30/08/2021

Norge

Atvinnulíf, Fjarkennsla, Jöfn tækifæri

9 min.

Ertu nýfluttur til Norðurlanda – lærðu að stofna eigið fyrirtæki!

Þegar ég kom til Noregs, þekkti ég engan og vissi ekkert um landið. Ég varð að endurfinna sjálfa mig, segir Rita Anson. Hún er frá Spáni, þar óx hún upp og starfaði í fjölda ára. Noregur var öðruvísi.

Johan Morales Campos og Rita Anson

Johan Morales Campos og Rita Anson

Til þess að koma sér fyrir ákvað hún að byggja sér tengslanet. Hún tók þátt í allskonar samkomum og netfundum sem hún komst á snoðir um. Eftir á skildist henni hve gagnlegt þessi nálgun reyndist, og hve vel hún hentaði henni. Nú er hún svo að segja í miðri hringiðunni. Hún er verkefnastjóri í alþjóðlegu miðstöðinni í Ósló, OIH þar sem hún vinnur með nýsköpun og frumkvöðulshátt og þar sem félagsleg- og fagleg net vinna saman. Samband við OIH er gulls ígildi fyrir þá sem rekja uppruna sinn til annarra landa í heiminum og hafa hug á að stofna fyrirtæki í Noregi. Framandi tungumál, skortur á samböndum og framandi reglur og kerfi geta reynst óyfirstíganlegar hindranir.

Frumkvöðull í Skandinavíu

Rita Anson er eiginlega sjálf hálfgerð miðstöð, með umfangsmikið samstarfsnet og þátttöku í mörgum verkefnum. Síðastliðin tvö ár hefur hún tekið virkan þátt í verkefninu „Digital Inclusive Entrepreneurship Scandinavia: A digital platform and local coaches for #digital, #entrepreneurial and #cultural competences development“.

Þátttöku í verkefninu bar að í gegnum sameiginlegt verkefni þar sem hún komst í samband við stjórnanda Folkeuniversitetet í Svíþjóð. Þau komust fljótlega að því að það væri gagnlegt og spennandi að vinna saman um frumkvöðulshátt í Skandinavíu, þar sem menning og tungumál eru tiltölulega lík. Seinna tengdist danska þróunarfyrirtækið Vifin verkefninu. Svo sóttu þau í sameiningu um styrk að vinna verkefnið til NordPlus fyrir fullorðinsfræðslu.

Markmiðin með verkefninu voru metnaðarfull. Með fræðsluáætlun eiga þátttakendur að hætti frumkvöðla að hugsa og vinna að undirbúningi að stofnun eigin fyrirtækis. Þar að auki eiga þeir að þróa menningarhæfni, eða með öðrum orðum að tileinka sér norrænan vinnumáta þar sem traust leikur mikilvægt hlutverk.

Rita Anson
Rita Anson telur afskaplega mikilvægt að skapa samstarfsnet vilji fólk stofna eigið fyrirtæki. Mynd: Torhild SlåttoAmbisiøst

Námskeið í 7 áföngum

Á verkefnatímanum hafa bæði námskeið og námskeiðsgátt verið útbúin. Námskeiðið er á netinu og telur sjö áfanga. Fyrsti áfanginn varðar grunnleggjandi þekkingu um frumkvöðla, hugsunarhátt þeirra – hvernig hugsa ég og hvernig á ég að bera mig að við að stofna eigið fyrirtæki? Í eftirfarandi áföngum er fjallað um hvernig þátttakendur finna eigin hæfileika og tækifæri í umhverfinu. Hvar liggja tækifærin, á hvað er hægt að veðja? Þegar búið er að kortleggja tækifærin, eigin getu og styrkleika, er komið að því að kynnast viðskiptaáætlun, björgum og að lokum kynningu. Nú hefur námskeiðið verið reynt af raunverulegum notendum.

Meira stafrænt

– Hvernig nálguðust þið þátttakendur í tilraunverkefninu?

– Í gegnum samband við ólíka aðila sem vinna með frumkvöðlum og á nýsköpunarmiðstöðvum til viðbótar við eigin námskeið og virkni. Fólk frá mörgum löndum var í tilraunahópnum, meðal annars frá Póllandi, Eþíópíu, Serbíu, Bosníu og Gvatemala. Reynslan af tilraunakennslunni veitti okkur mikilvægar upplýsingar, segir Rita Anson.

– Það kom okkur aðeins á óvart að margir þátttakenda bentu á þörf á úrbótum atriða sem við héldum að væru í góðu lagi. Ekki var um að ræða faglegar breytingar heldur breytingar vegna þess að nú urðum við að vinna meira á stafrænan hátt.

Johan Morales Campos har testet kurset som er utviklet i NordPlus-prosjektet «Digital Inclusive Entrepreneurship Scandinavia». Han synes at den første modulen var spesielt nyttig: - Vi jobbet med å kartlegge oss selv, egne ressurser, ferdigheter, kunnskaper og kontakter, sier han.
Johan Morales Campos tók þátt í tilraunanámskeiðinu sem er þróað í NordPlus-verkefninu „Digital Inclusive Entrepreneurship Scandinavia“. Honum fannst fyrsti áfanginn sérstaklega gagnlegur: Við unnum mikið við að kortleggja okkur, eigin bjargir, hæfni, þekkingu og sambönd, segir hann.

Fjölbreytileiki og inngilding

– Námskeiði var „really cooll“, segir Johan Morales Campos. Hann var meðal þeirra sem tóku þátt í tilraunanámskeiðinu um frumkvöðulsskap. Sem hálfur Norðmaður og hálfur Gvatímali kom hann til Noregs fyrir þremur og hálfu ári síðan. Hann hefur áhuga á fjölbreytileika og inngildingu sem mikilvægum forsendum fyrir vellukkaðan frumkvöðul. Sjálfur starfar hann í Internasjonals og vonast til að geta stofnað eigið fyrirtæki fljótlega.

– Hvað tókstu með þér af námskeiðinu um frumkvöðla?

– Mér fannst fyrsti áfanginn veita ákveðinn grundvöll. Við kortlögðum okkur sjálf, hvaða eiginleikum við búum yfir, eigin hæfni, þekkingu og sambönd. Hvernig getum við nýtt það sem við höfum þegar. Ég hafði líka gagn af fjórða áfanganum, þar lærðum við að spotta tækifæri til þess að skapa eitthvað.

Áhugasamur um netnámskeið

Ekki reyndist erfitt að telja Campos á að taka þátt í að prófa námskeiðið. Hann segist hafa áhuga á að taka námskeið á netinu en vera jafnframt upptekinn af frumkvöðulshætti. Þar að auki þekkti hann vinnuna í gegnum Oslo International Hub.

– Frumkvöðulsháttur nær yfir vítt svið og samstarf á milli samtaka og stofnana er mikilvægt. Það er þörf fyrir að OIH vaxi og verði öflugra, segir Johan Morales Campos að endingu.

Opið og ókeypis námskeið

Þátttakendur í verkefninu eru nú í þeim hluta þar sem þeir miðla upplýsingum um námskeiðið svo unnt sé að reyna það hjá stórum aðilum á sviðinu.

– Við kynnum námskeiðið fyrir ólíkum aðilum sem vinna með start-up og nýsköpunarmiðstöðvar eins og Caritas Norge í Bærum, International Hub og Askershus. Þessir aðilar eru reiðubúnir til þess að veita leiðsögn tengda námskeiðinu.

Þátttakendur í verkefninu:

Vifin, Danmörku, Folkuniversitetet, Svíþjóð og Oslo International Hub, Noregi.

Verkefnastjórn: Folkuniversitetet

Sjö áfangar námskeiðsins um frumkvöðulshátt:

    • Entrepreneurial Orientation
    • Potential Discovering
    • Identification of opportunities
    • Evaluation of opportunities
    • Business modelling
    • Resources mobilization
    • Launching and diffusion

Meira um verkefnið

Lokaráðstefna 2021

Verkefninu átti að ljúka með stórri lokaráðstefnu í Malmey í júní 2021. Henni var aflýst og var í staðinn haldin viðburður á netinu. Með góðum árangri, að sögn ánægðrar Anson.

– Fjöldi lykilpersóna og fyrirtaks fyrirlesara slóst í hópinn með okkur, fólk sem að öllum líkindum hefði ekki fengið leyfi til þess að fara til Malmö, segir hún.

Listinn yfir fyrirlesara var glæsilegur, þar var meðal annarra að finna fulltrúa Mikrofinans í Noregi, Business Angels Norway, Bærum International Hub, Sosiale Entreprenører i Danmörku, og samhæfingarfulltrúa frá inngildingarsviði í sveitarfélaginu Rønneby.

Alþjóðlega móttökumiðstöðin í Ósló

Nýja vefnámskeiðið sem þróað var, hefur reynst vel í upphafi. Það er ókeypis og opið öllum sem hafa áhuga. Myndun samstarfsneta og kennsla um fjárfestingar eru næsta skref fyrir þá sem ætla að reka eigið fyrirtæki. OIH hefur komið á „Oslo International Welcome Centre“ fyrir alþjóðlegt hæfileikafólk og frumkvöðla. Þangað er hægt að sækja upplýsingar um allskyns praktísk viðfangsefni.

Lærðum af mismuninum

– Hvað hafið þið sem þátttakendur í verkefninu lært af því?

– Við höfum lært mikið hvert af öðru. Við komum öll að því með eigin hæfni. Það var áhugavert að sjá hve ólíkar reglur og kerfi geta verið á milli landanna þriggja sem annars eru svo lík að mörgu leiti. Við lærðum af mismuninum, segir Anson.

– Gekk verkefnið samkvæmt áætlun eða kom eitthvað óvænt upp á?

– Stærsti óvænti þátturinn var heimsfaraldurinn. Skömmu eftir að við hófumst hana urðum við að taka tillit til lokana vegna kórónufaraldursins. Við urðum að aðlaga okkur og finna upp á nýjum lausnum. Okkur tókst aðeins að hittast einu sinni í raunheimum og það sem á eftir fór unnum við stafrænt, segir sier Anson.

Hvað gerist næst?

– Greinileg þörf varð ljós. Námskeiðið er ágætt, en við vitum að það er þörf fyrir að fá ráðgjöf á meðan á því stendur. Þetta á við um byrjendur en getur líka átt við um þá sem hafa unnið í eigin fyrirtæki um árabil, sem hafa þörf fyrir að spyrja einhvern um ráð, bendir Rita Anson á.

Hún segir þau hafa brugðist við afleiðingunum af þeirri uppgötvun. Nú er OIH með í styrkumsókn í ESB-áætlunina Erasmus+ um fjármuni til þess að þjálfa ráðgjafa í „train the trainer“ verkefni. Ráðgjafarnir leika mikilvægt hlutverk. Þeir hafa líka þörf fyrir þjálfun, segir Rita Anson að lokum um leið og hún býður blaðamanni DialogWeb til samstarfs. Hún er framúrskarandi í að koma á samstarfi, um það leikur enginn vafi.

Nyeste artikler fra NVL

På VUC Storstrøm kan kursisterne bl.a. modtage ordblindeundervisning eller FVU (Forberedende Voksenundervising), hvor de kan dygtiggøre sig i fagene digital, dansk, engelsk og matematik.

09/07/2024

Danmark

8 min.

En ud af tre kursister på VUC Storstrøm har et job. Til gengæld har de ofte negative erfaringer med at gå i skole. Kursisterne bliver mere modtagelige for at lære dansk eller engelsk, når undervisningen tager udgangspunkt i opgaver på jobbet.

Stora företag driver såkallade tomteskolor i Lappland där man utbildar blivande tomtenissar och julgubbar i den viktiga sysslan. Bild: Samuel Holt, Unsplash.

02/07/2024

Finland

8 min.

Vill du utbilda dig till tomte? Ja, det är ingen omöjlighet. Artesanernas resa är ett finländskt utbildningsprojekt som hjälper kunniga personer att få ett nytt specialkunnande inom turismen. I finländska Rovaniemi är man i full gång med att utbilda nya medarbetare och man erbjuder korta skräddarsydda utbildningshelheter.

Helga Tryggvadóttir (t. venstre) og Ingibjörg Kristinsdóttir er begge utdannet som studie- og arbeidsrådgivere.

25/06/2024

Island

9 min.

Det er öket press i det islandske samfunnet for validering av arbeidslivskompetanser og at tidligere utdanning og erfaring godkjennes. Antall innvandrere öker stadig. Kravet blir sterkere om at de papirer som de bringer med seg hjemmefra godkjennes og åpner for relevante muligheter på arbeidsmarkedet. Mange utdanningssentre tilbyr nå validering av kompetanser i Island. Disse mulighetene brukes både av innvandrere og...
Share This