtíðar frá sjónarhorni símenntunar.

Færni til framtíðar - Samantekt

Færni til framtíðar - Samantekt

Í janúar 2006 setti Norræna tengslanetið um nám fullorðinna á laggirnar þankabanka með það að markmiði að leggja grundvöll að umræðum sem fara fram á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar um færni til framtíðar frá sjónarhorni símenntunar.

Við í þankabankanum erum fulltrúar frá Norðurlöndunum öllum, einstaklingar með ólíkan bakgrunn og reynslu: Harry Bjerkeng (NO) Arne Carlsen (DK) Ingegerd Green (SE) Leena Jokinen (FI) og Kristín Ástgeirsdóttir (IS). Fulltrúi NVL var Sigrún Kr. Magnúsdóttir (IS).

Við vinnuna höfum við fjallað um nokkrar gagnrýnar spurningar: Hvernig munu atvinnulíf og samfélög á Norðurlöndunum verða í framtíðinni? Hvaða færni verða fullorðnir einstaklingar að þróa með sér til þess að geta verið virkir? Í hvernig kerfum og skipulagi er hægt að þróa þessa færni. Hvernig getur norræn menning lagt grundvöll að árangursríkri stefnu?

Til þess að geta fært rök fyrir svörunum við þessum spurningum höfum við lesið skýrslur, greiningar og bækur og fjallað um þær. Við höfum hist níu sinnum á fundum og þá höfum við boðið til okkar stjórnmálamönnum og fulltrúum atvinnulífsins og fræðsluaðila til þess að heyra hvað þeir hafa til málanna að leggja um stöðuna í dag og framtíðina.

Læs hele rapporten

Flere rapporter

Share This