13/12/2023

Norden

Rannsóknir

Ráðgjöf og raunfærnimat á yfirfæranlegri færni

Sviðsmyndin úr TRANSVAL-EU verkefninu er dæmi sem sýnir hvernig megi flétta yfirfæranlega færni í ráðgjafarferli og raunfærnimat og skoða fjölbreytta færniþróun og námstækifæri fyrir þátttakendur í þeim ferlum. Sviðsmyndin er til þess gerð að styðja við stefnumótun á sviði raunfærnimats og ráðgjafar. Hún nær ekki yfir þarfir allra, en getur nýst sem grunnur til að þróa einstaklingsmiðuð ferli.

TRANSVAL EU Guidance and Validation scenario is final.

Ráðgjöf og raunfærnimat á yfirfæranlegri færni

Þeir sem bjóða upp á ráðgjöf og raunfærnimat geta nýtt sviðsmyndina að hluta eða í heild. Sviðsmyndin er nægjanlega almenn til að hægt sé að aðlaga innihaldið í takt við samhengi og þarfir (í löngum eða á svæðum). Áhersla er á tengingu við yfirfæranlega færni. Sviðsmyndin er aðeins dæmi um leiðir, en stendur ekki fyrir heildarsvið ráðgjafar eða raunfærnimats.

Sviðsmyndin var hönnuð sem hluti af verkefninu „Raunfærnimat á yfirfæranlegri færni í Evrópu (TRANSVAL-EU). Verkefnið miðaði að því að lyfta fram yfirfæranlegri færni og viðeigandi færniuppbyggingu meðal þeirra sem sinna ráðgjöf og raunfærnimati. Þessi afurð er byggð á megindlegum og eigindlegum rannsóknum sem framkvæmdar voru í verkefninu og hönnunarhugsunarvinnustofu með sérfræðingum.

Lestu Sviðsmyndir fyrir ráðgjöf og raunfærnimat á yfirfæranlegri hæfni her.

Ensk útgáfa her.

Læs hele rapporten

Share This