28/02/2024

Norge

Símenntun

Fjárhagsstuðningur og markviss miðlun upplýsinga stuðla að aukinni endur- og símenntun

Í nýrri skýrslu kemur fram að bæði upplýsingar og fjárhagsstuðningur eru mikilvægir þættir í hvatningu faglærðs starfsfólks til að afla sér endur- eða símenntunar.

Økonomisk støtte og målrettet informasjon bidrar til mer videreutdanning

Fjárhagsstuðningur og markviss miðlun upplýsinga stuðla að aukinni endur- og símenntun

Skýrslan byggir á stýrðri slembivalsrannsókn sem framkvæmd var af Rannsóknastofnun atvinnulífs og velferðarmála (FAFO) og Frisch miðstöðinni (e. Frich Center for Social Economic Research). Tilgangur tilraunarinnar var að kanna mikilvægi fjárhagsaðstoðar (styrkja) og upplýsinga þegar kemur að því að hvetja fleira hæft starfsfólk til frekari menntunar.

Þeim 300.000 faglærðu starfsmönnum sem tóku þátt í tilrauninni var skipt af handahófi í þrjá hópa. Einn hópurinn fékk bæði upplýsingar um tækifæri til sí-og endurmenntunar og fjárhagslegan stuðning til að þreyta endurmenntun, annar hópurinn fékk bara upplýsingar og þriðji hópurinn (viðmiðunarhópurinn) fékk hvorugt.

Þessi rannsókn á áhrifum sýnir að í hópnum sem fékk bæði upplýsingar og fjárhagsaðstoð jukust líkurnar á að sækja framhaldsnám um 20 prósent. Aukningin var 9 prósent í þeim hópi sem fékk eingöngu upplýsingar um tækifæri til frekari menntunar. Rannsóknin staðfesti einnig annað sem fyrri rannsóknir hafa einnig bent á, það er að segja að fleiri konur stundi frekara nám en karlar. Hér kom í ljós að heil 31 prósent kvenna í hópnum sem fengu bæði upplýsingar og námsstyrk urðu fyrir áhrifum til að sækja sér framhaldsmenntun. Hjá báðum kynjum voru bæði möguleikar á hærri launum og tækifæri til að sinna betra starfi mikilvægar ástæður fyrir því að sækja sér aukna menntun á meðan áhuga- og peningaleysi voru helstu hindranirnar.

Í rannsókninni er einnig fjallað um mat á því hvernig tilraunin var framkvæmd. Nánar um námið hér.

Bakgrunnur

Norska þekkingarráðuneytið (KD) vildi kanna hvort styrkir til framhaldsmenntunar gætu hvatt fleira faglært starfsfólk til frekari menntunar. Bakgrunnurinn er brýn þörf samfélagsins fyrir fleira hæft starfsfólk og að fleiri verði lengur virkir á vinnumarkaði. Því var Háskólastofnuninni (Hk-dir) falið að framkvæma þessa slembivalsrannsókn. Stofnunin hefur verið í samstarfi við Lánasjóð námsmanna í Noregi og norsku hagstofuna um framkvæmd rannsóknarinnar.

Frekari framhaldsrannsóknir eru til athugunar

Kristine Offerdal sviðsstjóri í Hk-dir segir að stofnunin muni skoða hvort hægt sé að hefja framhaldsrannsóknir yfir lengri tíma.
– Samfélagið stendur frammi fyrir miklum áskorunum varðandi færni og lausnirnar eru ekki augljósar. Við verðum því að kanna ýmsar aðgerðir til að gera fólk hæft til starfa og halda áfram í starfi, segir hún. Hún bendir á að það sé margt sem við vitum ekki um hvernig má hvetja starfsfólk til að efla færni og vera lengur í vinnu. – Eftirfylgnirannsóknir geta með tímanum gefið frekari upplýsingar um áhrif á meðal annars námslok, atvinnu, hreyfanleika og tekjur, segir hún.

Skýrsluna má nálgast hér.

Flere nyheder fra NVL

Panel discussion on sustainable education with speakers from Nordic educational organizations, seated on stage with green decor and baskets of apples, under a screen displaying the topic "How to teach and learn sustainability: The role of school and online tools."

31/10/2024

Norden

The Sustainable Living Summit, which took place on October 15, 2024, marked the launch of the Sustainable Living Hub, collecting results from the six projects represented in the Nordic Sustainable Living Programme.

Lærer og elev smiler til hinanden i en skolegang, omgivet af andre elever.

29/10/2024

Danmark

Regeringen er kommet med reformudspil på både ungdomsuddannelserne og de videregående uddannelser, der pt. skaber meget debat i Danmark.

En gruppe unge studenter ser glade ut mens de ser på en oppslagstavle i en skolebygning.

29/10/2024

Norge

Hallituksen päätös poistaa arvosanavaatimukset sairaanhoitajakoulutuksen ja useiden opettajankoulutusten valintakriteereistä on lisännyt opiskelijamäärää huomattavasti. Alustavien lukujen mukaan opiskelupaikan vastaanottaneita on yli 1800 enemmän kuin viime vuonna.

Share This