30/01/2023

Norden

Sveigjanlegt nám, Rannsóknir, Atvinnulíf

Building Innovation Capacity, BIC – nýsköpun með norrænu líkani fyrir nám

BIC-verkefnið hefur birt skýrslu með niðurstöðum verkefnisins; Námstilraunastofa – Aðferð til þess að virkja sköpunargáfu bæði stjórnenda og starfsfólks (d. Learning Labs – En metode til mobilisering af innovationsevnen hos ledere og medarbejdere).

Håndbog i Learning Labs

Handbók fyrir námstilraunastofu

BIC er dansk/sænskt rannsókna- og þróunarverkefni sem unnið var að á árunum 2020 – 2022. Markmiðið með verkefninu var að hluta til að þróa verkfæri til þess að mæla sköpunargetu og að hluta til að kanna hvort innleiða mætti norrænt líkan fyrir samskapandi starfstengt nám og efla nýsköpunargetu í framleiðslufyrirtækjum.

Learning Labs (LL) líkanið sækir innblástur til norrænnar hefðar fyrir námshringjum með sérstakri áherslu á hið tilraunakennda, rannsóknamiðaða og samskapandi. Þess vegna er heitið Leraning Lab notað í stað námshringja.

Niðurstöðurnar sýna meðal annars að í fyrirtækjunum voru tækifærin til nýsköpunar, sem felast í sértækri þekkingu starfsmanna á daglegum verkferlum, uppgötvuð upp á nýtt. Að Learning Labs sem vinnuaðferð víkkaði svigrúm starfsfólks og leiddi til tækifæra til að þróast sameiginlega í opnu hlutlausu rými, og að LL leiðir ekki aðeins til þróunar heldur eflir einnig skuldbindingu og þátttöku.

Fyrirtækin finna að vinnubrögðin geta stutt við stöðuga nýsköpunarmenningu og hægt er að nýta þau í öðrum þróunarferlum.

Í nýju handbókinni Learning Labs – Námstilraunastofa – Aðferð til þess að virkja sköpunargáfu bæði stjórnenda og starfsfólks er innblástur til þess að vinna með LL og hvaða hugleiðingar hægt er að gera.

Lesið Handbókina (d. Håndbog i Learning Labs) hér

Vinnulíkanið í BIC byggir meðal annars á áralangri þróun NVL á námshringjum sem líkans fyrir sveigjanlega, lifandi og starfstengda færniþróun.

Samstarfsaðilar verkefnisins voru:

  • Husqvarna (SE)
  • Easyfood (DK)
  • Viðskiptaháskólinn í Kolding (IBA)
  • Ráðgjafarfyrirtækið PLU samstarfsaðilar
  • NVL
  • Háskólinn í Lundi
  • Háskólinn í Árósum

Verkefnið var styrkt af Vinnova, nýsköpunarstofnun Svíþjóðar.

NVL styrkti aðstöðu til funda og málstofur til ritunar og annars.

Flere nyheder fra NVL

Nordiske initiativer under Det Europæiske År for Færdigheder.

03/07/2024

Norden

NVL støtter Det Europæiske År for Færdigheder, og på denne siden kan du læse om nordiske uddannelsesinitiativer, som er blevet sat i gang for at hjælpe nordiske borgere med at få de rette færdigheder til kvalitetsjob.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, sosial- og arbeidsmarkedsminister, og Jón Gunnar Þórðarson, administrerende direktør i Bara tala.

01/07/2024

Island

I et betydelig skritt for å styrke islandsk språkopplæring har regjeringen forbedret tilgangen til “Bara tala”-appen.

Folkfest när Björneborg bjuder in till samtal.

28/06/2024

Finland

Årets upplaga av Suomi-Arenan är full av sol, pratsamma människor och samtal. Finlands svar på Almedalsveckan är en avspänd affär.

Share This