18/06/2024

Norden

Menntastefna, Stafræn hæfni

13 min.

Færni verður ekki meðtekin á einni nóttu –  þörf er á óslitunum langtíma aðgerðum

ESB hefur forgangsraðað hæfni í atvinnulífinu hátt og skýrt í áætlun sinni og varið heilu ári sem „Evrópuári færninnar“, (e. European Year of Skills) einfaldlega skammstafað EYS. Þeir sem höfðu gefið sig alla að verkefninu notuðu stór orð. Á lokaráðstefnunni í Brussel í apríl var sagt: Árið verður stökkpallur að færnibyltingu. Það er kannski ekki alveg svo einfalt.

Arbetare som använder en vinkelslip i en metallverkstad, iförd skyddskläder och skyddsglasögon.

Færni verður ekki meðtekin á einni nóttu – þörf er á óslitunum langtíma aðgerðum.

Til langs tíma og óslitið 

Þörf fyrir færni er mikil og vaxandi á mörgum sviðum og færni er ekki eitthvað sem maður setur í hleðslu og fyllir á yfir nótt. Þróun færni er langtímaverkefni sem stöðugt þarf að vinna að. Nýjar og stórar áskoranir blasa við bæði hverjum vinnustað og samfélaginu. Þær krefjast stöðugt nýrrar leikni og nýrrar hæfni. Loftslagsáskorunin krefst nýrra, grænna lausna og þar af leiðandi mikillar nýrrar sérfræðiþekkingar. Nýjar tæknilausnir, nýr búnaður og nýjar rekstraráætlanir gera það að verkum að einstaklingur þarf nánast daglega hæfniþróun og endurnýjun. Þannig er það líka í daglegu lífi, ný apparöt sem krefjast getu og vilja til að læra og reyna leiðir til að beita þeim.

Meira en árlegur viðburður 

– Hefur færniár ESB virkilega flýtt fyrir hæfniþróun í Evrópu?

— Það er erfitt að segja. En ég tel að athyglin á færni og hinum ýmsu verkefnum sem hafin var á Evrópska færniárinu sé meira en bara árlegur viðburður. Það markar stöðuga vinnu í átt að aðlögunarhæfara vinnuafli. Skuldbinding Noregs við símenntun, rétturinn til endurmenntunar og okkar öfluga þríhliða samstarf eru mikilvægir þættir í þessari vinnu, segir Margrethe Marstrøm Svensrud hjá stofnun háskóla og færni (HK-dir). Hún hefur séð um að samhæfa eftirfylgni Færniársins í Noregi.

The European Year of Skills – Færniárið

Varði frá maí 2023 til maí 2024. Aðgerðirnar eiga að styrkja samkeppnishæfni Evrópu, auka þátttöku á vinnumarkaði og efla leikni og starfsfærni fólks. (Stofnun háskóla og færni).

Markmið um að breyta viðhorfum

– Ýmis átaksverkefni frá ESB hafa beinst sérstaklega að atvinnulífinu. Einnig hefur verið umfangsmikil miðlun upplýsinga og er talið að skilaboðin hafi náð til nokkurra milljóna einstaklinga og fyrirtækja um alla Evrópu. Markmiðið var að breyta viðhorfi fólks til færniþróunar, og fá fleiri til að taka þátt, segir Svensrud.

Færniplús og atvinnugeiraáætlanir

Á síðastliðnu árum hafa verið nokkur stór átaksverkefni með ríkisstuðningi til að efla hæfniþróun í Noregi. Ein af aðgerðunum er Færniplúsinn. Hann felur í sér stuðning við fyrirtæki til þjálfunar í grunnleikni; lestri, ritun, reikningi, auk stafrænnar færni. Yfir 100.000 starfsmenn hafa fengið þjálfun á vinnustað í gegnum þær aðgerðir. Stjórn stofnunar háskóla og færni sem hefur umsjón með sjóðunum, bendir á að „skjalfest sé að þjálfunin auki áhuga og sjálfstæði starfsfólks. Þjálfun hefur aukið  getu til að tileikna sér leiðbeiningar og mikilvægi festu í vinnuferlum  og stuðlað að hnökralausari rekstri og betri þjónustu við viðskiptavini.“

Atvinnugeiraáætlanir eru annað kerfi sem stuðlar að aukinni færniþróun í völdum atvinnugreinum. Boðið er upp á ókeypis námskeið og fræðslutilboð á sviðum og viðfangsefnum sem atvinnulífið þarfnast og atvinnulífið sjálft hjálpar til við að þróa. Atvinnugeiraáætlanir eru samstarfsverkefni ríkisins og aðila atvinnulífsins.

Det skjer alltid mye i det norske arbeidslivet og i trepartssamarbeidet knyttet til utdanning og kompetanse, sier Benedikte Sterner. Hun nevner årets tarifforhandlinger som behandlet .
Það er alltaf mikið um að vera í norsku atvinnulífi og í þríhliða samstarfi sem tengist menntun og hæfni, segir Benedikte Sterner. Hún nefnir kjarasamningaviðræður í ár þar sem fjallað var um kröfur frá hlið launþega um nýjar um nýtt fyrirkomulag til að auka takt og umfang símenntunar starfsfólks.

Norska nefndin um hæfniumbætur

Nefndinni var komið á laggirnar sumarið 2023 og mun starfa fram til október 2024. Hlutverk nefndarinnar er að greina hvernig best verður staðið að símenntun Norðmanna í atvinnulífinu.

Alltaf mikið um að vera 

– Í mörg ár hefur verið gripið til ýmissa aðgerða til færniþróunar í Noregi, meðal annars með Færniplúsnum og atvinnugeiraáætlununum. Hefur eitthvað nýtt bæst við á Færniárinu?

– Það er alltaf mikið um að vera í norsku atvinnulífi og í þríhliða samstarfi sem tengist menntun og hæfni, segir Benedikte Sterner. Hún nefnir kjarasamningaviðræðurnar í ár þar sem fjallað var um kröfur starfsfólks um nýtt fyrirkomulag til að fjölga úrræðum og efla umfang færniþróunar starfsfólks. Fleiri atvinnugeirar hafa náð samkomulagi um góðar lausnir sem nú á að þróa og hrinda í framkvæmd, til dæmis á sviði iðnaðar og mannvirkjagerðar, segir Benedikte Sterner, sérstakur ráðgjafi hjá Alþýðusambandi Noregs (LO),

Samfélagslegar þarfir 

–  Aðilar atvinnulífsins hafa unnið saman að færniþróun í mörg ár. Skilar þetta tilætluðum árangri eða þarf að grípa til nýrra aðgerða?

– Aukin færniþörf sem stafar af þekktum drifkröftum, eins og grænum umskiptum, stafvæðingu, þátttöku í atvinnulífinu og nauðsyn þess að við tökum lengur þátt  í atvinnulífinu, flækir myndina, bendir Sterner á. Hún vísar til samfélagslegra þarfa:

– Fram til þessa hefur skilningurinn verið að hvert og eitt fyrirtæki beri ábyrgð á að þróa nauðsynlega færni innan ramma samninga og samkvæmt eigin getu til verðmætasköpunar. Nú þarf ekki bara að mæta þörfum einstaks starfsmanns eða fyrirtækis sem einangraðs fyrirbæris heldur mikilvægra samfélagslegra þarfa til að viðhalda og þróa gott velferðarsamfélag. Það verður því spennandi hvað nefnd sem stofnuð hefur verið til að gera tillögur um umbætur í færniþróun hefur fram að færa. Í nefndinni sitja fulltrúar átta aðalsamtakanna auk sveitarstjórna- og héraðsráðuneytisins.  

Er nóg að gert?

– Rík þörf er fyrir mikla stafræna færni á vinnustöðum, nægja aðgerðirnar á þessu tiltekna sviði?

–  Ég hef nokkrar áhyggjur af því hvort við veitum nægjanlegt aðhald og hvort við höfum gripið til nægilega ítarlegra ráðstafana. Þetta snýst um orðatiltækið þekkta um tíma og peninga: Ef þú hefur tíma, þá hefur fyrirtækið ekki peninga fyrir þjálfun, ef það hefur peninga, þá hefur það ekki tíma til að gefa frí frá framleiðslu. Örnám í litlum bútum hjálpar til við að hvetja til dýpri þekkingar, en þörf er fyrir hvort tveggja.  Og við verðum að vera enn betri í opinberum aðgerðum til að draga úr stafræna bilinu milli þeirra sem eru í vinnu og þeirra sem eru án. Mörg geta ekki náð því forskoti sem nám á vinnustað veitir og það getur orðið ný hindrun fyrir því að komast út á vinnumarkaðinn, segir Benedikte Sterner.

Gerðu það bara!

Hvað finnst þér að fyrirtæki og opinberir vinnustaðir ættu að gera til að þróa nauðsynlega stafræna hæfni starfsfólks?

– Þetta er eins og slagorð skóframleiðandans fræga: „Just do it!“ Mikilvægt er að stjórnendur og trúnaðarmenn komi saman og búi til sameiginlega áætlun. Fulltrúar verkalýðsfélaga geta aðstoðað við að fá aðeins hlédrægari starfsmenn á námskeið og nám í litlum hópum á vinnustað hjálpar til við að skapa öryggiskennd við að læra eitthvað nýtt. Tilboð Digital Norway um ókeypis „byrjaðu bara“ námskeið eru góð tilboð.

Menntasjóður

Löng hefð er fyrir því að leggja til hliðar fé til framhaldsmenntunar hjá verkalýðsfélögunum á Norðurlöndum. Samtök um stjórnun og tækni (FLT) með 80.000 félagsmenn stofnaði eigin skóla á sínum tíma til að veita félagsmönnum sínum bestu tækifærin til framhaldsmenntunar. Addisco, eins og skólinn er kallaður, orðar það þannig: Við teljum best að nám fari fram nátengt aðstæðum í vinnunni. Þess vegna skipuleggur Addisco námskeiðin sín þannig að þú getir fljótt yfirfært nýtt nám yfir á daglegt störf.

„Færni framtíðarinnar“

Verkalýðssamtökin HK/Danmörk með 213.000 félagsmenn búra að fræðslusjóði þar sem félagsmenn geta fundið fjöldann allan af námskeiðum, til dæmis í stafrænni færni og stafrænum skilningi.

Sveitarfélagahluti HK hefur þróað „Framtíðarfærni“ námskeiðin sem innihalda tækni og gervigreind (AI), segir Nanna Heinø Mortesnsen hjá HK Danmörku.

HK Kommunal har utviklet kursene «Fremtidens kompetencer», som omfatter teknologi og kunstig intelligens (KI), sier Nanna Heinø Mortesnsen i HK Danmark.
HK Kommunal hefur þróað „Framtíðarfærni“ námskeiðin sem innihalda tækni og gervigreind (AI), segir Nanna Heinø Mortesnsen hjá HK Danmörku.

– Einn af geirunum, HK Sveitarfélög, hefur þróað námskeiðin „Framtíðarfærni“ sem fela í sér tækni og gervigreind (AI). Víðtækt samstarf er á milli aðila atvinnulífsins í sveitarfélögunum og HK með áherslu á stafræna hæfni og ekki síst gervigreind í verkefnalausnum, segir starfsferilsráðgjafi hjá HK, Nanna Heinø Mortensen.

Í starfi hennar hjá samtökunum felst að styðja samstarf þvert á deildir og geira til að þróa og knýja fram starfsframa félagsmanna. Hún hefur einnig frumkvæði að því að efla færni tiltekinna hópa, til dæmis meðlima á sviðum sem eru að taka miklum breytingum og geta horfið vegna gervigreindar.

– Sem stéttarfélag höfum við trúnaðarmenn á vinnustöðunum. Þeir hafa líka innsýn í tækifæri til hæfniþróunar og vita hvar hægt er að sækja um styrki úr fræðslusjóði, segir Mortensen, sem einnig er meðlimur í ráðgjafarneti NVL.

Aðgangur að menntun í heimabyggð

Litið til baka á ár hæfninnar:

Hvað hefur verið gert í Noregi í tengslum við færniárið – virkni og aðgerðir?

– Að hálfu Noregs hefur verið stefnt að því að ár færninnar eigi að stuðla að því að veita góða og sveigjanlega þjálfun og menntun um allt land, tryggja hæfniþörf atvinnulífsins og tryggja að fleiri eigi kost á menntun þar sem þeir búa, segir Margrét Svensrud.

– Auk þess hefur markmiðið verið að virkja fleiri til varanlegrar vinnu með því að veita fleirum með litla formlega hæfni tækifæri til að afla sér fagbréfs eða annarrar menntunar sem styrkir möguleika á varanlegum tengslum við atvinnulífið.

Svensrud segir að öðru leyti hafi Norðmenn valið að nota ár færninnar til að styrkja ferla og aðgerðir sem þegar eru í gangi, frekar en að innleiða hreinar EYS aðgerðir. Hún vísar til tveggja aðgerða sem mikilvægt hefur verið að flagga: Önnur er innleiðing á rétti til að ljúka framhaldsskólanámi og rétti til starfsendurhæfingar. Annað er þríhliða samstarfið um færnistefnu með áherslu á nefndina um færniumbætur og atvinnugeiraáætlanir.

–  Hefur verið samstarf á milli Norðurlandanna í tengslum við hæfniárið?

– Já. Þar sem þetta er hluti af sameiginlegu  evrópsku frumkvæði fáum við líka einstakt tækifæri til að vinna saman og deila reynslu milli landa. ESB EMPL (ESB-nefndin um atvinnu- og félagsmálastefnu) stofnaði tengslanet með innlendum fulltrúum frá hinum ýmsu löndum og það hefur verið mjög gagnlegt og hvetjandi til að deila reynslu og dreifa upplýsingum. Norrænu fulltrúarnir hafa einnig átt í tvíhliða viðræðum, einkum Noregur, Svíþjóð og Finnland. Við vorum einnig í samstarfi um að kynna reynslu okkar af EYS á sænsku NMR ráðstefnunni í Skellefteå í apríl.

Verkfæri til kortlagningar

ESB vill þróa „færniflokkun“, kortlagningartæki sem tengir þörfina fyrir starfsfólk, atvinnuleitendur og starfsfólk. Þetta virðist vera á algeru frumstigi. Aðgerðir til að efla nám og hæfniþróun á hverjum vinnustað halda áfram af fullum krafti á Norðurlöndum. Í framtíðarsýn fyrir norræna samstarfið er skýrt merki um nauðsyn nýrrar þekkingar: „Saman munum við stuðla að grænum vexti á Norðurlöndum sem byggir á þekkingu, nýsköpun, hreyfanleika og stafrænni samþættingu.“

Nyeste artikler fra NVL

På VUC Storstrøm kan kursisterne bl.a. modtage ordblindeundervisning eller FVU (Forberedende Voksenundervising), hvor de kan dygtiggøre sig i fagene digital, dansk, engelsk og matematik.

09/07/2024

Danmark

8 min.

En ud af tre kursister på VUC Storstrøm har et job. Til gengæld har de ofte negative erfaringer med at gå i skole. Kursisterne bliver mere modtagelige for at lære dansk eller engelsk, når undervisningen tager udgangspunkt i opgaver på jobbet.

Stora företag driver såkallade tomteskolor i Lappland där man utbildar blivande tomtenissar och julgubbar i den viktiga sysslan. Bild: Samuel Holt, Unsplash.

02/07/2024

Finland

8 min.

Vill du utbilda dig till tomte? Ja, det är ingen omöjlighet. Artesanernas resa är ett finländskt utbildningsprojekt som hjälper kunniga personer att få ett nytt specialkunnande inom turismen. I finländska Rovaniemi är man i full gång med att utbilda nya medarbetare och man erbjuder korta skräddarsydda utbildningshelheter.

Helga Tryggvadóttir (t. venstre) og Ingibjörg Kristinsdóttir er begge utdannet som studie- og arbeidsrådgivere.

25/06/2024

Island

9 min.

Det er öket press i det islandske samfunnet for validering av arbeidslivskompetanser og at tidligere utdanning og erfaring godkjennes. Antall innvandrere öker stadig. Kravet blir sterkere om at de papirer som de bringer med seg hjemmefra godkjennes og åpner for relevante muligheter på arbeidsmarkedet. Mange utdanningssentre tilbyr nå validering av kompetanser i Island. Disse mulighetene brukes både av innvandrere og...

Share This