15/12/2023

Norden

Rannsóknir, Jöfn tækifæri

Niðurstöður úr Evrópuverkefninu TRANSVAL-EU

Afurðir verkefnisins geta stutt við sérfræðinga, ráðgjafa og hagsmunaaðila og þannig eflt samstarf á milli þeirra við að útbúa samræmt kerfi mats á óformlegu og formlausu námi sem nær einnig ltil yfirfæranegrar færni.

Niðurstöður úr Evrópuverkefninu TRANSVAL-EU

Niðurstöður úr Evrópuverkefninu TRANSVAL-EU

Í verkefninu er unnið með að draga fram og meta yfirfæranlega færni út frá raunfærni sem til staðar er. Áskoranir sem ávarpaðir eru í verkefninu:

– Atvinnurekendur leggja aukna áherslu á yfirfæranlega færni

– Yfirfæranleg færni er aðeins að litlu leyti gerð sýnileg í raunfærnimatsferli og ráðgjöf

Grunnhugmyndin er að finna leiðir til að gera raunfærnimatsferlið þannig úr garði að það taki tillit til yfirfæranlegrar færni og geti stuðlað að valdeflingu fólks með litla formlega menntun. Ef sú aðferðafræði nær að festa sig betur í sessi getur raunfærnimat orðið árangursríkara og meira inngildandi. Það sama á við um stefnur um símenntun sem taka tillit til þessa.

Yfirfæranleg færni – 12 færniþættir á hæfniþrepum

Yfirfæranleg færni er skilgreind sem lærðir og staðfestir eiginleikar sem eru taldir nauðsynlegir eða gagnlegir fyrir árangur í fjölbreyttu umhverfi starfa, náms eða lífs. Þeir eru yfirfæranlegir því þeir eru ekki tengdir ákveðnu samhengi og hægt að öðlast þá í gegnum fjölbreyttar leiðir.

Verkefnið horfir til eftirfarandi tólf tegunda yfirfæranlegrar færni með sérstökum lýsingum fyrir mismunandi þrep á Evrópska hæfnirammanum:

  • Hafa umsjón með og skipuleggja verkefni
  • Leysa áskoranir og bregðast við ófyrirsjáanlegum verkefnum
  • Taka þátt í samstarfi og stuðla að samstarfi
  • Eiga samskipti á einu eða fleirum tungumálum
  • Hafa umsjón með auðlindum
  • Taka tillit til faglegra, félagslegra og menningarlegra þátta
  • Samskipti í gegnum stafræna tækni
  • Hafa umsjón með upplýsingum og beita gagnrýnni hugsun
  • Þróa eigin starfsferil
  • Þróa eigin færni og færniprófíl
  • Sjálfsspeglun

Sjá nánari lýsingu á færniþáttunum hér.

Færni sérfræðinga í raunfærnimati – hæfniprófíll

Þróaður var hæfniprófíll fyrir sérfræðinga sem koma að ferlinu (sérfræðinga í raunfærnimati og í ráðgjöf) til að draga fram hvernig megi nýta yfirfæranlega færni í þeirra vinnu – í öllum stigum raunfærnimatsferlisins og í ráðgjöf.

Hæfniprófíllinn hefur verið þýddur yfir á íslensku.

Rannsókn á áhrifum raunfærnimats og ráðgjafar um yfirfæranlega færni

Í verkefninu var ferlið prufukeyrt átta sinnum í sex Evrópulöndum (Austurríki, Belgía, Ítalía, Litháen, Pólland og Portúgal). Þeir sem komu að framkvæmd tóku þátt í þjálfun á vegum verkefnisins áður. Niðurstöður sýna að flestir sérfræðinganna sem tóku þátt í framkvæmdinni (68% til 76%) upplifðu aukna færni við að vinna með yfirfæranlega færni, að veita ráðgjöf í ferlinu og að meta slíka færni. Þátttakendur í ferlinu töldu sig margir meðal annars efla félagslega þátttöku sína í kjölfarið.

Samantektar niðurstöður hafa verið þýddar yfir á íslensku.

Inngilding yfirfæranlegrar færni í ráðgjöf og raunfærnimat á Norðurlöndunum

Aðal áskorunin sem fram kom í verkefnin er að þættir sem snúa að ráðgjöf í raunfærnimati á yfirfæranlegri færni eru ekki gagnsæir. Þörf er á nánari vinnu við að efla skilning á hugtakinu raunfærnimat og ferli þess á meðal sérfræðinga sem sinna ráðgjöf. Með því væri hægt að samræma betur framkvæmd og styðja við starfsþróun einstaklinga. Það er jafnframt fýsilegt að skoða nánar þá hæfni sem þarf til að veita slíka þjónustu, sem stuðlar að skilningi og færniþróun fólks hvað varðar yfirfæranlega færni.

Hlaðið niður helstu niðurstöðum verkefnisins hér og lesið nánar um heildarverkefnið hér.

Ráðgjöf og raunfærnimat á yfirfæranlegri færni

Sviðsmyndin úr TRANSVAL-EU verkefninu er dæmi sem sýnir hvernig megi flétta yfirfæranlega færni í ráðgjafarferli og raunfærnimat og skoða fjölbreytta færniþróun og námstækifæri fyrir þátttakendur í þeim ferlum. Sviðsmyndin er til þess gerð að styðja við stefnumótun á sviði raunfærnimats og ráðgjafar. Hún nær ekki yfir þarfir allra, en getur nýst sem grunnur til að þróa einstaklingsmiðuð ferli.

Þeir sem bjóða upp á ráðgjöf og raunfærnimat geta nýtt sviðsmyndina að hluta eða í heild. Sviðsmyndin er nægjanlega almenn til að hægt sé að aðlaga innihaldið í takt við samhengi og þarfir (í löndum eða á svæðum). Áhersla er á tengingu við yfirfæranlega færni. Sviðsmyndin er aðeins dæmi um leiðir, en stendur ekki fyrir heildarsvið ráðgjafar eða raunfærnimats.

Sviðsmyndin var hönnuð sem hluti af verkefninu „Raunfærnimat á yfirfæranlegri færni í Evrópu (TRANSVAL-EU). Verkefnið miðaði að því að lyfta fram yfirfæranlegri færni og viðeigandi færniuppbyggingu meðal þeirra sem sinna ráðgjöf og raunfærnimati. Þessi afurð er byggð á megindlegum og eigindlegum rannsóknum sem framkvæmdar voru í verkefninu og hönnunarhugsunarvinnustofu með sérfræðingum.

Lestu Sviðsmyndir fyrir ráðgjöf og raunfærnimat á yfirfæranlegri hæfni hér.

Flere nyheder fra NVL

Nordiske initiativer under Det Europæiske År for Færdigheder.

03/07/2024

Norden

NVL støtter Det Europæiske År for Færdigheder, og på denne siden kan du læse om nordiske uddannelsesinitiativer, som er blevet sat i gang for at hjælpe nordiske borgere med at få de rette færdigheder til kvalitetsjob.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, sosial- og arbeidsmarkedsminister, og Jón Gunnar Þórðarson, administrerende direktør i Bara tala.

01/07/2024

Island

I et betydelig skritt for å styrke islandsk språkopplæring har regjeringen forbedret tilgangen til “Bara tala”-appen.

Folkfest när Björneborg bjuder in till samtal.

28/06/2024

Finland

Årets upplaga av Suomi-Arenan är full av sol, pratsamma människor och samtal. Finlands svar på Almedalsveckan är en avspänd affär.

Share This