27/11/2024

Finland

Sveigjanlegt nám, Ævinám, Iðn- og starfsmenntun

7 min.

Starfsmenntun fyrir sænskumælandi íbúa í Finnlandi er aðlöguð að markhópi fullorðinna nemenda

– Við fylgjum nemendum okkar eftir alla þeirra ævi, segir i Kim Gylling skólameistari verkmenntaskólans á Álandseyjum.

Kim Gylling

Í verkmenntaskólanum á Álandseyjum er ekki óvenjulegt að nemendur sem lokið hafa háskólanámi sæki um nám á framhaldsskólastigi, segir Kim Gylling skólameistari. Mynd. Marika Kvarnström

Í starfsmenntun fyrir sænskumælandi íbúa í Finnlandi er lögð áhersla á að mæta þörfum og eftirspurn sem er eftir nýjum sveigjanlegum námstilboðum fyrir fullorðna. Finnsk stjórnvöld hafa valið aðra leið.

– Ég er eldgamall, en hef áhuga á að byrja að læra aftur. Hef ég tækifæri til þess?

Nú til dags er ekki óvenjulegt að fræðsluaðili fái slíkt símtal. Þetta segir Tiisa Vasara, sem er deildarstjóri heilbrigðisgreina við starfsmenntunarstofnunina Prakticum í Finnlandi.

Kim Gylling  skólameistari Verkmenntaskólans á Álandseyjum er sannfærður um að skólinn sem hann stýrir gegni mikilvægu hlutverki í símenntun.

– Við viljum vera eilífur félagi í lífi fólks. Þú kemur ekki bara einu sinni til okkar til að fá grunnmenntun heldur ættir þú að geta snúið hingað reglulega þegar þig skortir nýja sérfræðiþekkingu.

Tiisa Vasara
Teymisstjórinn Tiisa Vasara hefur tekið á móti mörgum hámenntuðum Úkraínumönnum sem líta á starfsmenntun sem leið inn í finnskt atvinnulíf.  Mynd Prakticum.

Áhuginn er fyrir hendi, en engir peningar

Axxell í Suður-Finnlandi og Verkmenntaskólinn í Austurbotni, tveir sænskumælandi skólar, hafa lengi boðið upp á úrval námsleiða fyrir fullorðna. Í Axxell eru fullorðnir námsmenn í greinilegum  meirihluta og áhuginn á að læra eftir því sem aldurinn færist yfir virðist ekki minnka heldur þvert á móti.

Hins vegar minnka fjárframlög. Finnsk stjórnvöld hafa nýverið skert framlög til starfsmenntunar (krækja í nánari upplýsingar á sænsku) sem ætluð fullorðnum nemendum sem áður hafa lokið námi og hafa auk þess afnumið námsstyrki fyrir fullorðna.

Ólík sýn á ungu fólki og fullorðnum

Ef borin eru saman viðhorf til ungra nemenda og fullorðinna annars vegar á Álandseyjum og hins vegar á meginlandinu kemur ákveðinn munur í ljós.

– Ef hugsað er út frá framtíðarsýn og eilítið heimspekilega, þá viljum við ekki greina á milli þeirra. Þess í stað reynum við að finna snertifleti þar sem þau geta lært saman, segir Kim Gylling.

Hann viðurkennir að þetta snúist um bjargir. Þessi tiltölulega litli menntaskóli er á eyju með um 30.000 íbúum og íbúafjöldinn leyfir ekki fjölda aðskilinna hópa. Þar að auki býr fólkið á víð og dreif á fjölda ólíkra Álandseyja, sem veldur knýjandi þörf fyrir að geta lagt stund á fjarnám. Það  er brýnn þróunarvettvangur fyrir verkmenntaskólann á Álandseyjum.

 – Við höfum kannski gefið okkur lengri tíma til að bregðast við en keppinautar okkar, eða samstarfsaðilar, hvað sem þú vilt kalla hina skólana á meginlandinu. En nú eru við komin á fleygi ferð, segir skólameistarinn.

Munur á samskiptaaðferðum

Prakticum er á höfuðborgarsvæðinu sem er mun fjölmennara og þar gefst tækifæri til þess að hugsa á annan hátt. Gunilla Träskelin, sem er teymisstjóri, viðurkennir að skólinn hafi lengi verið þekktur sem unglingaskóli. Nú er skólinn jafnframt að þróa mismunandi námsleiðir sem eru ætlaðar fullorðnum. Hún metur stöðuna frá sjónarhóli kennara.

Gunilla Träskelin
Meðal nemenda Prakticum eru líka háskólamenntaðir sem hafa sótt um starfsmenntun, segir Gunilla Träskelin fræðslustjóri. Mynd Prakticum.

– Í kennslu er ákveðinn munur á því hvernig samskiptum er hagað við fullorðna eða unga nemendur. Við höfum valið að halda hópunum aðskildum eins og hægt er og í sumum starfsgreinum erum við jafnvel með mismunandi kennara. Allir starfsmenn hafa kannski ekki einu sinni áhuga á að vinna með öllum hópum viðskiptavina.

Aukið námsframboð þýðir fleiri nemendur

Sveigjanlegar lausnir ætlaðar fullorðnum (nánari upplýsingar á sænsku) eru alfa og ómega  þegar ólíkar námsleiðir eru skipulagðar fyrir þennan markhóp. Gunilla Träskelin segir okkur að þegar skólinn bauð upp á fjarnám fyrir námsráðgjafa hafi þeim sem áhuga höfðu á náminu, á skömmum tíma fjölgað úr 15 í 50. Jafnframt náði skólinn út til stærra landsvæðis.

– Því betri sem við verðum í að finna hugmyndir um og leiðir til náms sem hentar þessum markhópi, því fleiri nemendur fáum við. Fræðsluaðilar verða að bregðast við þeim þörfum sem fyrir hendi eru og við verðum að losa okkur við úreltan hugsunarhátt og miða við breiðari markhóp, segir hún.

Á Álandseyjum nefnir Kim Gylling greinanlega tilheygingu. Málið snýst um að geta sameinað nám og vinnu á eigin vinnustað.

– Margir fullorðnir sem stunda nám vilja ekki vera tekjulausir á meðan á því stendur og starfsnám nýtur sífellt vaxandi vinsælda.

Málmiðnaðarmenn í djúpsævi

Þó Kim Gylling segi að í verkmenntaskólanum á Álandseyjum hafi þróunin verið hæg á vissum sviðum er líka hægt að bregðast hratt við. Með skömmum fyrirvara er hægt að skipuleggja tímabundna stutta þjálfun um leið og í ljós kemur að mikil þörf er á vettvangi. Um er að ræða sérfræðinám sem oft krefst reynslu eða að þú hafir lokið tæknilegu grunnnámi. Kim Gylling lítur á þetta sem það sem koma skal.

– Til dæmis höfum við skipulagt tveggja ára nám fyrir vindorkutæknimenn og verkmenntaskólinn á Álandseyjum hefur verið samstarfsaðili í þriggja mánaða sérnámi fyrir byggingarkranastjóra.

Hann nefnir líka sótara og sprengjusérfræðinga.

– Núna erum við að þjálfa vörubílstjóra til að verða rútubílstjórar. Við höfum líka haft áform um að þjálfa neðansjávarsuðumenn og tanksuðumenn. Öryggismál gegna mikilvægu hlutverki í þessum námskeiðum og það er kostur að hafa nemendur með einhverja reynslu, segir hann.

Vilji til að tileinka sér nýungar

Kim Gylling hefur sjálfur tekið þátt í að ráða starfsfólk. Hann leggur áherslu á mikilvægi þess að það búi yfir réttu viðhorfi, það er löngun til að þroskast og tileinka sér nýja hluti hratt.

– Á aldrinum 16-18 ára er kannski mikilvægt að afla sér grunnmenntunar og hafa um leið tækifæri til aukins þroska. En að loknu grunnnámi snýst málið um að öðlast á lífsleiðinni sífellt réttindi og ýmis leyfisbréf til að mæta þörfum atvinnulífsins.

Hann nefnir sem dæmi byggingarverkamann sem fyrst fær sína grunnmenntun en snýr svo kannski aftur eftir nokkurn tíma til að afla sér sérfræðiþekkingar í hreinsun myglusveppa.

 Ekki lengur heppni að kenna fullorðnum

Svo hvernig lítur venjulegur fullorðinn nemandi út? Er hann til. Og hvenær telst maður fullorðinn?

– Já, það er á gráu svæði og til eru 18-19 ára unglingar sem enn hafa brýna þörf fyrir staðbundið nám, með miklum stuðning og eftirliti, segir Gunilla Träskelin.

Fullorðinn getur átt á við um eldri nemendur sem ekki hafa stundað nám í langan tíma, eða hafa ekki átt kost á stuðningi á skólagöngu sinni. Þá er enn þörf fyrir stuðning þrátt fyrir að ákveðnum aldri hafi verið náð.

– Áður fyrr var eiginlega talin heppni að fá að kenna fullorðnum, þeir voru oft áhugasamari, segir Tiisa Vasara og ber saman við unga nemendur þar sem maður sem kennari þarf oft að einbeita sér að því að þjálfa aga.

Í dag eru aldurshóparnir ekki jafn einsleitir.

– Í öllum faghópum eru nemendur sem ekki líður vel og það sýnir sig í auknum fjarvistum eða að þeir sinna ekki verkefnum sínum. Það er ekki lengur sjálfgefið að þú hafir hæfileikaríka nemendur, segir Vasara að lokum.

Nyeste artikler fra NVL

A transparent glass globe with etched outlines of continents, sitting on a newspaper.

04/12/2024

Norden

9 min.

Data from the PIAAC surveys provide rich information about adult skills in literacy, numeracy and problem solving, and how adults use their skills at home and at work.

En kvinne sitter ved en pult i et hjemmestudio med hodetelefoner på. Hun ser på to skjermer med et webmøte, omgitt av utstyr som en ringlampe og en grønn skjerm bak henne.

26/11/2024

Norge

7 min.

Etter den store tilstrømmingen av ukrainske flyktninger har norske kommuner en stor utfordring når det gjelder å tilby norskopplæring til alle. For å løse floken er det etablert et nasjonalt tilbud om fleksibel og digital norskopplæring som kommunene kan benytte. Det gir tilgang på egnede kurs fra private tilbydere. Digitaliseringen åpner for flere deltakere, og fleksibiliteten gjør at flyktninger som...
Tre kvinder i et mødelokale arbejder med en model af en vindmølle og miniaturebygninger; en kvinde holder en lille globus og smiler, mens en anden bærer hijab og skriver noter.

26/11/2024

Danmark

8 min.

Kestävyyskasvatus on Tanskassa yhä alkutekijöissään, vaikka aiheesta on puhuttu jo vuosia. Nyt rahoitusta kuitenkin on luvassa sekä valtion budjetista että rahastoilta. Tulevaisuus saattaakin olla valoisa, arvelee Jeppe Læssøe, joka on seurannut aihetta pitkään.

Share This