03/04/2024

Sverige

Ævinám, Símenntun, Atvinnulíf

9 min.

Ráðstefna um færniþróun fyrir sjálfbært samfélag

Missið ekki af ráðstefnunni “Taking great strides towards sustainable competence” 11.-12. apríl í Skellefteå þar sem fyrirlesarar eins og Olof Gränström og Simon Dahlgren miðla reynslu sinni við að meta gögn til þess að skilja breytingar á samfélaginu og aðlaga nám að þörfum fyrirtækja.

Simon Dahlgren ja Olof Gränström ovat puhujina Skellefteån konferenssissa.

(Tvær ólíkar myndir af körlum teknar á ljósmydastofu). Simon Dahlgren och Olof Gränström fyrirlesarar á ráðstefnunni í Skellefteå.

Ráðstefnan “Taking great strides towards sustainable competence” sem snýst um færniþróun með sjálfbærni að leiðarljósi, fer fram dagana 11.-12 apríl í Skellefteå.
Meðal fyrirlesara eru Olof Gränström og Simon Dahlgren. Olof ræðir um hvernig hægt er að nýta þekkingu sem byggir á gögnum til breytinga á samfélaginu, en Simon fjallar hvernig fullorðinsfræðsla í Skellefteå hefur breyst.

Um ráðstefnuna

Hvenær og hvar: 11.–12. apríl 2024 í Skellefteå.

Skráning á ráðstefnuna

Nokkur athyglisverð atriði á dagskránni:

  • Andreas Gravdahl, Stofnun æðri menntunar og færni, fjallar um raunfærnimat í Noregi.
  • Bodil Husted, VIA University College, ræðir um örvottanir frá norrænu sjónarhorni.
  • Joakim Wernberg, Frumkvöðlatorgi, fjallar um gervigreind og færniframboð.

 

Við getum áttað okkur á breytingum á samfélaginu út frá gögnum

Sagnfræðingurinn og stjórnmálafræðingurinn Olof Gränström vinnur með gögn, þekkingu og strauma til að fjalla um nútíð okkar og framtíð. Hann hefur áður starfað hjá Gapminder stofnun Hans Roslings.

Á ráðstefnunni fjallar hann um samfélagsþróun, oft með áherslu á þá strauma sem almennt ekki njóta mikilllar athygli, eins og lýðfræðilegar breytingar. Yfirskrift ræðu hans er „Hvernig getum við skilið breytingar samfélagsins – frá jákvæðu sjónarhorni“.

– Heimurinn er hvorki jákvæður né neikvæður og oftast gerast jákvæðar og neikvæðar breytingar samhliða, en þær jákvæðu falla yfirleitt i skuggann af þeim neikvæðu, segir Olof Gränström.

Til að laga sig að breytingum/þjóðhagsþróun þurfum við að rannsaka fyrirliggjandi gögn og þekkingu.

– Mestu máli skiptir að skoða gögnin og fá rétta mynd af ástandinu eins og það er. Við búum í samfélagi með gnægð gagna og afleiðu þeirra: þekkingu. Út frá þeim getum við mótað skipulag fyrir framtíðina, segir Olof Gränström.

Við verðum að skoða lýðfræðina

– Til að geta spáð fyrir um framtíðina verðum við að byggja á staðreyndum um heiminn í kringum okkur. Hvar er vinnuaflið? Og hvernig er eftirspurnin eftir vinnuafli í öðrum löndum? Þurfum við ef til vill að keppa við Þýskaland sem gæti haft sömu þarfir, um nýtt vinnuafl? spyr Olof Gränström.

Til þess að breytingaferlið verði sem best þurfum við að læra af öðrum, sérstaklega með því að skoða þróunina. Við getum tekið Skellefteå sem dæmi.

– Hvað gerðist í Skellefteå eftir að Northvolt var stofnað? Á skall byggingaruppsveifla, vegna þess að þeir þurftu að byggja húsnæði fyrir vaxandi fjölda íbúa. Hvaða stuðningsstörf var þörf fyrir – eins og þá sem starfa á leikskólum, við leigubílaakstur og kennslu? Hverja þeirra er erfiðast að fá til starfa? Og hvernig færðu fólk til að vilja flytja til að fá nýja vinnu? Hér er til dæmis hægt að skoða þróun fólksflutninga í öðrum löndum eins og Bandaríkjunum þar sem algengara er að fólk flytji vegna atvinnu, segir Olof Gränström.

Stort industrikomplex sett från luften.

( Stórt iðnaðarsvæði séð úr lofti) Northvolt eitt er nafnið á verksmiðjunni í Skellefteå.

Kynntu sér verksmiðju Tesla í Reno, Nevada

Í júní 2019 var ákveðið að koma á laggirnar stærstu verksmiðju á tímum okkar Svía í Skellefteå – Northvolt.

Til að komast að því hvað Skellefteå þyrfti að gera til að fullorðinsfræðslan myndi samræmast þörfum nýrrar atvinnugreinar völdu fulltrúar hennar í sveitarfélaginu að fara í námsheimsókn til Reno í Nevada til að kynna sér hvernig staðið var að stofnun Teslu verksmiðjunnar þar.

– Þar vinna 7.000 manns á þrískiptum vöktum allan sólarhringinn og í miðju húsinu framleiða þeir rafhlöðurnar sínar. Við komumst strax að því að þar voru ekki allir verkfræðingar. Við vissum það þegar, en það var gott að fá það staðfest, segir Simon Dahlgren, framkvæmdastjóri fullorðinsfræðslu í Skellefteå.

Þeim lék forvitni á finna út hvað var líkt/eða ólíkt í Reno og Skellefteå og Vesterbotten/Svíþjóð og Nevada.

– Nevada er álíka stórt og helmingurinn af Svíþjóð og þar búa um það bil 3 milljónir manns. Reno var ekki iðnaðarborg áður en Tesla verksmiðjan var stofnuð, þar var ekkert nám í boði á sviði iðnaðar en mikið atvinnuleysi. Árið 2019 var atvinnuleysi í Reno um 14 prósent en um 5,5 prósent í Skellefteå, segir Simon Dahlgren. Það sem gerðist í Nevada var að atvinnuleysið fór niður í 3 prósent og tekjustigið hækkaði um 80 prósent.

Þeir ræddu við starfsmenn fullorðinsfræðslu í Reno.

– Þeir höfðu þróað nokkur styttri námskeið sem hæfðu þörfum Tesla. Og þeir sögðu: Komið á stuttum námskeiðum þó þið vitið ekki hverjar þarfir fyrirtækjanna eru og reynið að vera sveigjanleg. Fulltrúar ESL í Nevada, sem er jafngildi sænskunáms fyrir innflytjendur sögðu að innflutt vinnuafl væri nauðsynleg forsenda þess að ná að uppfylla eftirspurn eftir vinnuafli.

Um Skellefteå

Fjöldi íbúa 2024: 76 922 (2017: 72 723).

Í Skellefteå er háskólaþorp fyrir nám og rannsóknir

Tímaritið Time útnefndi borgina sem “The Worlds Greatest Place 2022”.

Þróunin í Skellefteå

Simon Dahlgren fjallar um hvernig nemendum í starfsnámi í Skellefteå hefur fjölgað úr 256 árið 2017 í ráðgerða 1.300 árið 2022. Á sama tíma hafa þarfir vinnumarkaðarins orðið til þess að námskeiðin haf styst og styst. Árið 2022 höfðu, allir íbúar Skellefteå sem gátu, þegar aflað sér menntunar og atvinnuleysi var nánast ekkert.

– Eitt sem kom okkur á óvart var að nemendum í sænsku fyrir innflytjendur fjölgaði skyndilega frá 2019. Starfsmenn hjá Northvolt og aðstandendur þeirra vilja læra sænsku, þó að tungumálið hjá Northvolt sé enska.
Sum námskeiðanna sem þeir hafa þróað fyrir Northvolt eru:

  • Sjálfvirknistjóri, 20 vikur
  • Efnisumsjón, 24 vikur
  • Gæðatæknir, 14 vikur.

Það sem hefur breyst í gegnum tíðina er að námskeiðin fara nú fram á ensku vegna þess að margir þeirra sem eru í þjálfun um þessar mundir hafa ekki sænsku að móðurmáli.

Ekki halda að fyrirtæki viti hvað þau þurfa

Eitt af grunnvandamálunum við að koma á laggirnar nýjum fullorðinsfræðslunámskeiðum telur hann vera að fyrirtækin sem þarfnast þjálfaðs starfsfólks viti ekki hvað þau þurfa.

– Atvinnurekendur vita ekki hvað verkfræðingur er, hvaða þekkingu eða menntun þeir hafa, segir Simon Dahlgren. En verkfræði er menntun hér á 5-6 þrepi EQF, segir hann og bendir á mynd með yfirliti yfir mismunandi þrep menntunar.

– Þá útskýri ég yfirleitt ferlið: Að fyrst verðum við að sækja um til Stofnunar starfsmenntaháskóla, þeir kanna í sjö eða átta mánuði, enda svo með já eða nei og að því loknu er hægt að hefjast handa eftirfarandi haust. Þá er þetta ekki áhugavert lengur því ferlið hefur tekið of langan tíma. En við byrjum venjulega á því að spyrja við hvað starfsfólkið muni vinna og þá getur verið að við endum á allt öðru menntunarþrepi. Sem dæmi má nefna að í byrjun kemur fram að þörf sé fyrir rafmagnsverkfræðing en athugun leiðir í ljós að iðntæknimenntun er fullnægjandi.

En Simon Dahlgren telur að það sé almennt vandamál, að flestir sem starfa utan skólakerfisins viti ekki á hvaða þrepi mismunandi starfsstéttir eru þjálfaðar. Hann segir að Northvolt hafi í upphafi lýst yfir þörf fyrir 3.000 byggingarverkfræðinga. Nú hefur komið í ljós að þörf er fyrir um það bil 20 prósent með háskólamenntun og að afgangurinn, aðallega framleiðslufólk, þurfi að aðeins að hafa lokið námið á framhaldsskólastigi.

Nyeste artikler fra NVL

16/05/2024

Estland

14 min.

PIAAC measures key information processing skills and data from the survey provide unique opportunities to analyse the cognitive skills needed in the labour market and society. Access to PIAAC data, on its own or linked to register data, is possible for research purposes. To facilitate the selection of register variables a handbook is available for the Nordic countries and Estonia....
Projektets syfte är att hjälpa pedagoger i icke-formell vuxenutbildning att nå fram till och involvera involverar personer med psykiska funktionsnedsättningar.

15/05/2024

Sverige

6 min.

Studiefrämjandet Uppsala Västmanland har tillsammans med nordiska partner arbetat med att inkludera personer med psykiska funktionsnedsättningar i vuxenutbildning. Genom projektet har de skapat en vägledning för nordiska pedagoger. De betonar utmaningen med att nå ut till utsatta grupper och framhåller fördelarna med studiecirklar för personer med psykiska funktionsnedsättningar.

Färgglad illustration av mångsidiga unga vuxna som sysslar med olika läs- och studieaktiviteter, omgivna av överdimensionerade böcker och digitala enheter i en fantasifull biblioteksmiljö

15/05/2024

Sverige

6 min.

Att medarbetarna på ert företag är extremt värdefulla och nästintill oersättliga kommer förmodligen inte som en nyhet. Men att de har mer att ge, eventuellt dolda kunskaper och utbildningspotential har ni kanske inte tänkt på? Använd de resurserna ni har på plats – det vill säga medarbetarna – för att effektivisera ert arbete och utvecklas som både individer och företag....
Share This