02/05/2023

Norden

Jöfn tækifæri, Nám fullorðinna fullorðinsfræðsla

4 min.

Ráðstefna Alfaráðsins 2023: Þegar vinnustaðurinn kemur upp í leik, verður tungumálanámið auðveldara

Louise Tranekjær, aðstoðarprófessor við Hróarskelduháskóla, var tölvuleikjaspilari sem barn. Kannski var það hennar eigin leikreynsla sem varð til þess að henni datt í hug að gera leik fyrir þá sem vinna í þvotta- og fatahreinsunarbransanum, sem kunna ekki dönsku og hafa ekki gengið í skóla.

Louise Tranekjær

Louise Tranekjær, aðstoðarprófessor við Háskólann í Hróarskeldum, er með bakgrunn í menningargeiranum og fékk hugmyndina um að þróa farsímaleik fyrir tungumálanám. Ljósmyndari: Torhild Slåtto

Louise Tranekjær, aðstoðarprófessor við Hróarskelduháskóla, var tölvuleikjaspilari sem barn. Kannski var það hennar eigin leikreynsla sem varð til þess að henni datt í hug að gera leik fyrir þá sem vinna í þvotta- og fatahreinsunarbransanum, sem kunna ekki dönsku og hafa ekki gengið í skóla. Fyrir þau sem prófuðu leikinn, var þetta ný aðferð við að læra. Vinnustaðurinn þeirra – í teiknuðu formi – kom fram á skjá farsímans og auðveldaði þeim að læra nýtt tungumál.

Tranekjær kynnti tungumálanámsleikinn WorkdPlays á stóru ráðstefnunni sem Alfaráð Norræna tengslanetsins um nám fullorðinna, NVL, stóð fyrir nýlega í Gullbranna í Halmstad. Þátttakendur ráðstefnunnar voru kennarar sem kenna innflytjendum með litla sem enga skólagöngu að baki. Stefnt er að því að þeir læri tungumál þess Norðurlands sem þeir búa í. WorkdPlays er fyrir þá sem vilja læra dönsku en einnig er hægt að þýða leikinn yfir á önnur Norðurlandamál.

Gerist ekki af sjálfu sér

– Nám gerist ekki af sjálfu sér. Það krefst málnotkunar og samskipta við aðra. Til að vera reiðubúinn til að læra nýtt tungumál þarf tungumálið að hafa einhverja þýðingu í kringumstæðum í lífinu og það þarf að passa inn í lífið. Jafnframt er beiting tungumáls nauðsynleg í hverju starfi, líka í óvelvæddum störfum. Rannsóknir sýna að hvatning til tungumálanáms eykst þegar það er sameinað þjálfun á vinnustað. Ennfremur sýna rannsóknir að viðurkenning veitir hvatningu til náms. Þetta eru meðal þess sem kemur fram í rannsóknum sem gerðar hafa verið á tungumálanámi annars máls fullorðinna með litla sem enga skólagöngu.

Byrjunarreitur

– Stafrænn námsleikur getur verið byrjunarreitur í tungumálanámi og hann getur líka verið viðbót við kennslu. Tranekjær beitir gagnkvæmri nálgun í rannsóknum sínum á öðru tungumálanámi, með áherslu á fjöltyngd og fjölmenningarleg samskipti á vinnustöðum og í námsaðstæðum. Hún hefur átt í samstarfi við fjölda þjónustu- og framleiðslufyrirtækja við þróun æfingamiðaða námsleiksins fyrir þá sem þurfa að læra dönsku sem annað tungumál. Eftir ítarlega vinnu varð niðurstaðan WorkdPlays sem spilað er í farsíma. Tungumálanámið byggir á mörgum áþreifanlegum verkefnum og aðstæðum í atvinnugreinum eins og þvottum og þrifum. Í þvottahúsum í Danmörku eru áttatíu prósent starfsmanna ekki dönskumælandi.

Orðaforði

Leikurinn beinist fyrst og fremst að því að byggja upp orðaforða, en veitir einnig þjálfun í að skilja leiðbeiningar og tungumálaaðgerðir. Orðin sem að læra á í gegnum leik eru tekin úr og eiga uppruna í félagslegum aðstæðum. Leikurinn inniheldur tákn og leiðbeiningar, mismunandi verkþætti í þvottahúsi, eins og mismunandi vinnutengd verkefni sem starfsmaður þekkir auk ýmissa slysa og vandamála, auk vinnustaðamenningar og viðmiða. Spilarinn býr til sinn eigin avatar og verður þannig hluti af leiknum. Þar sem leikurinn er gerður fyrir þá sem ekki geta lesið byggir hann á munnlegu formi en ekki texta.

Leikurinn hefur verið þróaður í samvinnu tungumálakennara, vísindamanna og leikjahönnuða. Hann er kynntur sem „dótturfyrirtæki“ Háskólans í Hróarskeldu og hann er grundvöllur rannsókna á þekkingu á tungumálanámi sem er knúið er af hvatningu og æfingu.

WorkdPlays hefur verið prófaður og niðurstaðan er jákvæð. Af 20 þátttakendum sýna allir nema einn verulegar framfarir í dönsku og sumir sýna miklar framfarir í orðaforða. Rannsakendur sem hafa unnið að leiknum komast að þeirri niðurstöðu að hann henti byrjendum best. Hann getur verið góður byrjunarreitur til að læra annað tungumál, og getur líka verið viðbót í tungumálanámi fyrir flesta.

Nyeste artikler fra NVL

På VUC Storstrøm kan kursisterne bl.a. modtage ordblindeundervisning eller FVU (Forberedende Voksenundervising), hvor de kan dygtiggøre sig i fagene digital, dansk, engelsk og matematik.

09/07/2024

Danmark

8 min.

En ud af tre kursister på VUC Storstrøm har et job. Til gengæld har de ofte negative erfaringer med at gå i skole. Kursisterne bliver mere modtagelige for at lære dansk eller engelsk, når undervisningen tager udgangspunkt i opgaver på jobbet.

Stora företag driver såkallade tomteskolor i Lappland där man utbildar blivande tomtenissar och julgubbar i den viktiga sysslan. Bild: Samuel Holt, Unsplash.

02/07/2024

Finland

8 min.

Vill du utbilda dig till tomte? Ja, det är ingen omöjlighet. Artesanernas resa är ett finländskt utbildningsprojekt som hjälper kunniga personer att få ett nytt specialkunnande inom turismen. I finländska Rovaniemi är man i full gång med att utbilda nya medarbetare och man erbjuder korta skräddarsydda utbildningshelheter.

Helga Tryggvadóttir (t. venstre) og Ingibjörg Kristinsdóttir er begge utdannet som studie- og arbeidsrådgivere.

25/06/2024

Island

9 min.

Det er öket press i det islandske samfunnet for validering av arbeidslivskompetanser og at tidligere utdanning og erfaring godkjennes. Antall innvandrere öker stadig. Kravet blir sterkere om at de papirer som de bringer med seg hjemmefra godkjennes og åpner for relevante muligheter på arbeidsmarkedet. Mange utdanningssentre tilbyr nå validering av kompetanser i Island. Disse mulighetene brukes både av innvandrere og...
Share This