NVL lét gera rannsókn til að finna út hvað hindraði einstaklinga við að öðlast stafræna hæfni. Rannsakendurnir greindu fimm algengar hindranir og settu fram tillögur til að takast á við þær. Einstaklingurinn sem slíkur er ekki í fókus heldur er meira horft á hindranir tengdar samskiptum, tilfinningum og skipulagi. Hægt er að nota tillögurnar sem NVL er að kynna til að taka samtalið með þeim sem taka ákvarðanir í samfélaginu, kennurum og tæknifólki til að finna sameiginlega fleti til að þoka málunum áfram.
Hægt er að lesa meira um málið í skýrslunni: ”5 sätt att digitaliseras”.
Hægt er að hlaða niður skýrslunni “5 policy recommendations for digital inclusion” sem pdf-skjal