30/01/2023

Sverige

Lýðræði, Nám fullorðinna

6 min.

Nordplusverkefni miðar að því að virkja fleiri meðborgara

Ekki er nauðsynlegt að allir hafi sömu skoðanir til þess að þeir finni fyrir samheldni. Nordplusverkefnið Borgaravitund i fullorðinsfræðslu (e.Citizenship in adult education) miðar að efla virkni í samfélaginu á meðal þátttakenda í norrænni fullorðinsfræðslu.

Partners i projektet är fyra vuxenutbildningsanordnare i Norden. Under hösten har arbetsgruppen gjort studiebesök på Island och i Sverige. Foto: Privat

Samstarfsaðilar verkefnisins eru fjórir fullorðinsfræðsluaðilar á Norðurlöndum. Haustið 2022 fór starfshópurinn í námsheimsóknir til Íslands og Svíþjóðar.

Er hægt að búa í „samfélagi ágreinings”, þar sem allir hafa tækifæri til að rökræða og tjá skoðanir sínar, þar sem hægt er að hafa tilfinningu fyrir því að vera virkur samfélagsþegn þrátt fyrir að hafa ólíkar skoðanir?

Þegar fólki finnst að það sýnilegt og rödd þess heyrð, eykst valdefling þess og því finnst það vera virkara í samfélaginu. En hvernig er unnt að greina á milli óviðkomandi röksemda og ákveðinna skoðana? Í kennslustofum er mörgum kennurum og leiðbendum ögrað af krafti svokallaðra falsfrétta sem dreift er á netinu, oft með með sannfærandi rökum.

Eins árs Nordplus verkefni með yfirskriftinni: Borgaravitund í fullorðinsfræðslu miðar að því að miðla þekkingu milli landanna er varða mannréttindi, þátttöku og borgararétt. Verkefnið hófst í ágúst 2022 og er samstarfsverkefni fullorðinsfræðsluaðila í Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi og á Íslandi. Kristina Bilic hjá Fullorðinsfræðslumiðstöðinni í Kaupmannahöf (d. Københavns voksenuddannelsecenter (KVUC) leiðir verkefnið. Hún er kennari í dönsku sem öðru tungumáli.

Margt sameiginlegt með Norðurlöndunum

Norðurlöndin eiga margt sameiginlegt, bæði hvað varðar skipulag velferðar- og menntakerfa og þær áskoranir sem blasa við samfélögunum. En það er líka talsverður munur á milli landanna. Til dæmis koma ekki jafn margir innflytjendur til Íslands frá löndum utan Evrópu og til hinna landanna.

– Hnattrænar áskoranir geta gert valdið vandkvæðum við að kenna umdeild efni eins og kyn, þjóðerni, trúarbrögð og loftslag og við viljum sjá betri ramma fyrir það sem við köllum ágreiningssamfélög. Við ættum að geta verið ósammála saman. Hvernig sköpum við þannig samfélög ágreinings? spyr Kristina Bilic.

– Við getum til dæmis spurt okkur: Hvað eru skoðanir og hver eru málefnaleg rök? Við höfum rætt það mikið í hópnum. Við sjáum öll að í kennslustofum er fólki ögrað af falsfréttum, viðstöðulausum samskiptum á netinu með einhverju sem getur virst vera mjög góð rök. Við verðum að reyna að kenna nemendum muninn á skoðunum og staðreyndum.

Nordplusprojekt
Meðal markmiða verkefnisins er að finna kennsluaðferðir sem geta stuðlað að því að einstakir þátttakendur á námskeiðinu öðlist aukna tilfinningu fyrir valdeflingu þannig að þeir verði virkir borgarar sem rata um alþjóðlegt samfélag, af frelsi og ábyrgð.

Námsheimsóknir til landa þátttakendanna

Samstarfsaðilar í verkefninu eru fjórir fullorðinsfræðsluaðilar á Norðurlöndum. Haustið 2022 fór hópurinn í námsheimsóknir til Íslands og Svíþjóðar. Heimsókn til Finnlands bíður fram í mars 2023 og stór ráðstefna verður haldin í Kaupmannahöfn í apríl eða maí. Í námsheimsóknum hefur hópurinn meðal annars hitt kennara, nemendur og yfirvöld í viðkomandi sveitarfélagi.

Eitt markmið verkefnisins er að finna kennsluaðferðir sem geta stuðlað að því að einstakir þátttakendur á námskeiðinu öðlist aukna tilfinningu fyrir valdeflingu þannig að þeir verði virkir borgarar sem geta ratað um alþjóðlegt samfélag, af frelsi og ábyrgð.

– Það gengur ekki að vera bara í eigin litla hluta landsins, sínum eigin smábæ, maður verður að skilja að við erum öll tengd, sérstaklega hér í Skandinavíu. Við erum öll hluti af einhverju stærra og þegar við vinnum saman finnum við að við nálgumst hvort annað, því samstarfið gefur okkur einstakt tækifæri til að skilja áskoranir frá mismunandi sjónarhornum. Löng samtöl, heimsóknir í skóla og sveitarfélög og fundir með stjórnmálamönnum hafa gefið okkur tækifæri til að velta áskorunum fyrir okkur frá mörgum ólíkum sjónarhornum í Skandinavíu. Styrkur samstarfsins er að við verðum færari í að takast á við viðeigandi lausnir við flóknum áskorunum, segir Kristina Bilic.

Nánar um Nordplus verkefnið Borgaravitund í fullorðinsfræðslu

Verkefnið mun standa yfir frá ágúst 2022 fram til ágúst 2023.

Stjórnandi verkefnisins:
Fullorðinsfræðslumiðstöð Kaupmannahafnar (Danmörk)

Aðrir samstarfsaðilar:
LLL Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi (Ísland)
KSL fræðslumiðstöð (Finnlandi)
Upplands-Bro fullorðinsfræðsla (Svíþjóð)
Menntaskólinn á Trollaskaga (Ísland)

Áskoranir: Skortur á tíma og öryggi

Meðal áskorana við að koma verkefninu á laggirnar er að marga sem stunda nám í fullorðinsfræðslu skortir tíma og sumir taka aðeins einstakar greinar. Því reynum við í verkefninu að finna leiðir til að samþætta viðfangsefni lýðræðis í kennslunni. Í Fullorðinsfræðslumiðstöð Kaupmannahafnar eru þátttakendur í náminu hvattir til að skrifa í skólablað þar sem rödd þeirra heyrist.

– Hvernig tryggjum við að þeir læri allt sem þeir þurfa til að læra á sama tíma og þeir verða virkari borgarar? Það er líka áskorun að alltaf er hópur þátttakenda sem segir fátt í kennslustofunni. Þess vegna tölum við um að byggja upp öruggar kringumstæður, láta þátttakendur finnast þeir vera öruggir og velkomnir. Við skoðum hvernig hægt er að beita samræðukennslu í auknum mæli við kennsluna og það á sérstaklega við þegar við þurfum að kanna umdeild efni saman í kennslustofunni.

Að byggja upp gagnkvæmt traust er lykilatriði til að lýðræðisleg samtöl geti farið fram.

– Við greinum vandlega verklag og aðferðir og könnum hvernig leysa má vandamál og áskoranir. Ein leiðin er að samræma væntingarnar þegar í upphafi kennslustundar og segja þátttakendum hvað við ætlum að tala um, en líka að kenna þátttakendum að nota rödd sína – jafnvel utan ramma skólans, segir Kristín. Bilic.

Nyeste artikler fra NVL

På VUC Storstrøm kan kursisterne bl.a. modtage ordblindeundervisning eller FVU (Forberedende Voksenundervising), hvor de kan dygtiggøre sig i fagene digital, dansk, engelsk og matematik.

09/07/2024

Danmark

8 min.

En ud af tre kursister på VUC Storstrøm har et job. Til gengæld har de ofte negative erfaringer med at gå i skole. Kursisterne bliver mere modtagelige for at lære dansk eller engelsk, når undervisningen tager udgangspunkt i opgaver på jobbet.

Stora företag driver såkallade tomteskolor i Lappland där man utbildar blivande tomtenissar och julgubbar i den viktiga sysslan. Bild: Samuel Holt, Unsplash.

02/07/2024

Finland

8 min.

Vill du utbilda dig till tomte? Ja, det är ingen omöjlighet. Artesanernas resa är ett finländskt utbildningsprojekt som hjälper kunniga personer att få ett nytt specialkunnande inom turismen. I finländska Rovaniemi är man i full gång med att utbilda nya medarbetare och man erbjuder korta skräddarsydda utbildningshelheter.

Helga Tryggvadóttir (t. venstre) og Ingibjörg Kristinsdóttir er begge utdannet som studie- og arbeidsrådgivere.

25/06/2024

Island

9 min.

Det er öket press i det islandske samfunnet for validering av arbeidslivskompetanser og at tidligere utdanning og erfaring godkjennes. Antall innvandrere öker stadig. Kravet blir sterkere om at de papirer som de bringer med seg hjemmefra godkjennes og åpner for relevante muligheter på arbeidsmarkedet. Mange utdanningssentre tilbyr nå validering av kompetanser i Island. Disse mulighetene brukes både av innvandrere og...
Share This