Skortur á stafrænni færni er dæmi sem á við hundruð þúsunda, þrátt fyrir að Norðurlöndin standi vel að vígi hvað varðar stafræna umbreytingu.
– Nú liggur á
– Stafræn umbreyting er í sjálfu sér ekki endilega jákvæð, en með góðum árangri af stafrænni umbreytingu getum við flýtt grænum umskiptum, sagði Kikki Kleiven forstjóri loftslagsrannsóknarmiðstöðvarinnar við Bjerkenes í erindi sínu. Hún viðurkenndi að stafræn umbreyting væri gríðarleg áskorun sem krefðist mikillar hæfni.
– Loftslagbreytingarnar færast sífellt aukana. Nú liggur á. Við verðum að efla forvarnir með menntun, aðgerðum og breytingum og við þurfum samhæfingu þvert á alla greinar, sagði hún.
Rauður þráður
Rauður þráður í gegnum alla ráðstefnuna var einmitt stafræn hæfni og sjálfbærni. Öllum nýútskrifuðum gengur vel, en það nægir ekki. Þess vegna skiptir fullorðinsfræðsla sköpum. Ráðstefnan var blendingur með þátttakendur á staðnum í Tromsø og þátttakendum víðsvegar um Norðurlöndin sem fylgdust með á dagskrá á vefnum og skráðu sig með snjallforriti.
– Lesið einnig greinina um stafrænt jafnrétti (Digital likestilling?)
Viðvarandi færnibrestur
– Við búum við viðvarandi færnibrest í mörgum greinum, eins og bygginga- og mannvirkjageiranum, heilbrigðis- og umönnun og upplýsingatækni. Vinnumarkaðurinn er þröngur, lítið atvinnuleysi og mörg laus störf. Vandamálið felst í því að fáir búa yfir þeirri færni sem sóst er eftir, sagði Kaja Reegård, deildarstjóri norsku færniþarfanefndarinnar í erindi sínu.
– Færniþörfin eykst við græn umskipti og hvaða færni er mikilvægust? Er það félags- og tilfinningafærni, hátækni færni eða kannski grunnleikni. Reegård varpaði spurningunni fram án þess að gefa beint svar við henni.
Færniþörf við græn umskipti
Verkefni nefndarinnar um færniþörf snýst um að framkvæma vandað og nákvæmt mat á þörf Norðmanna fyrir færni til framtíðar. Nefndin gefur út nýja skýrslu á hverju ári. Í júní á næsta ári verður þemað Færniþörf fyrir græn umskipti. Fram að því verður nefndin um færniþörf að hafa fundið svar sem getur lagt grunn að pólitískum aðgerðum til þess að hraða grænu umskiptunum.
Vitnisburður á ráðstefnunni um stafræn Norðurlönd:
„Megin straumarnir í dag eru sjálfbærni og stafræn umbreyting. Samsetning þessa tveggja þátta gengur undir nafninu digitability.
Kikki Kleiven forstjóri loftlagsrannsóknarmiðstöðvarinnar við Bjerkenes
„Árangursrík stafræn umbreyting mun efla sjálfbærni í sjávarútveginum, til dæmis með upplýsingum um hvaða tegundir eru í trollinu.“
“Ingrid Hovda Lien, Sjávarútvegsháskólanum í Noregi, UiT
„Það eru ekki aðeins eldri borgarar sem verða að viðhalda hæfni sinni. Þörf er á þverfaglegu starfi og menntatilboðum nálægt fólki.“
Oddmund Løkensgard Hoel, ráðuneytisstjóri í þekkingarráðuneytinu
„Tæknin mun gera okkur kleift að nýta mannlega hæfileika betur.“
Andreas Schleicher, Mennta- og færnistofnun OECD
„Þeir sem dragast aftur úr mun verða fórnarlömb falsfrétta.“
Andreas Schleicher, Mennta- og færnistofnun OECD
„Deila verður byrðinni og ávinningnum af tækninni á réttlátan hátt.“
Trude Tinnlund, Alþýðusambandinu í Noregi
„Aðalmálið er að læra að læra.“
Lars Lingman, Rannsóknamiðstöð og meðeigandi í Nýsköpun í Svíþjóð
„Við verðum að hafa hugast að stafræn umbreyting krefst, hráefnis, orku og lýðræðis.“
Mali Holen Skogen, Upplýsingatækni-Noregi, GoForIt
„Við verðum að leggja teinana um leið og lestin brunar.“
Simen Sommerfeldt, Bouvet
„Verðmætasköpunin verður mest þegar við samþættum framkvæmd og kenningar.“
Liv Dingsør, Digital Norway
„Við erum fremst í flokki við innleiðingu stafrænnar umbreytingar,“
Annita Fjuk, Digital Norway
«Don’t fix the user.»
Malin Rygg, Stofnun stafrænnar umbreytingar um kröfur um notendaviðmót.
Símenntun fyrir þau sem hafa brýnustu þörfina
Reegård varpaði ljósi á þörfina fyrir símenntun sem er önnur stór áskorun. Nýútskrifaðir eru aðeins þrjú prósent af árlegri fjölgun launþega, og því er endur- og símenntun þeirra sem þegar eru í atvinnulífinu afskaplega mikilvæg. Fjölmennur hópur þeirra sem hafa verið lengi á vinnumarkaði en skortir meðal annars stafræna færni. Atvinnulífið hefur takmörkuð tækifæri til þess að gefa starfsfólkinu leyfi til þess að mennta sig sökum þess hve þröngur vinnumarkaðurinn er og því er nauðsynlegt að skapa tækifæri til endurmenntunar sem hægt er að stunda með vinnu.
Valddreift
– Héröðin tapa keppninni um bestu kandídatana. Þess vegna er brýnt að efla valddreifða menntun, sagði Reegård. Hún benti á að þörf sé fyrir sérstaklega mikla menntun í héruðunum til þess að ná í kennara og stúdenta. Til þess að svara spurningunni hvort valddreifð menntun sé fyrst og fremst mikilvæg fyrir þau sem þegar búa í héruðunum og þar sem símenntunarmiðstöðvarnar eru mikilvægur drifkraftur og skipulagningaraðili þessháttar menntunar, sýndi Reegård Hurdalverkvanginn og kynnti ósk ríkisstjórnarinnar um að leggja einmitt áherslu stað- og svæðisbundnar símenntunarmiðstöðvar.
– Lesið einnig greinina um leiðsagnarkennara sem aðstoða félaga sína við að efla stafræna hæfni sína (s. Handledande lärare hjälper kollegor att bli mer digitala) .
Ekki ein
Menntageirinn getur ekki einn og sér leyst þörfina fyrir menntun og færniþróun sem nauðsynleg er til þess að ná grænum umskiptum.
– Menntageirinn, atvinnulífið, fyrirtækin og velferðaryfirvöld verða að vinna saman við að takast á við þessar stóru áskoranir, undirstrikaði Kaja Reegård i viðtali við DialogWeb.
Brestur í grunnleikni
Hvar er helst skortur á þekkingu? Hverskonar færni og hvaða fög eru sérstaklega mikilvæg fyrir græn umskipti, spurði Kathrine Tveiterås stjórnandi panels með þátttakendum frá Norðurlöndunum öllum.
Stærðfræði, náttúruvísindi, upplýsingatækni. Allt er þetta mikilvægt. En fleiri þátttakendur í panelnum voru uppteknir af þeim sem ekki hafa vald á grunnleikni eins og ritun og lestri. Fyrir þau er heldur ekki auðvelt að afla sér þeirra stafrænu hæfni sem er afar mikilvæg um þessar stundir.
– Daninn Claus Eskesen frá 3F einum stærstu launþegasamtökunum í Danmörku var var umhugað um þau mörg hundruð þúsund sem skortir grunnleikni í lestri og ritun. Hann greindi frá því að námskeið í stafrænni færni gæti verið aðgöngumiði að því að læra að lesa og skrifa. Það er mikilvægt að slíkt nám fari fram staðbundið og við öruggar aðstæður. Þátttakendur panelsins voru jafnframt uppteknir af norrænu samstarfi, töldu að það væri bæði klókt og mikilvægt að læra hvert af öðru. Íslendingurinn Eva Karen Þórðardóttir undirstrikaði einmitt ávinning norræns samstarfs. Hún er framkvæmdastjóri Stafræna hæfniklasans, sem fór nýlega á flug vegna þess að þau fengu ráð og aðstoð frá Digital Norway, og komust hjá því að falla í alla pyttina sem geta fylgt stofnun nýs klasa að sögn, Evu Karenar.
– Lesið einnig skýrsluna 5 leiðir í átt að stafrænni hæfni (s. 5 sätt att digitaliseras)
Forgöngumenn
Þátttakendur í panelnum voru áhugasamir um norrænt samstarf og Svíinn Magdalena Aspengren formaður stjórnar sjálfbærniráðsins í TechSverige, sagði eftirfarandi um styrk norræna samstarfsins:
– Sem norrænir forgöngumenn verðum við að sýna fram á að græn umskipti eru möguleg!
Stafræni fagmaðurinn
Á ráðstefnunni voru sýnd dæmi um starfsmenntun sem varðar grunnleikni í stafrænni færni, fagmiðaða stafræna færni og sértæka stafræna færni.
Markmið byggingaiðnaðarins er að draga 50 prósent úr losun. Til þess að það takist þarf faglega stafræna færni. Einnig fyrir þá sem hafa unnið í greininni í fjölda ára og líður vel með verkfærin sem þeir kannast svo vel við, þeir verða að tileinka sér að nýta ný stafræn verkfæri sem eru innleidd á miklum hraða.
– Ungir nemar er þeir sem búa yfir mestu starfrænu hæfninni, eða sem þora líka að prófa ný verkfæri og nýjar lausnir. Þeir eru ekki haldnir hræðslunni sem fullorðnir geta haft um að hlutirnir munu springa í loft upp ef þau smella á rangan hnapp, sagði Lasse Brattaas Kristensen. Hann er kennari við Fagskólann í Ósló. Í skólanum hefur símenntun fyrir fagfólk til þess að efla stafræna hæfni þess sem byggist á þörfum byggingaiðnaðarins. Sex áfangar til samtals 15 eininga eru í boði um allt land. Skipulagið er sveigjanlegt, með þremur staðbundum dögum í hverjum áfanga. Fagskólakennarar fara um og kenna á þeim stöðum þar sem námskeiðin fara fram.
Læra að læra
Trude Tinnlund frá Alþýðusambandinu i Noregi benti í sínu erindi á að þrýstingur til umskiptanna eykst við notkun stafrænna lausna. Þá þarf stafræna hæfni á öllum þrepum og einnig þörf fyrir dýpri skilning. Gerð er krafa um þverfaglega hæfni og ef til vill snýst það almikilvægasta um að læra að læra. Við verðum að gera kröfu um að atvinnulífinu sé umhugað um færni launþeganna, undirstrikaði Tinnlund, og það er brýnt að bæði atvinnurekendur og starfsfólk skilji virðið af uppfærslu á stafrænni hæfni.
Vefstofa til eftirfylgni
Tími: 13.10.2022
kl 13.30-15.30
Staður: Zoom
Ráðstefnunni er lokið en vinna við stafvæðingu Norðurlanda á inngildandi og sjálfbæran hátt heldur áfram. Þátttakendum og öðrum er boðið til vefstofu til eftirfylgni þann 13. október. Hvernig höldum við áfram? Hvaða nýjar hugmyndir komu fram? Á vefstofunni mun samstarfnetsstarfinu vera viðhaldið.
Metnaðarfull framtíðarsýn
Norræna ráðherranefndin hefur metnaðarfulla framtíðarsýn þar sem græn umskipti og stafræn umbreyting eru miðlæg. Nú á að vinna að nýrri aðgerðaáætlun fyrir norrænt samstarf. Jonas Wendel, starfandi framkvæmdastjóri fyrir Norrænu ráðherranefndina bauð þátttakendum að leggja fram tillögur í aðgerðaáætlunina.
– Bráðnauðsynleg
– Stafræn umbreyting og ævinám eru bráðnauðsynleg til þess að við náum að uppfylla framtíðarsýn 2030 sagði Oddmund Løkensgard Hoel ráðuneytisstjóri þekkingarráðuneytisins í ávarpi sínu til ráðstefnugesta.