02/05/2023

Norden

Jöfn tækifæri, Nám fullorðinna fullorðinsfræðsla

2 min.

Ráðstefna Alfaráðsins 2023: Móðurmálið byggir brú yfir í nýja tungumálið

Abdulkhadir Mohamed kennir sómölum við Hyllie Park lýðskólann í Málmey.

Abdulkhadir Mohamed

Abdulkhadir Mohamed Ljósmyndari: Torhild Slåtto

Á meðan kennsla Sönnnu, Alexöndru og Katrine byggir á tungumálaauð þeirra í norrænum tungumálum, hefur Abdulkhadir móðurmál þeirra sem hann kennir auk sænsku sem annað mál í farangrinum. Sjálfur hafði hann lokið grunnskólanámi áður en hann kom til Svíþjóðar árið 1994.

– Eftir eitt ár gat ég átt samskipti á sænsku og ég fór í skóla með „mjög góðum kennurum“ og lauk prófi sem bifvélavirki. Ég fór í framhaldsskóla fyrir fullorðna (s. Komvux) og háskóla, þar sem ég lærði friðar- og átakafræði, segir Abdulkhadir.

Hann fékk vinnu við Hollie Park sem móðurmálskennari og kennir nú sænsku, byggða á móðurmáli (SFI sænska fyrir innflytjendur).

– Það er kostur að geta átt samskipti við nemendur frá fyrsta degi. Við byrjum á sómölsku og skiptum smám saman yfir í sænsku.

Hljóð og tvöfaldir samhljóðar og sérhljóðar

Abdulkhadir hefur þróað kerfi sem hann telur að virki vel. Eftir inngang með kynningum stendur stafrófið á töflunni. Í sómölsku og sænsku eru margir svipaðir stafir og það auðveldar námið. Frá stafrófinu færir hann kennsluna yfir í atkvæði og hljóð og sýnir stutta og langa sérhljóða. Í sænsku eru mörg orð með tvöföldum samhljóðum en í sómölsku eru það sérhljóðin sem eru tvöfölduð. Eftir mikla æfingu á atkvæðum kemur öll orðamyndin og hér notar Abdukkhadir orð og orðasambönd sem hljóma eins í sómölsku og sænsku, en hafa mismunandi merkingu. Það verður orðaleikur. Móðurmálið byggir brú yfir í nýja tungumálið.

Myndir og sögur

– Við tökum myndir og búum til sögur um myndirnar á sómölsku fyrst. Svo skrifum við söguna, enn á sómölsku, lesum hana og að lokum skrifa ég hana á sænsku. Svo höldum við áfram að vinna með báða textana.

Ráðstefnan er gagnleg

– Það er að mörgu að taka af ráðstefnunni, þar á meðal nýting stafrænna tækifæra. Leikurinn fyrir þá sem vinna við hreingerningar, WorkdPlays, finnst mér mjög góður. Hann bætir líka orðspor þeirra sem vinna við ræstingar, segir Abdulkhadir að lokum.

Nyeste artikler fra NVL

På VUC Storstrøm kan kursisterne bl.a. modtage ordblindeundervisning eller FVU (Forberedende Voksenundervising), hvor de kan dygtiggøre sig i fagene digital, dansk, engelsk og matematik.

09/07/2024

Danmark

8 min.

En ud af tre kursister på VUC Storstrøm har et job. Til gengæld har de ofte negative erfaringer med at gå i skole. Kursisterne bliver mere modtagelige for at lære dansk eller engelsk, når undervisningen tager udgangspunkt i opgaver på jobbet.

Stora företag driver såkallade tomteskolor i Lappland där man utbildar blivande tomtenissar och julgubbar i den viktiga sysslan. Bild: Samuel Holt, Unsplash.

02/07/2024

Finland

8 min.

Vill du utbilda dig till tomte? Ja, det är ingen omöjlighet. Artesanernas resa är ett finländskt utbildningsprojekt som hjälper kunniga personer att få ett nytt specialkunnande inom turismen. I finländska Rovaniemi är man i full gång med att utbilda nya medarbetare och man erbjuder korta skräddarsydda utbildningshelheter.

Helga Tryggvadóttir (t. venstre) og Ingibjörg Kristinsdóttir er begge utdannet som studie- og arbeidsrådgivere.

25/06/2024

Island

9 min.

Det er öket press i det islandske samfunnet for validering av arbeidslivskompetanser og at tidligere utdanning og erfaring godkjennes. Antall innvandrere öker stadig. Kravet blir sterkere om at de papirer som de bringer med seg hjemmefra godkjennes og åpner for relevante muligheter på arbeidsmarkedet. Mange utdanningssentre tilbyr nå validering av kompetanser i Island. Disse mulighetene brukes både av innvandrere og...
Share This