Gervigreind er heiti AI á íslensku, mjög gegnsætt orð byggt á fornum rótum í íslensku máli. Engar skammstafanir eru notaðar fyrir fyrirbærið á íslensku, hvorki AI né KI (en í greininni á norsku notar höfundur hennar KI). Íslenska er flókið tungumál, sem hefur orðið til þess að þróun gervigreindar hefur verið aðeins hægari en t.d. í Danmörku og Noregi. Engu að síður hefur hún náð að skipa sér ákveðinn sess hjá þjóðinni.
Sérfræðingur við Háskóla Íslands telur að málfræðin hafi verið hindrun fyrir gervigreind. En á hinn bóginn hefur íslenska þjóðin almennt mjög móttækileg fyrir tækniframþróun og er mjög opinn fyrir gervigreind. – Ég hvet alla til að byrja, reyna og spyrja sig í sífellu sömu spurningarinnar – Gæti gervigreind leyst verkefnið fyrir mig? Ef menn eru tilbúnir að spyrja þeirrar spurningar, þá verður auðveldara að beita þessari nýja verkfæri við verkefni og vandamál framtíðarinnar, segir Hafsteinn Einarsson við Háskóla Íslands.
Gjáin gæti breikkað
Þeir sem njóta góðs af gervigreindinni eru ekki aðeins þeir sem hafa háskólamenntun. Hún gæti auðveldað stórum hópi innflytjenda á Íslandi að aðlagast í nýju samfélagi með aðstoð tækninnar. Hún getur opnað dyr fyrir fólk með takmarkaða menntun. Sérfræðingar telja að þetta sé mikilvægt vegna þess að ef hópar innflytjenda tileinka sér ekki notkun gervigreindar getur gjáin á milli þeirra og annarra þjóðfélagshópa breikkað. Þetta segir Hafsteinn Einarsson.
En hvernig getur gervigreind nýst þessum hópi, sem í dag er um 20% þeirra sem búa á Íslandi? Hafsteinn er dósent í tölvunarfræði við háskólann. Undanfarin ár hefur hann þróað alveg nýjar aðferðir í eigin kennslu með gervigreind og hefur mikinn áhuga á þróun tækninnar. Hann telur að ef fólk hoppi ekki á vagninn gæti gervigreind mögulega aukið bilið á milli ólíkra þjóðfélagshópa. En ef fólk reynir getur það gagnast öllum, en á mismunandi hátt.
Hafsteinn segir að hægt sé að nota gervigreind sem einkakennara, en einnig sem einstakling sem svarar verkefnum, sem þjálfara eða sem nemanda og geti veitt fólki á mismunandi stigum svör.
Veitir aðstoð við fyrstu skrefin
– Tæknin getur hjálpað fólki að stíga sín fyrstu skref í samfélaginu. Þróun gervigreindarinnar á ólíkum tungumálum í hefur verið mjög hröð. Fái innflytjendur bréf skrifað á íslensku með póstinum getur gervigreind þýtt efni þess yfir á þeirra eigið móðurmál. Tekin er mynd af bréfinu og gervigreindin þýðir það á augabragði. Einnig má spyrja um lausnir á þeim vandamálum sem fram koma í bréfinu. Nýbúinn getur líka fundið svör við því hvernig samfélagið virkar og hvernig á að leysa vandamál gagnvart stjórnsýslunni um menningu og gildi, segir Hafsteinn. Hann bætir við að þetta snúist aðeins um að vera reiðubúinn til að þora og gera tilraunir. Ef vilji stendur til þess að læra tungumálið er hægt að nota GPT. Nú er verið að þróa tækni til að tala við GPT og læra tungumálið á þann hátt.
Þörf fyrir námskeið um notkun GPT
Hann segir að flest stór alþjóðleg tæknifyrirtæki framleiði lítil öpp fyrir síma. Þau varða auðveldustu leiðina sem fara má til að gervigreindin gagnist. Hann telur að GPT sé frábær lausn sem hægt er að nota til að takast á við fjölda áskorana. – Æskilegt væri að hið opinbera eða verkalýðsfélögin í landinu myndu standa fyrir námskeiðum til að gera fólki grein fyrir möguleikum og hvernig það getur leitað sér aðstoðar. Þá verður framhaldið auðvelt, segir Hafsteinn.
Hann segir einnig að fólk ætti að vera meðvitað um að gervigreind svari ekki alltaf rétt og því sé brýnt að tvítékka upplýsingarnar. Fólk þarf að læra á þetta. Að mati Hafsteins er fólk á Íslandi nokkuð opið fyrir nýju tækninni og þeim möguleikum sem hún gefur sem og siðfræðinni á bak við notkun hennar og misnotkun.
Hvernig getur gervigreindin aðstoðað?
Hafsteinn er spurður hvernig gervigreind geti opnað fólki með takmarkaða menntun leiðir til að auka þekkingu sína. – Ef þú veist hvað þú vilt læra, getur þú byrjað að spyrja gervigreindina um hvaða bækur þú ættir að afla þér til að læra tilgreint efni. Eftir það er hægt að veita GPT aðgang að bókinni og fá útskýringu á efninu; láta gera námsáætlun frá viku til viku og undirbúa próf. Þú getur haldið GPT fundi í hverri viku um innihaldið. Tækifærin eru endalaus, segir hann.
Hann telur að í framtíðinni muni margir nota gervigreind í stað þess að læra til dæmis í háskóla. Hlutverk skólanna verði frekar leiðbeinandi og til að staðfesta að nemandinn hafi tileinkað sér ákveðna þekkingu. Hlutverk skólanna verður frekar að sinna prófunum en að miðla þekkingu.
– Með gervigreind verða notendur sjálfstæðari og læra að vera gagnrýnni og að beita eigin dómgreind. Skólarnir gegna jafnframt því hlutverki að aðstoða nemendur við að vinna með gervigreind. Í framtíðinni verðum við öll eins konar hópstjórar í samstarfi við gervigreindina, segir Hafsteinn.
Allir með einkakennara
– Ég tel að við ættum að kynna ungu fólki gervigreind eins snemma og auðið er. Einkakennsla er besta menntunin og mikilvægt er að þjálfa börn sem fyrst. Síðan er hægt að byggja kennsluna á þörfum einstaklingsins. Við erum nú þegar komin á það stig að hver og einn getur haft eigin einkakennara í gegnum gervigreind, segir Hafsteinn.
Sjálfur notar hann gervigreind á virkan hátt í eigin kennslu og er meðvitaður um að langflestir nemendur nota þessa tækni. Hann bendir á í samtali við nemendur að ef þeir noti gervigreind fái þeir einn eða tvo aðstoðarmenn í náminu. Margir nemendur hafa gaman af gervigreindinni og áskorunum sem henni fylgja. Frá sjónarhóli hans sem kennara getur hann gert meiri kröfur til nemenda sem nota gervigreind.
– Ég kvarta ekki ef nemendur vilja ekki nota gervigreind. En í framtíðinni munu vinnuveitendur sjá mun meiri árangur hjá þeim sem beita tækninni, segir hann.
En hvar endar þetta? Hafsteinn hlær og segir að sumir trúi því að á endanum þurfi ekkert okkar að vinna. Þess í stað munu allir fá útborgun í hverjum mánuði. En það er framtíðartónlist. Samkvæmt honum er gervigreind nú þegar greindari en menn á mörgum sviðum.
Sumir munu geta unnið á við tíu manns
Hann telur að gervigreind nýtist öllum stéttum en þeir sem hafi mesta þekkingu á sviðinu muni leiða og bilið á milli ólíkra hópa í samfélaginu geti hæglega breikkað. En á hinn bóginn eru tækifærin til staðar og allir hafa sama aðgang að gervigreind. – En hættan er sú að munurinn í getu til að afla sér lífsviðurværis aukist. Með hjálp gervigreindar geta sumir unnið eins og tíu manns en aðrir ekki.
Flestir innflytjendur starfa í byggingariðnaði, sjávarútvegi eða ferðaþjónustu. Hvernig geta þeir notað gervigreind til að komast áfram í samfélaginu? Svarið sem Hafsteinn gefur er að möguleikarnir séu óþrjótandi. Hægt er að nota gervigreind sem lykil til að skilja samfélagið og efla menntun. Þeir geti líka látið gervigreind kíkja inn í ísskápinn heima hjá sér og spyrja hvað sé hægt að nota í kvöldmatinn. Þú getur sagt gervigreindinni að þú ætlir hefja þjálfun og þurfir áætlun. Svarið kemur strax. Þetta er dæmi um hvernig hægt er að nota tæknina. Það er líka tæki til að komast úr fátækt. Þú getur hafið ókeypis nám með gervigreind. Segja má að hver og einn hafi fengið aðstoðarmann og það er bara spurning hvernig þú viljir nota hann, segir Hafsteinn að lokum.
Samantekt:
Gervigreind gegnir æ mikilvægara hlutverki fyrir alla þjóðfélagshópa. Hafsteinn Einarsson, gagnasérfræðingur við Háskóla Íslands, telur að gervigreind geti verið mikilvægt tæki fyrir fólk með litla formlega menntun til að bæta lífskjör sín. Möguleikarnir eru endalausir og mestu máli skiptir er að þora og gera tilraunir. Hann hefur breytt kennsluháttum sínum í gegnum tíðina og telur að þeir sem nota tæknina verði afkastameiri í samfélaginu en að gervigreind geti leitt til aukins munar.