14/12/2022

Færøerne

Jöfn tækifæri, Nám fullorðinna

12 min.

Fjöldi áskorana blasa við aðkomufólki í Færeyjum

Skortur á tækifærum til þess að læra færeysku á stafrænum vettvangi, fá námskeið í tungumálinu og of mikið af dönsku kennsluefni valda útlendingum vandræðum við aðlögun að færeysku samfélagi. Þetta kemur fram í rannsóknum sem kynntar voru á málþingi í Þórshöfn um inngildingu og aðlögun.

Poul Geert Hansen

Poul Geert Hansen, ráðuneytisstjóri færeyska utanríkis- og menningarmálaráðuneytinu.

Færeyska menntakerfið og vinnumarkaður standa frammi fyrir áskorunum vegna þess að um það bil 4% íbúa í Færeyjum eru frá löndum utan Norðurlandanna. Hvernig er hægt að stuðla að farsælli inngildingu og aðlögun þannig að íbúar af yfir 100 þjóðernum finnist þeir vera hluti af menntakerfinu, vinnumarkaðnum og samfélaginu í heild?

Málefnið var í brennidepli þegar NVL og menntamálastofnunin í Færeyjum stóðu fyrir málþingi þann 17. nóvember 2022 um inngildingu og aðlögun frá sjónarhóli færniþróunar. Málþingið fór fram á Hilton Garden í Þórshöfn.

Megin umfjöllunarefnið var; hvað þarf til til þess að ná sjálfbærri og árangursríkri inngildingu í færeyskt samfélag?

Málþingið var ætlað öllum þeim sem koma að fullorðinsfræðslu, ráðgjöf og leiðsögn við inngildingu og aðlögun í Færeyjum. Nefna má yfirvöld, kennara, ráðgjafa og fulltrúa atvinnulífs og vinnumarkaðar.

Dagskráin var þéttskipuð fyrirlestrum. Fleiri fyrirlesarar vísuðu til þess, að við innflytjendum í Færeyjum með önnur móðurál en norræn, blasi fleiri áskoranir vilji þeir verða virkir í menntakerfinu og á vinnumarkaði.

Von á nýjum lögum um innflytjendur

Poul Geert Hansen, ráðuneytisstjóri í færeyska utanríkis- og menningarmálaráðuneytinu, sem meðal annars hefur umsjón með menntakerfinu, opnaði málþingið og greindi frá því að heimastjórnin ynni að undirbúningi nýrra laga um innflytjendur. Vinnan hefði tafist vegna þess að boðað hefði verið til þingkosninga í desember, en hann teldi augljóst að frumvarpið yrði lagt fyrir lögþingið að loknum kosningum.

Hluti að inngangi að málþinginu var stutt kynning fyrir þátttakendur á samstarfi NVL.

John Dalsgarð, fulltrúi Færeyja í NVL og raunfærnimatsnetinu útskýrði starf NVL og þeirra fjögurra samstarfsneta sem Færeyingar eiga fulltrúa í. Hann nefndi jafnframt vinnu við raunfærnimat í Færeyjum og gagnsemi matsins fyrir einstaklinginn, atvinnurekandann og samfélagið.

Prófessor, Ebba Ossiannilsson, rannsakandi í nýsköpun og fjarkennslu og meðlimur í NVL Digital hélt fyrirlestur um stafræna færni sem hluta inngildingar, fjölmenningar og virkri samfélagsþátttöku.

Boðskapur hennar var að stafræn umbreyting bjóði upp á mörg tækifæri, en flækjustigið gæti auðveldleg leitt til útskúfunar. Ef ætlunin er að yfirstíga ójöfnuð og misrétti, efla félagslegt samhengi og stýra grænu og stafrænu umbreytingunum, er nauðsynlegt að veita einstaklingum tækifæri til þess að læra allt lífið. Þörf er fyrir nýjan samfélagssamningi um menntun og í honum þarf réttur til ævináms að felast.

NVL og Undervisningsstyrelsen på Færøerne den 17. november 2022

Doktorsverkefni

Hvaða tækifæri bjóðast þér til þess að læra færeysku ef móðurmál þitt er annað en þau sem töluð eru á Norðurlöndunum? Hve miklu máli skiptir það að hafa vald á tungumálinu sem talað er þar sem þú býrð til þess að verða virkur þátttakandi í samfélaginu? Og hvaða hindranir þurfa vel menntaðir innflytjendur að yfirstíga til þess að fá starf sem svarar til hæfni þeirra?

Doktor Elisabeth Holm, gæðastjóri við Háskólann í Færeyjum (Fróðskaparsetur Føroya) leitaðist við að svara þessum spurningum í doktorsritgerð sinni árið 2019.

Í rannsóknum sínum beindi Elisabeth Holm sjónum að 29 innflytjendum frá 15 löndum. Sum hafa búið í Færeyjum í mörg ár – marga áratugi. En flest sem tóku þátt í rannsókninni höfðu þó flust til landsins á árunum 2000 – 2012. Innflytjendurnir vinna við fiskvinnslu og hreingerningar.

Eliasbeth Holm

Fjöldi hindrana

Niðurstöður doktorsritgerðarinnar sýna að fjöldi áskorana blasir við innflytjendunum þegar þeir vilja tileinka sér tungumálið. Til dæmis vinna þeir sem starfa við hreingerningar mikið einir og hafa af þeim sökum ekki mörg tækifæri til samræðna. Þar að auki er skortur á námskeiðum í færeysku og ekki er hægt að tileinka sér málið á stafrænum vettvangi.

Eitt af vandamálunum er tilkomið vegna þess að færeyska er litið tungumál og danska er tiltölulega ríkjandi, til dæmis í kennsluefni. Þar af leiðandi verða innflytjendur sem vilja afla sér frekari menntunar jafnframt að læra dönsku.

Innflytjendum finnst líka að það sé erfitt að læra færeysku á vinnustaðnum, þar sem margir innflytjendur eru fyrir á staðnum. Þar verður enska oft ríkjandi tungumál á vinnustaðnum.

Innflytjendur mæta of mörgum hindrunum til þess að geta tileinkað sér nægilega færeysku sem aftur verður fyrirstaða tækifæra til þess að afla sér menntunar, símenntunar eða til að komast í annað starf.

Þá eru einnig dæmi þess að innflytjendur með háskólamenntun og góða færni í færeysku hafi án árangurs sótt um ótal störf.

Skortur er á stefnu á sviði tungumála og inngildingar á færeyskum vinnustöðum. Vinnumarkaðurinn í Færeyjum skilur ekki nægilega vel mikilvægi þess að taka á móti velmenntuðu erlendu vinnuafli og samfélagið verður af mörgum björgum vegna þess að ekki er fjárfest betur í innflytjendum og mögulegum hæfileikum þeirra. Og kringumstæðurnar verða til þess að innflytjendum finnst hæfni þeirra hraka og þeir sitja fastir í ófaglærðum störfum án þess að komast áfram, útskýrði Elisabeth Holm.

NVL og Undervisningsstyrelsen på Færøerne den 17. november 2022

Skóli fyrir alla

Í Fuglafirði er unnið að því að skapa skóla án aðgreiningar. Í skólanum eru tæplega 300 nemendur af mörgum ólíkum þjóðernum.

Í erindi sínu á málþinginu greindi Berlys Toftadal, skólastjóri skólans í Fuglafirði, frá tilraunaverkefninu „Skólinn fyrir alla“. Markmið verkefnisins er að allir eigi kost á að nálgast á auðveldan hátt upplýsingar um bæði skrifaðar og óskrifaðar reglur í færeyska grunnskólanum.

Skortur á þekkingu hindrar inngildingu og aðlögun. Lykilorð í samþættingu eru upplýsingar, samvinna, öryggi, vellíðan og nám.

Berlys Toftadal ólst sjálf upp í Venesúela og flutti til Færeyja árið 2000.

Berlys Toftadal

Grunnupplýsingar

Berlys Toftadal útskýrði að á heimasíðu skólans verði í framtíðinni lagt mikið upp úr að upplýsa foreldra hvað skólinn geti boðið upp á og hvaða væntingar grunnskólinn hefur til foreldra. Einfaldar grunnupplýsingar, sem geta verið sjálfsagðar fyrir Færeyinga, en ekki fyrir nýbúa.

Til dæmis þarf að lýsa á auðskiljanlegan hátt hvað felst í skóladegi í 1. bekk, að börnin fari í skólann fimm daga vikunnar og hvaða námsgreinar börnin þurfa að læra. Einnig upplýsingar um hvaða hlutverki foreldrar gegna, hvernig best er að aðstoða barnið við námið og að umgengni við aðra foreldrana skipti máli.

Fyrir marga foreldra af erlendu bergi brotna getur verið erfitt að kynna sér reglur grunnskólans því allar upplýsingar eru á færeysku. Upplýsingar á heimasíðu skólans þurfa því að vera á nokkrum tungumálum, meðal annars ensku, spænsku og dönsku og frá þessum tungumálum er hægt að þýða upplýsingarnar stafrænt á önnur tungumál innflytjenda með önnur móðurmál.

Þetta gefur kennurum tækifæri til að nálgast fjölskyldurnar og eiga við þær nánara samstarf, auk þess sem það veitir nemandanum öryggi bæði innan og utan skólans.

Markviss upplýsingamiðlun á vefsíðunni má ekki aðeins taka til erlendra fjölskyldna. Færeyskar fjölskyldur þurfa einnig ítarlegri upplýsingar um grunnskólann og þá þjónustu sem veitt er, útskýrði Berlys Toftadal.

Að framsöguerindum loknum gafst kostur á að varpa fram spurningum og athugasemdum.

Stig Eltør skoleleder for Dugni
Stig Eltør skólastjóri Dugni

Gagnlegt málþing

– Þetta var mjög áhugavert málþing og það var gott að fá tækifæri til að tengjast samstarfsnetinu, segir Stig Elttør, skólastjóri skólaframboðsins Dugni, sem var einn þátttakenda í málþinginu.

Meginmarkmið Dugni er að draga úr aðgreiningu á færeyskum vinnumarkaði og veita öllum tækifæri til menntunar og starfs. Námsframboð í skólanum nær til 9. og 10. bekkjar fyrir fullorðna eldri en 18 ára. Venjulega eru 20-30 nemendur við skólann og undanfarin ár hefur erlendum umsækjendum fjölgað. Flestir útlendingar ganga í skóla í tvö ár – eitt ár í undirbúningsnám og svo eitt ár í 9. bekk.

– Umsækjendur eiga það sameiginlegt að vilja afla sér menntunar og hljóta framgang á vinnumarkaði. Þeir vilja vinna önnur störf en við að þrífa og flaka. Til dæmis leggja nokkrir af gömlu nemendunum okkar nú stund á nám í hjúkrun, útskýrir Stig Elttør.

Dugni er heilsdagsskóli og það er kostur.

– Hér geta nemendur lært færeysku í gegnum margar mismunandi námsgreinar. Náin samvinna er á milli nemenda og starfsfólks og með því fá erlendu nemendurnir einnig tækifæri til að öðlast betri innsýn í félagslíf og hefðir í Færeyjum.

Í erindi sínu lýsti Elisabeth Holm þeim hindrunum sem margir útlendingar þurfa að yfirstíga til að verða hluti af færeysku samfélagi og vinnumarkaði. Stig Elttør kinkar kolli til samþykktar hennar ummæla.

-Til dæmis vandinn sá sem stafar af því að í mörgum tilfellum þarf að skilja dönsku til að geta stundað nám í Færeyjum. Danska stendur nánast jafnfætis færeysku og margar bækur á námskeiðunum eru á dönsku. Það getur valdið mörgum vandræðum, segir Stig Elttør.

Brynhild Næs Petersen
Brynhild Næs Petersen menningarstarfsmaður í sveitarfélaginu Fuglafjörður

Hugsa verður vítt

Meðal þátttakenda í málþinginu var einnig Brynhild Næs Petersen, menningarfulltrúi í Fuglafirði, en þar búa um 1.600 íbúar. Kvöldskólinn hefur verið hennar á hennar ábyrgð í mörg ár – en ekki eins og er.

Brynhild Næs Petersen telur að sveitarfélög og yfirvöld ættu að verða betri í að hugsa samþættingu inn í alla sína starfsemi og tilboð. Og við verðum að hafa víðtækari nálgun í samþættingu.

– Við verðum að líta á inngildingu í mun víðara samhengi. Hún ætti að ná til nýaðfluttra borgara sem ekki kunna norrænt tungumál, eldra fólks með litla menntun, heimkominna Færeyinga sem hafa stundað nám erlendis o.s.frv. Við verðum að tryggja að allir taki þátt.

Að hennar mati er einnig þörf á meiri miðlun þekkingar og samhæfingu yfirvalda, menntastofnana, sveitarfélaga og annarra aðila í Færeyjum sem leggja áherslu á inngildingu.

– Málþingið opnaði augu mín fyrir víxlverkum. Við búum að mikilli þekkingu og hér eru margir hæfir sérfræðingar. En við verðum að verða betri í að miðla og nýta þá þekkingu sem fyrir er, segir Brynhild Næs Petersen.

Nyeste artikler fra NVL

Mann i rutete skjorte holder en presentasjon med mikrofon på en konferanse.

29/10/2024

Island

11 min.

– On tärkeää uskaltaa ja kokeilla, sanoo islantilainen AI-asiantuntija.

Mann i rutete skjorte holder en presentasjon med mikrofon på en konferanse.

29/10/2024

Island

9 min.

– Mikilvægt að vera hugrakkur og gera tilraunir, segir íslenski gervigreindarfræðingurinn.

Man i ljus kavaj och mörk skjorta står utomhus framför en skog och parkerade bilar, leende mot kameran.

23/10/2024

Finland

8 min.

– Vi håller klorna i våra studerande genom hela livet, säger rektorn Kim Gylling från yrkesgymnasiet på Åland.

Share This