15/05/2024

Norden

Menntastefna

Inngildandi umhverfi og stuðningur við unga innflytjendur á Íslandi

Í verkefninu Raddir ungra innflytjenda – inngilding í nám, starf og samfélag voru haldnir rýnihópar á fimm svæðum á Íslandi til að draga fram áskoranir í tengslum við inngildingu og nýta sem grunn til að vinna í átt að lausnum.

Inngildandi umhverfi og stuðningur við unga innflytjendur á Íslandi

Inngildandi umhverfi og stuðningur við unga innflytjendur á Íslandi

Unnið var jafnframt með stórum hópi hagsmunaaðila sem voru í bakhópi verkefnisins og að auki komu norrænir sérfræðingar að mótun og innihaldi verkefnisins.

Unnið var samkvæmt vinnulagi hönnunarhugsunar (Design Based Research), líkani sem opnaði á innsýn innflytjenda og hagsmunaaðila í þætti sem geta leitt til aukinnar inngildingar í samfélaginu.

Allar þær áskoraranir sem rýnihóparnir fimm lögðu fram voru yfirfarnar á ráðstefnu sem haldin var í Reykjavík í maí 2023. Niðurstöður sýna meðal annars að nánara samstarf þarf að eiga sér stað við markhópinn og tendga hagsmunaaðila til að móta, þróa og festa í sessi þær lausnir sem komu fram. Ákveðin “blindsvæði” (e. blind spots) komu fram sem sýndu hversu mikið vantar upp á þann stuðning og leiðir sem nú eru í boði fyrir innflytjendur.

Fræðslumistöð atvinnulífsins (FA) leiddi verkefnið í samstarfi við Norrænt tengslanet um nám fullorðinna (NVL). Verkefnið var hluti af formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni.

Læs hele policy brief

Flere policy briefs

Share This