Ríkisstjórnin hefur ákveðið að fjármagninu verði skipt á milli eftirfarandi háskóla Uppsalaháskóla, Háskólanna í Lundi, Umeå, og Linköping, Konunglega tækniháskólans, Tækniháskólans í Luleå, Háskólans í Mälardalen, Landbúnaðarháskóla Svíþjóðar og Hlutafélags Chalmers tækniháskólans í Gautaborg (hf.). Ríkisstjórnin metur að þessar háskólastofnanir búi yfir sérlega öflugu menntaumhverfi á sviðum sem talin eru mikilvæg til þess að takast á við loftlagsbreytingar í samfélaginu.
– Samfélagið stendur frammi fyrir gríðarlegri áskorun á næstu árum þegar Svíþjóð þarf að færast yfir í jarðefnalausa orkunotkun. Skýr áskorun er að tryggja nauðsynlegt framboð á færni fyrir grænu umskiptin. Árið 2024 munu níu háskólar deila 30 milljónum sænskra króna til að þróa stutt námskeið þannig að fagfólk sem vill mennta sig eða skipta um spor í atvinnulífinu geti þróað þekkingu sína enn frekar á sviðum tengdum rafhlöðum, rafvæðingu, hringrásarhagkerfi, hráefni og öðrum sviðum sem eru mikilvæg til að umskiptin í samfélaginu geti átt sér stað, segir Mats Persson menntamálaráðherra.
Nánari upplýsingar og ítarlegri mynd af skiptingu fjárveitingarinnar á milli háskólanna níu má lesa hér.