31/05/2023

Sverige

Atvinnulíf, Jöfn tækifæri

9 min.

Aðgerðir Järfälla til að ná til ungra heimamanna

Sveitarfélagið Järfälla ákvað að fjárfesta í ungu fólki sem er hvorki við nám eða störf. Upphafið var verkefni sem fjármagnað var af Félagsmálasjóði ESB og er haldið áfram með reglulegum fundum og samstarfi.

Framtidslabbet

Leena Cronelöv náms- og starfsráðgjafi sýnir hæfnispil sem þátttakendur gátu nýtt til þess að tjá sig. Á spilinu getur til dæmis staðið „áreiðanlegur“ „vonglaður“ „heiðarlegur“ og „öðruvísi“ Nellie Wedén, heilsuþjálfarinn er líka á myndinni.

Framtíðartilraunastofan

Nýlokið verkefni um Framtíðartilraunastofuna (s. Framtidlabbet) var fjármagnað af Félagsmálasjóði ESB (ESF) og var unnið í sveitarfélögunum Järfälla og Upplands-Bro norður af Stokkhólmi. Markhópurinn var ungt fullorðið fólk á aldrinum 16–24 ára sem hvorki er starfandi né stundar nám og hefur einhvers konar sjálfsgreindan geðsjúkdóm. Vinnunni er haldið áfram þótt verkefninu sé lokið. Nú stendur Järfälla fyrir fundum nokkrum sinnum í viku þar sem ungt fólk sem hefur verið hluti af verkefninu tekur þátt í ýmsum verkefnum. Markmiðið er að hjálpa þeim að komast lengra í lífinu. Þau fá líka aðstoð við að finna starfsnám. Upplands-Bro ætlar einnig að fylgja verkefninu eftir með sambærilegum hætti.

Námskrá veitir aukið sjálfstraust

Það er miðvikudagur, einn af fyrstu virkilega hlýju dögum vorsins, þegar fjórir 18 og 19 ára unglingar hitta Belsam Al-Geilani náms- og starfsráðgjafa og Linda Sjöberg félagsfræðing í hópastarfinu „7-Tuttugu“. Verkefnið skiptist í sjö hluta og á að hjálpa þátttakendum til aukins skilnings á sjálfum sér og öðlast aukið sjálfstraust.

Þennan miðvikudag er umræðuefnið samskipti og þátttakendur geta meðal annars æft sig í að lýsa myndum hver fyrir öðrum.

Ungmennin fjögur deila reynslu sinni af því að framhaldsskólinn hentaði þeim af ýmsum ástæðum ekki. Einn segir frá streitu á heimilinu sem gerði það að verkum að erfitt var að ná jafnvægi í skóla og fjölskyldulífi á sama tíma. Annar segir að hann hafi átt við heilsufarsvandamál að stríða sem hafi valdið því að hann dróst afturúr í skóla.

Á verkefnatímanum áttu þau meðal annars að fara í námsheimsóknir á ýmsa vinnustaði. Nú hafa tveir drengjanna komist í starfsnám á leikskóla í nokkra klukkutíma á dag, samhliða því að taka þátt í 7-tuttugu.

Stemningin er góð síðdegis og strákarnir vinna vel saman. Þau fá mikið hrós frá Belsam og Lindu.

Geðveiki háir mörgum sem eru hvorki í starfi eða námi (s. Uvas)

Þau eru venjulega kölluð Uvas, skammstöfun fyrir „Ungt fólk sem hvorki er í vinnu né námi“. Ástæður þess að sumt ungt fólk á erfitt með að komast áfram í lífinu geta verið mismunandi en ekki er óalgengt að einhvers konar geðsjúkdómur komi við sögu. Til dæmis er algengt að fólk með taugageðræna fötlun, eins og einhverfu og ADHD, eigi í erfiðleikum með að takast á við nám og vinnu á sama hátt og þeir sem eru „taugatýpískari“ (án npf greiningar).

Þegar Future Lab hófst var atvinnuleysi meðal ungs fólks í sveitarfélögunum tveimur á bilinu 13 til 14 prósent og hafði hlutfallið aukist um 4–5 prósent árið þar á undan.

– Okkur fannst við verða að gera eitthvað fyrir þennan markhóp. Það er áskorun í öllum sveitarfélögum hvað á til bragðs að taka, bæði fyrir þau sem eru á aldrinum 16 til 19 ára og eru á ábyrgð sveitarfélaganna og þau sem eru aðeins eldri og sem þú vilt ekki láta alveg afskiptalaus. Ég setti saman umsókn og með nokkrum ráðum og brellum frá sjóðnum hlutum við styrk. Við gátum hafist handa í janúar 2021, segir Madeleine Mjöberg, skólastjóri Järfälla fullorðinsfræðslu sem hefur verið staðið fyrir verkefninu.

Framtidslabbet
Belsam Al-Geilani, náms- og starfsráðgjafi og Linda Sjöberg félagsfræðingur á fundi með hópi ungmenna sem taka þátt í sjálfstyrkingarstarfinu „7-Tjugo“.

Náið samstarf margra stofnana

Hugmyndin með verkefninu var að búa til sérsniðnar aðgerðir fyrir þennan tiltekna markhóp og hafa náið samstarf milli verkefnastjóra, vinnumarkaðsráðgjafa, náms- og starfsráðgjafa, heilsuþjálfara, stjórnenda og virknistjóra. Frjáls félagasamtök og atvinnulífið á staðnum hafa einnig komið að verkefninu. Eftir að verkefninu lauk eru boðaðir reglulegar netkaffifundir. Þegar fulltrúi NVL er á staðnum munu fulltrúar frá félagsþjónustunnar og daglegum rekstri og Rotary, og sankti Lúkasstofnunin en þangað er hægt að sækja sálfræðimeðferð, auk frumkvöðla í bænum sem hefur tekið einn einstakling í vinnu.

Verkefninu seinkaði í heimfaraldrinum

Í janúar 2021, þegar verkefnið átti að hefjast, stóð kórónufaraldurinn yfir og þess vegna varð að fresta nokkrum áætlunum.

– Allar frábæru hugmyndirnar sem við höfðum um að fara út og hitta fólk og ná til þess, urðum við að endurskoða. En það er ekki ákjósanlegt að ná til þessa markhóps stafrænt.

Sumt var hægt að framkvæma utandyra meðan á heimsfaraldrinum stóð, þar á meðal voru spjallgöngur. En það var fyrst þegar höftin hurfu í ársbyrjun 2022 sem verkefnið tók við sér.

– Það sem við höfðum ætlað að gera á næstum tveimur árum, urðum við að þjappa saman inn á eitt ár. Svo fengum við líka smá framlengingu því að verkefnið þótti heppnast vel. Við náðum sambandi við unga fólkið og náðum markmiðum okkar, segir Madeleine Mjöberg.

Hjólaferð til að finna þátttakendur

Að ná sambandi við markhópinn getur verið áskorun. Þau sem voru yngri en 20 ára voru í gagnagrunni og þau var auðvelt að finna. Eldri hópinn, 20–24 ára, þurfti að finna með því að fara út á vettvanginn. Til að mynda fóru tveir náms- og starfsráðgjafar í hjólaferð og stóðu í ýmsum verslunarmiðstöðvum í sveitarfélaginu og afhentu upplýsingar. Framtíðarrannsóknarstofan var einnig á samfélagsmiðlum.

Næsta skref var að kortleggja unga fólkið sem ráðgjafarnir náðu sambandi við.

Skilgreining á geðsjúkdómum byggðist á sjálfsmati einstaklinganna.

– Hjá okkur er engin heilbrigðisþjónustu í boði. Skilgreiningin var gerð innan verkefnisins. Hún snerist um að einstaklingurinn greindi sjálfur frá því í kortlagningarviðtalinu að hann væri áhyggjufullur eða þjáðist af streitu eða gæti verið með einhverja taugageðræna greiningu sem hindraði framfarir, segir Madeleine Mjöberg.

Allt byggist á sjálfboðavinnu

Allir sem taka þátt í verkefninu gera það af frjálsum og fríum vilja. Sama gildir um þá starfsemi sem haldið hefur áfram eftir að verkefninu lýkur.

– Við getum aldrei þvingað neinn því við höfum engar bætur sem við borgum út eða neitt slíkt, ólíkt aðgerðum Vinnumálastofnunar. Þetta þýðir að við verðum að grípa til aðgerða sem eru aðlagaðar unga fólkinu en geta líka stundum verið svolítið krefjandi. Hér er verið að tala um 17 ára börn sem ekki hafa farið í skóla, eða 19 ára sem ekki hafa farið í framhaldsskóla. Það er ekki það að þau hafi setið heima og fundist lífið gott. Þau hafa þurft að takast á við áskoranir, eins og til dæmir félagsfælni. Þau hafa kannski ekki farið út fyrir dyrnar, hafa verið húsverðir í mörg ár. Þá þarf að finna mismunandi hvata til að lokka þau fyrst út af heimilinu, segir Madeleine Mjöberg.

Markmiðunum var náð – samkvæmt sjálfsmati

Markmið verkefnisins var að 90 prósent þátttakenda hefðu lokið einhvers konar framgangi á vinnumarkaði með t.d. menntun og/eða starfsnámi. Þau myndu einnig hafa eflt andlega og líkamlega heilsu á verkefnatímanum og einnig aukið sjálfsvitund og þekkingu á vinnumarkaði.

– Meirihlutinn telur sig hafa fengið framgang og hæfni sem þau geta nýtt sér þegar þau fara út að sinna öðrum verkefnum. Sjálfsmat er það sem þú þarft að mæla þetta með.

Það eru einstaklingarnir sjálfir sem mæla eigin reynslu. En samkvæmt þeim höfum við líka náð þeim markmiðum, segir Madeleine Mjöberg.

Lestu meira um Framtidslabbet og Järfälla með “uvas” hér.

Nyeste artikler fra NVL

På VUC Storstrøm kan kursisterne bl.a. modtage ordblindeundervisning eller FVU (Forberedende Voksenundervising), hvor de kan dygtiggøre sig i fagene digital, dansk, engelsk og matematik.

09/07/2024

Danmark

8 min.

En ud af tre kursister på VUC Storstrøm har et job. Til gengæld har de ofte negative erfaringer med at gå i skole. Kursisterne bliver mere modtagelige for at lære dansk eller engelsk, når undervisningen tager udgangspunkt i opgaver på jobbet.

Stora företag driver såkallade tomteskolor i Lappland där man utbildar blivande tomtenissar och julgubbar i den viktiga sysslan. Bild: Samuel Holt, Unsplash.

02/07/2024

Finland

8 min.

Vill du utbilda dig till tomte? Ja, det är ingen omöjlighet. Artesanernas resa är ett finländskt utbildningsprojekt som hjälper kunniga personer att få ett nytt specialkunnande inom turismen. I finländska Rovaniemi är man i full gång med att utbilda nya medarbetare och man erbjuder korta skräddarsydda utbildningshelheter.

Helga Tryggvadóttir (t. venstre) og Ingibjörg Kristinsdóttir er begge utdannet som studie- og arbeidsrådgivere.

25/06/2024

Island

9 min.

Det er öket press i det islandske samfunnet for validering av arbeidslivskompetanser og at tidligere utdanning og erfaring godkjennes. Antall innvandrere öker stadig. Kravet blir sterkere om at de papirer som de bringer med seg hjemmefra godkjennes og åpner for relevante muligheter på arbeidsmarkedet. Mange utdanningssentre tilbyr nå validering av kompetanser i Island. Disse mulighetene brukes både av innvandrere og...
Share This