28/03/2023

Finland

Sveigjanlegt nám, Nám fullorðinna, Fjarkennsla

Leiðbeinendur í Finnlandi vilja fjarnám

Í Finnlandi er ekki jafn auðvelt fyrir fullorðna að sækja sér nám eins og í Svíþjóð. Fjárnám í hálfu starfi er sjaldgæfara og það er til dæmis áberandi ef þú ætlar að mennta þig til kennara síðar á lífsleiðinni. Yle,finnska ríkisútvarpið hefur fjallað ítarlega um málið.

ASA huset

Vinsældir þess að leggja stund á nám á síðari hluta lífsins aukast.

Fullorðnu fólki sem vill sækja nám síðar í lífinu fjölgar. En hvorki tækifærin til náms né fjármögnunarleiðir fylgja þeirri þróun. Í Finnlandi hefur ríkisútvarpið Yle nýlega varpað ljósi á málið í langri grein.

Meðal þeirra sem vísað var í í greininni er prófessor Ria Heilä-Ylikallio við Åbo Akademíuna. Hún telur að Finnar ættu að fylgja hugmynd um fjarkennslu á hálfum hraða eins og gert er í Svíþjóð. En í finnska mennta- og menningarmálaráðuneytinu hugsa menn öðruvísi. Hingað til hefur fjármögnunarlíkan þar byggt á því að nemendur útskrifist sem fyrst.

Flytja í stað fjarnáms

Ein þeirra sem verður illa úti er Alexandra Ekholm sem starfar sem leiðbeinandi í skóla og býr í dreifbýli. Hún leggur til að háskólarnir ættu að koma á laggirnar fjárnámi fyrir leiðbeinendur úti á landi sem vilja afla sér kennsluréttinda.

Anna Slotte er eldri lektor við menntavísindasvið háskólans í Helsinki. Að hennar áliti olli heimsfaraldurinn því að margir stúdentar telja sjálfsagt að hægt sé að stunda fjarnám.

– En oftast er það þannig að vilji maður leggja stund á eitthvað sérnám verður maður að flytja, segir hún.

Í báðum háskólum er viðurkennt að fjarnám hafi orðið mun betra sökum heimsfaraldursins. Við Åbo Akademíuna er verið að þróa blandað nám fyrir leikskólakennara.

Margir skólar í Finnlandi taka þátt í digivision, stafrænni framtíðarsýn sem eflir stafrænt nám sem fjarnám.

Ný þáttaröð um fullorðna í námi

Árið 2023 mun NVL birta greinaröð sem varpar ljósi á hvernig það er að læra á fullorðinsárum. Þegar hefur verið birt grein sem fjallar um um +40 konur í Finnlandi sem leggja stund á nám í lögfræði.

Catharina Ekström och Maria Pettersson är två kvinnor mitt i livet som valt att satsa på ett stort och tidskrävande branschbyte.
Catharina Ekström og Maria Pettersson er tvær konur á miðjum aldri sem hafa valið að skipta um starfsvettvang sem er bæði erfitt og tímafrekt. Ljósmynd: Magnus Lindberg

Í annarri grein er umfjöllun um stjórnanda stórs byggingarfélags sem er í hálfu námið við einstakt nám á meistarastigi sem þeir hafa sjálfir tekið þátt í að þróa byggingu loftlagsvænna (s klimasmart) timburhúsa.

Byggnadsingenjörerna Toni Wasenius och Ninni Timola är kolleger på Ramboll, men samtidigt studerar de också trähuskonstruktion på samma linje.
Byggingarverkfræðingarnir Toni Wasenius og Ninni Timola starfa bæði hjá Ramboll, en stunda jafnframt sama nám um byggingu timburhúsa. Ljósmyndari: Sanna Liimatainen.

Flere nyheder fra NVL

Nordiske initiativer under Det Europæiske År for Færdigheder.

03/07/2024

Norden

NVL støtter Det Europæiske År for Færdigheder, og på denne siden kan du læse om nordiske uddannelsesinitiativer, som er blevet sat i gang for at hjælpe nordiske borgere med at få de rette færdigheder til kvalitetsjob.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, sosial- og arbeidsmarkedsminister, og Jón Gunnar Þórðarson, administrerende direktør i Bara tala.

01/07/2024

Island

I et betydelig skritt for å styrke islandsk språkopplæring har regjeringen forbedret tilgangen til “Bara tala”-appen.

Folkfest när Björneborg bjuder in till samtal.

28/06/2024

Finland

Årets upplaga av Suomi-Arenan är full av sol, pratsamma människor och samtal. Finlands svar på Almedalsveckan är en avspänd affär.

Share This