26/04/2024

Danmark

Sveigjanlegt nám, Stafræn hæfni, Jöfn tækifæri

12 min.

ChatGPT getur byggt brú á milli lesblindra og kennslu

Lesblindir og aðrir sem eiga í erfiðleikum með bókstafi hafa, með skapandi gervigreind eins og ChatGPT, öðlast ný tækifæri við tjáningu og lestur erfiðra texta, segir kennari og sérfræðingur.

ChatGPT kan bygge bro mellem ordblinde og undervisning

ChatGPT getur byggt brú á milli lesblindu og kennslu

Vi ved endnu ikke, om det på lang sigt er en fordel eller en ulempe at bruge AI-læsemetoder, fortæller Trine Gandil, som er lektor på Københavns Professionshøjskole og ekspert i ordblindhed. Fotograf: Lisbeth Hjort
Við vitum ekki enn hvort hagræði eða meinbugur fylgi, þegar til lengri tíma er litið að nota gervigreindar-lestraraðferðir, segir Trine Gandil, dósent við Kaupmannahafnarháskóla og sérfræðingur í lesblindu. Ljósmyndari: Lisbeth Hjort

Þú getur fengið mikilvægar upplýsingar um texta áður en þú lest hann. Þú getur komist að því um hvað hann snýst án þess að lesa hann og þurfir þú að skrifa um eitthvað sjálfur geturðu sagt til um hvað textinn á að fjalla og fengið tilbúna niðurstöðu – án þess að hafa skrifað hann sjálfur.

Þannig hljóma sumir möguleikar sem nýjustu útgáfur tungumálalíkana veita, en af þeim er ChatGPT þekktast.

– Lesblindir og aðrir með lestrar- og skriftarörðugleika geta notið góðs af þessum tækifærum, segir Trine Gandil, sem er dósent við Kaupmannahafnarháskóla og sérfræðingur í lesblindu.

– Þeim fylgja kostir og gallar, en kostirnir eru miklu fleiri en gallarnir. Hins vegar skiptir sköpum að njóta leiðsagnar í notkun tækninnar og að kennararnir velti fyrir sér hvernig hægt er að nota gervigreind, þannig að nemandinn sé enn virkur í þekkingarsköpunarferlinu bæði í lestri og ritun, segir hún.

ChatGPT er óútreiknanlegt

Áður en valkostirnir eru kynntir útskýrir Karsten Jepsen hugtökin. Hann kennir lesblindum dönsku og ensku við Fullorðinsfræðslumiðstöð Kaupmannahafnar. Þar nýtir hann mjög oft ChatGPT.

Karsten Jepsen underviser ordblinde i dansk og engelsk på Københavns VUC. Han bruger blandt andet ChatGPT til at lave målrettede undervisningsmaterialer til eleverne.
Karsten Jepsen kennir lesblindu á dönsku og ensku við Fullorðinsfræðslumiðstöð Kaupmannahafnar. Hann notar ChatGPT meðal annars til að útbúa markvisst kennsluefni fyrir nemendur.

Í fyrsta lagi er ekki nýtt að vinna með gervigreind til stuðnings við lesblinda. Verkfæri fyrir lestrar- og ritstuðning sem byggja á gervigreind hafa verið til um hríð, á borði við villuleit í forriti eins og Word. Nýjungin er að skapandi gervigreind notar algóriþma til gera nýtt efni og lærir af inntakinu sem spjallmennið hefur áður fengið.

– Þetta þýðir meðal annars að svör ChatGPT geta verið ófyrirsjáanleg og löng, nema lýsing þeirrar útkomu sem leitað er að sé nákvæm, útskýrir hann.
En ChatGPT er ekki auðvelt í notkun ef ætlunin er að læra af mistökum í texta sem maður hefur skrifað.

– Þar sem Word mun alltaf koma með sömu tillögur til að leiðrétta hugsanlega villu án þess að taka tillit til samhengis, mun ChatGPT ef til vill endurskrifa allan textann ef þess er ekki gætt að vera afar nákvæmur í “promptinu” spjallmennið skilur ekkert út undan og svarar alltaf því sem það heldur að þú sért að spyrja um, segir Karsten Jepsen.

Tæknin er laus við hleypidóma

Og þá komum við að möguleikunum. Lestrar- og rittækni hefur sífellt orðið betri og er góð hjálp. Það tekur samt tiltölulega langan tíma fyrir lesblinda að skrifa, jafnvel þó þeir nýti sér tæknina og þegar textinn hefur verið lesinn upp getur reynst torvelt að þekkja öll hugtökin og þar af leiðandi að skilja merkinguna, segir Trine Gandil.

– Þarna kemur skapandi gervigreind inn í myndina með nýjum möguleikum. Í stað þess að skrifa sjálfur allt það sem maður hefur að segja er hægt að fyrirskipa tölvunni hvaða skilaboð er ætlunin að miðla, án þess að þurfa fyrst að takast á við hvernig þau eigi að vera orðuð. ChatGPT stjórnar því, segir hún.
Ef ætlunin er að lesa texta er unnt að hafa við það gagnkvæm samskipti.

– Hægt er láta gervigreindina segja um hvað texti fjallar, eða spyrja um hvaðeina sem maður vill vita. Spyrja má spurninga á eigin forsendum og leita að þekkingu. Þannig verður texti aðgengilegri, segir Trine Gandil og bætir við:

– Það er einstaklega persónulegt og ChatGPT er laus við hleypidóma, svo ekki þarf að óttast að vera dæmdur fáfróður spyrji maður spurningar sem manni getur fundist vera heimskuleg, segir hún.

Kemur á tengingu við daglegt líf

Í Fullorðinsfræðslumiðstöð Kaupmannahafnar notar Karsten Jepsen tæknina meðal annars til að auka vægi kennslu fyrir nemendur sem hafa misst áhuga á námi vegna þess að þeir hafa oft upplifað að þeir gætu ekki uppfyllt kröfur sem til þeirra eru gerðar.

Gervigreind getur hjálpað til við að byggja brú yfir til þess hóps ef hægt er að efla þýðingu námsins, vegna þess að nemendurnir geta séð að þeir geta nýtt það sem þeir læra.

– Ef þeir þurfa ekki að læra undir próf, heldur læra til að öðlast færni sem þeir geta nýtt í lífi sínu eða starfi, skapar það oft allt annarskonar hvatningu, segir hann og nefnir dæmi úr lesblindufræðslu þar sem kenndi hann starfsmönnum Kaupmannahafnarborgar.

Þeim ber skylda til að skjalfesta hvað þeir höfðu aðhafst fyrir íbúana. Skjölin eru síðan notuð af samstarfsmönnum þeirra þegar þeir komu til íbúanna, til þess að þeir vissu hvað hafði verið gert. Því skiptir sköpum að skilaboðin séu skýr og auðskiljanleg, útskýrir hann.

Í stað þess að kenna út frá stöðluðum textum lét Karsten Jepsen ChatGPT skrifa fyrirmyndir að texta sem voru svipaðir skjölunum sem starfsmenn áttu að skrifa fyrir íbúana. Síðan fjarlægði hann punktana til að undirstrika mikilvægi greinarmerkja við réttan skilning á efni texta – og svo varð að setja greinamerkin eftir gildandi málfræðireglum.

– Greinilegt varð hversu mikilvæg greinarmerki eru og hve miklum misskilningi óljós greinamerkjasetning getur valdið – og þar með var komin hvatning til að læra setningu greinarmerkja, því þarna voru komin á bein tengsl á milli hæfni og tíma með íbúunum. Ég hefði ekki getað samið textann sjálfur án margra vikna undirbúnings. Hér tók þetta nokkrar mínútur, segir hann.

Styður lestur

Einnig er hægt að nota ChatGPT til að styðja við lestur nemenda á erfiðum texta.

– Þú getur beðið spjallmennið um að útskýra um hvað erfiður texti snýst um á þann hátt að til dæmis 18 ára unglingur í Danmörku geti skilið hann, eða það getur dregið fram tæknileg hugtök eða lykilorð úr texta. Með því að hafa þau áður en þeir lesa textann hafa nemendur betri forsendur til að skilja textann, útskýrir Karsten Jepsen.

Hann notar ChatGPT líka í hlutverkaleikjum. Dæmi um þetta er úr enskunámi þar sem nemendur áttu að biðja ChatGPT um að finna lausn á ráðgátu. Hann hafði hvatt ChatGPT til að leika hlutverk í lengra ferli þar sem aðeins væri hægt að finna lausnina ef nemendur hefðu notað lýsingarorð 5 sinnum í setningu á ákveðinn hátt. Það var það sem ChatGPT bað þá um að gera og allir fengu sömu lausnina frá ChatGPT á endanum.

– Fyrir mér snýst þetta um að láta nemendur vilja skrifa sem mest á ensku. Þegar þeir taka þátt tilfinningalega skrifa þeir bara frjálslega til að leysa þrautina og hugsa ekki um hvað öðrum finnst. Það ýtir undir löngun þeirra til að skrifa, þar sem þeir leiðrétta sig sjálfkrafa þegar ChatGPT hlutverkið er í vafa um hvað þeir meina – þannig að þeir bæta ritfærni sína á ensku.

Mun seint fá mig fullsaddan

Fyrir Karsten Jepsen felst stærsta áskorunin í því að hann mun aldrei ljúka við að nýta sér möguleika gervigreindar. Hún er í stöðugri þróun og þó hún feli í sér áskoranir eru það líka hinir fjölmörgu möguleikar hennar sem höfða til hans.

Hann bendir á að þegar notfæra sér forrit eins og ChatGpt sé gott að gefa sér smá tíma til að kynna sér til hvers má eða ekki má nota það.

– Til dæmis má ekki leita gagnrýnislaust að staðreyndum. Google er betri í því held ég. Þá verður að líta á ChatGPT sem mótleikanda sem maður á í samræðum við. Finnist manni niðurstaðan óljós, of löng eða leiðinlegt, skrifar maður það tilbaka. Þá fær maður nýtt svar. Maður verður að kunna svoleiðis, segir hann.

Trine Gandil bendir einnig á að nýta verði tæknina á skynsaman hátt. Til dæmis þarf að vera mjög góður í að bregðast við. Með öðrum orðum, að segja spjallmenninu hvað það þarf að gera til að fá nákvæm, stutt og viðeigandi svör.

– Það er erfitt fyrir þann sem á erfitt með að lesa og skrifa. Jafnframt þarf almennt að búa að góðri stafrænni færni, sem getur líka verið erfitt, segir hún.

Á hinn bóginn getur spjallmennið eins og flest annað búið yfir ókostum fyrir einstaklinginn, því ef maður les bara texta með endurtekinni notkun ChatGPT eða annarrar gervigreindar verður aldrei hægt að tileinka sér góðar lestraraðferðir.

– Það snýst meðal annars um tilganginn með að lesa texta og vera staðráðinn í að skýra mikilvæg atriði. Kannski verður maður heldur ekki jafn gagnrýninn á heimildir. Að auki vitum við ekki enn hversu langvarandi ávinningurinn af gervigreindarlestri er. Munum við það sem við „lesum“ ver? Eða þvert á móti munum við það betur vegna þess að við höfum kannski átt í virkum samræðum. Það vitum við ekki enn, segir Trine Gandil.

Nyeste artikler fra NVL

Mann i rutete skjorte holder en presentasjon med mikrofon på en konferanse.

29/10/2024

Island

11 min.

– On tärkeää uskaltaa ja kokeilla, sanoo islantilainen AI-asiantuntija.

Mann i rutete skjorte holder en presentasjon med mikrofon på en konferanse.

29/10/2024

Island

9 min.

– Mikilvægt að vera hugrakkur og gera tilraunir, segir íslenski gervigreindarfræðingurinn.

Man i ljus kavaj och mörk skjorta står utomhus framför en skog och parkerade bilar, leende mot kameran.

23/10/2024

Finland

8 min.

– Vi håller klorna i våra studerande genom hela livet, säger rektorn Kim Gylling från yrkesgymnasiet på Åland.

Share This