31/10/2023

Sverige

Jöfn tækifæri, Iðn- og starfsmenntun

7 min.

Vottorð um hæfni fyrir þá sem gegna herskildu – ávinningur fyrir alla?

Sænski herinn hefur gefið út nokkur hæfnivottorð fyrir þá sem ljúka herþjónustu, þar á meðal nokkur tengd sænska viðmiðarammanum um hæfni, SeQF. Þess er vænst að vottorðin gagnist bæði skattgreiðendum og einstaklingum. Einn aðal tilgangur þessa er að lengja þann tíma sem einstaklingar eru tengdir hernum.

Magnus Karnefors

Magnus Karnefors vinnur við fagbréf fyrir þá sem gegna herskyldu. Ljósmyndari: Marja Beckman

Ár hvert eiga allir Svíar sem ná 18 ára aldri að fylla út stafræn gögn fyrir herkvaðningu, þrátt fyrir að enginn sé kallaður í herinn gegn vilja sínum. Eftir áratugi með lágmarks viðbúnaði hefur aukin óvissa gripið um sig í heiminum og þörfin fyrir menntaða hermenn vaxið.

Þeir sem eru kallaðir í herinn gangast undir ströng próf, og niðurstaðan er grundvöllur stöðu sem viðkomandi hefur á meðan hann gegnir herskyldu.

– Við veljum úr þeim sem sækja um. Við höfum eigin stjórn í Herskyldu- og prófastofnuninni sem með vísun í lög velur þá sem teljast hæfastir. Um þetta geta ríkt skiptar skoðanir, en svona er þetta bara segir, Magnus Karnefors sem er stjórnandi á mannauðssviði og hefur umsjón mati á getu óbreyttra, veitingu vottorða um starfshæfni og þekkingu á varnarmálum.

Í herskyldunni felst níu til fimmtán mánaða nám að loknu námi á framhaldsskólastigi. Til þess að komast að, verður einstaklingurinn ekki aðeins að vera hæfur til þess að taka þátt í hernaði. Hann verður að búa yfir annarri almennri færni eins og að hafa góða siðferðiskennd, vera siðvendnin og teljast geta brugðist rétt við tvísýnum aðstæðum.

Í grundvallaratriðum snýst það um trúverðugleika þess að geta á ábyrgan hátt farið með hlaðið vopn á öruggan hátt við erfiðar aðstæður. Ein af ástæðunum fyrir því að við veljum úr er að einstaklingarnir ættu ekki að fremja glæpi sem stangast á við alþjóðalög, jafnvel þótt þeir séu undir álagi. Meginástæðan er auðvitað sú að gefa einstaklingnum rétt til að geta lokið þeirri þjálfun sem þarf til að hafna á réttum stað í hernaðarskipulaginu, segir Magnus Karnefors.

Margir sem gegna herskyldu öðlast færni sem samsvarar ýmsum skilgreindum störfum, eins og til dæmis herhjúkrunarfræðinga, matreiðslumanna, flokksstjóra eða vörubílstjóra. Magnus Karnefors vinnur að því að búa til fagbréf fyrir þessi hlutverk, aðlöguð að sænska viðmiðunarrammanum um hæfni, SeQF. SeQF byggir aftur á móti á evrópska viðmiðarammanum fyrir menntun og hæfi, EQF, markmiðið er að hafa sameiginleg viðmið fyrir hæfni, það er að segja raunverulega þekkingu eða færni.

Hernaðaryfirvöld vinna jafnframt að því að meta og skilgreina almenna færni, eða „æskilega eiginleika“. Almenna færni á ekki að bera saman við námsgetu, almenn færni gæti til dæmis átt við um eiga auðvelt með að kynnast fólki, vera gæddur þjónustulund, hafa frumkvæði eða vera góður leiðtogi.

Hæfni verður að vera hægt beita við borgaralegar aðstæður

Ein af ástæðunum fyrir því að herinn fjárfestir í vottorðum um hæfni er sú að það kostar skattgreiðendur Svíþjóðar mikið að hafa ungt vinnufært fólk í þjálfun, fjarri atvinnulífinu.

– Við höfum byggt upp stofnun til að geta veitt því þjálfun og það kostar mikla peninga. Svo vill maður auðvitað að heilbrigðisstarfsmaður sem er líka herhjúkrunarfræðingur, ef hann hefur gegnt herþjónustu, haldi hæfninni jafnframt við borgaralegar aðstæður. Að hjólin snúist í sænsku samfélagi gagnast öllum – líka öllum sem koma að varnarmálum Svíþjóðar, segir Magnus Karnefors.

Þeir sem hljóta þjálfun ættu fyrst og fremsta að hafa tækifæri til að bregðast við ef þörf er á viðbúnaði. Í stríðsástandi er til dæmis mikilvægt að það séu nógu margir vörubílstjórar með sænskt ríkisfang. Árið 2022 fékk sænski herinn leyfi til að þjálfa og prófa bæði ökuréttindi CE (þungur vörubíll með tengivagn), sem og meirapróf, aukin ökuréttindi, sem þarf til að mega keyra í atvinnuskini. Jafnframt var aldurstakmarkið lækkað úr 21 ári í 18 ár, en á móti eru gerð krafa 280 stunda reynslu.

Ýmsar leiðir í menntun á meðan á herskyldu stendur felur í sér sambærilegt nám og á starfsbrautum á framhaldsskólastigi en munurinn felst í því að þeir sem gegna herskyldu hafa hraðari framvindu og strangari kröfur eru gerðar um að ljúka náminu.

– En það eru ýmis vandamál í gangi í samfélaginu: það gætir enn of mikillar einokunar á réttindum. Annars vegar er sagt að við þurfum að ráða fleira fólk. Hins vegar er gerð krafa um viðkomandi réttindi; herhjúkrunarfræðingarnir hafa ekki réttindi til að sinna öldruðum. Í heilbrigðis- og umönnunarnámi felst mikið vinnustaðanám og þeir sem sækja það hafa fengið verklega þjálfun á hjúkrunarheimilum. Sjúkraliðarnir okkar eru fyrst og fremst þjálfaðir í að bregðast við áföllum. Þetta veldur vandamálum þegar meta á almenna hæfni á þrep í viðmiðarammanum SeQF, sem og að það eru enn margar skoðanir í greininni, segir Magnus Karnefors.

Nánar um SeQF á síðu Fagháskólastofnunarinnar í Svíþjóð.

Tillaga varnarmálayfirvalda um fimm hæfnilíkön

  • Samskiptahæfni
  • Skipulagshæfni
  • Aðlögunarhæfni
  • Forgangsröðunarfærni
  • Þroskafærni

Hann bætir við að á láréttu sviði þurfi að tengja örhæfni við hlutahæfi og hæfi. Örvottun getur til dæmis falist í vottorði um stutt námskeiði. Á lóðréttu sviði er hæfnilíkan Vinnumálastofnunar (se. Arbetsförmedlingen) tengt við fimm þætti almennrar hæfni sem settar eru fram á „tungumáli“ SeQF (sjá staðreyndareit).

Aukin inngilding eftir Metoo

Einu sinni voru bara strákar kallaðir til herskyldu. Árið 2017 kom Metoo og opnaði augu margra fyrir heildstæðari nálgun. Nú á dögum eru öll kölluð inn, óháð kyni.
En það er enn mikið ógert, til dæmis þegar kemur að sænskum ríkisborgurum sem eiga ekki rætur að rekja til Evrópu.

– Ég hitti tvo stráka í gær á bílaverkstæði. Þeir voru í bifvélavirkjanámi og ætluðu að verða bifvélavirkjar. Þeim höfðu enn ekki borist stafrænu skráningarskjölin, líklega vegna þess að þeir bjuggu ekki þar sem þeir voru var skráðir til lögheimilis. Þeir sögðu varlega að þeir hefðu lagt mikið á sig við námið og þeir kunnu sex tungumál og töluðu næstum fullkomna sænsku. Þetta vakti mig til umhugsunar um hversu miklu við eigum ólokið er varðar inngildingu, segir Magnus Karnefors.

Nyeste artikler fra NVL

Tre kvinder i et mødelokale arbejder med en model af en vindmølle og miniaturebygninger; en kvinde holder en lille globus og smiler, mens en anden bærer hijab og skriver noter.

30/10/2024

Danmark

6 min.

Uddannelse for Bæredygtig Udvikling er stadig i sin vorden i Danmark, selvom mange har talt om det i årevis. Nu er der kommet penge fra både finansloven og fonde, så måske ser fremtiden lys ud, vurderer Jeppe Læssøe, som har beskæftiget sig med emnet i en årrække.

Mann i rutete skjorte holder en presentasjon med mikrofon på en konferanse.

29/10/2024

Island

11 min.

– On tärkeää uskaltaa ja kokeilla, sanoo islantilainen AI-asiantuntija.

Mann i rutete skjorte holder en presentasjon med mikrofon på en konferanse.

29/10/2024

Island

9 min.

– Mikilvægt að vera hugrakkur og gera tilraunir, segir íslenski gervigreindarfræðingurinn.

Share This